Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 7
DV Menning FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 49 suf" k!«* HENNIN6 (flANKEtl Svartadalían Nýjasta mynd Brians de Palma, Black Dartlia, sem var opnunar- mynd kvikmynda- hátíðarinn- arí Feneyjum fyrrimánuðinum, fær heldur slaka dóma hjá gagnrýn- anda Sunday Times á sunnudag, tvær stjörnur. Gagnrýnandinn er hálfleiður yfir þessari gerð af frægri sögu James Ellroy vegna þess að illa sé skipað i hlutverk, leikmynd ósannfærandi og plottið sé allt offlókið. Svarta dalian segir frá ungri konu sem fór til draumaborgarinnar Hollywood og lenti i hafviUum og fannst lík hennarskorið i tvennt i vegkanti. Ellroy var lengi hugfanginn af þessari sögu ennúerhún komin á tjaldið en hér á landi verður hún ekki frumsýnd fyrr en ijanúar. Nýttverkeftir TonyKushner Caroline or Change er heitið á nýju verki eftir Tony Kushner sem frumflutt verður á Lyttelt- on-sviði breska þjóðleikhússins þann 20. október. Þar tekur Kushner fyrir lífsvartrar þjónustustúlku sem vinnur hjá hvítri gyðingafjöl- skyldu i Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Tvö verka Kushners, Englar í Ameríku: Perestroika og Slavar hafa verið flutt hérá landi. Verkið er söngleikur og gerist á þeim hræringarmiklu tímum - 1963. Sýningafjöldi í London Lundúnafarar næstu vikur og fram tiljóla geta glattsig við glæsilegt framboð myndlistarsýninga þar í borg: á Konunglegu Akademíunni erstórsýning á skúlptúrum Rodins sem var opnuð síöasta laugardag og stendurtil l.janúar. Þareru 200 verk uppi og hvert öðru magnaðra. I Tate er sýning á verkum Holbeins hins hollenska og íNational Gallery er sýning á verkum Césannes. Konunglega Akademlan skartar bandarískum nútímaverkum, en sú sýning tengist sýningum IThoma Dane- salnum og i hinu virta Serpentine- galleríi. Þann 12. til 15. október verður Frieze-sölumessan i Regent's Park sem hefur á fáum árum náð mikilli hylli meðal listunnenda og í Natioanal Portrait Gallery er von á stórri sýningu á verkum Davids Hockney sem verður opnuð þann 12. októberog varir til 21.janúar á næsta ári. í júní komu út tvær ferðahandbækur á ensku um Reykjavík. Hlýtur það að teljast merkileg tilviljun og ef til vill staðfest- ing á því sem haldið hefur verið fram síðustu ár - að Reykja- vík sé „í tísku“. Óttar M. Norðfjörð las báðar bækurnar og komst að ýmsu nýju og merkilegu. mmm Hallgrímskirkja gnæfir yfir borgina viðsundin blá Reykjavík er til umfjöllunar í tveimur feröahandbókum sem komu nýverið út. I bndypfafKt Bllllll BEST OF ■IfH Reykjavík The Ultimate Pocket Guide * Þótt bækurnar tvær lýsi Reykjavík og séu hugsaðar sem kynning á borginni fyrir ferðamenn eru þær í raun gjörólíkar. Önnur er gefin út af Lonely Planet, heitir Best of Reykjavík og er skrifuð af Fran Parnell sem býr ekki í Reykjavík. Hin er gefin út af Máli og menningu, en undirritaður tengir bókina þó fyrst og fremst við Grapevine-gengið. Hún heitir Inside Reykjavík - The Grapevine Guide og nafn Barts Cameron birtist í upphafi, þótt aðrir skrifi einnig í bókina en allir búa þeir í borginni. Ólík nálgun Parnells og Camer- ons verður skýr strax á fyrstu síðum bókanna. Bókin frá Lonely Planet er hefðbundin túristabók og mað- ur kannast við uppsetninguna. Byrj- að er á stuttri kynningu á Reykjavík, helstu staðir, byggingar og söfn eru kynnt og íleira í þeim dúr. Bókin frá Grapevine sker sig strax úr og hefst á örstuttri kynningu á íslandi og við- tali við tvo meðlimi úr rokkhljóm- sveitinni Reykjavík! um borgina og viðhorf utanbæjarfólks til hennar. Nokkuð sem maður sér ekki í „hefð- bundnum" ferðahandbókum. Reykjavík og Lonely Planet Bók Parnell er virkilega góð úttekt á því helsta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Hún