Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2006, Blaðsíða 38
54 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST2006 Veiðimál DV 'TWifa/clfrib’ Umsjón: Jón Mýrdal (myrdal@dv.is) Allar ábendingar eru vel þegnar; veiðisögur, óvænt veiði, hverjir voru hvar við veiðar... Allt sem við kemur veiðum og veiðimennsku. StrandveiðimótArkó og Sportferða Næstkomandi sunnudag verður hið árlega strandveiðimót Arkó og Sportferða á Hauganesi við Eyjafjörð. Veitt er frá ströndinni og mega menn nota þær tegundir stanga sem þeir vilja, hvortsem er flugustöng eða kaststöng og spún. Mótið hefst klukkan 12 og stendur til kl. 18. Svæðið sem um ræðir er 1 km norðan Hauganess og inn á svokallaðar Arnarnesnafir, 5-6 km. Bryggjusvæðið á Hauganesi veðrur ekki opnað fyrr en kl. 15.30. Að loknum veiðidegi er boðið til grillveislu fyrir þátttakendur, verðlaunaafhending og síðan mótsslit. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fískinn íhverri tegund og fyrir fjölda tegunda sem veiðast. Skráning hefst kl. 10.00 um morguninn á bryggjunni á Hauganesi. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir veiðiáhuga- manninn sem fékk ekki að veiða um verslunarmannahelgina. Stórglæsilegur úr Grenlæk Veiðimenn sem leggja leið sina þangað geta lent I alveg ótrúlegri veiði. imann Veiðimaður vikunnar Veiðimaður vikunnar að þessu sinni er enginn annar er tónlist- ar- og stórveiðimaðurinn Pálmi Gunnarsson. „Það er nú bara þetta hefðbundna sem ég geri. Ég byrja snemma á vorin að veiða en þá fer ég í silung bæði í Litluá og Lónsá á Langanesi. Lónsáin var sérstak- lega skemmtileg í maí í vor. Það var alveg bullandi sjóbleikjuveiði. Upp á síðkastið hef ég svo verið í Brunná í öxarfirði. Þar er ævintýra- legt að vera. Ég var svo að koma úr vikuferð þar sem ég var með fjöl- skyldu og vinum að veiða í Hofsá í Vopnafirði. Við vorum á silunga- svæðinu og það var alveg frábært. Ég veiddi aðallega á þurrflugu al- veg niður í númer 22. Ég held að ég hafi bara náð einum á annað en þurrflugu. Mér finnst þurrflugu- veiðin skemmti- legust. Það er svo mikil nákvæmni sem þarf til veiða á þurrflugu. Ég segi oft að það sé loka- takmarkið að verða góður þurrflugu- veiðimaður. Ég á svo eftir að fara í sjóbirt- ing í Vestur-Skafta- fellssýslu. Ég hugsa að ég gæti veitt á því svæði blindandi, ég þekki það svo vel. Árnar sem ég fer í eru Eldvatnsbotnar og Brúará í Fljótshverfi og svo fer ég senni- lega í Grenlæk seinna í haust." Sumir veiðimenn segja að það sé skemmtilegra að takast á við sjóbirting en lax af svip- aðri stærð. Yfirleitt er ódýrt að skjótast í sjóbirtingsveiði en verðið fer þó hækkandi. Sjóbirtingsæði á íslandi Það má segja að hálfgert æði hafi gripið um sig í sjóbirtingsveiði á ís- landi seinustu ár. Veiðimálin gerðu úttekt á helstu sjóbirtingsám lands- ins. Listinn er ekki tæmandi en gef- ur þó góða mynd af því sem í boði Tungufljót Tungufljót í Skaftártungu er í hópi eftirsóttustu sjóbirtingssvæða lands- ins. Árlega veiðast rígvænir sjóbirt- ingar í Tungufljóti, sem oft eru um eða yfir 15 pund, og líklega er það helsta ástæðan fýrir þessum miklu vinsældum árinnar. Sjóbirtingurinn gengur seint í ána og stærstu göng- urnar koma stundum ekki fyrr en undir lok veiðitímans. Eldvatnsbotnar Eldvatnsbotnar eru gott sjóbirt- ingssvæði í landi Botna í Vestur- Skaftafellssýslu, u.