Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 6
40 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006
Sport DV
T
Guðjón Þórðarson stendur á tímamótum. Hann er nýhættur með enska 3.
deildarliðið Notts County eftir stormasamt ár í Nottingham, hjá elsta félags
liði heims. Undanfarna daga hefur hann verið orðaður við endurkomu í ís-
lenska boitann og þá til síns gamla télags á Skipaskaga en hann blæs á allt
slíkt og segist vera með mörg járn í eldinum.
Gárungamir voru ekki lengi að orða
Guðjón Þórðarson við sitt gamla fé-
lag, ÍA, eftir að Ólafur Þórðarson, þjálf-
ari liðsins, sagði eftir leikinn gegn Val í
vikunni að hann væri orðinn þreyttur á
slæmu gengi. En Guðjón gefur lítið fyr-
ir slíkar vangaveltur. Hann var meðal
áhorfenda á leiknum og eins og öðmm
Skagamönnum leist honum ekki á blik-
una. „En það er erfitt fyrir mig að dæma
þetta. Ég er svo nátengdur þessu félagi,"
sagði Guðjón við DV Sport.
Guðjón sagði, eins og flestir vita,
upp störfum hjá enska 3. deildarliðinu
Notts County í síðustu viku eftir að hafa
stjórnað því í eitt ár. Þangað fór hann eft-
ir skrautlega mánuði hjá liði Keflavíkur
en mikið var rætt og ritað um brotthvarf
hans frá liðinu aðeins nokkrum dögum
áður en íslandsmótið hófst.
Raunin varð önnur
En nú er hann að leita sér að nýju
starfi og segist vera með mörg járn í
eldinum, enda með tvo umboðsmenn
á Englandi. En um Notts County segir
hann að forráðamenn liðsins hafi ekki
staðið við sitt. „Þróunin varð önnur en
ég bjóst við í haust. Þetta var þungur og
erfiður vetur en mér var sagt að það sem
ég væri að laga til í félaginu og liðinu
myndi nýtast mér á næsta ári. Svo varð
bara raunin önnur. Félagið er vissulega
illa statt fjárhagslega en það er hægt
að komast yfir allt slflct með samstillm
átaki. Það eru á heildina litið margir
þættir sem koma að því að reka knatt-
spymufélög og þurfa þeir að ná saman
til að félagið nái árangri."
Guðjón er guð
Guðjón segir að allt hafi litið vel út í
upphafi enda var hann með stranga æf-
ingaáætlun á undirbúningstímabilinu
sem vakti mikla athygh. Liðið kom svo
eins og stormsveipur í upphafi móts og
náði meira að segja toppsæti deildar-
innar eftir nokkrar umferðir. Þá var Guð-
jón hylltur af mörgum stuðningsmönn-
um sem guðleg vera.
En Guðjón hélt sér á jörðinni og
sagði að þrátt fyrir allt mætti ekki mik-
ið láta undan. „í liðinu voru sex eða sjö
leikmenn sem voru áberandi bestir og
ómissandi. Þegar sá hópur fór að þynn-
ast skipti í sjálfu sér ekki máli hver kæmi
inn í staðinn. Ef þessi hópur væri ekki
allur með myndi það hafa mikil áhrif."
Þegar uppi var staðið náði liðið sama
stigafjölda og í fyrra en lauk keppni neð-
ar í töflunni. Reyndar var liðið ekki langt
frá því að falla í utandeildina og hefðu
það verið grimm örlög fyrir elsta knatt-
spymufélag heims en Guðjón var fyrsti
stjóri liðsins sem er fæddur utan Bret-
landseyja.
Sér ekki eftir neinu
En Guðjón sér ekki eftir neinu, frekar
en fyrri daginn. „Ég sé aldrei eftir neinu
svona. Þetta er bara reynsla sem maður
tekur til sín. Ég þurfti að kljást við fullt af
málum í þessu starfi sem forverar mínir
gerðu ekki. Þetta stefndi í rétta átt en svo
voru teknar ákveðnar ákvarðanir sem ég
gat ekki fallist á.“
Sem fyrr segir er Guðjón með mörg
járn í eldinum og því hefur hann ekki
miklar áhyggjur af atvinnuleysi. „Ég var
rétt í þessu að leggja á einn umbann og
vorum við að fara yfir nokkur mál," sagði
hann við blaðamann sem spurði hvað
tæki svo við. „Það er alltaf eitthvað að
gerast," bætir hann við.
i $