Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Síða 17
ÖV Sport ÞRIÐJUDAGUR28. MARS 2006 77 Bláttfer Ball- ack betur Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, sagði í gær að hann ætti ekki möguleika á því að lokka þýska lands- liðsfyrirliðann Michael Ball- ack til liðsins. Ballack verður samningslaus í sumar og hefur þrálátlega verið orðað- ur við Chelsea. „Mér stendur það ekki til boða að semja við Michael Ballack af því að hann hefur þegar skrifað undir hjá öðru liði," sagði hann og bætti svo við: „Blátt fer honum mun betur." Talið er að Ballack verði einn hæstlaunaðasti leik- maður heims hjá Chelsea, með 120 þúsund pund í vikulaun. ÍBVekki meðí ÍBV hefur dregið lið sitt úr íslandsmóti kvenna í knattspyrnu, Landsbankadeiídinni, í sumar. Nokkrir úr stjórn knattspymudeildar kvenna sögðu störfum sínum laus- um í kjölfarið en Páll Schev- ing, framkvæmdastjóri fé- lagsins, sagði í samtali við eyjar.net í gær að málið snerist um kosmað. „Það er hægt að mynda lið hér í Vestmannaeyjum en það er bara spurning hvað það kosti og hveijir séu tilbúnir að vinna fyrir því? Að þessu sinni var það metið þannig að það væri of dýrt að halda úti liði en við komum aftur, það er bara spurning hvenær." sumar Vináttuleikir við Skota KSÍ og knattspymusam- band Skotlands hafa komist að samkomulagi % um að U19 ára BSStSJ* m, § landsliðliðanna leiki vináttu- 2« landsleiki dag- ana 4. og 6. september næstkomandi. Báðir leikimir fara fram í Skotlandi. Unglingalið ís- lands og Skotlands hafa þrettán sinnum mæst áður og hafa Skotar unnið sjö þeirra viðureigna en íslend- ingar tvær. DAGAR I HM I tm&tt&pymu Égverðklár Michael Owen sagði í samtali við enska fjölmiðla í gær að enginn skyldi efast um að hann verði klár í slaginn þegar HM hefst í Þýska- landi í sumar. Hann varð að gangast undir aðgerð á föstudaginn en hann er að jafna sig á fótbroti. Hann lék síðast með Newcastle þann 31. desember. „Aðgerðin gekk vel og býst ég við því að spila á nýjan leik eftir fjórar vikur. Það þýðir að ég fæ nægan tima til að komast í gott leikform." Skotlandsdvöl Garðars Gunnlaugssonar hefur ekki verið á þann hátt sem henn hefði fyrirfram kosið. Hann hefur sárafá tækifæri fengið og nú er allt útlit fyrir að átján mánaða lánssamningi hans ljúki í vor, hálfu ári eftir að hann hélt ytra, og hann snúi heim á leið og spili með Val í Landsbankadeildinni næsta sumar. „Það opnast annar gluggi í haust,“ sagði Garðar við DV sport. Hittast aftur í sumar Félag- arnir Guðmundur Benedikts- son og Garðar Gunnlaugsson í leik með Val gegn lA sfðastliðið sumar. DV-mynd Heiða Allt útlit er fyrir að Garðar Gunnlaugsson spili með Valsmönn- um í sumar. Það staðfesti hann í samtali við DV sport í gær. „Þetta ætti að koma í ljós á allra næstu dögum en ég reikna með því að koma heim,“ sagði Garðar. í desember síðastliðnum hélt hann til Skotlands þar sem hann skrifaði undir átján mánaða lánssamning við Dunfermline. Þegar Garðar kom til liðsins var það heldur rýrt af mannskap og var þar að auki í bullandi fallbaráttu. Garðar, eins og aðrir, sá þá fram á að fá næg tækifæri til að spila með lið- inu. Hann hafði staðið sig vel á æf- ingum og fékk mikið hrós frá þjálfur- um liðsins. En Garðar fékk ekki leikheimild með liðinu fyrr en 2. janúar og til að bæta gráu ofan á svart meiddist hann fljótíega eftír það. í janúar- glugganum keypti liðið svo nokkra leikmenn sem hægt og rólega færð- ust ofar í goggunarröðinni. Garðar fékk að koma inn á sem varamaður í leik gegn Hibernian þann 21. janúar en síðan þá hefur hann engin tæki- færi fengið með aðalliðinu. Góður á æfingum Garðar fundaði fyrir skömmu með forráðamönnum liðsins og fór fram á skýringar á þessu. „Þeir töldu mig hafa staðið mig vel á æfingum og sögðu að ég hafi tekið gríðarleg- um framförum. En þrátt fyrir það töldu þeir mig ekki henta þeirra leikstíl. Ég vissi það sjálfur eftir að hafa horft á þá spila í nokkurn tíma og grunaði að þannig væri í pottinn búið.