Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 8
42 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006
Sport DV
Tímabilið hefur verið gott hjá Veigari Páli Gunnarssyni sem leikur með norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk.
Liðið er nýliði i deildinni en hefur enga að siður látið til sin taka með Veigar Pál fremstan í flokki en hann er
markahæsti leikmaður deildarinnar. „Ég er enginn markaskorari,“ sagði hann i samtali við DV Sport.
Skyggnist á
bak viðtjöldin
í boltanum
Fjórar umferðir búnar og
veíslan heldur áfram
Veigar PáH Gunnarsson er núna loksins að fá þá athygli sem hann
verðskuldar. Eftir að hann gegndi lykilhlutverki í íslandsmeist-
araliðum KR árin 2002 og 2003 hélt hann í atvinnumennskuna á
nýjan leik og eftir að hafa bæði fallið um deild og unnið sig upp á
nýjan leik með Stabæk er hann nú að blómstra.
„Fyrir mig persónulega hef-
ur tímabilið verið alveg frábært,"
sagði Veigar Páll. „Liðið byrjaði
líka mjög vei en það hefur verið að
dala í síðustu þremur leikjum og
hrunið niður töfluna. En við erum
þó um miðja deild eins og er og er
það ágætt af nýliðum að vera."
Veigar er sem stendur marka-
hæsti leikmaður deildarinnar með
sex mörk skoruð og deilir efsta sæti
listans ásamt einum öðrum. Hann
og félagi hans í sókn Stabæk, Dani-
el Nannskog, hafa samtals skor-
að 11 af 13 mörkum liðsins í vor.
Nannskog þessi var langmarka-
hæsti leikmaður 1. deildarinnar
í fyrra og Veigar var þó ekki langt
undan en lagði þá ófá mörk upp
fyrir félaga sinn. Og sjálfur seg-
ir hann að það sé fyrst og fremst
hlutverk hans innan liðsins.
og gekk það ekki betur en svo að
ári síðar var hann kominn heim á
nýjan leik og í búning KR-liðsins.
Fallið það besta sem henti
mig
„Ég kom til Noregs fyrir tíma-
bilið 2004. Það ár féll Stabæk en
við unnum okkur aftur sæti í efstu
deild ári síðar. Ég sé ekki eftir því
að hafa haldið tryggð við félag-
ið, sérstaklega núna þegar gengur
svona vel. Mér er sérstaklega létt
miðað við hvernig fýrsta tímabilið
var hjá félaginu. Það leit út fyrir að
það ætlaði að verða nákvæmlega
eins og árið hjá Strömsgodset. Eg
var alltaf meiddur og gekk þar af
leiðandi mjög illa. Þegar liðið féll
var það eiginlega það besta sem
gat komið fyrir mig. í fyrstu deild-
inni fékk ég mikið sjálfstraust.
„Mér er sérstaklega létt miðað við hvern-
ig fyrsta tímabilið var hjá félaginu. Það leit
út fyrir að það ætlaði að verða nákvæmlega
eins og árið hjá Strömsgodset. Ég var alltaf
meiddur og gekk þar afleiðandi mjög iiia''
„Eins og ég hef alltaf sagt, þá
er ég enginn markaskorari og það
er góður bónus fyrir mig að vera
markahæstur í deildinni. Ég spila í
sókninni en er ekki þessi framherji
sem er alltaf að reyna að stinga sér
inn fyrir vörn andstæðingsins. Ég
hef frjálsara hlutverk og er meira í
því að sækja boltann aftar á vellin-
um og dreifa spilinu."
Og Veigar Páll hefur fengið mik-
ið lof frá norskum fjölmiðlamönn-
um. En það er þó í fýrsta sinn í
fjögur tímabil sem hann vekur
einhverja athygli í norska boltan-
um. Árið 2001 gekk hann til liðs
við Strömsgodset frá Stjörnunni
Núna er tilfinningin allt önnur en í
hin tvö skiptin sem ég lék í úrvals-
deildinni. Það er ekki þetta von-
leysi og vangaveltur um hvort ég
sé nógu góður. Ég sé núna að ég er
nógu góður," sagði Veigar Páll.
Síðasta umferð norsku úrvals-
deildarinnar fyrir mánaðarlangt
sumarfrí hefst að loknum leik
Stabæk og meisturum Válerenga
á þriðjudagskvöldið. Þrátt fyrir að
þarna séu meistarar síðasta árs
að mæta nýliðunum eru liðin hlið
við hlið í töflunni. Reyndar skilja
aðeins fjögur stig á milli liðsins í
þriðja og þrettánda sæti og lítur
út fyrir að tvö lið - Brann og Lill-
eström - ætli að stinga af. Brann,
með alíslenskt miðvarðapar sitt,
þá Kristján Örn Sigurðsson og
Ólaf örn Bjarnason, er enn sem
komið er taplaust í deildinni. Er
það ekki síst íslenska tvíeykinu að
þakka sem hefur fengið mikið lof
fyrir frammistöðu sína, sér í lagi sá
fýrrnefndi.
