Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19.MAÍ2006
Helgin PV
tsem hefiirnú þegar markað djúp spor fsögu
vakeppninnar.
Burovisioi
UU II
frammis
UP'
Sigurdfs Sveinsdðttir
Erákaflega stoltaf
dóttur sinni Ágústu Evu og
frammistöðu hennar sem Silvla
Nótt I Eurovision.
Sigurdis Sveins-
dóttir er móðir
Ágústu Evu
Erlendsdóttur sem
þekkt er í gervi
Silvíu Nætur. Sigur-
dis segir Ágústu
Evu einstaklega
þægilega i um-
gengni og eiga ekk-
ert sameiginlegt
með Silvíu Nótt sem
hún leikur svo vel
að eftir er tekið um
viða veröld.
Eg skal mála allan heiminn elsku
mamma," syngur 12 ára stúlka
í söngvakeppni og sigurinn er
hennar. í framhaldi er henni boð-
ið að syngja inn á barnaplötu. Stór
draumur fyrir litla stelpu, en draum-
urinn rætist ekki. Mamma hennar, sú
sem hún myndi mála ailan heiminn
fyrir, hefur ákveðið að halda til náms
í Noregi og þangað liggur leiðin. En
ekki eitt styggðaryrði fellur af vörum
telpunnar. Hvorki þá né síðar.
Telpan er Ágústa Eva Erlends-
dóttir, mamman Sigurdís Sveins-
dóttir. Þegar ég kem til fundar við
Sigurdísi að Vesturgötu 7, þar sem
hún kennir hannyrðir í félagsstarf-
inu, er fjöldi manns á staðnum. Þar
stendur yfir sýning á handverki - en
það sést langar leiðir hver mamma
Ágústu Evu Erlendsdóttur er, svo lík-
ar eru þær.
Þótt þær mæðgurnar séu óneit-
anlega líkar í útliti, er ekkert sem
minnir á karakter dótturinnar, Silvíu
Nætur, þegar farið er að ræða við Sig-
urdísi Sveinsdóttur. Hún er róleg og
yfirveguð og það hefði sjálfsagt lið-
ið yfir mig hefði hún sagt svo mikið
sem hálft blótsyrði þessa klukkutíma
sem við vörðum saman. Enda er
hún ekki mamma Silvíu Nætur. Hún
er mamma Ágústu Evu, sem er allt
önnur manneskja en stjarnan sem
hélt til Aþenu fýrir fslands hönd í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva árið 2006. En hver er þessi
kona sem ól í heiminn þessa stúlku
fyrir 23 árum?
Miðborgarbarn með
ævintýraþrá
„Það má kannski segja að ég sé
sambland af miðborgarbarni og
náttúrubarni," segir Sigurdís. „Ég
ólst upp í hjarta borgarinnar, á Óð-
insgötunni, en fór öll sumur norð-
ur í Húnavatnssýslu og hélt 16 ára
til náms við Húsmæðraskólann á
Blönduósi. Ég viidi hafa húsmæðra-
skólapróf, en bætti svo við mig kenn-
aranámi og lauk námi frá Kennara-
skóla íslands árið 1965."
í Hallormsstaðaskógi
Kennslustörf áttu vel við Sigurdísi
og ævintýraþráin togaði í hana:
„Ég réð mig til starfa austur á
Hallormsstað," segir hún og brosir
að endurminningunni. „Þar dvaldi
ég í tvö ár og kunni ljómandi vel við
mig, en engu að síður gat einangrun-
in gert vart við sig fyrir austan, sér-
staklega í svartasta skammdeginu."
Til höfuðborgarinnar hélt hún
því aftur, en þrátt fýrir að hún seg-
ist hvorki vera mildl stjörnumerkja-
manneskja né afskaplega
forlagatrúar, gætu
Hfc aðrir áiit-
ið svo að
á-P^SBKÉI örlögin
DV Helgin
FÖSTUDAGUR I9.MAÍ2006 31
hefðu sent hana austur:
„Þar kynntist ég manninum mín-
um, Erlendi Magnússyni sem var
að starfa sem smiður og listamað-
ur austur á Egilsstöðum, og eftir að
við fluttum suður bjuggum við fyrst
hjá foreldrum mínum, en við eign-
uðumst fyrsta barn okkar af fimm,
Svein, árið 1968," segir hún og bros-
ir að spurningasvipnum sem kemur
ámig.
