Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 ufíö sjáift uv Hafurðu áhyggjur af aS makl þinn sá þunglyndur. Hér eru nokkur atrfðl scm þú getur haft I huga. Ertu þung- lynd/ur? Skólatöskur eru ofþungar Mörg grunnskólaböm bera afar þungar skólatöskur sem geta leitt til bakverkja. Breskir vísindamenn rannsökuðu nauðsynlegt innihald skólataska og samkvæmt niðurstöðum bera böm og unglingar of þungar töskur. „Bömin em að bera um það bil 22% af eigin þyngd á bakinu en að mínu mati er 10% af eigin þyngd of þungt," sagði Brandon Macias sem stýrði rannsókninm. Hann segir þrjú atriði mikilvæg í þessu samhengi. »AÖ töskumar hvili á miðju bakinu, að böndin sem sitji á öxlunum séu breið og jafnlöng og að minna sé í töskunum." Anna Gunnarsdóttir listakona og fatahönnuður er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún tók þátt í fatahönnunarkeppninni Wearable Art Expressions. Anna komst í úrslit og vakti mikla athygli fyrir tæknina sem hún notar á fiskroð og ull. Anna segir árangurinn muni opna margar dyr fyrir sig og stefnir ef til vill á frek- ari frama í glamúrborginni. Fétt Mto'snriUm í hútmuurteuri i LA %/ Þreyta og orkuleysi %/ Tómleikatilfínning %/telöl %/Kvlöl %/ Áhugaleysi %/ Minnkaöuráhuglákynlífí %/Svefnvandamál, lítilleöa mjög mikill svefn %/Þyngdaraukning eða -minnkun |/ Crátur %/ Verkirsem hverfa einfald- legaekki %/ Einbeitingarleysi |/ Minnisleysi %/ Ákvöröunarkvíöi . |/ Svartsýnl |/ Samviskubit %/ Hjálparleysi t/Pirringur og reiði |/Stöðug hugsun um dauða ogsjálfsvíg „Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef keppt í svona keppni og ég er því mjög sæl með árangurinn," segir Anna Gunnarsdóttir fata- hönnuður sem kom heim frá Los Angeles á mánudaginn með heið- ursverðlaun úr hönnunarkeppn- inni Wearable Art Expressions. Anna sendi þrjár myndir í keppn- ina sem komust allar í úrslit. „Föt- in sendi ég síðan í lok september og svo fór ég út og var á verðlauna- athöfninni núna í byrjun desem- ber. í keppninni er leitað að ein- hverju sem fólk getur klæðst en ekki skúlptúrum enda heitir þetta „wearable art‘‘,“ útskýrir Anna. Vinnur út frá íslenskri náttúru Hún segist fullviss um að ár- angurinn muni opna fyrir sér „Ég fékk tilboð um að koma vörunum mín- um í verslanir þarna úti en draumurínn er að fá að taka þátt i stórrí tiskusýningu eða vera með mína • * ÆM eigm. einhverjar dyr. Hún er enginn ný- græðingur í fatahönnun þar sem hún hefur hannað föt og önnur Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. simi: 551 9239 www.birkiaska.is ö BETUSAN mz \ Valið fæðubótarefni ársins 2002 i Finntandi Minnistöflur l söluaðili 551 9239 irkiaska.is Anna Gunnarsdóttir Anna rekur vinnustofu og sýningarsalinn Svartfugl og hvitspóa iBrekkugötunni ásamt vinkonu sinni. listaverk úr roði, ull og silki síð- ustu 15 árin. Anna vinnur mikið út frá íslenskri náttúru og segir bæði roðið og ullina hafa vakið mikla athygli. „Tæknin sem ég nota til að meðhöndla efnin þekk- ist ekki á þessum stað svo hún vakti sérstaklega mikla athygli," segir Anna en verðlaunaklæðnað- urinn, jakki úr þæfðri ull og silki með laxaroði á bryddingum, toppur úr laxaroði og pils úr ull og silki, seldist strax. Aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér Anna segist hefðu viljað dvelja lengur úti en hún náði að ræða við einn fatahönnuð sem sýndi hönn- un hennar mikinn áhuga. „Ég hefði þurft að ná tali af fleirum en ég skildi diska, myndir og sýnishorn eftir hjá yfirmanni keppninnar sem ætlar að hjálpa mér að vinna í þessum málum," segir hún og úti- lokar ekki að hún flytji frá Akureyri og setjist að í Bandaríkjunum. „Samt ekki alveg strax," segir hún hlæjandi en bætir við að það sé aldrei að vita. Dreymir um eigin tískusýningu úti í heimi Þegar Anna er spurð hvert hún DV Mynd Heida.is stefni segir hún drauminn að halda stóra tískusýningu. „Ég fékk tilboð um að koma vörunum mín- um í verslanir þarna úti en draum- urinn er að fá að taka þátt í stórri tískusýningu eða vera með mína eigin," segir hún og bætir við að draumar geti vel orðið að veru- leika. Anna og vinkona hennar sem er grafíklistakona eru með vinnu- stofu og sýningarsal sem heitir Svartfugl og hvítspói í Brekkugöt- unni á Akureyri en þangað getur fólk komið og kíkt á verkin þeirra. indiana@dv.is Ekki láta vigtina draga þig niður - skoðaðu þessi ráð: Er vigtin að bögga þig? Vigtaðu þig á morgnana Eftir því sem við borðum og drekkum yfir daginn léttumst við og þyngjumst. Því er best að byrja morgnana á að stíga á vigt- ina. Ekki vera þræll þyngdarinnar Gerðu þér grein fyrir að þyngd þín rokkar upp og niður. Ekki leggjast í þunglyndi þótt þú sért aðeins þyngri í dag en í gær. Ekki svekkja þig Ekki vigta þig þegar þú ert á blæðingum því þá eru allar líkur á að þú mælist þyngri. Ekki örvænta Þótt þú léttist ekki þrátt fyrir mikla og holla hreyfingu ertu samt í góðum máiúm. Fitan hverfur en vöðvarnir styrkjast og stækka. Vigtin segir ekki allt Ekki láta vigtina stjórna skap- inu. Margir aðrir þættir skipta máli. Hvernig líður þér? Finnst þér fötin þín hafa víkkað? Finnst þér þú sterkari? Heilbrigðari? Grennri? Þú getur náð góðum ár- angri með því að búa til þinn eig- in skala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.