Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 31
ÖXULLINN. ÞESSIÖXULL VEGUR120 KÍLð OG HONUM EIGA MENN AÐ LYFTA UPP EINS OFTOGÞEIRGETA. MAGNÚSVER FER LÉTT MEÐ ÞETTA. ÍSMMMUND ÞAÐ VERÐUR MIKIÐ UM AFL í VETRARGARÐINUM í SMARALIND A MORGUN ÞEGARIFSA ÍSLAND KRAFTAKEPPNIN FER FRAM. „Þessir allra sterkustu verða mættir þarna til að taka þátt," segir Magnús Ver Magnússon kraftajötunn. Á laugardaginn verður mótið Sterkasti maður íslands haldið í Vetrargarðin- um í Smáralind og hefst það klukkan þrettán. Magnús lofar hörkukeppni. GRJÓTHARÐAR KEPPNISGREINAR Mótið sem um ræðir er á vegum IFSA ís- land og keppir sigurvegari mótsins á heims- meistaramóti IFSA Strongman. „Þeir eru með þessa allra bestu á sínum snærum. Þetta er hluti af því að búa strákana undir það sem er að gerast erlendis,“ segir Magnús. Hellingur af nýjum þrautum verður í keppninni og hafa þeir félagar unnið baki brotnu við að smíða ný tæki að undanförnu. Meðal greinanna sem eru í mótinu eru Uxaganga, Apollon-öxull, Con- an’s wheel - mylluganga, Herkúlesarhald, rétt- stöðulyfta með bil og steinatökin alræmdu. Grjótharðar greinar allar með tölu eins og nöfnin gefa til kynna. 180 KG STEINN í FYRSTA SINN „Við verðum með 180 kg stein sem hefur aldrei verið notaður áður,“ segir Magnús ákaf- ur. Steini þessum á að lyfta upp á 120 senti- metra háan pall. „Þetta eru sambærilegar hæðir og eru í gangi þama úti. Það þýðir ekki að vera með endalaus pollamót eins og Hjalti [Úrsus],“ segir Magnús og hlær dátt. SKORAÐ Á BORIS Meðal keppenda í mótinu eru fallbyssur á borð við Benedikt Magnússon, Georg Ög- mundsson, Stefán Sölva Pétursson, Jón Val- geir Williams, Guðmund Otra Sigurðsson, Sig- fús Fossdal, Arnar Má Jónsson og fleiri gall- harða einstaklingar. Magnús sjálfur situr hjá en hann er enn að glíma við meiðsli sem hann hlaut á hné á síðasta ári. „Svo erum við búnir að skora á Boris. Hann er búinn að vera að vinna þessi pollamót hjá Hjalta. Ef menn segj- ast vera sterkastir þá er eins gott að þeir komi og standi undir því,“ segir Magnús. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Boris skorist undan eða taki áskoruninni. soll@miunsirkus.is PARTÍFRAMKOMA íSUMAR Núna þarf ég að fara yfir gríðarlega mikilvægan hlut. Ég mæli með því að þið klippið þessa grein úr blaðinu og hengið hana upp á vegginn fyrir framan klósettið heima hjá ykkur svo þið lesið hana í hvert einasta skipti sem þið hægið ykkur. Málið er bara það að það skiptir engu máli hvað þú tekur í bekk, hversu brúnn þú ert, hversu skothelda hárgreiðslu þú ert með og hversu stinnan rass ef að þú kannt ekki að haga þér. Ef að þú kemur í partí með lúkk- ið á hreinu í Dolce & Gabbana-skyrtunni en hagar þér eins og rasshaus þá get- Urðu bara alveg eins verið heima hjá þér. Þá endarðu bara á að þurfa að rífa í jónsson aleinn í kompunni þinni með hommaklám í sjónvarpinu. Ástæðan fyrir því að ég kem með partíframkomuna núna er einfaldlega vegna þess að núna er að koma sumar og þunglyndisveturinn búinn. Þótt það gerist reyndar af og til að Siggi Stormur skíti á sig og splæsi í haglél I JÚNÍ! Það er vísindalega sannað að fólk lyftir sér oftar upp á sumrin en á vet- urna. Ég bara þoli ekki þegar ég er í skotheldu partíi og síðan kemur einhver rasshaus í partíið sem heldur að hann sé fyndinn en er það ekki og endar á því að verða leiðinlegi PartíTrúður- inn. Það er mjög þunn lína á milli þess að vera PartíKóngur- inn og PartíTrúðurinn. Partí- Trúðurinn byrjar vanalega á því að mæta strax mjög hávær og segja einn „skotheldan” brandar; ______ Aldrei segja brandara! Það er ekkert pfn- legra en að þurfa að hlusta á einhvern rauðhærðan gæja segja einhvern helvítis brandara. Það