Börnin
Fimm börn?!
„Já, Sveinn er töivunarfræðing-
ur með sitt eigið fýrirtæki, auk þess
sem hann syngur í tveimur kórum,
Raddbandafélagi Reykjavíkur og
Vox Academica," segir hún. „Næst í
röðinni er María, sem er menntað-
ur ferðamálafræðingur og nýbök-
uð mamma, svo kemur Sunna, sem
er við nám í Danmörku, þá Ágústa
Eva og yngstur er Finnbogi sem hef-
ur stundað nám í hönnun. Það eru
því fimmtán ár milli elsta og yngsta
bamsins míns..."
Ungu hjónin dvöldu ekki lengi í
Reykjavík, nú skyldi kynnast Vestur-
landi:
„Leiðin lá vestur á Staðarfell í Döl-
um, þangað sem ég hafði ráðið mig
sem kennara," segir Sigurdís. „Þar
kenndi ég almenna handavinnu; út-
saum, prjón, hekl og fatasaum auk
uppeldisfræði. Fyrsta veturinn var
ég þar ein með Svein, síðan kom Er-
lendur til okkar og María fæddist svo
árið 1974. í Dölunum bjuggum við
fram til haustsins 1975."
Og enn og aftur var það lands-
byggðin sem togaði:
„Suðurlandið í það skiptið," segir
hún. „Við fluttum austur á Hvolsvöli
þar sem Erlendur var kennari í nokk-
ur ár. Þar fæddist þriðja barn okkar,
dóttirin Sunna, og auk þess að vera
heimavinnandi með þrjú börn tók ég
að mér námskeið fyrfr Kvenfélaga-
samband Isiands, eins og ég hafði
reyndar oft gert áður. Mestur áhugi
var þá fyrir fatasaumi en síðar jókst
áhugi á bútasaumi."
Róið á ný mið
Það þarf auðvitað ekki að fara um
það mörgum orðum að alla tíð hann-
aði og saumaði Sigurdís föt barna
sinna, sem hún segir hafa verið góða
búbót:
„Fjárhagslega gekk þó ekki al-
„Ég þekki dóttur mína
vel og treysti henni
fullkomlega. Hún erí
þessum karakter og
verður að fá að njóta
sín í honum. Hún hefur
þann hæfileika að nýta
augnablikið og grípa
tækifærið, sem ekki er
öllum gefið."
veg upp að ég væri eingöngu heima-
vinnandi og eftir fjögurra ára veru á
Hvolsvelli tókum við ákvörðun um
að færa okkur nær Reykjavík svo ég
gæti starfað sem kennari. Hvera-
gerði varð fyrir valinu og þar fór ég að
kenna við grunnskólann en Erlend-
ur kenndi í Þorlákshöfn, auk þess
sem hann sinnti öðrum störfum,
enda listhneigður mjög. Hann vann
til dæmis að innanhússkreytingum
í Eden og dyrnar að kirkjunni í Þor-
lákshöfn eru handverk hans."
Hönnuður hitabakstra
Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar
árið 1997 ásamt yngstu börnunum,
Ágústu Evu og Finnboga. Það ár réð
Sigurdís sig tii starfa hjá Gigtarfélagi
Islands og það starf leiddi hana inn
á alveg nýjar brautir í lífinu: stofnun
eigin fyrirtækis, Lífsorku:
„Þeir sem hafa farið til sjúkra-
þjálfara hafa sjálfsagt tekið eftir því
hversu þungir hitabakstrarnir eru
sem lagðir eru um háis, herðar og bak
sjúklinga," segir hún. „Þá kom upp sú
hugmynd að útfæra nýja hitabakstra
sem væru meðfærilegri og þægilegri
fyrir sjúklingana. Ég settist umsvifa-
laust niður og hannaði bakstra fýr-
ir háls og herðar, enda er þörfin fýr-
ir þess háttar bakstra brýnust. Innan
í þessum bökstrum er náttúrulegt
korn með hýði og með því að leggja
handklæði eða fatnað yfir bakstrana,
helst hitinn mjög lengi.
