Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 7
DV Sport
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 41
Guðjón hefur í gegnum tíðina verið
orðaður við ótal félög. Nú síðast spurð-
ist það út að hann kom sterklega til
greina sem knattspymustjóri Leicester,
sem sonur hans Jóhannes Karl lék með
í vetur. „Ég fékk ekki að vita fyrr en eftir á
hversu nálægt ég var starfinu. Það mun-
aði afskaplega litlu," segir hann. „En ég
er viss um að ef ég leita nógu stíft þá finn
ég mér starf. Ég veit að ég get fengið starf
en það þarf ekki endilega að vera að ég
vilji taka því. Ég hef oft hafnað störfum
sem mér hafa verið boðin. Ég er nefni-
lega ekki tilbúinn í hvað sem er og ætla
ég að skoða mín mál betur en ég gerði
síðast."
Tvö lið sem koma til greina
Hann segir að eins og stendur komi
hann jafhvel til greina hjá tveimur ensk-
um félögum, einu í 1. deildinni og öðru
í 2. deildinni. „Það eru ákveðnir mögu-
leikar í stöðunni. Nú var til að mynda
einn að taka við hjá Charlton og þá losn-
ar starfið hjá hans' gamla félagi. Þá gæti
svo farið að einhver annar tæki við því
sem þýddi að enn annað starf losnaði.
Þetta er stór keðjuverkun sem fer í gang
og gengur út og suður."
Og skyldi hann sjá eftir einhverri
ákvörðun sem hann hefur tekið í þess-
um hraða heimi á Englandi undanfar-
in sjö ár? „Ég held að ég hafi tekið þær
áJcvarðanir sem voru bestar hverju sinni
og sé ekki eftir þeim," segir hann, skýrt
og skorinort.
Guðjón hefur áður starfað hjá ensku
félögunum Stoke City og Barnsíey og er
mönnum enn ferskt í minni er fslend-
ingar keyptu ráðandi hlut í fyrmefnda
félaginu og réðu Guðjón sem knatt-
spyrnustjóra. Þar starfaði hann í tvö og
hálft ár en það þótti skjóta skökku við
að loksins þegar liðið komst upp í 1.
deildina var ákveðið að framlengja ekki
samning félagsins við Guðjón. „Auðvit-
að voru það mikil vonbrigði. Ég hafði á
sínum tíma stytt samning minn og sagði
þá að ég gæti komið liðinu upp ári síð-
ar. Þá voru gerð fyrirheit um annan og
öðruvísi samning. En þeir höfðu í sjálfu
sér í sínum höndum hvort þeir ætluðu '
að standa við sín orð eða ekki og ákváðu
að taka þennan pól í hæðina. Þannig
er það oft, þetta er að mörgu leyti mjög
ófyrirleitinn bransi þar sem sumt sem
þar fer fram er ekki til fyrirmyndar."
Góður tími hjá Barnsley
Hann segir að tími sinn hjá Barns-
ley hafi verið góður þótt hann hafi ver-
ið stuttur. „Þar var félagið nýkomið úr
greiðslustöðvun og mér mjög þröngur
stakkur skorinn. Ég var í samstarfi við
aðila sem vildu taka yfir félagið en á end-
anum keypti Peter Ridsdale klúbbinn og
var ég leystur frá mínum samningi fá-
einum mánuðum síðar."
Kvaddi landsliðið með trega
Áður en Guðjón hélt til Englands
gegndi hann stöðu landsliðsþjálfara
hér á landi og náði frábærum árangri
með liðinu. „Eg kvaddi landsliðið með
ákveðnum trega. Það var gaman að tak-
ast á við það verkefni og náðum við þeim
árangri með samstilltu átaki leikmanna
og sambandsins. Þegar ég tók við lið-
inu var það í 88. sæti og hæst fór ég með
það í 43. sætí. Atli náði því svo upp í 42.
sæti eftír Norðurlandamótið á La Manga
en skömmu síðar virðist sem brekkan
hafi verið það hál að menn réðu ekki við
sig," sagði Guðjón en staða landsliðsins
í dag er slæm, liðið situr í 99. sæti styrk-
leikalista FIFA. „Það er frekar sorglegt
að horfa upp á hvernig landsliðið hefur
þróast. En ég vona að menn nái tökum á
þessu nú og hef ég fulla trú á að Eyjólfur
eigi eftir að gefa allt sitt í verkefnið sem
framundan er."
