Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 2
fAtt er betra en að setjast [
DIMMAN BÍÓSAL OG lATA
HRÆÐA ÚR SÉR LÍFTÓRUNA.
ÞETTA VITA MARGIR OG MUN
ÞV( EFLAUST VERA ÞÉTT SEIIÐ Á
HROLLVEKJUNNITHE OMEN UM
HELGINA.
Það komust eflaust færri en vildu til að
sjá hrollvekjuna The Omen þegar hún var
frumsýnd út um allan heim á þriðjudag-
inn. Þá var vitanlega sjötti dagur sjötta
mánaðar sjötta árs árþúsundsins, mjög
viðeigandi dagsetning til að vekja upp and-
krist í kvikmyndahúsum heimsins.
The Omen er endurgerð á samnefndri
mynd frá 1976 og þykir hafa heppnast mjög
vel. Litli drengurinn, sem breytist í andkrist
og gerir allt brjálað hvar sem hann fer, er
með eindæmum skuggaiegur. Marga hryll-
ir við að horfa á strákinn, enda hrikaleg tii-
hugsun að einhver af guttunum í kringum
okkur taki jafn helvíska u-beygju og hann.
Liev Schreiber og Julia Stiles fara með
hlutverk foreldranna en með hlutverk litla
Damien fer drengur að nafni Seamus Da-
vey-Fitzpatrick. Djöfulleg barnfóstra hans
er leikin af Miu Farrow. Það leikaraval er
viðeigandi því Farrow fór með aðalhlut-
verkið í Rosemary’s Baby, hrollvekju um
fæðingu andkrists á svipuðum tíma og
gamla Omen var gerð. Fleiri vísanir í gömlu
myndina er að finna, þvf Harvey Stephens,
sem lék litla Damien árið 1976, mætir aftur
til leiks sem blaðamaður.
Semsagt, ferð á Omen er
að eyða kvöldstund og láta
upp í taugunum á sér.
MÆLIRMEÐ
Sirkus mælirsvo sannnar-
lega með bókinni Enda-
laus orka þar sem eru yfir
200 bráðhollir ávaxta- og
grænmetisdrykkir fyrir alla
eldhressa. Þarna eru hin
ýmsu ráð sem hjálpa
manni að skilja það hvern-
ig sumir ávextir fara illa í
mann og aðrirvel, hvenær
dags er gott að skella í sig
gulrótarsafa og hvenær appelsínusafa. Hvort greipdjús sé
góður fyrir svefn eða ekki. Kíkið á bókina, Vala Matt mælir
iíka með henni og það hlýtur að þýða að hún klikkar ekki.
Sirkus mælir með plötunni Broken Boy Soldier með The
Raconteurs, nýju hljómsveit Jacks White úr White Stripes.
Lagið Steady As She Goes er nú þegar að gera góða hluti og
er komið á toppinn á lista X-ins. Platan öll er svöl og fagna
margir því að Jack sé loksins kominn með almennilegan
trommuleikara, eins og Meg erflott þá þykir hún oft ansi
einhæfmeðkjuðana.
Eins og glöggir hafa kannski áttað sig á mælir Sirkus með
Bright Nights Festival sem er skipt á þrjá daga, frá deginum
í dag og til sunnudags. Það er um að gera að hætta
snemma að vinna í dag, versla gott í matinn og slá helginni
upp í geggjaðan kokkteil. Smá af öllu, tónleikar, öl og
tjaldútilega með tilheyrandi. Kíkið á Árnes sem er staðsett í
minni Þjórsárdalsíns, um 97 km frá Reykjavik. Bright Nights
\ er málið. Þaeldénú!
ISUMARIÐ ER TÍMI
| hAtídanna
1/1 Það fer ekki milli mála að sumarið er komið í allri sinni mynd. Ekki það að veðrið hafi verið til fyrirmyndar síðustu daga
heldur vegna þess að nú er bjart allan sólarhringinn og sumarhátíðirnar komnar á fullt. Reykjavík Trópík fórfram með
miklum glæslbrag um síðustu helgi, þrátt fyrir hnökra, og er vonandi að hún lifi áfram. Þessa helgina eru þrír ungir
Reykvikingar síðan að skipuleggja metnaðarfulla tónlistarhátíð í Gnúpverjahreppi, Bríght Nights. Þar verður boðið upp
á ógrynnin öll af tónlist auk þess að myndlistarmenn mæta í bunkum til að gleðja augað og andann. Við hvetjum alla
sem geta til að kíkja. Þá er vinsælasta tónlistarhátíð
Islendinga erlendis, Hróarskelda, á næsta leyti og eins
og kemur fram í Sirkus í dag er metfjöldi á v>
leiðinni þangað. Síðast en ekki síst hefst ein stærsta
hátíð sumarsins um helgina. Sjálft Heimsmeistara-
mótið f fótbolta. Allan júnímánuð verður standandi
partý f býskalandi, sem teygir anga sína inn í stofur
og vinnustaði út um allan heim. Og þá er bara eitt að
gera... skemmtið ykkur vel.
Tlrml Svelnsson
Auglýsingastjóri: Jóhannes Már
Sigurðarson
Kynningarstjóri: Guðmundur
ArnarGuðmundsson
Sölustjóri: Hörður Jóhannesson
hordur.johannesson@365.is
Ritstjóri: Tinni Sveinsson
Ritstjóm: Halldór Halldórsson, Hjörvar
Hafliðason og Sigríður Ella Jónsdóttir.
Áskrift 550 5000 / askrift@365.is
Prentun: ísafoldarprentsmiðja
ÉForsHumyndina
tókHari af Reyni,
Jóhanni Hetga og
Halldóm,
skipuleggjendum
BrightNlghts-
hátffiaitnnar.
26
4 - Bríet Sunna skefur ekki af hlutunum
6- ReykjavíkTrópík í máli og myndum
7 - Húðflúrarar fara úr fótunum
9 - Heitustu gæjarnir á HM
12 - Metaðsókn (slendinga á Hróarskeldu
16-17 - Bright Nights fer á flug
18 - Neytendur fara í stríð við iPod
19 - Hver verður valin Pravdaprinsessan?
- Fékk jakkafót Ólafs Thors og fór f he'itan pott
27-29 - Allt sem þú vilt vita um menningar-
og skemmtanalífið í Reykjavík