Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 14
SUMARIÐ HEFUR ALLT ÞAR TIL NÚ VERIÐ HELDUR DIMMT - SJÓNVARPIÐ EKKERT TIL AÐ HRÓPA
HÚRRAFYRIROG ÞVf HAFA MENN LEITAÐ A LEIGUR OG SKELLT (TÆKIN DISKUM. ÖRVAL ER
STÖÐUGT AÐ AUKAST ÞÓTT ENN VERÐIAÐ SÆKIA SUMT ÚT FYRIR LANDSTEINANA. HÉR ER TÆPT A
NOKKRUM SAFARÍKUM BITUM SEM KOMIÐ HAFA ÚT í SUMAR, í BRETLANDI, A MEGINLANDINU OG
HÉR HEIMA. SÍÐUSTU DAGA HAFA AÐ AUKIKOMIÐ A MARKAÐINN A GÓÐU VERÐILENGRI
TÓNLISTARDISKAR OG BER ÞAR HÆST PULSE-DISKINN FRA PINK FLOYD OG KONSERT MEÐ JOHN
FOGERTY SEM FYRRUM STYRÐICREEDENCE CLEARWATER.
CACHE, eða Hidden eins og
hún heitir í enskri útgáfu
Artificial Eye á disk, var sýnd
hér um skamma hríð og hafði
áður gengið á frönskum
diskum hér á landi og
spólum. Flestum þótti þessi
verðlaunaði þriller Michaels
Hanake heldur óþægilegt
stöff: millistéttarhjónum
frönskum taka að berast
myndbönd frá daglegri önn
þeirra. Sendingunum fylgja
engin frekari boð en þær
duga til að þeim verður ekki
um sel og allt sem þau leyna
sjálfum sér og hvoru öðru
vellur upp á yfirborðið.
Skríbentum um
myndina var tamt að vísa
til þess að eiginmaðurinn var tengdur
Alsírmanni og sagan vísar þannig beint í hin
smánarlegu tengsl Frakka við Alsír og í enn
víðara samhengi til minnihlutahópa araba í
Frakklandi. Þau dýpri merkingarmið trufla
ekki áhorfendur norðar í Evrópu.
Aukaefni á þessari ensku útgáfu er
hálftímaviðtal við leikstjórann og annað eins
af tökum frá vinnslu verksins en Hanake er
mikill eintrjáningur og oftast hataður af
samstarfsmönnum sínum þegar tökum er
lokið. Útgáfan sem nú er í boði kom út víða á
meginlandinu í sumar og hefur alls staðar
fengið frábærar umsagnir. Frónbrúum er
nauðugur einn kostur að kaupa um net.
Meistaraverk Johns Ford frá 1956, THE
SEARCHERS, er nú komið út í
fimmtugsafmælisútgáfu. Hér var það
frumsýnt í Austurbæjarbíói á sjötta
áratugnum og hefur ratað á skjái
ríkissjónvarpsins og
Stöðvar 2 oftar en einu
sinni. Þessi útgáfa sem
Warner sendi frá sér
snemmsumars er afar
vönduð: Peter Bogdanovits
og Martin Scorcese tala
báðir um verkið og greina
það og að auki eru skot frá
tökúm myndarinnar.
Þegar hún kom út á
sínum tíma var henni
fálega tekið. Makalaus
umfjöllun um sóma og
kynþátt var vissulega
kraumandi í samfélaginu
en ekki soðið enn upp úr.
Má í því sambandi líta til
Horft af brúnni eftir
Miller, en sleitulaus leit
aðalpersónanna að ungu
stúlkunni sem rænt er af índíánum tekur ekki
síður á þrá karlmanns eftir litlu stúlkunni og
sakleysinu en hinu
Mgoðsögukennda
hvarfi einstaklingsins
í þessu stóra landi.
Hið máttuga augna-
blik þegar hann
(leikinn af John
Wayne) finnur stúlkuna
(Nathalie Wood) er
margrætt í merkingu
sinni.
Varla er von til þess að
söluaðili Warner hér á
landi, Samfélagið hf.,
komi þessu meistaraverki
í hátíðarútgáfu á framfæri
svo enn verða safnarar að
treysta á netið.
PASSENGER eftir
Michelangelo Antonioni
var gerð beint í kjölfar
Englandsmyndar hans
Blow up og Ameríku-
myndar hans Zabrieski
Point (sem áskrifendur á
Digital Island gátu séð
margsinnis á liðnum vetri á MGM-rásinni).