Starfsaðferðir Guðjóns með lands-
liðinu vöktu á sínum tíma mikla at-
hygli, sér í lagi hvernig hann kynntí sér
lið andstæðingsins. Gengu sögur um að
hann hafi jafnvel kynnt sér matarvenjur
viðkomandi þjóða. „Það gekk kannski
ekki alveg svo langt en maður verð-
ur þó að kynna sér ákveðin karakter-
einkenni þessara þjóða. Þessi einkenni
speglast í landsliðum þeirra og veita
manni ákveðna innsýn í liðið. Og þetta
eru ekki flókin ffæði. Fótbolti gengur út
á að skora og fá ekki á sig mark og skiptir
þá engu þótt markið komi á 80. mínútu.
Þetta er svipað óg þegar menn byggja
hús - þá byrja þeir á grunninum. Það er
varnarvinnan. Það er erfitt að æda sér að
vinna leik þegar maður er 2-0 undir eftir
60 mínútna leik. Þá er erfitt að skora þrjú
mörk á síðustu 30 mínútunum.
Tuttugu ár í bransanum
20 ár eru liðin síðan Guðjón Þórðar-
son hóf sinn feril í knattspymuþjálfun
og hefur hér að ofan verið farið í gróftím
dráttum í gegnum síðari hluta þess fer-
ils. En árin á íslandi voru árangursrík og
tidamir margir sem hann vann með lið-
um sínum, ÍA, KA og KR. Og hann segir
að einna sætastur hafi verið títílinn sem
hann vann árið 1989 sem þjálfari KA.
„Ætli það hafi ekki verið einna skrýmasta
og sérstakasta atvikið á ferlinum til þessa.
Eftir áð við tókum við titíinum í Keflavík
flugum við norður í brjáluðu veðri og
hélt ég að Fokkerinn ætíaði að hristast í
sundur. Ég man að það voru líka banda-
rísk hjón í vélinni sem voru einu far-
þegamir sem tengdust ekki liði KA. Þau
vissu greinilega ekki í hverju þau hefðu
lent. En svo lentum við og var mjög sér-
stakt að koma með titilinn norður. Það
verður lengi í minnum haft."
Einstakur sigur með KR
Og hann segir að titíarnir hjá ÍA og
KR hafi verið mjög sætir. „Sérstaklega
var tíminn minn hjá KR mjög skemmti-
legur. Þá hafði liðið ekki unnið titíl í 27 ár
og ef það hefði hent eitthvert annað fé-
lag hefði það sennilega dáið. En félags-
legur styrkur liðsins er gífurlega mikill
og var gaman að blása lífi í glæðurnar
hjá KR. Það var einstakur sigur sem þar
vannst."
Stoltur í Frakklandi
En hvað með vonbrigðm? „Ég hef
aldrei farið mjög langt niður og læt ekki
slá mig út af laginu svo glatt. Auðvitað
koma upp vonbrigði. Það var tíl dæmis
með landsliðinu þegar við töpuðum fyrir
Úkraínu hér heima eftir að Shevchenko
hafði hent sér í jörðina og náð í víta-
spyrnu. Það þýddi þá að við þurftum að
vinna Frakka á útivelli en jaftitefli gegn
Úkraínu hefði þýtt að jafntefli í Frakk-
landi hefði getað fleytt okkur áfram í
lokakeppnina. Við vorum ískyggilega
nálægt þessu og ég var hvað stoltastur af
mínu liði þegar við náðum að jafria met-
in gegn Frökkum á Stade de France eft-
ir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Við
töpuðum svo í blálokin en þetta sýndi að
við gátum tekist á við hvað sem er. Við
megum vera stoltir af þessum árangri."
eirikurst@dv.is
Ferill Guðjóns Þórðarsonar í máli og myndum
(A 1987
6 uðjón Þóröarson leggurskóna á hilluna og tekur við þjálfun
lA eftir aö hafa spilaö með liðinu í rúm 14 ár. Guöjón spilar
212 leiki fyrir Skagaliðið I efstu deild frá 1972 til 1986 og það
I leikjamet hans stendur enn þann dag ídag.
