Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2006, Blaðsíða 37
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST2006 53
F\jórtán ára töffari stóð stolt-
ur við tveggja metra háa eld-
ffaug sem hann hajði smíðað
og Ijósmyndari Alþýðublaðs-
ins smellti afhonum mynd. Uppjinn-
ingasemin hajði fengið útrás og upp-
finningar hafa mótað líf Holbergs
Mássonar. Hann endumýjaði kynnin
af eldflaugasmíði þegar hann var við
nám í Menntaskólanum við Hamra-
hlið, smíðaði fyrsta loftbelginn á ís-
landi og hefði hann haftffármagn vœri
hann sennilega pabbi kreditkortsins.
En Holberg Másson fékk ekki milljón
dollara í vöggugjöf eins ogBill Gates.
„Nei, ekki aldeilis," segir hann þeg-
ar við höfum sest niður við borðstofu-
borðið á fallegu heimili hans og konu
hans Guðlaugar Bjömsdóttur í Þing-
holtunum. „Eg missti móður mína
þegar ég var eins árs og fór í fóstur
til ömmu og afa í Vestmannaeyjum.
Mamma var ættuð úr Landsveitinni,
en pabbi af Bergþórugötunni, svo ég
segist yfirleitt vera af Bergþómgötu
þegar ég er spurður um ættir!" segir
hann og brosir.
Pabbi Holbergs var 21 árs ekkill í
námiog því ekki óeðlilegt aðhann hafi
ekki treyst sér til að sjá ungum syni sín-
um farborða. Holberg er þakkláturfyr-
ir það uppeldi sem hann hlaut:
„Amma og afi vom aðventistar og
það mótaði mig. Aðventistar em gott
fólk þar sem áhersla er lögð á að vera
góður við náungann."
Eftir fyrra gos í Vestmannaeyjum
flutti Holberg þá níu ára gamall, með
móðurforeldrunum til Grindavíkur,
þarsem œttingjar ráku netagerð. Þrett-
án ára hélt hann til náms við Hlíðar-
dalsskóla:
„Það var dæmigerður heimavistar-
skóli, þar sem stelpur og strákar vom
sitt í hvom húsinu. Vissulega var þetta
strangur skóli og vel haldið utan um
nemendur. Þar kynntist ég mörgu góðu
fólki sem ég held ennþá sambandi við
í dag, eins og Halldóri J. Kristjánssyni,
gosinu árið 1973 og ég kynntist hon-
um á heimili Ama Johnsen. Eins og
margir Vestmannaeyingar hafði ég
haldið til Eyja eftir gos til að hjálpa
íbúum að pakka saman eigum sínum
og var staddur þar kvöldið sem þús-
und gráðu heitir hnullungar þeyttust
yfir bæinn. Það kvöld urðu þrettán hús
eldi að bráð."
Hann verðurhugsi ogsegirað vissu-
lega hafi það verið erfið lífcreynsla fyr-
ir ungan mann að sjá heimabœ sinn
þessa nótt:
„Mér verður oft hugsað til þess að
svona líður fólld í stríði. Að horfa á gló-
andi eldhmullunga geysast um loftið
og falla niður við fætur manns. Það já-
kvæða við þessa dvöl vom kynni mín
af rektor tækniháskólans í Nýju-Mex-
íkó, þangað sem ég hélt til náms sum-
arið 1974. Þar dvaldi ég í fjögur ár og
greiddi fyrir námið að hluta til með
námslánum, að hluta til með styrkj-
um."
Hugmynd að kortaviðskiptum
Þar sá Holberg fyrstu tölvuna og
fyrstu Polaroid-myndavélina og þar
kviknaði áhugi hans á að búa til raf-
ræn bankakort.