skiptir engu hvort hann sé góður eða ekki, þú færð ekki poon ef þú segir brandara. Ef að það virkaði þannig þá væri Fret- vindur Karlsson með hann harðan allan sólarhringinn. Grundvallarregla númer eitt þegar mæta á í partí er að mæta aldrei fýrstur. Gæinn sem mætir fyrstur er yf- irleitt nörd með illa snyrtan jónsson. Munið bara að það er betra að vera seinn og flottur en fljótur og ljótur. Ef að það er sagt að það sé mæting klukkan 20 þá mætið þið í fyrsta lagi klukkan 21.45 og þá er ég að tala um í íýrsta lagi! Þú dinglar aldrei eða bankar þegar þú ferð í partí, haldið þið að Brad Pitt dingli á bjöllur? Þú opnar bara hurðina og röltir inn eða sparkar hurð- inni af hjörunum, það er hins vegar optional. Innkoman er númer eitt, tvö og þrjú. Ásgeir Kolbeins félagi minn sagði mér að kellingar ákvæðu á fyrstu 5 sekúndunum hvort þær vilji girða niðrum þig ekki. Þannig að innkoma þín inn í stof- una þar sem að allar flottu kellingarnar eru verður að vera rosaleg. Segjum sem svo að þú hafir valið option B og sparkað hurðinni af hjör- unum, þá röltirðu í slow motion með vindil í munn- inum í átt að stofunni án þess að segja eitt orð. Þá kem- ur væntanlega móðursjúkur íbúðareigandinn í áttina til þín í þeim tilgangi að eyðileggja innkomuna þína og röfla yfir hurðinni sem þú eyðilagðir. Án þess að yrða á hann þá snýrðu honum við, beygir hann niður, girðir niðrum hann, tekur í nærbuxurnar hans og dregur þær upp fyrir hausinn á honum og fyrir augun á honum. Síðan röltirðu með hann rólega að svölun- um og hendir honum þar niður. Þú gengur síðan rólega inn í stofu, tekur vindilinn úr munninum og segir við flottustu stelpuna í sófan- um: „Gotta light?" Þarna geturðu garanterað það að fá poon. Að labba inn hlæjandi og öskr andi og segja brandara er ekki málið. Hversu oft hafið þið heyrt þessa setningu: „Heyrðu ég var á Ólíver í gær og síðan kom Bjarni töframaður inn og hann gekk að tveimur fáránlega heitum ljóskum, sagði þeim einn, tvo brandara og síðan fór hann með þeim báðum heim og gaf þeim granítstífan!” Þið hafið aldrei heyrt þetta og munið aldrei heyra þetta, kapísh! Ef að við förum eftir formúlunni hans Ásgeirs Kol- beins: Myndarlegur+kellingar/innkoma + 5 sekúndur = kynferðismök, hver er þá tilgangurinn að vera að hanga í sama partíinu allt kvöldið? Þú kemur með skothelda eða innkomu, verður sexf, finnur þér poon, tekur í höndina á aðdáendum og síðan ertu farinn í næsta partí. Það er bara vitleysa að hanga í sama partíinu allt kvöldið, ég get lofað ykkur því að Kolb veit alveg hvað hann syngur, meðan þið voruð I Lego þá var hann í partíum að gefa konum það. Þó svo að innkoma ykkar hafi ver- ið skotheld þá er ennþá möguleiki fyr- ir ykkur að klúðra málunum. Umræðu- i skipta mjög miklu máli. Prinsessurn- ar hafa engan áhuga á því að heyra það að Land Cruiserinn þinn sé á spinner-felgum eða að þú hafir verið að fá kauphækkun I síðasta mánuði. Það sem er STRANGLEGA bannað að tala um í partíum er eftirfarandi: Jarðýtur, jeppabreytingar, krossara, púströr, heimalærdóm, pólitík og gröfur. Ég er , ekkert sérstaklega hrifinn af því að þið séuð að tala um lyftingar á djamminu en ef að þið eruð hins vegar spurðir spurninga eins óg: „Shit þetta eru gegt impressive upphandlegg-1 hjá þér dreng, ka geriru eila til að fá sona ýkt gegt stóra bæseppa dreng?" Þá máttu segja bísep-prógrammið þitt en vertu SNÖGGUR að því! Ekki klæða ykkur síðan eins og hálfvitar í sum- ar. Það eiga allir að vera léttklæddir, ekki láta sjá þig í síðermaskyrtu « niðrí bæ! Hlustið á G-Mann-* inn, he knows his shit! Þangaö til næst, sææææælar! Kv, Gillz Sirkusmynd - Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.