Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Page 39
X3V Síðastenekkisíst
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 39
Spurning dagsins
Hvernig ganga jólagjafainnkaupin?
Búinn að kaupa fjórar
„Ég er ekki búinn að kaupa allar. Ég er búinn að
kaupa fjórar og á þrjár eftir."
Gunnar Þór Þorsteinsson, starfsmaður
Símans.
„Ég er
búin að kaupa
sjö stykki sem
er um það bil
helmingur."
Rósa Dögg
Gunnarsdótt-
ir nemi. ,
„Ég er
ekki búin að
kaupa eina
jóiagjöfen ég
er búin að
ákveða
nokkrar."
Lana (ris Guð-
mundsdóttir.
„Ég er
ekki búinn að
kaupa eina ein-
ustu. Ég þarfað
kaupa tíu
stykki."
Arnar Páll
Arnarson
„Ég er
ekki búin að
kaupa neina jóla-
gjöf."
Harpa Páls-
dóttir nemi.
Sumum finnst gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og kaupa jólagjafirnar jafnt og
þétt á aðventunni meðan aðrir hlaupa til á Þorláksmessu og redda málunum.
Geirog grafarþögnin
Hún er furðuleg graf-
arþögnin sem umlyk-
ur nýjan foringja
íhaldsins. Geir H.
Haardt. fékk mikið lof fyrir fum-
laus valdaskiptin á lands
fundi Sjálfstæðisflokksins
í október. Allt einsog
blómstrið eina, gekk
firna vel og ekkert hik á
mönnum í póst-Davíðsk-
unni. Geir var maðurinn og nú
var rætt um guðskristni og stétt
með stétt.
Nú skyldi snúið til baka frá
hörku og hægrimennsku
Davíðsáranna, sem að
vísu var aðallega í orði
hjá frjálshyggjuliðinu
sem var að kæfa Davið í ást
og aðdáun. Lítið sást á borði
til raunverulegrar hægri-
mennsku, sami gamli ríkiskap-
ítalisminn og kerfishyggjan og
umlukið hefur Sjálfstæð-
isfiokkinn frá stofnun
hans
Landslæg íhalds-
mennska sem nær
mestu hæðunum þegar
svartasta íhaldið er sent fram til
að berja á íslenskum verkakon-
um sem eru með um 120.000 kr.
í mánaðarlaun!
En síðan eru liðnir bráðum þrír
mánuðir og Geir er horfinn.
Grafarþögn umlykur Geir á
meðan Þorgerður Katrín hefur
átt býsna erfiða daga. Geir veit
einsog Vilhjálmur borgarihald
að þögn og kyrrð vinnur
alltaf með Sjálfstæðis-
flokknum. Það er hins-
vegar undarlegt að Geir
skuli almennt ekki hafa
meiri metnað en raun ber
vitni. Jú, mildari útgáfa af Davíð
og verkefnið að endurheimta
miðjuna. Það segir Mogginn
allavega. En ekkert meir Geir?
Lífið er staðreynd. Dauðinn líka. Lífið eftir dauð-
ann veik von. Ekki hægt að búast við of miklu þar.l
Eilíft líf í gufukenndu ástandi starandi í aðdáun á\
æðstu máttarvöld er frekar leiðinleg tilhugsun, og'
mun skárri eru hugmyndir um flakk á milli vídda eða líf-
reikistjarna. Endurfæðing er svo sem ágætis kerfi^
líka. Líklegast þó að við séum öll á leiðinni að .
verða að gróðurmold, sem er bara fínt - „Af/
moldu ertu kominn..." og allt það.
En aUavega: Við deyjum. Þetta er svaka-J
leg staðreynd sem maður hugsar sem betur''
fer lítið um framan af ævinni. Hugsunin
fer að ágerast með aldrinum. Hin
sístarfandi markaðsöfl eru aðeins
byrjuð að spá í þetta og bækur sem
heita t.d. „500 hlutir til að gera
áður en þú deyrð" njóta vinsælda.
Þar er gengið út frá því að lífið sé
einskonar löng verslunarferð í
Kringlunni og manni er bent
„hluti" sem ofsa sniðugt, eða
hreinlega nauðsynlegt upp á
sálarheillina, er að „gera"
áður en maður hrekkur upp
af. Þarna er bryddað upp á
ýmsum hugmyndum, t.d.
að fara í fallhlífarstökk,
gróðursetja tré, synda j
með höfrungum og
rrá*l* e*ns og ^
ur fetn?1 Sei? 1
siníffSar ¥lð á Ieið
1 9*?ðrarstöð
rev£íið«nf ‘Þessi stað-
lg?Íur valdið utTCT
itíSÍJíðL °9,sendirgg
*narga i hendur vafa-
sfitu'a trúarbragða
eða enn vafasam-
" ari andlegra
meistara.“
'hlaupa í
''maraþoni.
Líklega gengur svo hver og einn með einhvern svona
Iista á bakvið eyrað og þarf því varla bækur til. Ferðalög
á framandi staði og það að verða betri manneskja í faðmi
ástríkrar fjölskyldu verma líklega toppsæti flestra.
Lífið er eins og gátlisti sem maður krossar við á leið
sinni í gróðrarstöð dauðans. Þessi staðreynd getur vald-
ið ugg og kvíða og sendir marga í hendur vafasamra trú-
arbragða eða enn vafasamari andlegra meistara - allt í
því skyni að finna „dýpri" tilgang og meiri hamingju. Það
nægir mér þó alveg - eins og er allavega - að vera þakk-
látur fyrir það sem ég er og hef, og að reyna að gera það
besta úr því. Svo er gott að minnast þess reglulega að
er hluti af þeim minnihlutahópi sem þarf ekki að
hafa áhyggjur af því hvort hann fái að borða
á morgun eða ekki. Svona bækur meðal
hinna snauðu í þriðja heiminum
yrðu mjög stuttar og einhæfar - „1
hlutur til að gera áður en þú
deyrð: reyna að skrimta".
llari
Dr. Gunni
Maður hefði haldið
að óskapiltur
íhaldsins léti að-
eins meira að sér kveða. Sýndi
með afgerandi hætti að það
væri nýr karl í brúnni. Ekki
bara rausið og skrumið um
stétt með stétt.
Tómt tal einsog
opinberast nú þegar
Steinunn Valdís borg-
arstjóri semur við
verkakonur hjá borg-
inni um sanngjarnar og
löngu tímabærar launahækkan-
ir. Nei, þá tryllist íhaldið.
Hvað finnst Geir Haarde um
það mál?
Er hann sammála Vilhjálmi Þ.
um að þetta sé gott mál? Eða
Gunnari B. og Einari Oddi um að
þetta sé aðför að samfélag-
nu? Verkakonurnar
séu ekki lengur með
tuttugu sinnum lægri
laun en óskabörn
íhaldsins, hátekjuhóp-
arnir og lágskattaliðið
sem borgar 10% fjármagns-
tekjuskatt af sínum tekjum,
heldur bara nítján sinnum lægri
laun.
Einhver fjölmiðillinn
hlýtur að lokum að
grafa Geir upp og
þýfga hinn nýja leið-
toga íslenskra íhaldsmanna um
svör og viðhorf. Nema að allir
bíði eftir því að sjá hvort hann
api áramótadelluna
ekki beint upp t
eftir Davið og j
mæti hálftíma 1
of seint í Krydd- »
síldina á Stöð 2.
Þá er nú toppnum
náð.
Björgvin G. Sigurðsson bloggar á bjorgvin.is/