Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Side 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 11 Actavis of skuldsett Stjómendur kxóatíska lyfjalyrirtækisins Pliva telja að Actavis sé of skuldsett og ef fyrirtækin sameinast muni Pliva enda með að þjónusta skuldir íslenska samheitalyfjafyrirtækis- ins, að því er fram kemur á vefViðskiptablaðsins. Þar segir að Actavis hafi gert kauptilboð í Pliva upp á 1,6 milljarða Bandaríkjadala en Pliva telur tílboðið of lágt og það sé ekki í hag þeirra að sameinast Actavis. Krónan styrkist Krónan styrkt- ist um rúmt 1% í viðskiptum upp á 34 milljarða í gær eftir að hafa veikst um 2,75% á föstu- daginn. Svo virðist sem markaðurinn hafi brugðist of harkalega við neikvæð- um fréttum af eftírmarkaði með skuldabréf bankanna á föstudaginn og leiðrétting hafi átt sér stað í gær. Úr- valsvísitala Kauphallar ís- lands fór upp um 2,29% eft- ir að hafa lækkað um 4,43% á föstudaginn. Greining KB banka segir frá. Dæmdurfyrir hættuspil Verktakinn Grétar Már Steindórsson hefur ver- ið dæmdur til að greiða 90 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekki séð starfsmönnum ÍB verktaka fyrir fullnægj- andi vinnu- pöllum þegar jieir voru að störfum í Garðabæ í fyrra- sumar. „í stað þeirra voru notaðar spýtur sem lagðar voru milli gluggakarma í um það bil sex metra hæð,“ segir meðal annars í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Einnig var Grétar dæmd- ur fyrir aðra vanrækslu, til dæmis það að hafa haft sextán ára pilt að störfum þar sem slysahætta var fyrir hendi. Grétar gekkst við því sem á hann var borið. Lúðvík Ólafsson vélstjóri segir farir sínar ekki sléttar eftir samskiptin við Jónas Har- aldsson, lögfræðing sinn. Lúðvík fékk 685.000 kr. úr Ábyrðarsjóði launa en Jónas tók nær helming upphæðarinnar í innheimtukostnað. Lúðvík stendur uppi með 55.000 kr. skuld við lögfræðinginn. Jónas segir að um sérlega erfitt innheimtumál hafi verið að ræða sem tók hálft annað ár. Lúðvík Ólafsson vélstjóri segir farir sínar ekki sléttar eftir sam- skiptin við Jónas Haraldsson, lögfræðing sinn. Eftir að hafa unnið á togaranum Mars fyrir útgerðina Avona í Brasilíu árið 2002 átti Lúðvík rétt á þriggja mánaða launum frá Ábyrgðarsjóði launa þar sem útgerðin var gerð gjaldþrota. Um var að ræða 685.000 krónur en eftir að Jónas hafði sótt málið fyrir hann stendur Lúðvík uppi með 55.000 kr. skuld við lögfræðinginn sem tók rúmlega 300.000 kr. í innheimtukostnað. Jónas Haraldsson segir ekk- ert óeðlilegt við innheimtukostnað sinn. „Þetta var sérstaklega erfitt inn- heimtumál þar sem annar aðilinn var staðsettur í Brasilíu," segir Jónas. „Við þurftum að fara tvisvar í fjárnámsað- gerð, nauðungarsölu á togaranum og síðan gjaldþrotamál gegn útgerð- inni og þetta tók allt annað Jonas 'i ir. að Lúð vík se Jónas Haraldsson Ekkert athugavert við innheimtukostnaðinn. sár ytír því að hafa ekki fengið neitt út úr Ábyrgðarsjóðnum en staðreynd- in sé sú að Lúðvík er sjálfur gjald- þrota þannig að eftirstöðvarnar voru sendar þrotabúi hans. Skiptaráðandi þrotabúsins, Hanna Lára Helgadótt- ir, segir að hún sjái í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við framangreindan inn- heimtukostnað. Svik og lygar „Ég fór utan til Brasilíu að vinna sem vélstjóri á togaranum Mars árið 2002 en allt sem hafði verið sagt við mig um laun og kjör reyndust síðan svik og lygar," segir Lúðvík. „Útgerð- in var í eigu íslendinga, fyrst Sævars Sigvaldasonar en síðan tók Olís fé- lagið upp í skuld áður en það var gert gjaldþrota." Fram kemur í máli Lúðvíks að fyrst hafi hann þurft að fara í mál við Olís vegna vangoldinna launa og fékk dæmdar rúmar 2 milljónir kr. í Hæstarétti. Af þeirri upphæð tók Jónas rúmlega 1,1 milljón í sinn hlut. Síðan, seint á árinu 2004, eftir að Avona var úrskurð- að gjaldþrota, átti Lúðvík rétt á 3ja mánaða laun- um frá Ábyrgðarsjóði launa. Stendur uppi með skuld „Hjá Ábyrgðarsjóði launa fékk ég 685.000 krónur en eftir að Jónas hafði tekið 311.000 kr. í innheimtu- kostnað og borguð hafði verið stað- greiðsla skatta og önnur gjöld af upp- hæðinni stend ég uppi með 55.000 króna skuld við lögfræðinginn," seg- ir Lúðvík. „Þess ber að geta að ég hafði fengið 100.000 krónur greiddar fyrirfram hjá Vélstjórafélaginu en það sem eftir stóð sendi Jónas svo til skiptaráð- enda þar sem er sjálf- ur gjald- þrota." Lúðvík Ólafsson Ekki sáttur við að fá ekkert í sinn hlut afþriggja mánaða launum frá Ábyrgðarsjóði. Laun ur sjóðnum breyttust í skuld nýbýlavegi 18 I s. 517 2100 mubla Hönnun Michael Raun er ó heímsmœlíkvarða, hugmyndir- nar fullar af nýsköpun og frum- leika en samt eiga sófarnir sér skírskotun í þœgindi heimílis- lífsins. Raun er hönnuður sem eltir ekki aðra hönnuði, hann ersjólfuráundan. Komdu og vertu á undan!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.