Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 17
„Ef við fáum 600 manns þá verður fullt hús. Ef enginn mætir þá förum við bara á hausinn. En við erum bjartsýn. Það þýðir ekkert annað. Vonum að þetta verði að árlegum viðburði. Ef þetta heppnast vel núna um helgina er það ekki spurning," segir Reynir Garmt Joensen, einn skipuleggjenda útihátíðarinnar, Bright Nights, sem verður haldin í Árnesi, rétt fyrir utan Selfoss, nú um helgina. ENDALAUST AF ATRIÐUM Á hátíðinni koma fram um 40 hljómsveitir, innlendar og erlendar. Margt annað verður um að vera, til dæmis ljósmynda- og myndlist- arsýningar. Tilraunaeldhúsið ætlar að mæta með hóp af listamönnum til að skreyta svæðið með videóverkum og uppákomum. Einnig verður markaður á svæðinu þar sem safnað hefur verið saman nokkrum hönnuðum til að selja föt og annað. Á markaðnum ætla bændur úr sveitinni einnig að bjóða upp á sínar vörur. Tónleikarnir sjálfir fara fram í Félagsheim- ilinu Árnesi en við það er tjaldstæði með aðstöðu fyrir gesti. IGósett, sturtur og heita potta og einnig verður boðið upp. á nudd. Þá er stutt í sundlaug og náttúruperlurnar Þjórsár- dal og Geysi. „Okkur sýnist fólk vera að taka ótrúlega vel í þetta. Ég vona bara að veðrið verði gott," seg- ir Reynir. MIXAÐI BJÖRK 0G VANN Ásamt Reyni eru þau Jóhann Helgi ísfjord og Halldóra Mogensen á fullu að skipuleggja hátíðina. Reynir og Jóhann eru umsjónar- menn útvarpsþáttarins Rafræn Reykjavflc, sem er á dagskrá á X-inu á þriðjudagskvöldum og halda hátíðina undir merkjum hans. „Við leigðum flott hljóð- og ljósakerfi. Þarna verður spiluð ýmis konar tónlist. Allt frá Sebastian Teller, sem spilar á píanó og kassagítar, og Judith Juillerat, sem notar ekki tölvur heldur samplar hljóð og vinnur úr þeim yfir í drum&bass og ýmis konar raftónlist," út- skýrir Reynir. Judith hefur ekki áður spilað á íslandi en hún vakti mikla athygli þegar hún vann keppni á vegum Unicef þar sem tónlistarmenn víðs vegar að kepptust um að endurhljóðblanda Army of Me sem flottast. í kjölfarið fékk hún plötusamning og spilar út um allan heim. MANÍSK í SEX VIKUR Hugmyndin að hátíðinni kviknaði í kjölfar þess að Reynir hélt upp á 25 ára afmæli sitt í Árnesi í febrúar. „Það heppnaðist frábærlega og aljir voru ánægðir með staðinn. Okkur datt seinna í hug að hann myndi henta fullkomlega fyrir svona hátíð. Verst að það var ekki nema fyrir sex vikum. Við þurftum að bregðast skjótt við og erum þess vegna búin að vera á fuÚu í símanum og tölvunni. Sendandi pósta og hringjandi símtöl hægri, vinstri. Þetta er búið að vera brjáluð vinna," segir Reynir og hlær. Tónleikar hátíðarinnar verða teknir upp og stefna þeir félagar að spila eitthvað af þeim í Rafrænni Reykjavík á næstu vikum. Þá verður kvikmyndatökulið einnig á svæðinu til að fylgjast með, taka viðtöl og fleira. EKKERT UXASUKK Mörgum þykir raftónlistarhátíð úti á túni uppi í sveit hljóma mjög svipað og sukkveislan Uxi, sem var haldin 1995. Reynir þvertekur fyr- ir þessa samlíkingu. „Nei, þetta á ekki að vera verslunarmannahelgarhátíð eins og Uxi. Við hugsum þetta frekar sem listahátíð. Við höfum til dæmis engar áhyggjur af löggunni. Það er ekki séns að hún þurfi að skerast í leikinn." Fyrr í vikunni bárust þær fregnir að sýslu- maðurinn í Selfossi hefði komið í veg fyrir hátíðina með því að afturkalla skemmtana- leyfið sem sótt var um. Hið rétta er að sótt var um viðbótarskemmtanaleyfi, Árnes er með leyfi til klukkan eitt og strákarnir vildu fram- lengja það til þrjú. „Ef það klikkar þá byrjum við bara fyrr á daginn og endum dagskrána klukkan eitt. Ekkert mál." Árnes er í 97 kflómetra fjarlægð frá Reykja- vík. Keyrt er í gegnum Selfoss og beygt upp Flúðaafleggjarann, haldið áfram í um 15 mfn- útur og beygt til hægri á Árnesafleggjara. Hátíðin er þá á vinstri hönd. Sætaferðir verða frá B.S.Í og miða er hægt að nálgast í 12 tón- um, Smekkleysubúðinni á Laugavegi og Hljóðhúsinu á Selfossi. Miðinn kostar 7500 krónur og er tjaldstæði innifalið í verðinu. Reynir, Jóhann og Halldóra hvetja sem flesta til að mæta á hátíðina og eru bjartsýn á að hún heppnist vel. „Þetta reddast allt," segir Reynir. „Ég var einmitt að horfa á góðan þátt á Discovery Channel um daginn, Europe’s Richest People. Þar sagði einn merkur maður að það næði enginn árangri án þess að taka áhættu. Við höfum það að leiðarljósi." tinni@mvmsiikas.is Biogen Sometime Wormisgreen : j Beatmaking Troopa HUÓMSmm SEM SPILA Á BRI6HT NIGHTS: Reykjavik Swing Orchestra Biggi Veira (GusGus DJ set) Agzilla Ruxpin Heimigervill Frank Murder ForTunes Plat Occulus Dormant Biogen Gorbachov Mr. Silla & Mongoose Dr.DiscoShrimp Sometime Kikiow Unsound Disco Valante Worm is Green Thunder Cats Huxun ERLCNDIR TÓNIISTARMENN Judith Juillerat (frá Sviss) Ada (frá Þýskalandi) Daedelus (frá Bandarfkjunum) Misc. (frá Þýskalandi) Sebestian Tellier (ffá Frakklandi) Apparat & Ellen Allien (ffá Þýskalandi) Ace#1 Siggi Lauf DJSteinarA DJThor DJXylic Original Melody Yagya T-Worid Siggi úr Hjálmum LayLow Breakbeatís Daveeth Tonik Panoramix Beatmaking Troopa llo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.