Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 17
ÞORSTCINN |
IÁR
Na&: Þorsteinn Lár Ragnarsson aka Þossi
stinni bossi.aka Stinnímon.
Uppáhaldstívolítæki: Niðurskotsturninn í
Liseberg í Gautaborg.
Hvaða banka langar þig helst til þess að
ræna og af hverju?
Seðlabankann. Þar er geymt svo mikið af
gulli að það væri hægt að smíða þakið á nýja
tónlistarhúsinu úr gulli.
Hvaða mann langar þig mest til að beija, og
afhveiju?
Alla þá sem keyra lengst til vinstri í Ártúns-
brekkunni þótt það sé laust á miðjuakgrein.
Einnig hafa nokkrir dómarar í Landsbanka-
deildinni verið okkur Fykismönnum óhlið-
hollir og ber þar að neína Gylfa Orra ...
Hvar ertu í pólitfk?
Hef mestmegnis verið í Laos að sinna um-
bótasinnuðum áætlunum sem miða að því
að rækta upp blandaðan kynstofn sultu-
hunds og víetkong-manna. En ákvað annars
að styðja við Dag B. Eggerts núna á íslandi.
Hvað er sultuhundur?
Nafnið er komið af því að austur á héraði
láta einmana konur í innsveitum hunda sína
sleikja rabbabarasultu af skinkunni á sér,
sem er náttúrulega ógeðslegt sport og hefur
þetta orð dottið í gang yfir gay-liðið.
Ferðu oft í sleik á skémmtistöðum?
Jájá. Dettur það ekki í gang svona endrum og
eins? Menn eru að taka grimman flexbabar
inn á milli.
Myndirðu gerast umboðsmaður Snooze?
Ef ég væri með það á blaði að ég fengi svona
circa 94,3 % af plötusölu, 87% af tónleikum,
bil, hús og fótboltakærustu úr Val væri ég al-
veg hugsanlega að detta í pakkann. Já ef ég
fengi líka tíu kassa af Havana Club.
Ertu besti vallarþulur landsins?
Það er bara einn vallarþulur sem hefur náð
að gerast skemmtikraftur í leiðinni og hann
er hjá Fylki FC. Ég masteraði einmitt hand-
boltann í vetur og ég verð svekktur ef ég verð
ekki beðinn um að taka á Svíagrýlunni 17.
júní í Laugardalshöll
Versti sjónvarpsþáttur sem þú hefur séð?
Partí 101 sem af mjög spes ástæðum lagði
upp laupana meðan Rúllupulsan lét rigna
upp í nefið á sér og fékk sér misheppnuð sfli-
konbrjóst í kjöfarið. Hvað er það spyr ég?
Á Dóri DNA að fara í megrun?
Ég veit að Gliznigga gæti gert massa mikið á
vissum sviðum í taninu, en með þennan
persónuleika myndi DNA maðurinn aldrei
ná að samsvara sér nægjanlega vel elgtanað-
ur á Hondu Civic.
Er eitthvert pjúra gangsta sjitt í gangi á ís-
landi í dag?
Já! Fylgist með mér á gangi í Árbænum.
Hvað næst?
Hip hop-væða landann! Priority numero
uno. Annars bara að mixa besta hótel á ís-
landi - Hótel Keilir Keflavík.
s. / . -- - _ g..
\ \ \ > \ X. N. .
BENT
Nafn: Ágúst Bent Sigbertsson
Uppáhalds tívolítæki:
Ég gubba bara sko. Ég fer í tívolí til þess að
vinna bangsa og fara í draugahús. En af tækj-
unum eru klessubflarnir skemmtilegastir.
Hvaða banka langar þig helst til þess að
ræna og af hverju?
Allir bankar eru semi-illir, þannig að ég
myndi vilja taka á þeim öllum. Enda eru
bankarnir sjálfir sírænandi. En helst myndi
ég vilja ræna Intrum Justicia. Bara það sem
ég sjálfur hef borgað þeim myndi teljast góð-
ur ránsfengur.
Hvaða mann langar þig mest til að berja?
Á íslandi eru nú fáir sem mig langar til þess
að berja, nema kannski strákana sem helltu
hveiti yfir Tryggva ógæfumann. Á heimsvísu
væri ég mest til í að berja alla þessa bresku
„Happy Slappers".
V
Hefurðu skallað mann, ef já, hvað marga?
Nei, en ég hef skallað eina konu. Ég vil ekki
tala um það.
Á Dóri DNA að fara í megrun?
Alveg eins. Hann væri flottur ef hann væri
léttari, en hann er líka flottur svona. Aðallega
þyrfti hann að fara að lyfta lóðum. Jafnvel
þótt það yrði til þess að hann yrði ennþá
stærri.
Hvað tekurðu í bekk?
Metið mitt er 140 kg. En ég efast um að ég nái
þeirri þyngd upp í dag.
Af hveiju tekurðu aldrei magaæfingar?
Brasilískt Jiu-Jitsu tekur ágætlega á maga-
vöðvunum, mér finnst óþarfi að taka líka sit-
ups. Skornir magavöðvar eru líka fyrir
hómófóbíska en kvenlega tjokkóa sem halda
að ffægð sé að vinna í fatabúð og toppurinn
sé að rúlla fram fyrir röð. Þeir eiga lítið sam-
eiginlegt með alvöru lyftingum og karl-
mennsku yfir höfuð.
Hvenær misstirðu sveindóminn?
Ég missti sveindóminn í undirgöngum á
milli Breiðholts og Árbæjar þegar ég var 15
ára.
Af hveiju ertu betri rappari en aðrir?
Ég er túbúinn til þess að eyða eins löngum
tíma og til þarf í að skrifa texta. Flestir hinir
hljóma eins og þeir hafi samið textana á kló-
settinu eða í hléi í bíó.
Myndiröu kveikja í Árbænum fyrir milljarð?
Nei, fyrir mér er Skalli íÁrbænum einn meira
en milljarðs virði. Hvað þá hverfið í heild
sinni.
Hvað er næst?
Skapandi sumarstörf Hins hússins, LHÍ og
fyrsta sólóplatan með Bent kemur árið 2006.
Texti: Sólmundur Hólm Sólmundarson. Myndir: Heiða.