I samráði við iðjuþjálfara hjá
Gigtarfélaginu prófuðum við þessa
bakstra á sjúklingum sem voru svo
yfir sig ánægðir með árangurinn að
sífellt oftar var beðið um þá. Þessa
Ágústa Eva í gervi Siivíu Nætur
Silvla Nótt hefur heldur betur siegið I gegn í Aþenu þar sem athyglin hefur
beinstaðhenni.
bakstra, ásamt bak, handar- og úln-
liðsbökstrum, er hægt að kaupa hjá
Gigtarfélagi íslands og í verslun-
inni Betra líf. Ég hannaði líka fjöl-
notabakstra, sem eru þess eðlis að
þá er hægt að tengja saman eins og
skó yfir fætur og sem sívalninga fyrir
olnboga og handleggi, eða leggja við
bak og maga.
Þeir eru hins vegar það kostn-
aðarsamir í framléiðslu að þeir eru
ekki í almennri sölu, en hins vegar er
hægt að panta þá í gegnum netslóð-
ina www.lifsorka.com eða skrifa mér
beint: lifsorka@lifsorka.com. Mér
finnst mjög áríðandi að geta verið
í beinu sambandi við viðskiptavini
mína. Ég hef verið að byggja þetta
fyrirtæki upp frá grunni, allt frá því
að sækja um einkaleyfi fyrir vöru-
merkinu mínu og fá hönnunarvernd
á þá hluti sem ég hanna, þannig að ég
stend eiginlega á tímamótum núna,
hvort ég eigi að snúa mér eingöngu
að þessu fyrirtæki eða halda áfram
að vinna tvöfalda vinnu," segir hún
með bros á vör. „Ég er með vandaða
vöru og vil koma tO móts við þarfir
neytenda, ekki síst þar sem þörf og
eftirspurn er mjög mikil."
Sigurdís var í tveimur störfum um
tíma, bæði hjá Gigtarfélaginu og við
félagsstarfið á Vesturgötu 7, en eftir
því sem Lífsorka óx og dafnaði varð
hún að einbeita sér meira að rekstri
fyrirtækisins. Hún kaus því að hætta
hjá Gigtarfélaginu en starfa áfram
við handavinnukennsluna, sem hún
bendir á að sé ekki aðeins fyrir aldr-
aða:
„Hingað mega í raun allir koma
sem hafa áhuga á félagsstarfi og
langar að skapa," segir hún, og ljóst
að konan les hugsanir því ég var far-
in að reikna í huganum hversu langt
væri í að ég gæti sest niður og loksins
lært að sinna hannyrðum!
Orðvör og yndisleg
Þegar viðtalið er tekið eru enn
nokkrir dagar í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva en kepp-
endur komnir til Aþenu. Við bein-
um talinu að dótturinni Ágústu Evu,
sem Sigurdís segir að búi yfir þeim
hæfileika að grípa tækifærin og njóta
augnabliksins. Þar eru þær mæðgur
líkar - því Sigurdís er ekki komin að
þeim kafla lífs síns í frásögninni þeg-
ar hún sjálf greip tækifærin og dreif
sig til náms í Noregi og Svíþjóð.
„Já, Noregsferðin kom til einmitt á
þessum tíma þegar Ágústa Eva hafði
sigrað í Söngkeppni Suðurlands. Ég
hafði skráð mig til náms í textílhönn-
un í Noregi og dvölin stóð íyrir dyr-
um. Þá var Ágústa Eva tólf ára og
Finnbogi tíu ára og þau héldu með
mér til Noregs þar sem við bjuggum
einn vetur í Notodden í Telemark og
áttum yndislegan ti'ma."
Ágústu Evu hefur ekki þótt þú
„ömurlegasta mamma í heimi" að
fara með hana til Noregs þegar henni
gafst kostur á að syngja inn á hljóm-
plötu?
„Það getur vel verið!" segir hún
hlæjandi, „en hún hefði aldrei sagt
það. Það hefur aldrei fallið styggð-
aryrði af hennar vörum í minn garð.
Ágústa Eva hefur alltaf verið afskap-
lega orðvör og yndisleg..."