„Skólinn var tilraunaskóli og rekt-
or hans, Sterling Colgate, afabam þess
sem fann upp samnefnt tannkrem. Ég
nam stærðfræði og eðlisfræði og hóf
svo að læra á tölvur, sem vom mitt
áhugasvið. Tölvumar í skólanum vom
þær fyrstu sem hægt var að sitja við og
vom verkfæri sem mér fannst spenn-
andi. Margir duttu síðar inn í tölvu-
heiminn og tölvumar urðu eins og
trúarbrögð. En ég var dálítið óhepp-
inn...,“ bætir hann við og hlær. „Aðal-
borgin í Nýju-Mexíkó er Albuquerque
og á sama tíma og ég var að leita mér
að sumarvinnu sem tengdist tölvum,
var í þeirri borg stofriað eina tölvu-
fyrirtækið þar, Microsoft...! Ég upp-
götvaði síðar að ég var í eins kílómet-
ers íjarlægð frá þessu fýrirtæki, sem
þá hafði tólf manns í vinnu. Á þessum
„íslandsbanki braut bankaleynd. Þeir létu lög-
reglu í té upplýsingar um bankaviðskipti mín og
það sem alvarlegra er, þeirsendu upplýsingar um
mig og þessa tvo útlendinga til háttsettra banka-
manna hér á landi og í útlöndum"
bankastjóra Landsbankans og Össuri
Skarphéðinssyni, alþingismanni. Árin
mín á Hlíðardalsskóla vom mjög já-
kvætt innlegg í mitt líf.“
Eftir landsprófhélt Holberg til náms
við Menntaskólann i Hamrahlíð, en
Már faðir hans hajði verið einn af
byggingameisturum skólans.
„Mér fannst gaman að setjast inn
í byggingu sem pabbi minn hafði átt
þátt í að reisa," segir hann stoltur, en
bætir þó við að h'tið samband hafi ver-
ið milli hans og föður hans: „Seinni
kona pabba var ekki upprifin yfir því
að bam fylgdi með pakkanum," seg-
ir hann til skýringar. „Ég átti því ekki í
mörg hús að venda á menntaskólaár-
unum, leigði mér herbergi í Hlíðunum
og vann iyrir náminu í netagerð fjöl-
skyldunnar á sumrin."
Ljósasýningar fyrir Stuðmenn
Hcefni Holbergs í rafeindamálum
spurðist út og Kolbeinn Pálsson hjá
Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavík-
urfékk unglinginn til að setja upp Ijósa-
sýningar í Tónabce:
„Þar bjó ég líka til magnara," segir
hann brosandi. „Ég var sífellt að fikta
í rafeindatækjum... Fyrsta upplifun
mín af að sjá hugmyndir mínar rætast
var þegar ég var sex ára og tengdi ljós
utan á húsið hjá ömmu og afa í Eyjum.
í Menntaskólanum við Hamrahlíð
kynntist ég strákunum í Stuðmönn-
um sem fengu mig til að útbúa Ijósa-
sýningar í kringum tónleika sína. f vís-
indafélagi MH smíðuðum við fimm
metra langa eldflaug sem varð að
stóru verkefni fyrir skólann. Við reynd-
um tvisvar að skjóta henni af skotpalli
í Þrengslunum, en vorum ekki í að-
stöðu til að ljúka verkefninu. f MH
smíðaði ég líka loftbelg árið 1972, sem
við prufuflugum frá Sandskeiði..."
Frá MH lauk Holberg svokölluðu
alþjóðlegu stúdentsprófi, enda hafði
honum boðist að fara til náms við
tœkniháskóla í Nýju-Mexíkó:
„Rektor skólans var einn þeirra
sem komu til íslands í framhaldi af
tfrna var mikið rætt um óáreiðanleika
ávísana og það gat tekið þrjá daga að fá
vitneskju um hvort innstæða væri fyr-
ir hendi. Ég datt niður á uppfinningar
á lausn á þessum vanda; að það væri
hægt að búa til varanlega ávísun, kort
með tölvu í - það sem í dag eru deb-
et- og kreditkort. Ég pældi heilmik-
ið í þessu í eitt eða tvö ár og sótti um
einkaleyfi, en hafði ekki fjárhagslega
burði til að fylgja þessu eftir."
