Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 11
DV Sport
FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 45
Sextánda heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fór fram í Frakklandi 10. júní til 12. júlí 1998. Frakkinn Jules Rimet
var maðurinn á bak við að koma heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu á laggirnar en það var ekki fyrr en árið
1998 sem Frakkar unnu heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn 68 árum eftir að bikarinn fór fyrst á loft.
Fullkomin
fótboltaveisla
Frakka
Frakkar héldu heimsmeistarakeppnina 1998 með glæsibrag og nýttu
sér heimavöllinn til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn en Frakk-
land varð þar sjöunda þjóðin til þess að verða heimsmeistari. Zine-
dine Zidane var stjama liðsins og skoraði meðal annars tvö mörk í úr-
slitaleiknum en Brasilíumenn voru í heimsmeistaraformi allt fram a
úrslitaleiknum þegar þeir mættu til leiks andlausir og óþekkjanlegir.
Heimsmeistarakeppnin í Frakk-
landi 1998 var fyrsta HM-keppnin
þar sem 32 þjóðir tóku þátt óg fjöldi
liða á HM hafði því tvöfaldast frá því
að 16 lið léku í Argentínu 1978. Lið-
um var skipt niður í átta riðla og að-
eins tvær efstu þjóðirnar komust í 16
liða úrslit. Minni álfurnar fengu nú
fleiri sæti og alls tóku 174 þjóðir þátt
Kossinn frægi Frakkar fengu á sig aðeins tvö
mörk og það var frægt þegar Laurent Blanc
kyssti alltafskailann á Fabien Barthez
markverði liðsins fyrirhvern leik.
í undankeppninni eða 43 fleiri en í
keppninni á undan.
Fengu aðeins á sig tvö mörk
Frakkar höfðu ekki komist í úr-
slitakeppni HM frá því í Mexíkó 1986
og væntingar heimamanna voru því
jarðbundnar fyrir keppnina. Aime
Jacquet hafði tekist að búa til sterkt
lið með gríðarlega sterka vörn sem
átti aðeins eftir að fá á sig tvö mörk
í allri keppninni, vítaspyrnumark frá
Dananum Michael Laudrup í riðla-
keppninni og svo mark frá Króat-
anum Davor Suker í undanúrslita-
leiknum. Frakkar fylktust um lið sitt
eftir þrjá góða sigra í riðlakeppn-
inni og mikið fótboltaæði greip um
sig í landinu og átti sitt hámark þeg-
ar Frakkar tryggðu sér HM-titilinn í
fyrsta sinn.
Byrjaði ekki vel hjá Zidane
Heimsmeistarakeppnin byrjaði
ekki vel hjá Zinedine Zidane sem
fékk tveggja leikja bann eftir að hafa
FR/KNCE9S
verið rekinn út af í öðrum leik liðs-
ins á mótinu. Zidane snéri aftur í
liðið, óx með hverjum leik og skor-
aði tvö skallamörk í úrslitaleiknum.
Bæði mörkin komu með skalla eftir
hornspyrnur Emmanuels Petit sem
innsiglaði síðan sjálfur sigurinn
með því að skora þriðja og síðasta
markið undir lokin.
Hetjurnar voru fleiri, Laurent
Blanc skoraði fyrsta gullmark HM-
sögurnnar gegn Paragvæ í 16 liða
úrslitunum og annar varnarmaður,
Lilian Thuram, skoraði bæði mörk
liðsins í 2-1 sigri á Króatíu í undan-
úrslitunum.
Davor Suker skoraði í sex leikj-
um, varð markakóngur keppninnar
með sex mörk og Króatar fóru alla
leið í undanúrslitin og tryggðu sér
síðan bronsið með 2-1 sigri á Hol-
lendingum í leiknum um 3. sætið.
Einna mesta athygli vakti 3-0 sigur
liðsins á Þjóðverjum í átta liða úr-
slitunum.
