Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Blaðsíða 32
c
32 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005
Menning DV
ri
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Trippið selst
Búið er að selja A little Trip to Heaven til
Spánar og Portúgals og hefur myndin
þar með verið seld til yfir 40 landa.
Samningarnir sem gerðir hafa verið um
myndina eru mun stærri og umfangs-
meiri en áður hafa verið gerðir um ís-
lenskar myndir. Á Spáni verður myndin
sýnd i að minnsta kosti 100 bíósölum og
tugum milljóna varið f kynningu. Mynd-
in er seld til fjölmargra Evrópulanda,
allra Norðurlandanna, til Mið-Austur-
landa og Brasilíu. Auk þess standa
samningaviðræður yfir við nokkra dreif-
ingaraðila i Bandaríkjunum, Bretlandi
og víðar. Söluaðilar myndarinnar,
Katapult Film Sales í Bandarikjunum, segja
þetta gefa góða vísbendingu um áhuga
kvikmyndahúsaeiganda á myndinni. Hér
verður Trippið frumsýnt annan dag jóla.
Julia Stiles í
Trip to Heaven.
Rauðirskór
Tónlistin á disknum
Rauðu skónum var samin við
samnefnda brúðusýningu
sem var frumsýnd snemma
árs í fyrra. Það var Helga Am-
alds sem átti upphaf að sýn-
ingunni sem byggði á kunnu
ævintýri eftir H.C. Andersen.
Peter Mate gerði brúðuna í
sýninguna sem Benedikt Er-
lingsson leikstýrði. Ragnhild-
ur Gísladóttir samdi tónlist-
ina alla, lék hana inn og hafði
umsjón með frágangi.
Það var ekki fyrr en um
mitt ár að diskurinn kom út.
Hann hefur fengið afar
takmarkaða dreifingu sem er
synd.
Þetta er heilstæöasta verk
sem hefur komið frá Ragn-
hildi og sýnir betur en flest
annað hversu fjölhæf hún er
sem tónskáld.
Alls eru 16 smáverk á
disknum og standa algerlega
sjálfstætt þó þau beri mörg
svip hermitónlistar, eigi við
tiltekin atriði í sögunni og
taki nafn sitt þar af: Berfætt í
skógininum, Fyrsti dansinn,
Dauðadansinn.
Verkið er allt unnið út frá
hljómborðinu en sækir
stuðning í margs konar
hljóðabanka. Röddin er afar
lítið notuð. í sýningunni var
tónlistin gríðarlegur áhrifa-
valdur og fyllti söguna og
. leikinn andrúmi sem nýtur
sín ekki síður á heimagræjum
og öðlast þar nýtt líf.
Áhugamenn um feril
Ragnhildar ættu að næla sér í
þennan kjörgrip. Hann hefur
ekki notið þeirrar athygli sem
hann á skilið en boðar góðar
vonir um að þegar Ragnhild-
ur snýr sér að fuUu af tón-
sköpun megi mikils frá henni
vænta í fijálsu falli.
pbb&dv.is
í
i
Ármann Jakobsson segir ævisögu Guðjóns Friðrikssonar um Hannes Hafstein
afreksverk og skáldinu og skörungnum sé sómi sýndur með verklagi sagnfræð-
ingsins. Þversagnir hans og örlög séu skýrðar, verkið miði að því að lesandi
skilji manninn.
Hannes Hafstein
loksins í brívídd
Ævisaga Hannesar Hafstein eft-
ir Guðjón Friðriksson er myndarleg
bók og kápan ótvírætt sú fegursta í
ár. Þar starir Hannes á okkur ögn
tileygur og næstum sorgmæddur
en í bakgrunni grá og horfin
Reykjavík. Þetta er fyrirheit um
ferðalag til aldamótanna 1900 og
við það fyrirheit stendur bókin. í
henni er auðvelt að týna sér; ég tala
nú ekki um þegar menn eru þeirrar
skoðunar að fá tímabil séu áhuga-
verðari í íslenskri stjórnmálasögu
en einmitt þetta.
Afrek og grimm örlög
Hannes Hafstein var afreks-
maður: afburðanámsmaður, gott
skáld, mikill framkvæmdamaður,
klókur stjórnmálamaður. Á bak við
hann var ástríkur frændgarður en
yfir honum hvfldi þó skuggi skap-
mikils og yfirþyrmandi föður sem
var ekki fullkomlega heill á geði.
