Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 10
SVJWI1MNMIHNN ERGUB sjást átta efstu á forsíðu heimasíðunnar. Sjö af átta vinum Helga eru þeldökkir en einn þeirra er hvítur - hann sjálfur. Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart sem skilur titil síðunn- ar. FYRIRTÆKI BARÐfl GEFUR ÚT Á þessari heimasíðu er einnig hægt að sjá hver gefur út tónlist Helga Vals en það mun vera Bang ehf. Það fyrirtæki á Barði Jóhanns- son í Bang Gang og gaf út síðustu plötu sveit- arinnar hjá því fyrirtæki. Velta menn því fyrir sér hvort Barði kemur til með að hafa hönd í bagga þegar kemur að framleiðslu disksins. Það er ein af þeim fjölmörgu spurningum sem er ósvarað um þetta verkefni Helga til heiðurs svarta manninum. SHS TRÚBADORINN HELGIVALUR ÁS- GEIRSSON HEFUR OPNAÐ MYSPACE- SÍÐU Á NETINU UNDIR YFIRSKRIFT- INNIBLACK MANIS GOD, THE WHITE MANIS DEVIL. Á SÍÐUNNI MA FINNA LÖG EFTIR ÞELDÖKKA LISTAMENN SEM HELGIHEFUR SETT f NÝJAN BÚNING. EINNIG ER HÆGT AÐ TENGJA HELGA VAL VIÐ BARÐA í BANG GANG. HELGIVILDIEKKITJÁ SIG UM MÁLIÐ VIÐ SIRKUS. HEL6IVALUR HELDUR ðTi HEIMASÍBU SEM BERYFIR- SKRIFTINA BLACK MANIS GOD, THE WHITE MANIS DEVIL „Þetta er milli mín og svarta mannsins," var það eina sem Helgi Valur Ás- geirsson lét hafa eftir sér þegar blaðcimaður Sirkuss hafði samband við hann íyrr í vikunni. Hann bætti við að hann vildi einungis tjá sig við fjölmiðlamenn af afrískum uppruna áður en hann lagði svo á. Helgi Valur gaf í fyrrasumar út plötuna Demise of Faith en áður hafði hann sigrað í trú- badorakeppni Rásar 2. HYLLIR SVARTA MANNINN Helgi Valur heldur úti heimasíðu sem hefur slóðina myspace.com/blackmanis- godthewhitemanisdevil. Á íslensku er yfirskrift síðunnar „Svarti maðurinn er guð, hvíti máðurinn er djöfull". Á þess- ari síðu má finna lög sem trú- badorinn Helgi Valúr hefur seft í nýjan búning. Allt eru þetta lög eftir þeldökka listamenn og má þar á meðal nefna lagið Gin and Juice sem rapparinn Snoop Dogg gerði frægt á síðasta ári. Á sömu síðu hefur Helgi uppi háðsglósur um listamanninn James Blunt og segir: „James is the worst kind of Blunt". SIÐASTIKAFLIRAPPSÖGUNNAR Á þessari heimasíðu má einnig lesa um Helga Val sjálfan þar sem hann segist vera síð- asti kafli rappsögunnar. „Margir héldu að þetta væri hvítur drengur að stela tónlist svarta mannsins. Það rétt að mörgu leyti en hinsveg- ar er þetta eina tónlistarstefnan sem hann gat tengst," stendur á síðunni. Þar er því bætt við að Helgi sé með Tupac tattoo og gat í nefinu. Hann biður fólk um að bíða rólegt því von sé á meistaverki frá sér þar sem hann ritar lokaorð rappsögunnar. BARA SVARTIR VINIR Á myspace tíðkast það að fólk eignast vini. Þeim er hægt að raða upp eftir mikilvægi og ÚílAGINH HVAÐ HEITIRÐU? Auður Karitas Ásgeirsdóttir. HVARERTU? NewYork,NewYork AFHVERJU? Ég er í New York því ég er í framhaldsnámi hér. Ég valdi borgina því ég þekkti hana ágætlega, elska hana mjög og bjó hér sem barn. HEIMILISAÐSTÆÐUR? Ég bý í stúdíóíbúð á stærð við skókassa í göngufjar- læ'gð frá skólanum mínum.Sem beturfer eru engir kakkalakkar eða mýs sem deila íbúðinni með mér enn sem komið er. DAGUR f LÍFIÞÍNU? Sumir dagar eru framtaksminni en aðrir. Þá sef ég of lengi og hangi á tímaþjófnum msn og spjalla við yndislegu vini mína heima á fslandi. Góður dagur er þegar ég vakna snemma,fer í ræktina, vesenast og læri fýrir skólann, labba nýja leið í skólann, borða góðan mat eftir tíma og fer á tónleika eða á bíó. KOSTIR ÞESSAÐ BÚA í NEWYORK? Hér er hægt að finna allt og kostirnir eru endalausir. Klisjan að New York sé borgin sem aldrei sefur er sönn og það getur verið mjög hentugt. Hægt er að panta mat heim frá öllum heimshornum hvenær sól- arhringsins sem er, reykingar bannaðar á skemmti- stöðum og já, ég get haldið áfram endalaust. ÓKOSTIR ÞESS AÐ BÚA í NEW YORK? Þrátt fyrir að New York sé frábær og frábrugðin flest- um öðrum bandarískum borgum er hún engu að síður í Bandaríkjunum og því miður er ansi margt rotið í henni Ameríku. Svo er ég búin að fá nóg af þessu veseni á krónunni takk fýrir, veik - sterk; ákveddu þigi! HVERS SAKNARÐU AÐ HEIMAN? Fylltra lakkrísreima,kókosbolla,dracula brjóstsykurs, Eldsmiðjunnar, bragðarefs, íslenskra sjónvarpsfrétta, náttúrunnar og lyktarinnar af íslandi en aðallega fjöl- skyldunnar og vina. UPPÁHALDSSTAÐUR f NEWYORK? Margir og listinn er ekki tæmandi. Mercer-hótelið, Magnolia Bakery,Cipriani Downtown f sunnudags- brunch, og síðast en ekki síst Film Center Café á 9. breiðgötu þar sem fýlgir, með hverjum keyptum brunch um helgar,ótakmarkað magn af kampavíni, mimosa, screwdriver eða bloody mary! fSLENDINGAR ERU...? bestir í heimi. NEW YORK-BÚAR ERU...? Skapvondir og stundum frekar ferkantaðir. EIN MANNESKJA SEM ÞÚ BIÐUR AÐ HEILSA: Arthúr Hvað kom æí, ég skar mig fyrir þig? ítrekað. Ég þurfti að tjá eymd mína og reiði Dorrit. EYMD tmm- HERÓÍNf Nú til sölu á netinu! Fjandinn.com/Arthur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.