Ekki mamma Silvíu Nætur
Sigurdís bendir á að fólk verði
að setja skil á milli Silvíu Nætur og
Ágústu Evu:
„Þegar ég er spurð hvort ég sé
móðir Silvíu Nætur, þá svara ég:
„Nei, en Ágústa Eva er dóttir mín,"
segir hún og brosir stríðnislega.
„Silvía Nótt er tilbúinn karakter og
hún og Ágústa Eva eru mjög ólíkar,"
segir hún og leggur áherslu á orðið
„mjög".
„Enda er fólk nú farið að skilja á
milli þessara tveggja persóna!"
Ótrúlegt ævintýri
Ein mömmuspurning: Hvernig er
að upplifa að eigá svona frægt barn?
„Þetta hefur verið ótrúlegt ævin-
týri sem ég hef tekið þátt í enda erum
við mæðgurnar nánar. Ágústa flutti
að heiman fyrir þremur árum, en
við hittumst mjög oft og erum mikl-
ar vinkonur. Ég hef fylgt henni eftir,
fyrst og fremst kannski vegna brenn-
andi áhuga míns á tónlist," segir hún
en er svo hógvær að ég þarf að kom-
ast að því íyrir tilviljun nokkrum
dögum síðar að sjálf syngur Sigurdís
óskaplega vel og er í kirkjukór. „Ég
skil Ágústu Evu mjög vel, hef hvatt
hana áfram og íylgt henni á þess-
um ferli. Eins og ég sagði þér áðan,
þá saumaði ég á börnin mín alla tíð
og það var alltaf yndislegt að sauma
á Ágústu því hún var svo þakklát og
fannst allt svo frábært sem ég gerði.
Hún var alltaf svo opin fyrir öllu,
glöð, þakklát og yndisleg. Það var svo
gott að gera henni til hæfis."
Söngelsk systkini
Hvað er það sem börnin þín fimm
eiga sameiginlegt?
„Tónlistina," segir hún án um-
hugsunar. „Þau eru líka öll' mjög
listhneigð. Ég er mjög stolt af öllum
börnunum mínum og dætrason-
unum tveimur, Emanúel og Daní-
el. Sterkasta systkinasambandið er
vissulega milli Ágústu Evu og Finn-
boga, enda aðeins tæp tvö ár á milli
þeirra og mér finnst þau oft eins og
eineggja tvíburar. Þau skilja hvort
annað svo vel. Finnbogi er mikill
húmoristi og skapandi manneskja.
Ég get ekki hugsað mér betra syst-
kinasamband en ríkir á milli þeirra."
Hæfileikafólk
Þegar horft er á hannyrðirnar sem
Sigurdís hefur leiðbeint með á Vest-
urgötunni vaknar spurning um hvort
hún hafi eitthvað komið að hönnun
búninga Silvíu Nætur.
„Það er nú lítið," svarar hún. „Ási
stílisti, sem er góður vinur Ágústu
Evu, sér alveg um búningana en
þegar hann fór fyrst að koma heim
til okkar fýrir mörgum árum varð
ég þess heiðurs aðnjótandi að fá
að leiðbeina honum fýrstu skrefin í
hönnunarstarfinu.
Gaukur Úlfarsson, meðeigandi
Ágústu í fyrirtækinu Meistari al-
heimsins, er einnig mjög hæfileika-
ríkur, eins og allir vita sem fylgst hafa
með honum. Hann er afbragðs góð-
ur stílisti og myndatökumaður, hef-
ur næmt auga fyrir litum, formi og
hreyfingum og fékk Edduverðlaun
fyrir myndband. Hann er fylginn
sinni hugsjón og afskaplega afkasta-
mikill. Þau Ágústa Eva hafa verið vin-
ir í mörg ár."
Gagnrýni
Hvemig leist þér sjálfri á sjón-
varpsþáttinn þeirra, Sjáumst með
Silvíu Nótt? Varstu alltaf sátt við
hann?
„Já, ég er bara afskaplega fegin og
þakklát þegar ungt fólk finnur sig og
fær að starfa við það sem því finnst
það skemmtilegasta í lífinu," svarar
hún af heiðarleika. „Þannig leit ég
á þetta ævintýri frá upphafi og geri
enn."
