Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST2006 Fréttir DV • Eyjamaðurinn og Sjálfstæðismaðurinn Ami Johnsen á pólit- íska framtíð sína und- ir engum öðrum en Ólafl Ragnari Gríms- syni, forseta Islands. Til að verða kjörgengur í alþingiskosningunum í vor þarf Árni að leita uppreisnar æru hjá forsetan- um í gegnum dómsmálaráðuneytið vegna dómsins sem hann fékk um árið. Erfitt verður fyrir Ólaf Ragnar að horfa fram- hjá því að ekki eru liðin fimm ár frá því að Ámi lauk fanga- vist sinni og því get- ur hann ekki samkvæmt lögum veitt honum uppreisn æru... • Það hefur vakið athygli hversu harkalega lögreglu- menn á Austurlandi hafa gengið fram við mótmælendur við Kárahnjúka undan- fama daga. Því hef- ur verið haldið fram að skipanir þess efnis komi að sunnan enda hafa Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra og Haraldur Johanne- sen ríkislögreglustjóri ekki verið þekktir fyrir að sýna mótmælend- um neina linkind eins og Falun Gong-liðar geta staðfest. Bjöm og Haraldur eiga líka sinn mann á Austur- landi en þar ræður ríkj- um Óskar Bjartmarz, góður vinur Haraldar, sem var ráðinn í starfið án þess að það væri auglýst á sínum tíma... • Mikil titringur ríkir í fjölmiðlaheiminum eftir að stjömublaða- maðurinn Reynir Traustason tilkynnti í kvöldfréttum RÚV á mánudaginn að hann hygðist stofna nýj- an fjölmiðil. Enn veit enginn hvemig fýrirkomulagið verður á þeim miðli eða hver fjármagnar ævintýrið en hitt er þó ljóst að það er áhugi fýrir því sem Reynir er að gera. Alls sóttu fimm manns um vinnu hjá honum morguninn eftir að viðtalið var birt og væntanlega fleiri eftir því sem líða tók ádaginn... • Dansarinnknái Yasmine Olsen, sem er eiginkona Adda Fannars í hljómsveit- inni Skftamóral, er ólétt. Henni fellur þó sjaldnast verk úr hendi ogernúáfullu við að búa tif æfingamyndband fýrir óléttar konur sem á að koma út fýrir jólin. Það styttist hins vegar í fæðingu hjá Yasmine og því þarf hún að hafa hrað- ar hendur við að klára myndbandið áður en bamið kemur í heiminn... • Hér á þessum stað fýrir viku birt- ist klausa um að þre- menningamir Hall- grímur Thorsteinsson, Ingvi Hrafn Jónsson og Sigurður G. Tómas- son væm í dómsmáli gegn Amþrúði Karls- dóttur, eiganda Út- varps Sögu, vegna vangoldinna launa. Að sögn Amþrúðar er það ekld rétt að dómsmálið sé vegna vangoldinna launa heldur vegna deilna um bónus. Er hún hér með beðin velvirðingar á þessum mistökum... Jónas Þór Þorvaldsson. framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Stoða, keypti nýlegt ein- býlishús í Grafarvogi fyrir skömmu. Hann gerði sér lítið fyrir og lét rífa það. Jónas Þór ætlar að byggja tæplega 300 fermetra hús í staðinn. -v Ekkert hús Þórog eiginkona hans hafa rifiö hiö sjö ára gamalt hús og ætla aö byggja nýtt I staðinn. Jónas Þór Þorvaldsson Framkvæmdastjóri Fasteignafé- lagsins Stoða keypti nýlegt hús á Bakkastööum 47 oglét rlfa það. Það verður sífellt algengara á íslandi að hús sem keypt eru fyrir marga tugi milljóna króna eru rifin og glæsivillur byggðar í staðinn. Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastj óri Fasteignafélagsins Stoða, keypti 170 fermetra einbýlishús við Bakkastaði 47 og reif það. í stað- inn ætlar hann að byggja tæplega 300 fermetra einbýfishús. Húsið sem Jónas Þór keypti var að sögn seljandans, Hermanns Þórs Hermannssonar húsasmíðameist- ara, í fínasta lagi þegar hann fékk það afhent. „Þetta var gott hús sem ég byggði. Það fór afar vel um okkur fjöl- skylduna í því," sagði Hermann Þór. Aðspurður hvort honum þætti sárt að sjá svo nýlegt hús rifið, svaraði Her- mann Þór því neitandi. „ Þetta er vænt- anlega gert til að mæta öðrum þörfum en fýrir voru í gamia húsinu. Þetta er í takt við tímann og það er ekki hægt að vera fúll." 40 milljónir fyrir lóð Ekki hefur fengist uppgefið kaup- verð á eigninni að Bakkastöðum 47 en þeir fasteignasalar sem DV ræddi við telja líklegt að það hafi verið um 40 milljónir króna. Gatan er vel staðsett nálægt golfvellinum á Korpu en með- ai annars búa við hana þeir kumpán- ar Damon Albam og Einar öm Bene- diktsson, fýrrverandi Sykurmoli. 300 fermetra hús Húsið sem Jónas Þór hyggst reisa og hefur fengið leyfi fýrir hjá skipu- „Þetta er væntanlega gert til að mæta öðrum þörfum en fyrir voru í gamla húsinu." lags- og bygginganefnd Reykjavíkur- borgar er 274 fermetrar auk tvöfaldr- ar bílageymslu sem er 45,5 fermetrar að stærð. Jónas Þór og fjölskylda ætla aukinheldur að koma fýrir setlaug í garðinum hjá sér. Ekki á vonarvöl Það þarf þó ekki að koma á óvart að Jónas Þór hafi lítið fýrir því að láta rífa eitt stykki hús upp á 40 milljónir. Hann er, eins og áður sagði, framkvæmda- stjóri Fasteignafélagsins Stoða, og var með rúmar fjórar milljónir í mánað- arlaun á síðasta ári, samkvæmt tekju- blaði Frjálsrar verslunar sem kom út á dögunum. Jónas Þór býr ásamt konu sinni og þremur börnum í parhúsi við Vættaborgir en það er greinilega orð- ið of h'tið fýrir þessa fimm manna fjöl- skyldu. oskar@dv.is Vættaborgir 99 /þessuparhúsibýrJónasÞórásamtkonusinni ogþremurbörnum idag. Árni Johnsen hættur sem Þjóðhátíðarkynnir og Bjarni Ólafur tekinn við Árni á bakvakt - en með Brekkusöng í 300 ár Eyjamaðurinn geðþekki Ámi Johnsen tílkynnti á síðustu Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum að hann hefði afsalað sér stöðu Þjóðhátíðarkynnis. Árni hafði gegnt stöðunni í þrjátíu ár. Aðspurður segir Árni að álagið sem fýlgir kynnisstarfinu hafi sagt til sín. „Það er svo rosalegt álag á kynnin- um og maður var líka búinn að vera að í 30 ár. Samhliða Brekkusöngnum varð þetta erfiðara, þar sem söngur- inn vegur alltaf þyngra," segir Ámi Johnsen í samtali við DV í vikunni. „Þetta eru vaktaskipti en ég verð þó viðloðandi Þjóðhátíð alveg á fullu næstu árin. Eini munurinn er að nú er maður bara á bakvaktinni," segir Árni í gamansömum tón. Aðspurður segist hann síð- ur en svo vera að fara að hætta með Brekkusönginn, sem af mörg- um hefur verið talinn fjölmennasti hópsöngur heims. „Ég verð með hann næstu 30 árin - eða 300 ef því er að skipta." Árni segir þann sem tek- ur við kyndlinum af honum vera fínan í hlutverkið. Það er Bjarni Ólafur Guðmundsson, landskunnur útvarpsmaður og kynnir. „Fyrir mér er þetta frábært. Svo mikill heiður - og manni þykir að sjálfsögðu mjög vænt um þetta," segir Bjami Olafur. „Þjóðhátíðin stendur manni svo nálægt og maður er líka búinn að tryggja sig á hana næstu árin," segir Bjarni Ól- afur sem undanfarin 20 ár hefur starfað við kynningar- störf og verið mest áberandi í fegurðarsamkeppnum. „Af öllu þykir mér þó vænst um þetta," segir hann. gudmundur@dv.is Á bakvaktinni Árni segir í samtaliaöhérséumað ræöa vaktaskipti. Samhliða Brekkusöngnum hafí kynnisstarfíö verið þungbært. Hann ætlarþó aö vera á bakvaktinni. Nýi kynnirinn Útvarpsmaö- urinn góðkunni er tekinn viö Þjóöhátlðarkynniskyndlinum, DV-mynd GuömundurÞ l)V mynd Vilhelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.