Eins og margir aðrir íslendingar á
þeim tíma þurfti hann líka að búa
við ógæfu sem mörg okkar kynn-
umst líka en í öðru veldi: Hann
missir ekki eina systur heldur
margar, heittelskaða konu og börn
og að lokum missir hann heilsuna
aðeins hálfsextugur.
Ragnhildur Gísladóttir
Rauðu skórnir
★ ★★★★
Tónlist
IGuðjón Friðriksson sagnfræðingur
„Ég hef ekki veriðjafn hrifinn afævisögu
eftir hann siðan hann skrifaði um Jónas
frá Hriflu, segir Ármann Jakobsson
—- DV-mvnd GVA
Guðjón Friðriksson.
Ég elska þig stormur.
Ævisaga Hannesar Hafstein.
Mál og menning, Reykjavik
2005.
Verð 5990 kr
★ ★★★★
Bókmenntir
Róttæklingur gerist íhalds-
sinni
Hannes var þversagnakenndur.
Ein grundvallarþversögn á ferli
hans skýtur ítrekað upp kollinum:
Hvernig stendur á að hann átti í
heiftúðugum pólitískum átökum
við menn sem hann var sammála
um ýmis grundvallaratriði? Hvern-
ig stóð á því að Brandesar-róttæk-
lingurinn varð leiðtogi íhalds-
manna?
Guðjón Friðriksson vekur oft at-
hygli á þessu en leysir aldrei úr
málinu. Það er ein leið til að virkja
lesendur. Mín skýring er þessi:
Stjórnmál á þessum tíma snerust í
mun ríkara mæli um ættartengsl
en nú er. Vinir og velgjörðarmenn
Hannesar voru fhaldsmenn og
þess vegna tók hann við „lands-
höfðingjaflokknum" þó að hann
sjálfur væri um margt annarrar
skoðunar.
Aðdáun frjálshyggjumanna
Það er einnig þversagnakennt að
arftakar og aðdáendur Hannesar
Hafsteins séu talsmenn óheftra við-
skipta. Sjálfur var hann opinber
starfsmaður og átti í mestu íjár-
hagskröggum á meðan hinn róttæki
Skúli Thoroddsen (sem hann leysti
af hólmi sem sýslumaður) varð
sterkefnaður á viðskiptum. í stjóm-
málum standa eftir hann veglegar
opinberar framkvæmdir, ffemur en
arfleifð sem þeir sem kalla sig frjáls-
hyggjumenn geta sótt í.
Frekari
greining-
ar óskað
Frásögn
Guðjóns
Friðriksson
ar er hófstillt.
Minna er um
sviðsetningar
en áður og
hann rýfúr
frásögnina
ekki heldur'
með löngum
og miklum
ályktunum,
skýtur þó
stundum inn
setningu og
ekki laust við af
lesendur hefði
annað veifil
þegið frekaj
greiningu. Bói
in opnar fremu
en að loka.
henni er sög\
skoðunum ek
haldið ákaft ;
lesendum en í
burðir og heimi
ir settar fram
geta dregið eigin ályktanir. Þar
tekst svo vel til að maður fær á til-
finninguna að í þessari bók sé allt
sem þarf til að skilja Hannes Haf-
stein. Markmið Guðjóns er fremur
að gera söguna lifandi en að deila
við fyrri fræðimenn eða draga
heimspekilegar ályktanir. Um leið
er sagan studd af mikilli rannsókn-
arvinnu sem gerir þessa bók ívið
nýnýstárlegri en ævisögu Jóns Sig-
urðssonar eftir sama höfund.
Mikið mærður
Hannes Hafstein hefur stund-
um verið mærður úr hófi fram.
Guðjón dáist að honum og tekur
sér stöðu nálægt honum en er líka
gagn-
rýninn og nær sam-
bandi við andstæðingana líka. I
Þetta hefur þau áhrif að þeir sem
oflofið fældi frá öðlast jafnvel meiri;
virðingu fyrir mannkostum Hann-
esar. Sjálfur kemst ég í betri tengsl i
við pólitísk klókindi hans og sátta- j
vilja þó að ég sé áfram andstæðing-
ur millilandafrumvarpsins.
Guðjón Friðriksson hefur unnið i
afrek með þessari bók. Ég hef ekki'
verið jafn hrifinn af ævisögu eftir!
hann síðan hann skrifaði um Jónas ■
frá Hriflu. Hannesi Hafstein og;
sögu heimastjórnaráranna er sómi i
sýndur með þessu verki.
Ármann Jakobsson