er ekki aðeins góð fyrir ferðamenn, heldur líka Reyk- víkinga, enda býður hún þeim upp á þann möguleika að upplifa borgina sína með nýjum hætti - sem túristar. Einn helsti kostur bókarinnar er hve kjarnyrt Parnell er, enda er bókin að- eins rúmlega 60 síður. Þrátt fyrir það er hún hlaðin hagnýtum upplýsing- um. Reykjavík og Grapevine Markhópur bókarinnar frá Grap- evine er öllu óljósari, enda er ekki um hefðbundna ferðahandbók að ræða, eins og áður segir. Hún býr ekki yfir sama magni af upplýsingum og sú frá Lonely Planet og það virðist held- ur ekki vera markmið hennar. Inside Reykjavík er mun nær því að teljast einhvers konar ferðasaga um Reykja- vík og nágrenni, enda er stíllinn oft mun persónulegri en almennt geng- ur og gerist í ferðahandbókum og gert er út á lýsingar í löngum málsgrein- um frekar en að koma miklum upp- lýsingum til skila í stuttu máli. Hvor góð á sinn hátt Bækurnar tvær eiga í raun fátt sameiginlegt nema að þær fjalla báðar um Reykjavík. Best of Reykja- vík fellur vafalaust betur í fjöldann, Til að draga fram kjarn- ann í þessum saman- burði með einhverjum hætti myndi ég segja að Best ofReykjavík væri góð fyrir hinn klassíska túrista sem vill fá sem mest í æð á sem styst- um tíma. uppsetning hennar og gagnsemi er í anda dæmigerðra ferðahandbóka. Inside Reykjavík er meiri greining á Reykvíkingum og umhverfi þeirra og því áhugaverðari fyrir fólk sem er tilbúið að gefa sér tíma til að kynn- ast og skilja stemninguna í borginni. Mig grunar þó að Best of Reykjavík eldist betur, en Inside Reykjavík ger- ir meira út á líðandi stund. Til að draga fram kjarnann í þessum samanburði með einhverj- um hætti myndi ég segja að Best of Reykjavík væri góð fyrir hinn klass- íska túrista sem vill fá sem mest í æð á sem stystum tíma, en Inside Reykjavík væri frekar fyrir túrista - og útlendinga sem búa í Reykjavík - sem vilja öðlast dýpri sýn á Reykjavík en Perlan og Ráðhúsið geta veitt. ottar@dv.is Best of Reykjavík Bókin frá Loneiy Planet hentar feröamönnum sem vilja kynnast Reykjavik. Inside Reykjavík Bókin frá Grapevine hentar ferðamönnum sem vilja kynnast Reykvikingum. Ný saga úr flokknum um Kurt Wallander er komin út Skrefi á eftir morðingja Sjöunda sagan úr ritröð Henn- ings Mankell um Kurt Wallander er komin út á vegum Máls og menn- ingar. Hún er í lengra lagi; 606 síður í kiljuhroti, samin fyrir rétt níu árum og lýsir enn frekar þróun sem átti sér stað í vitund Mankells, vaxandi áhyggjum hans af grimmd í sænsku samfélagi sem hann tjáir ekki síst í vaxandi vonleysi og uppgjöf skánska lögregluforingjans. likki þarf að spyrja að innan þeirra stílmarka sem Mankell set- ur sér verður sagan hörkuspenn- andi. Þýðandi Mankells hér á landi, Vigfús Geirdal, skilar sínu verki vel: sagan er áhrifamikil í sléttum stíln- um og hvergi rekst lesandi á hnökra. Prentvillur eru fáar, helst stafavíxl. Mankell vinnur frá gamalli for- múlu, hér tvinnast saman að því er virðist tvö óskyld mál sem vindast saman. Háskinn sem gerendur og þolendur lifa í á sér þrátt fyrir allt veika félagslega forsendu, orðspor Mankells sem samfélags rýnis er orðum aukið, hæði Fossum og Arn- aldur Indriðason birta skýrari sam- félagslegar forsendur í verkuin sín- Skrefiáeftir ★★★★ Hennlng Mankell Þýðandl: Vigfús Geirdal Mál og mennlng um. En það er eng- inn svikinn af sögum Mankells; Skrefi á eftir er þar eng in undan tekning. Hún heldur manni föstum, hrfsl- ar lesanda ótta, spennu og óhugn- aöi. Og þegar litið er til þessarar síö- ustu útgáfu vaknar spurningin hvers vegna útgáfa verka hans hér á landi er ekki örari og nær ekki til annarra sagna hans en þeirra sem segja frá Wallander og hans raunum. pbb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.