Þannig að það hejði alveg verið
möguleiki á að kenna þér um kredit-
kortaskuldimar?!
„Já, kannski," svarar hann skelli-
hlæjandi. „En þessi hugmynd hefði
verið mjög verðmæt. Það var h'til
þekking á einkaleyfum héma heima
og enginn stuðningur. Ég skrifaði til
bandarísks lögffæðings til að kanna
möguleika á að fá einkaleyfi og fékk
svarbréf um að þetta væri einkaleyfis-
hæft, þar sem þetta væri ný hugmynd.
En mig vantaði fjármagnið og því varð
ekkert úr framkvæmdum."
Ber út Moggann
Eftir heimkomu réðst Holberg til
starfa við tölvukennslu hjá Námsflokk-
um Reykjavíkur, en árið 1982 var hann
ráðinn kerfisfrœðingur hjá RARIK. Þar
kynntist hann konu sinni, Guðlaugu
Bjömsdóttur, og þau hjónin eiga þrjá
syni, Heiðar, 21 árs, Guðna Má, 17 ára
ogMagnús, sem er að verða fimm ára:
„Við Guðlaug höfum þvf átt langa
og góða samleið í lífinu," segir hann.
„Bakgrunnur okkar er í raun ekki svo
ólíkur og við vegum hvort annað upp.
Við giftumst eftir fimm ára kynni og
höfum látið þetta ganga. Keyptum
okkur íbúð árið sem verðbólgan fór
upp í 130% en vorum svo heppin að
vinna stærsta vinninginn hjá Happ-
drætti Háskóla íslands sama ár og höf-
um keypt okkur miða síðan; viljum við
þakka fyrir okkur á þann hátt"
Hann segir ffölskylduna sam-
heldna. Þau mágjamansjá millifimm
og sex á morgnana, bera út Morgun-
blaðið í hverfinu sínu og frístundum
verja þau í sumarbústað sínum.
„Éftir áratuga kyrrsetu fannst mér
tilvalið að hjálpa miðstráknum við
blaðburðinn. Hreyfing er góð fyrir lik-
ama og sál. Svo höfum við nóg að gera
í sumarbústaðalandinu þar sem við
erum að dunda okkur við trjárækt."
Fyrirtæki utan um hugmyndir
Holbergs
Eftir nokkurra ára starfhjá RARIK,
var Holberg boðið starfframkvœmda-
stjóra hjá tölvufyrirtœki nokkurra
verkfrœðistofa, Itala. Fyrirtœkið tók
meðal annars að sér tölvuvæðingu Út-
vegsbankans. Síðar keypti SKÝRR það
og nýtt fyrirtæki var stojhað utan um
hugmyndir Holbergs.
„Þær voru um fyrirtækjanet og
bankaviðskipti og fyrirtækið ísnet var
stofnað af mér, SKÝRR, Flugleiðum og
Verslunarbankanum. En bankamenn
voru með aðrar hugmyndir en ég; það
endaði með að ég gafst upp og ári síð-
ar lognaðist fyrirtækið út af. Eg stofii-
aði svo hugbúnaðarfyrirtækið Net-
verk, sem ég rak í sextán ár og var með
starfsmenn víða um heim."
Holberg starfaði meðal annars
mikið í Kamtsjakta í Rússlandi þar
sem hann segist hafa ,pírað samarí'
intemettengingar um Serbíu í rússnesk
gervitungl og banka og lengi starfaði
hann íHongKong Chile, Peking Bret-
landi og víðar.