Passenger var síðasta útrásarverkefnið eftir
þennan meistara og snerti áhorfendur djúpt á
sínum tíma. Þar fór Jack
Nicholson í fyrsta sinn út
fyrir heimalandið og í
nýrri útgáfu Sony fýlgir
hann því úr garði í löngu
og ítarlegu viðtali rétt
eins og Mark Peploe,
hinn breski handrits-
höfundur. Kynbomban
Maria Schneider var
aftur ekki til viðtals.
Þetta er þétt
pakkaður diskur og hér
gefur að líta hinn fræga
langa kafla í kyrru skoti
þegar öll aksjón er
utan ramma. Þar lýtur
í gras aðalmaður
sögunnar,
blaðamaðurinn sem tekur
á sig persónu annars
manns og leikur lausum
hala langa hríð undir hans
nafni. Það er makalaust að
sjá þessa mynd öðru sinni
en að eiga þess kost að
skoða hana á diski er
frábært.
Þýskir útgefendur
hafa nýlega sent frá
sér aðra mynd
Antonionis frá 1964
sem var verðlaunuð í
Feneyjum það ár.
RAUÐA EYÐIMÖRKIN
var fyrsta mynd hans í
lit og lék Richard
Harris aðalhlutverkið. Ókunnugur
maður sest upp á auðuga íjölskyldu og
veldur uppnámi. Sama þema tók
Pasolini síðar upp og raunar Jökull
Jakobsson nokkrum sinnum í
leikverkum sínum. Myndin vakti á
sínum tíma mikið umtal eins og
raunar flestar myndir Antonionis
gerðu á sjöunda áratugnum. Það er
Arthaus Kinowelt sem
gefur hana út með
ítarefni.
Um alla Evrópu
var svo snemm-
sumars fáanleg
kassaútgáfa með
fyrstu verkum Louis
Malle: tryllinum MEÐ
LYFTU Á HÖGGSTOKK-
INN sem hér var sýnd
fyrir endur löngu í
kvikmyndahúsi og á
ríkissjónvarpinu.
Hörkuspennandi
mynd frá 1957 með
tónlist eftir Miles
Davis frá Parísar-
dvöl hans sem
fræg er.
LOUfS
Þarna eru einnig myndir
hans LE FEU FOLLET (1963) OG LES
AMANTS (1958) en í öllum
þessum myndum er Jeanne
Moreau í stórhlutverki. Hér líka ZAZIE DANS LE
METRO frá 1960 og er þá allt upptalið í ensku
útgáfunni. Sú þýska er líka með gamanmynd
frá 1989. Breska útgáfan er fyrra bindið af
tveimur, en í lok júlí er væntanlegt annað
bindi af filmum hans sem geymir fimm yngri
myndir hans. Breska útgáfan er sniðin fyrir
svæði 2. Þær eru fáanlegar saman á tilboði frá
amazon.co.uk, en Nexus hefur átt til eintök af
fyrra bindinu á fínu verði - kr. 5.999.
Þeir Nexus-menn bjóða einnig upp
á enska pakka með tíu teiknimyndum
um ÆVINTÝRITINNA sem gerðar eru eftir
jafnmörgum sögum Herges.
Teiknimyndir eftir Tinna-sögunum
þekkja allir eftir að þær voru bútaðar
niður og sýndar á ríkissjónvarpinu og þá
talsetti Eggert Þorleifsson allar
persónur, seinna komu þær út hjá
Bergvík á spólum og þessa dagana eru
þær að tínast út á ný á diskum. Tinna-
sjúklingar geta fengið kassann í Nexus á
3.999 kr., en þeir sem vflja heyra nýja
talsetningu á diski frá Bergvík með Felix
Bergssyni og Þorsteini Bachman geta
leigt diskana. Þann 20. koma út Svaðilför
í Surtsey og Flugrás 714 til Sydney. Fyrir
eru sex myndir og tvær koma út í ágúst.
THE LOST DISC - THE PIRATES OF THE
CARIBBIAN hefur að geyma atriði sem sleppt
var úr myndinni frægu auk hennar, en annar
hlutinn af ævintýrum Jóa Spörfugls og félaga
verður frumsýndur hér á landi innan skamms.
Þessi útgáfa dreifist á þrjá diska og er heitið
miklu aukaefni. Það er Nexus sem hefur
þennan kjörgrip til sölu á 1.999 kr. Hún dugar
rétt til að kynda upp fyrir næstu mynd í
þríleiknum sem fyrirhugaður er um parið
fagra Keiru og Orlando og svipinn sjarmerandi
Jack Sparrow sem Johnny Depp er búinn að
gera ódauðlegan í hugum okkar.