En hvernig hefurðu upplifað þá
gagnrýni sem dóttir þín hefur feng-
ið? Tekurðu hana nærri þér?
„Nei," svarar hún án umhugsun-
ar. „Ég læt gagnrýnina sem vind um
eyru þjóta. Ég þekki dóttur mína vel
og treysti henni fullkomlega. Hún er
í þessum karakter og verður að fá að
njóta sín í honum. Hún hefur þann
hæfileika að nýta augnablikið og
grípa tækifærið, sem ekki er öllum
gefið."
Hún hefur þetta frá þér! Þú hefur
sjálf verið áræðin. Það eru ekki allar
fimm barna mæður sem treysta sér í
framhaldsnám í útlöndum - hvað þá
tvívegis!
Sigurdís skellihlær að þessari full-
yrðingu og segir svo brosandi: „Hún
er áræðnari en ég!"
Ágústa Eva hefur fallega rödd,
eins og glöggt hefur mátt heyra þeg-
ar hún hefur sungið með hljóm-
sveitinni Ske. Hefðirðu viljað að hún
keppti sem Ágústa Eva en ekki sem
Silvía Nótt?
„Nei, í sannleika sagt - nei," svarar
hún. „Mér finnst þetta bara frábært.
Ágústa Eva hefur þetta tækifæri sem
Silvía Nótt til að koma fram fyrir okk-
ar hönd og ég treysti henni fullkom-
lega til þess að gera sitt besta og vera
góð landkynning. Fólk verður að
setja sig inn í hlutina og skilja að það
verður að greina á milli hennar eigin
persónu og Silvíu Nætur."
Sáttasemjari
Hverja telur þú vera stærstu kosti
Ágústu Evu?
„Sem manneskja hefur hún ein-
staka hæfileika. Hún er að eðils-
fari afskaplega ljúf og þægileg og á
auðvelt með að gera gott úr öllum
hlutum. Það kom snemma í ljós. Ef
ágreiningsefni komu upp í barna-
skólanum, þá var hún sáttasemjar-
inn. Auk þess hefúr hún afskaplega
góða aðlögunarhæfni."
Hefur hún galla?
„Enginn er gallalaus!" svarar Sig-
urdís hlæjandi. „Ágústa vill sýna
öðrum tillitssemi og gerir það í rík-
um mæli, en ég hef ekki verið að
leita mikið eftir göllum hjá börnun-
um mínum. Eftir á að hyggja hef ég
stundum hugsað: „Ég hefði kannski
átt að vera svolítið strangari og láta
þau taka meiri þátt í heimilisstörfun-
um. Ég lagði ríka áherslu á það í upp-
eldinu að veita þeim öryggi, stuðn-
ing og hvatningu; lofa þeim að vera
þau sjálf en vildi ekki stöðugt vera
að leggja of miklar skyldur á herðar
þeim. Ég vildi frekar vinna sum verk-
in sjálf en að skikka þau til þess."
Mamma, sem gerir sér grein fyr-
ir hæfileikum barna sinna og styð-
ur við bakið á þeim til að þau fái að
blómstra. Mamma, sem vill frekar
þurrka af sjálf en kalla á börnin sín
til heimilisstarfa á kostnað sköpun-
arhæfileika þeirra. Mamma, sem
allir listamenn ættu að eiga. Enda
kannski ekki heimilisstörf endilega
það sem leggja á áherslu á í lífinu:
„Það, sem Ágústa Eva tekur sér
íyrir hendur, gerir hún vel," segir
þessi ljúfa mamma að lokum, stolt af
afkomendum sínum og sátt við sjálfa
sig og lífið.
annakristine@dv.is
BARNAVORUVCR8LUN - ÖLÆEIBÆ
«4mí &S3 3366» vmwooii
KeraimK fyrir alla
Gæsun
Gæsun-Brúðargjöf.
Tvær flugur í einu höggi.
Málið flott stell
og gæsið í leiðinni.
Keramik fyrir alla,
sími S52 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.kcramik.is
KeramiK fjýrlr all&
Barnaafmæli
Bekkjaferðir
Frábær skemmtun
fyrir allan hópinn.
Tilboðspakkar
Keramik og pizza frá
kr. 990 á mann.
Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is