„Árið 1995 tókum við í notkun hug-
búnað sem ég hafði þróað og hófum
að starfa fyrir norska, sænska og þýska
símann. En það var erfitt að lifa bara á
kaupinu svo ég fór að skrifa viðskipta-
áætlanir og hélt námskeið fyrir Útflutn-
ingsráð sem kölluðust „Markaðsstjóri
til leigu". Þá hafði stærsta sjávarútvegs-
fyrirtæki heims, Pacific Anders, sam-
band við mig. Forstjóri þess dró mig
til Hong Kong þar sem ég dvaldi sam-
tals í eitt ár. Þeir keyptu af mér tækni,
þekkingu og tengingar; það sem aðr-
ir gátu ekki gert. Netverk var fyrirtæki
sem ég byrjaði með einn í bílskúm-
um, réði svo annan starfsmann og við
stofnuðum nokkur fyrirtæki og hófum
að flytja inn tölvur og fleira. Þá stofn-
aði ég líka símafyrirtækið Fón, sem var
hugsað til að heíja ódýra símaþjón-
ustu frá Islandi. Ég naut nú ekki mik-
ils velvilja Landssímans...!" segir hann
brosandi. „Fónn strandaði á því að út-
lendingum fannst Island hreinlega of
lítill markaður fyrir sig. Við fluttum
fyrirtækið Netverk til Bretlands árið
1998 og þar störfuðu allt upp í áttatíu
starfsmenn. En svo fór að halla und-
an fæti. Við fengum ekki inn hluta-
fé og ég hætti sem forstjóri Netverks í
september árið 2001. Þeir sem héldu
áfram settu enga peninga í fyrirtæk-
ið, borguðu mér ekki einu sinni það
sem mér bar og smám saman lognað-
ist Netverk út af. Hvar heldurðu að Is-
lensk erfðagreining væri stödd, hefði
Kára Stefánssyni verið sparkað út?"
Handtaka í íslandsbanka
Fyrir fimm árum var Holberg
Másson valinn einn af tíu mestu
frumkvöðlum heims. Hann segir
gaman að því hversu oft íslending-
ar hafi komist þar á blað, en sömu
viðurkenningu hlaut Kári Stefáns-
son árinu áður og fyrirtœkið Össur í
fyrra. En Holberg fékk ekki eintómt
lof ffölmiðla. 1 janúar síðastliðnum
greindi DV frá því að Holberg hefði
verið handtekinn í íslandsbanka
sam-
með falsaða pappíra.
Hvað gerðist?
„Fínt að þú kem-
ur inn á þetta," svarar
hann og sækir papp-
íra frá lögreglunni.
„Þetta mál var eintóm
vitleysa eins og þess-
ir pappírar sýna. For-
sagan er sú að í mörg
ár hef ég bent fólki
sem vill vera með
bankaviðskipti í al-
þjóðlegu umhverfi á
að koma til íslands
og hef komið með
nokkra útlendinga
í viðskipti hingað. I
fyrra var ég með tvö
verkefni í gangi, ann-
ars vegar Þjóðverja
og hins vegar Spán-
verja og Portúgala,
sem vildu fá íslensk
fyrirtæki í
starf við sig
vegna þróun-
ar landsvæða
til að byggja
á hótel. Þessa
menn fór ég
með til fund-
ar í Islands-
banka og á
vegum þeirra
fór hópur af
íslending-
um til Portú-
gal fyrir jól-
in til að skoða
samstarf. Þess-
ir menn voru með mér í íslands-
banka 19. janúar, búnir að stofna
bankareikninga. Á sama tíma var ég
að ræða við Þjóðverja sem ég hafði
aldrei hitt, en verið í sambandi við.
