Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 10
44 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Sport DV Eþróttir í »jóxivarpi Barcelona-Valencia SÝN - sunnudagur - kl. 18.50 Barcelona tekur á móti Valencia í spænsku úrvals- deildinni og nú lengir okkur eftir að sjá okkar mann, Eið Smára Guðjohnsen, spila eitt- hvað meira en nokkrar mín- útur í lok leikja. Þetta er topp- slagur af bestu gerð en bæði lið hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína, en Sevilla er líka með fullt hús. Tvö lið sem verða að vinna Skjársport - laugardagur - kl. 11.15 Liverpool fær Tottenham í heimsókn á Anfield og bæði lið þurfa að fara vinna leiki ef þau ætla að blanda sér í bar- áttuna í efri hlutanum. Liðin sitja nú hlið við hlið í 15. og 16. sæti. Liverpool hefur tap- að tveimur leikjum í röð og Tottenham er án sigurs í síð- ustu þremur leikjum. Hvaða lið fellur í 1. deild? Sýn - laugardagur - kl. 13.45 Það verður bein útsending frá lokaumferðinni í Lands- bankadeild karla í knatt- spyrnu. Gríðarleg spenna er í deildinni um hvaða lið mun falla og einnig hvaða lið mun tryggja sér Evrópusætið. Sýn verður með beina útsendingu frá fjórum leikjum dagsins. Aðalleikurinn verður Grinda- vík-FH, en einnig verður skipt yfir á þrjá aðra leiki, Víking- ur-ÍA, Breiðablik-Keflavík og Valur-KR, ef eitthvað mark- vert gerist þar. Ryder-bikarinn í golfi RÚV - laugardagur ogsunnudagur- frá kl.10 Það verður bein útsending frá Ryder-bikam- um í golfi sem að þessu sinni fer fram á heima- velli Evrópu á K Club-vellin- um á írlandi. í þessari keppni keppa bandarískir golfar- ar við golfara frá Evrópu en keppnin fer nú fram í 36. sinn. Evrópa vann Stærsta sigurinn í 23 ár með 18,5 vinningum á móti 9,5 þegar keppnin fór síðast fram fyrir tveimur árum. Bandaríkja- meim hafa' nú tapað tvisvar í röð og í fjögur skipti af síð- ustu fimm. f vandræðum Hlynur Bæringsson fann sig ekki f Evrópukeppninni og nýtti aöeins 7 af27 skotum sin- um I leikjunum fjórum. DV-myndAnton Brink Hvern getum viö sett inn á? Þaö er ekki mikið úrval afstórum miöherjum á Islandi. Landsliösþjálfar- arnir Siguröur Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson. DV-mynd Anton Brink Karlalið íslands í körfubolta tapaði þremur af fjórum leikjum sínum i fyrri hluta B-deildar Evrópukeppn- innar og á engan raunhæfan mögu- leika lengur á að ná háleitu markiniði sínu sem var að vinna sér sæti í A- deildinni. Umræðan um A-deild er óraunhæf á meðan íslenska landslið- ið hefur ekki alvöru miðherja. Of litlir Það er sama hversu mikið er lagt á sig, ef hæöin er ekki tilstaðar lenda menn ívandræðum. Helgi Már Magnússon sýnir hér tilþrif gegn Finnum. DV-mynd Anton Brink Endalaust boltarak og algjört skipulagsleysi í sókninni, villuvand- ræði og sentimetraskortur í vörninni. Það var öllum ljóst sem á horfðu að íslenska karlalandsliðið í körfubolta er langt frá því að vera í standi til þess að berjast um sæti meðal bestu körfubolta- þjóða Evrópu. Liðið vann aðeins Lúxemborg í fyrri hluta riðils síns og endaði á að steinliggja með 21 stigi fyrir Austurríki á úti- velli. Það má vissulega minnka boltarakið og æfa betur skipulag- ið en vandamál íslenska liðsins liggur fyrst og fremst í lítilli ógnun inni í teig og erfiðleikunum við að reyna að verjast stóru leik- mönnum andstæðinganna. Það er enginn að segja að verk- efni Friðriks Stefánssonar, Fannars Ólafssonar og Hlyns Bæringssonar hafi verið auðvelt, að þurfa að glíma við mun hærri og þyngri menn. Það verða að teljast mikil vonbrigði að þessir þrír leikmenn skuli aðeins vera með samanlagtl4,5 stig að meðaltali í leik. 41% vítanýting og 10,5 villur að meðaltali eru aðrar tölur sem þrenn- ingin státar af í þessum fjórum leikj- um. Mestu vonbrigðin eru hins veg- Tölurnar hjá... ar tölur þeirra leikmanna sem þeir áttu að dekka í þessum fjórum leikj- um. Stóru leikmenn íslenska liðsins skoruðu þannig 150 stigum færra en stóru leikmenn mótherjanna, tóku 44 færri fráköst og fengu 57 færri víti, yfirburðirnir voru algjörir. Aðferð Georgíumanna Hvað er til ráða? Egill Jónasson er okkar hæsti maður en hann spilaði aðeins í samtals átta mínútur í þess- um fjórum leikjum og það er ekki eins og það sé umframflæði af stór- um körfuboltastrákum hér á landi. 