DV-mynd Óskar
\)
Ö
■
(A 1991-1993
Guðjón býr til grunninn að mestu sigurgöngu íslenskrar
knattspyrnu þegar hann snýr aftur á Skagann. lA hafði fallið í
2. deild sumarið 1990 en vinnur 1. deildina örugglega á hans
fyrsta ári og Guðjón verðursíðan fyrsti þjálfarinn tilaðgera
nýliða að íslandsmeisturum sumarið 1992.Skagamennvinna
slðan tvöfalt sumarið 1993 og tefla þar fram einu að bestu
1 liðum allra tima. DV-mynd Brynjar Gauti
mm
naa
| lA 1996
Guðjón snýr aftur á Skagann og gerir lA að Islandsmeisturum
fimmta árið Iröð eftir hörkubaráttu við KR. IA tryggirsér
titilinn með 4-1 sigri á KR í úrslitaleik I lokaumferðinni.
Skagamenn vinna einnig bikarinn og lið Guðjóns eru þar með
búin að verða bikarmeistarar fjögur ár I röð.
DV-mynd Brynjar Gauti
StokeCity 1999-2002
Guðjón tekur við Knattspyrnustjórastöðu Stoke I kjölfarið þess
að íslenskir fjárfestar eignast meirihluta I liðinu. Guðjón stjórnar
Stoke I þrjú ár og undir hans stjórn vinnur liðið bikarkeppni
neðrideildarliða á Wembley. Guðjón tekst að koma Stoke upp i
B-deildina á þriðja ári en var sagt upp störfum aðeins nokkrum
dögum eftir úrslitaleikinn. Guðjón tók við norska liðinu Start um
sumarið en tókst ekki að breyta gengi liðsins en það var
langneðst I deildinni og féll um haustið. DV-mynd Pjetur
Keflavík2005
Guðjón tók við liði Keflavikur í ársbyrjun 2005 og var með liðið
allt undirbúningstlmabilið eða þar til aðhann hætti þjálfun
| þess aðeins þremur dögum fyrir fslandsmótið.
DV-mynd Vikurfréttir
KA1988-1990
Guðjón heldur ekki áfram með lA heldur tekur við KA á
Akureyri. KA-menn ná4. sæti á fyrsta ári hans með liðið en
gera siðan enn betur sumarið 1989 þegar Guðjón gerir KA aö
Islandsmeisturum I fyrsta og eina skiptið. KA gengur ekki vel i
titilvörninni árið eftir og rétt bjargar sér frá falli.
DV-mynd Ægir Már I
KR 1994-1995
Guðjón feryfir til KR og gerir Vesturbæinga að bikarmeistur-
um bæði árin sin með liðið. Þegar KR vann bikarinn fyrra árið
voru liðin 27 ársiðan félagið vann stóran titil.
DV-mynd Brynjar Gauti I
(slenska landsliðið 1997-1999
Undir stjórn Guðjóns fer íslenska landsliðið upp um 45 sæti á
styrkleikalista FIFA (upp í43. sæti íárslok 1999), nærjafntefli
við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og Guðjón nær bestum
árangri landsliðsþjálfara frá upphafi. ísland er með 5696
sigurhlutfall i þeim 26 leikjum sem Guöjón stjórnar liðinu.
DV-mynd Hitmar Þór I
Barnsley 2003-2004
Guðjón var atvinnulaus i8 mánuði en Ijúní2003 var hann
ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá enska 2. deildarliðinu Barns-1
ley. Guðjón fór vel afstað með liðið en eftir að það heltist úr
toppbaráttunni varhann rekinn Imars. Guðjón fór til
Hibernian i Skotlandi en hætti strax störfum þegar kom I Ijós
að hann var aðeins ráðinn til bráðabrigða í þrjá leiki.
DV-mynd Sheffield Newspaper I
Notts County 2005-2006
Fjórum dögum eftirað Guðjón hætti með Keflavíkurliðið
skrifaði hann undirsamning við enska 3. deildarliðið Notts
County. Liðið fór vel afstað og Guðjón var meðal annars
kosinn besti stjóri ágústsmánuöar en síðan fór að halla
undan fæti og Guðjón hætti með liðið eftir að það vann
aðeins einn afsíðustu 16 leikjum slnum og endaði 121. sæti
eða aðeins tveimur sætum frá falli úr ensku deildarkeppninni.
DV-mynd Tom Loakes I