Ekki í landsliðinu
Þeir hafa báðir hlotið náð fyr-
ir augum landsliðsþjálfara íslands
síðastliðin ár en aðkoma Veigars
Páls að liðinu er heldur misjafnari.
Hann var til að mynda eldci val-
inn í hóp liðsins í fyrsta leik Eyj-
ólfs Sverrissonar gegn Trinídad
og Tóbagó í febrúar síðastliðnum.
Skyldi hann hafa heyrt eitthvað í
Eyjólfi eða Bjarna aðstoðarmanni
hans?
„Nei, ekki neitt. Ég hef í sjálfu
sér engar áhyggjur af því. Ég held
að þeir viti vel að það gengur
vel hjá mér. Aðalatriðið er að
haldi mér meiðslafríum," sagði
Veígar um málið. Það er þar að
auki ekki slæm auglýsing að vera
markahæsti maður deildarinn-
ar.
Samningur Veigars Páls við
Stabæk rennur út að tímabil-
inu loknu og hafa forráða-
menn liðsins boðið honum nýj-
an samning. „Ég er í viðræðum
eins og er. Ég held að þeir viti
þó að mig langar að komast
að í stærri deild. En það e
engin hreyfing á þeim mál-
um eins og er."
Skyldi einhver deild
heilla meira en önnur?
„Ég hef alltaf verið mjög
spenntur fyrir hollensku
deildinni. Veit svo sem
ekki af hverju. Ég hef
stundum heyrt að hún
myndi henta mér vel.
Þetta er nú bara smá
draumur hjá manni en
ég væri svo sem til í að
skoða allt sem kæmi
til."
eirikunt@dv.is
Fjórar umferðir búnar og allt að ger-
ast í deildinni. FH-ingarnir ekki búnir að
tapa leik en ég hef nú trú á því að það fari
einhver að setja korktappa í FH-ingana og
vinna helvítin. Það er leiðinlegt fyrir deild-
ina ef þeir ætla að fara að stinga af, þó svo
ég viðurkenni að það gæti alveg verið til-
fellið aftur.
Skagamenn ekki búnir að vinna leik og
menn eitthvað farnir að ræða að Óli þórð-
ar sé að fara að hætta. Það má náttúrulega
bara ekki gerast. Þessi viðtöl við þjálfarana
eftir leiki eru yfirleitt mjög fyrirsjáanleg og
leiðinleg, koma flestallir bara með stöðl-
uð svör sem maður hefur heyrt hundr-
að sinnum áður. En ég bíð alltaf spennt-
að segja hvernig svona leikir fara, það lið
sem vill stigin meira vinnur, ekkert flókn-
ara en það.
Núna er Neggerinn líka mikill aðdáandi
kvennaboltans á landinu og er grimm-
ur að mæta á leiki hjá prinsessunum. En
vilja menn ekki hafa spennu í þessari deild,
eru menn þroskaheftir? Af hverju í and-
skotanum er efsta deildin ekki bara 5 lið?
Breiðablik, Valur, Stjarnan, KR og Keflavík
og síðan spilaðar 4 umferðir. Þá fáum við
spennandi leiki í hverri umferð og þá kem-
ur í ljós hvaða lið er best! Það er ekíd spenn-
andi þegar leikir eru að enda 12-0 og 15-0.
Þangað til nœst! Sœlar!
Kv, Gillz
ur eftir viðtölunum við Óla því að hann
er nagli og lætur menn heyra það
gerir það skemmtilega. Menn eins
og Óli gera deildina skemmtilegri
og andskotinn hafi það ef að hann
fer að hætta kallinn. Það vantar
bara Guðjón Þórðar líka í deild-
ina, þá erum við komin með ann-
an snilling sem er skemmtilegur í
viðtölum, þá er veisla fyrir fólkið í
stofunni.
Blikarnir eru óheppnir að
vera ekki í öðru sætinu í deild-
inni eftir að hafa fengið það óvænt
bílskúrinn á síðustu 5 mínútun-
um á móti Grindavík. Blikar 4|
PS
V 1
áttu þar seinni hálfleikinn og besti
senter deildarinnar hann Marel
setti þar tvö mörk og varð þar
markahæstur í deildinni, kem-
ur ekki á óvart enda ótrúlega
góður leikmaður þar á ferð.
Næsti leikur Blikanna verð-
ur á móti KR í Frostaskjólinu,
það verður örugglega hörkuleikur
enda mæta þar bæði lið kolgeð-
veik til leiks eftir að hafa skitið
á sig í síðasta leik. Það er al-
veg ljóst að Blikarnir eru með
töluvert skemmtilegra, sterk-
ara og betra lið en KR-ingarn-
ir en það er samt ómögulegt
Markaskorari
VeigarPáll Gunnarsson fagnar glæsilegu
marki sem hann skoraði gegn Möltu Í4-1
sigri islenska landsliðsins i fyrra.
DV-mynd Pjetur