þ.b. 50 km austan við Vík í Mýrdal. Þetta eru fornfræg- ar sjóbirtingsslóðir, þekktar fýrir væna fiska og rómaðar fyrir náttúru- fegurð. Áin á upptök sín við svokall- að Rafstöðvarlón sem er sunnan við bæinn Botna og rennur í tveimur kvíslum úr vatninu. Veiði er í báð- um kvíslunum, einkum þó þeirri vestari. Litríkar flugur gefa vel Stundum þurfa veiðimenn að prufa margar fiugur áður en sjóbirtingurinn tekur. Litrikar flugur virka yfirleitt best. Veiða og sleppa Sumar sjóbirtingsár hafa „veiða og sieppa“ fyrirkomutagið en þó má hirða nokkra fiska I þeim flestum. Steinsmýrarvötn og Grenlækur II Steinsmýrarvötn og Grenlækur II eru skemmtileg blanda sem veiði- menn geta fengið í einum pakka. Eru þessi svæði seld saman og eru fjórar stangir í boði. Svæðið er mjög skemmtilegt en það samanstendur af tveimur vötnum og o lækjum sem renna ■ vötnunum, í þau á milli og eru þess- staðir oft mjög gjöf- ir. Grenlækur II er nokkurra kílómetra arlægð og er farið eft- ■ vegslóða að honum g er hann aðeins fær eppum eða jeppling- í Steinsmýrar- ötnum er staðbund- bleikja og urriði samt sjóbirtingi og jóbleikju. í ágúst yrjar svo sjóbirting- rinn að ganga og er ann að ganga alveg angt fram að ára- ótum og tímabilið rá ágúst og út veiði- er því yfir- Tungufljót Er eittvinsælasta sjóbirtingssvæði iandsins. Enda veiðastþar stórir birtingar á hverju ári. Ódýrara en laxveiði Þaðerstundum baristum veiðiteyfi ibestu sjóbirtingsánum enda veiðifleyfið ódýrara en i laxinn. Sumir segja að það sé mun skemmtilegra að veiða sjóbirting en iax. leitt mjög gott. í Grenlæk II er besti tíminn frá miðjum júlí og fram í miðjan sept- ember og þeir veiðimenn sem leggja leið sína þangað geta lent í alveg ótrúlegri veiði, bæði af mjög vænni sjóbleikju sem og sjóbirtingi. Leyfi fást hjá agn.is. Eldvatn Góð veiði var í Eldvatni á síð- asta ári síðsumars og um haustið og mál manna að fiskur hafi gengið óvenjusnemma. Stórir fiskar voru í bland í aflanum, eins og Eldvatn er þekkt fyrir, allt að 14 punda fiskar. Leyfi fást hjá agn.is. Vesturbakki Hólsár Þangað er hægt að bregða sér með stuttum fyrirvara og nýta margir sér einmitt það. Góð skot voru þarna í sumar og haust, bæði lax og sjóbirtingur. Þetta er ódýr og sniðugur kostur. Leyfi fást hjá agn.is. Það er svo sannarlega ekki ofsögum sagt að úrvalið af veiðiflugum sé mikið. Við fengum strákana í Veiðiportinu til að velja fyrir okkur nokkrar góðar sjóbirtingsflugur. I Refsarinn „Svarta og hvíta útgáfan af Bestu sjóbirtingsflugumar Þegar komið er inn í veiði- vörubúð og úrvalið af veiðiflug- um er skoðað er auðvelt að verða ringlaður. Úrvalið er mjög mikið og litadýrðin einnig. Við fengum Tómas og Kristján hjá Veiðiport- inu til að velja fyrir okkur nokkr- ar góðar flugur sem verða að vera með í fluguboxinu þegar veiða á sjóbirting. Black ghost „Ótrúlega góð tluga i urriða og sjóbirting. Til eru ótal afbrigði afþessari mögnuðu flugu, oftastmeð hárvæng nú til dags. Virkar enn betur með keilu og zonker (kanlnuskinn).“ , Dentist „Góð fluga I sjóbirting og urriða. Nú setja menn keilu á fluguna til fá hana til að sökkva. Þessi útgáfa hefur reynst mér mjög vel. Hot orange sést mjög vel þó að flugan sé Iftil. Best fstærðum 6-10 með legglöngum öngli. Þessa flugu er gottað notaþegar það byrjarað frysta og vatnið verður tært og kalt" pessuri uuyu vuu/ --------------- fyrir svefn. Ég tók saman þá liti sem reynst höfðu mér best í sjóbirting og útkoman varð þessi. Þó að flugan sé nýleg hefur hún heldur betur sannað sig. Frábær fluga IViðidalsá og Vatnsdalsá. Höfundur er Tómas Skúlason."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.