“ Komnir úr fallhættu Dunfermline hefur gengið vel undanfarið, er nú í þriðja neðsta sæti og ellefu stigum frá fallsætinu. „Það er ekki líklegt að þeir muni breyta um leikstíl á næstunni og að sama skapi ekki líklegt að ég sé að fara að spila mikið. Það er því nánast öruggt að ég komi heim og spili með Val í sumar." Þrátt fyrir þetta segist hann sáttur við Skotíandsförina :St. þó svo að vissulega hafi hann orðið fyrir vonbrigð- % um með hversu fá tækifæri hann fékk. „Ég er ánægður *L með að hafa prófað þetta. Það opnast svo annar gluggi í haust. Ég er alls ekki bú- inn að gefast upp. Þetta er bara rétt að byrja hjá mér." Hlakka til að koma hemi Og honum líst mjög vel á sumar- ið og keppni Landsbanka- deildinni með Val. „Ég er afar spenntur fýrir því að spila heima í sumar hlakka mikið Ekki skemma fyrir úrslitin í gær," sagði hann og hló en þar átti hann við úrslit í leik Vals og ÍA í deildar- bikarnum á sunnudag. Valsmenn funnu þar 3-0 sigur. Garðar er eins og flestir vita uppalinn Skagamaður en gekk sumarið 2004 til liðs við Val. „Það hefði ver- ið gaman að spila þennan leik og mæta þar Arnari bróður." En skyldi það ekkert k , kitla að spila með Arnari já, \ í fremstu víglínu í sínu ÍAi gamla félagi? „Það myndi kitla ef hann •'jl væri með Val. Nú er ég kominn með Vals- hjartað og það kitlar ekki eins og er að fara upp á Skaga. Ég er mjög ánægður í Val." eirikurst@dv.is Eini leikur Garðars Garðar Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður í leik Dunfermline og Hibernian i lok janúar. Það verður sennilega hans eini leik- ur með félaginu. DV-mynd SNS Skíðamót íslands 2006 fór fram á Dalvík og Ólafsfirði um helgina Ótrúlegir yfirburðir Dagnýjar Lindu í stórsviginu Það var heldur fátt um óvænt úr- slit í keppni í alpagreinum á skíða- móti fslands sem fór fram um helg- ina norðan heiða, á Dalvík og Ólafs- flrði. Aðeins var keppt í „tækni- greinunum" svokölluðu, svigi og stórsvigi, en brun og risasvig voru ekki á dagskrá. Það eru I þó þær greinar sem Akureyring- \ urinn Dagný Linda Kristjáns- dóttir hefur sér- hæft sig í síð- ustu ár, og i -.. - -. Dagný Linda Krist- J jánsdóttir Vann tvö- faldan sigur á Skíða- móti Islands um helg- ina, rétt eins og Björg- vin Björgvinsson. hefur hún gert lítið af því að æfa svig á þessum tíma. Engu að síður tókst henni að sigra í báðum greinum og sýnir það vel hversu framarlega hún stendur miðað við stöllur sínar. Þó eru úr- slitin í stórsviginu sérstaklega eftir- tektarverð en þar var forysta hennar tæp fimm og hálf sekúnda. í báðum keppnunum voru þær Agla Gauja Björnsdóttir, Árrhanni, Salóme Tómasdóttir, Akureyri og Sigríður Björk Þorláksdóttir, ísafirði í næstu þremur sætum. Sigríður náði bronsi í báðum greinum en Agla fékk silfur í stórsviginu og Salóme í sviginu. í keppni karla voru Ólympíufar- ar í öllum verðlaunasætunum en Björgvin Björgvinsson, Ólafsfirði vann öruggan sigur í báðum grein- um. Kristján Uni Óskarsson, Ólafs- firði fékk silfur í báðum greinum og Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, brons. BOLTINN I BEINNI VEISLUSALUR nfniæll, «(«ggir / u«*sír oy ninha«amkva»r POOL & SNOKER,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.