1988-landsliðið (tvisvar sinnum Norðurlandameistari, vann 3 leiki í A-deild í sumar) hefur notið góðs af frábærri frammistöðu fsfirðings- ins Sigurðar Gunnars Þorsteinsson- ar en það er eitthvað í að hann nýtist landsliðinu enda að spila sitt fýrsta tímabil með Keflavík í úrvalsdeild- inni í vetur. Það er hægt að sjá hvern- ig Georgíumenn fóru að þessu. Þeir voru veikir fyrir í leikstjórnenda- stöðunni og „fengu sér“ tvo banda- ríska bakverði, það er gáfu tveimur sterkum leikstjómendum ríkisfang sem nýttist leikmönnunum vel í bar- áttu sinni fyrir betri samningum og hjálpaði landsliðinu við að þurrka út aðalveikleika sinn. Enginn annar Pétur á leiðinni Island eignast ekki mann eins og Pétur Guðmundsson nema kannski í mesta lagi einu sinni á öld og ef við leitum ekki út fyrir landsteinana verður það alltaf hlutverk manna eins og Friðriks Stefánssonar, Hlyns Bæringssonar og Fannars Ólafs- sonar að spila „uppfyrir sig", það er glíma við mótherja sem em bæði mun stærri og sterkari en þeir. Óraunhæft markmið Umræðan um A-deild er því óraunhæf meðan íslenska landsliðið hefur ekki ógnun inni í teig, hún er óraunhæf á meðan íslenska lands- liðið er uppfullt af boltaglöðum bak- vörðum sem ætla að vinna leikina upp á eigin spýtur, á meðan íslenska landsliðið treystir alltaf á að erfiðu skotin detti og á meðan mótherjamir villa stóru mennina okkar út og raða niður körfunum inn í teig. Með einn alvöru aðfenginn miðherja gætum við hins vegar verið að tala um allt aðra hluti og aðeins þá getum við farið að nefna A-deild Evrópukeppn- innar á sama tíma og íslenska körfu- boltalandsliðið. ooj@dv.is ...íslenska körfuboltalandsliðinu í 18.81 eð 1 I Brenton Birming- . ham var langstiga- 'hæstur í íslenska liðinu með 18,8 stig að meðaltali í leik en hann nýtti 51,2% skota sinna. Brenton fékk líka 21 fleiri víti (35) en næsti maður. eins 28,2%. Hlynur klikkaði á 20 af 27 skotum sínum utan af velli og 4 af 10 vítum. 28.2%! 47,1%! 8 af 17 þrfeeja stiea skoti 2Aðeins tveir leikmenn íslenska liðsins byrjuðu inni á í öllum fjómm leikjunum, Brenton Birmingham og Hlynur Bæringsson. Friðrik Stefánsson, Logi Gunnars- son og Jón Arnór Stefánsson byrjuðu inni á í þremur leikjum hver. Það gekk , ekkert J t ímJ / hjá Hlyni Bæringssyni í sóknarleiknum, hann reyndi að skora 71 stig í leikjunum fjórum en skoraði aðeins 20, eða að- Jakob . Sigurðar- I son nýtti 8 af 17 þrfggja stiga skotum sínum sem gerir 47,1% nýtingu. Jakob nýtti hins vegar aðeins 2 af 14 tveggja stiga skotum sínum. Jakob Sigurðarson gaf flestar stoðsendingar allra í ís- lenska liðinu, eða alls 12. ^ Logi Gunnarsson tók flest I skot allra leikmanna ís- KJ _L lenska liðsins eða alls 51 í leikjunum fjómm. Logi lék í samtals 98 mínútur og reyndi því yfir 20 skot á hverjar 40 mínútur sem hann spil- aði. Logi nýtti 37% skota sinna. UFriðrik Stefánsson, mið- herji íslenska landsliðs- ins, tók aðeins 11 skot á þeim 62 mínútum sem hann spilaði og var með næstum því jafnmargar stoðsendingar (9). Friðrik nýtti 55% skota sinna sem er gott en það liðu næstum því 6 mínútur á milli þess að hann reyndi skot. Friðrik tók aðeins einu færra af vítaskotum (10). /W Islenska landsliðið tap- I 1 aði öllum leikhlutun- V/ /\J um eftir hálfleiksræðu þjálfaranna. ísland tapaði 3. leik- hlutanum 10-25 fyrir Finnum, 19-20 fyrir Georgíu, 23-29 fyrir Lúxemborg og 10-11 fyrir Austurríki. 64,5 íslenska landslið- ið skoraði aðeins 64,5 stig að með- B-deild EM altali í útileikjunum tveimur og að- eins 33% (40 af 121) skotum íslenska liðsins fóru rétta leið í leikjunum í Georgíu og Austurríki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.