Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2006, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 Fréttir 3DV Þekkingar- verðlaunin Þrjú fyrirtæki eru til- nefnd til íslensku þekking- arverðlaunanna en þau eru Avion Group, Actavis og Bakkavör. Við sama tilefni verður jafnframt tilkynnt val á viðskiptafræð- ingi/hagfræðingi ársins 2005. Verðlaunin verða veitt í dag á Nordica hótel- inu. Þetta er í sjötta sinn sem Félág viðskiptafræð- inga og hagfræðinga veitir slík verðlaun en fyrirtækin sem hafa hlotið verðlaunin áður eru meðal annars KB banki, Actavis, íslands- banki og Marel. Sérstök dómnefnd sker úr um hvert þessara þriggja fyrirtækja hlýtur verðlaunin. Febrúar svip- aðurjanúar Veðurklúbburinn á Dal- vík hefur geflð út spá fyrir febrúarmánuð. Klúbburinn telur að veður í febrúar verði svipað og var í janúar og eitthvað mun snjóa í kringum 20. febrúar, en það verður ekki mikið. Einnig voru félagar heldur bjartsýnir á að veturinn yrði frekar mildur sem eftir væri. Félagarnir voru nokk- uð ánægðir með janúar- spána en hitinn var öllu hærri en þeir bjuggust við. Unglingar hætta að reykja Forvarnanefnd Fiafnar- fjarðar ætlar að skipa starfshóp tif þess að að- stoða unglinga í bænum við að hætta að reykja. Geir Bjarnasyni, forvarnafulltrúi Ffafnarfjarðar, er falin umsjá verkefnisins. Hann segir að þetta hafi verið reynt í tveimur grunnskólum í Hafnarfirði og skilst honum að það hafi gengið mjög vel. Hann segir að reyking- ar unglinga hafi snar- minnkað á undanförnum árum eða úr 30 niður í 11 prósent. Skáksnillingurinn Bobby Fischer er farinn að kunna vel við sig hér á landi. Hann hef- ur komið sér vel fyrir 1 leiguíbúð á Klapparstíg þar sem hann les og hlustar á tónlist. En best kann hann við sig í heitu pottunum og gufuböðum reykvísku sundlauganna. Vesturbæjarlaug Þarna syntu Sæmundur og Bobby 300 metra I fyrrakvöld. 1 1 1 r ;- : ík L [ Skáksnillingurinn Bobby Fischer hefur tekið ástfóstri við reyk- vísku sundlaugarnar. Sést hann þar æ oftar á ferli, snar í snún- ingum með sundgleraugu um háls. „Ég fer stundum með hann í sund, nú síðast í Vesturbæjarlaugina í fyrrakvöld. Fischer er vel syndur og við syntum eina 300 metra þarna um kvöldið," segir Sæmundur Páls- son, lögregluþjónn og vinur Fischers um áratugaskeið. „Oft förum við einnig í Lofdeiðalaugina og í Neslaugina á meðan hún var opin. En Fischer hefur dálæti á íslenska vatninu og finnst gott að vera í heitu pottunum og gufunni." Leigir á Kiapparstíg Sæmundur Pálsson segir að enn hafi Fischer ekki fest kaup á íbúð í Reykjavík en að því hljóti að koma fyrr en seinna: „Sérstaklega vegna þess að hann virðist kunna vel við sig hér á landi og getur gengið hér um óáreittur hvort sem er í sundi eða annars staðar. Hann leigir nú íbúð á Klapp- arstíg og er að borga mjög sann- gjarna leigu þar. Ástæðan fyrir því að hann er ekki búinn að kaupa sér íbúð er sú að hann hefur ekki enn séð það sem hann viU,“ segir Sæ- mundur. Hress og geðgóður Auk þess að fara í sundlaug- arnar og ganga um götur mið- borgarinnar eyðir Fischer mestum tíma sínum í að lesa og hlusta á tónlist. „Hann er ekkert að skrifa svo ég viti hvað svo sem verður. Mestu skiptir að hann kann orðið vel við sig og er geðgóður og virðist bara h'ða mjög vel,“ segir Sæmundur. Bobby Fischer býr einn í leiguíbúðinni á Klapp- arstíg en kærastan er 4 þó stundum hjá hon- um. „Hún er enn að vinna úti og getur því ekki verið hér hjá hon- um öllum stundum eins og gefur að skilja," segir Sæmundur Pálsson. „Mestu skiptir að hann kann orðið vel við sig og ergeð- góðurog virðist bara Sæmundur Pálsson Tekur Fischer meö sér I sund og saman synda þeir afkrafti. Hroki og hleypidómar A Svarthöfði elskar konuna sína. Þess vegna var ekki nema sjálfsagt að fara með henni í Háskólabíó til að sjá Hroka og hleypidóma; stórmynd sem byggð er á gamalli sögu Jane Austen og tilnefnd til margra ósk- arsverðlauna. Það var búið að slökkva ljósin í salnum þegar Svarthöfði mætti. Fann sæti í myrkrinu og á tjaldinu blasti Keira Knightley við í allri sinni dýrð. Sjarmerandi stelpa. Þegar leið á sýninguna fann Svarthöfði að minnst einn sauma- klúbbur sat í hóp á næsta bekk fýrir aftan hann. Annars staðar voru fleiri Svarthöfði saumaklúbbar samankomnir. Það mátti greina á hlátrasköllum og ekkasogum eftir framvindu sögunn- ar. Þarna voru ástir og örlög í aðalat- riðum. Prinsar og öskubuskur í bland við jafnréttisumræðu á villi- götum. Sjaldan hefur Svarthöfði orðið jafn hissa á einni bíómynd. Fyrir hvað áttu þessi ósköp að fá ósk- arsverðlaun? Einfaldleikinn með af- brigðum og grunnstefið svo grunnt að sómt hefði sér í tómri sundlaug. Hvernig hefur þú það? Ég hef þaö mjög fínt/'segir Geir Ólafsson söngvari.„Ég er aö vinna íþvi að byggja mig upp líkamlega og andlega. Síöan er ég aö undirbúa mig iþvlað koma með sterkt og skemmtilegt efni á nýju ári. Kallarnir.is hafa veriö aö ræða viö mig um aö vera hjá þeim áfram og ég mun hjálpa þeim enda miklir vinir minir. “ Skýringin kom í ljós þegar ljósin kviknuðu loks í hléi. Svarthöfði leit í kringum sig og sá að hann var eini karlmaðurinn í salnum. Þarna voru aðeins konur. Og það í hóp- um. Bros á hverju andliti sem gat vart beðið eftir að sýningin hæfist að nýju. „Takk fyrir að koma með mér,“ sagði kona Svarthöfða þeg- ar þau gengu út í annars konar myrkur á Hagatorginu eftir að örlagavefurinn hafði verið rakinn upp á hvíta tjald- inu inni. „Það vantar nýj- an flokk í óskarstÚ- nefningarnar," svaraði Svarthöfði um hæl. „Besta myndin fyrir kon- ur.“ V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.