Sá sagðist hafa áhuga á að kaupa ís-
lensk ríkisskuldabréf - eins og marg-
ir útlendingar hafa gert - og bankinn
setti hann í úttekt, stofnaði fyrir hann
kennitölu í byrjun janúar og gerði við
hann samning út á væntanleg við-
skipti. Hann bauð bæði mér og bank-
anum að kaupa skuldabréf, sem ég
ræddi um við íslandsbanka. Banka-
mönnum fannst það spennandi til
að ná góðri ávöxtun. Þessi Þjóðverji
sendi afrit af pappírum sem bank-
inn sendi til Fortis-bankans í Brussel
og bað um staðfestingu á að allt væri
rétt. Svarið sem kom til baka var að
allt stemmdi, nema hvað búið væri
að falsa nafn þessa manns á pappír-
ana. Við komumst að því seinna að
óprúttnir aðilar í Evrópu hafa stund-
að það að láta menn kaupa af sér rétt
til að selja bankapappíra, því það
getur verið mjög arðbært. Eg hafði
aldrei séð þessa pappíra, en Islands-
banki segir að ég hafi komið með þá
í bankann. En til að gera langa sögu
stutta, þá mætti ég í íslandsbanka
með Spánverjann og Portúgalann að
beiðni bankans 19. janúar. Við sett-
umst þar á fund, en hálftfrna síðar
stóð einn íslandsbankamanna upp
og sagði að ég hefði verið að bjóða
falsaða pappíra til sölu. Þetta var fyr-
irsát. Við vorum handteknir og færð-
ir fyrir dómara, þar sem lögreglan
hafði farið fram á farbann, en dóm-
arinn hafnaði kröfu um farbann
daginn eftir og komst að þeirri nið-
urstöðu að við værum alsaklausir
og ekkert tilefni hefði verið til hand-
bladid
~ —---—
M ARA DRENGUR
I GRINDAVÍIf I
MWWEUFUnLiI)
^&Ȓcfettrtea
Til hattiingju
Bratteli!
ass
VerkamsnnaftokKuHnn
Forsföa Alþýðublaðsins
Holberg var I viðtali við
Alþýðublaðið árið 1969þegar
hann hafði smiðað eldflaug.
Síðustu jólin Holberg missti
móður sina þegar hann var eins
árs. Hér er hann með foreldrum
sínum eina aðfangadagskvöldið
töku. sem hann átti með henni.
En
hönd fór þriggja vikna rannsókn á
málinu."
Bankinn kærður
Hvers vegna hefurðu setið undir
þessum ásökunum í alla þessa mán-
uði og ekki leitað réttar þíns?
„Ég gat ekkert gert fyrr en lögregl-
an hafði lokið rannsókn sinni og ég
hafði fengið öll gögn málsins í hend-
ur," svarar hann. „Þeim úrskurði held
ég á hér. Ég hafði ekkert með mál
Þjóðverjans að gera. Það er yfirgrips-
mikið mál sem þýska lögreglan er að
rannsaka ennþá, en það kemur hvorki
mér né þessum útíendu viðskipta-
mönnum við. Þeir óskuðu eftir afsök-
unarbeiðni frá fslandsbanka en fengu
ekki. íslandsbanki braut bankaleynd.
Þeir létu lögreglu í té upplýsingar um
bankaviðskipti mín og það sem alvar-
legra er, þeir sendu upplýsingar um
mig og þessa tvo útíendinga til hátt-
settra bankamanna hér á landi og í
útlöndum. Kerfið klikkaði. Bankinn
viU ekki axla ábyrgð og ég varð fyrir
skaða. Viðskiptin sem þessir menn
voru að kynna íslandsbanka voru
upp á fimmtíu miUjarða. Mér finnst
eðUlegt að bankinn bæti mér það tjón
sem ég hef orðið fyrir vegna þessara
töpuðu viðskipta og fyrir að hafa látið
handtaka mig að ástæðalausu. Ég geri
ráð fyrir að ég muni lögsækja bank-
ann. Auk þess er búið að kæra bank-
ann fyrir bankaeftirlitinu og Persónu-
vernd og ég er að kanna framhald
málsins. Það er hegningarlagabrot að
ljúga upp á fólk til að koma því í fang-
elsi. Það ríkir engin sjálfsgagnrýni hjá
íslandsbanka."
annakristine@dv.is
A-