Hvað gerðist fyrir úrslitaieik-
inn?
Titilvömin hjá Brasilíumönn-
um gekk vel og það bjuggust flest-
ir við að þeir myndu vinna úrslita-
leikinn og ná því sem enginn hafði
gert frá 1962, að verja heimsmeist-
aratitilinn. Úrslitaleikúrinn breyttist
hins vegar í algjöra martröð sem á
eftir að verða efniviður í endálausar
samsæriskenningar um ókomna tíð.
Brasilíumenn voru óþekkjanlegir í 3-
0 sigri Frakka og þetta var stærsta tap
Brassanna í HM frá upphafi. Romar-
io missti af HM vegna meiðsla en í
hans stað var Ronaldo orðinn aðal-
Besti maður keppninnar Ronaldo var
valinn besti maðurHM 1998 en hannvar
óþekkjanlegur I úrslitaleiknum.
HM-veisía í Frakklandi Hérsjást heimamenn í Frakklandi fagna fyrsta heimsmeistaratitlinum.
hetja liðsins. Ronaldo var aftur á móti
miðpunkturinn í hinni furðulegu at-
burðarás í kringum úrslitaleikinn þar
sem hann var á varamannabekkn-
um þegar byrjunarliðið var fyrst til-
kynnt. Hvort sem það var pressan,
meiðsli eða veikindi sem ollu því að
Ronaldo átti ekki að spila leikinn var
hann á endanum meðal þeirra ellefu
sem gengu inn á völlinn. Þar var þó
ekki sá Ronaldo á ferðinni sem all-
ir þekktu heldur ungur maður með
heiminn á herðum sér sem leið um
völlinn í einhvers konar móki.
Rauða spjaldið hans
Beckhams
David Beckham mátti þola illa
meðferð í ensku blöðunum eftir að
enska landsliðið tapaði fyrir Arg-
entínumönnum í vítakeppni í 16
liða úrslitunum. Hinn 18 ára gamli
Michael Owen skoraði frábært mark
í leiknum en það dugði ekki til sig-
urs. David Beckham var rekinn útaf
á 47. mínútu og félagar hans þurftu
því að leika manní færri í 73 mín-
útur. Líkt og oft áður var það hlut-
skipti Englendinga og ítala að
detta út úr HM í vítakeppni
en verðandi heimsmeistarar
Frakka unnu ítali í vítakeppni
í átta liða úrslitunum.
Þrjár þjóðir, Argentína, Hol-
land og Danmörk, fá mikið
hrós fyrir að spila sókndjarfann
og frábæran fótbolta á mótinu
og leikmenn eins og Gabriel
Batistuta hjá Argentínu, Denn-
is Bergkamp hjá Hollandi og
Laudrup-bræðurnir Michael
og Brian í danska liðinu voru allir
meðal bestu leikmanna keppninn-
ar. Hollendingar slógu Argentínu-
menn út úr átta liða úrslitunum og
fóru í undanúrslitin en duttu þar út
fyrir Brasilíu sem hafði slegið Dani
út úr 8 liða úrslitunum.
ooj@dv.is
Markakóngurinn frá Króatíu Davor
Suker skoraði í sex leikjum og varð
markakóngur HM 1998.
HM 1998 í FRAKKLANDI
Þátttökuþjóðir: I74(32lursl,tum)
Heimsmeistarar: Frakkland (I. titill)
Úrslitaleikur: FrakklandjBrasilia 3-0
Fyrirliði heimsmeistaranna: DidierDeschamps
Þjálfari heimsmeistaranna: AimeJacquet
Leikir: , ,
Mörk: 17 J (2,67 ileik)
Markahæsta lið: Frakkland I5mörk(2,14ileik)
Áhorfendafjöldi: 2.785.100 (43.517 áleik)
Markakóngur: Davor Suker, Króatlu 6 mork
Besti leikmaður:
Ronaldo, Brasilíu