Framsóknarblaðið - 13.02.1947, Page 4
FRAMSÓKNA RBLAÐIÐ
4
Fundahöld og fram-hvæmdh
Samkvæmt reglugerð um
stjórn bæjarmála í Vestmanna-
eyjum ber að halda almenna
bæjarstjórnarfundi á þriggja
vikna fresti og á þeim tíma dags,
sem almenningi er hentugur til
fundarsóknar. Mikið hefur skort
á að þær bæjarstjórnir, sem hér
hafa farið með völd hafi fylgt
þessu ákvæði, enda lengi verið á-
taldar fyrir. Með tilkomu vinstri
meirihluta í janúar 1946 vonuðu
menn að tekin yrði upp betri
regla í þessu efni en verið hafði
lengi. Enda var á fyrsta fundi
hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar
samþykkt með handaupprétting-
um að halda fundi að kveldi, í
stað miðdegisfunda, sem áður
höfðu tíðkast um skeið. En fyrst
er allt frægast. Frá 2. febrúar til
áramóta 1946 voru aðeins haldn-
ir 8 — átta — almennir bæjar-
stjórnarfundir, eða helmingi
Á K A V í T I
Framhald af 2. síðu.
eftir að Áki flutti mál sitt hér,
kom útvarpið með þá frétt úr
kjördæmi Áka, Siglufirði, að þar
væri afli mjög góður en aðstaðau
til þess að gera sér eitthvað úr
aflanum væri engin, nema með
það, sem liægt væri að éta strax.
Engin frystihús, ekkert salt, eng-
in niðursuða. Úr því Áki liei'ur
fyrir tilstyrk góðra manna losn-
að við starfið í stjórnarráðinu,
er vonandi að hann fari fljótlega
til Siglufjarðar og haldi fyrirlest-
ur um það, hvað stór og góð
frystihús séu til í Vestmannaeyj-
um.
Að lokum hælir smáútvegs-
maður Áka fyrir frumvarpið uin
verðfestingu aflans, og með því
kemur hann því upp um sig að
hann er enginn útgerðarmaður
hvorki smár eða stór og ber því
, ekki skyn á, að þetta frumvarp,
sem hann talar um er humbug
eitt og hégómi. I fyrsta lagi er
það aðeins heimild, og í öðru
lagi nær það ekki til afla smá-
útvegsmanna, kolans, og í þriðja
lagi eru uppbæturnar teknar af
útvegsmönnum sjálfum ef nokkr
ar verða. Og ef frumvarp þetta á
nokkra hliðstæðu í bókmenntun-
um þá eru það „Nýju fötin keis
arans“ og er ekki hægt að segja
að það eigi illa við að þessi
flokksbróðir punti Áka með
þeim um leið og hann skilur til
fulls við stjórn útvegsmála hér á
landi.
M.s. Álsey, sem verið^hefur í
síldarflutningum, er nú að búast
til veiða með herpinót.
færri en vera átti samkvæmt
reglugjörðinni. Fundardagar
voru þessir:
1. 2. febrúar.
2. 29. marz
3. 5. apríl
4. 29. -
5. 3. júní-
6. 6. sept.
7. 4. okt.
8. 29. nóv.
Þannig hafa alls engir fundir
verið haldnir í maí, júlí, ágúst
og desember eða í fjóra mánuði.
Þegar lengst líður milli funda,
er það horki meira né minna en
94 dagar eða á 14. viku.
Von er að illa ganga að fram-
kvæma hin stóru verkefni,' sem
til þarf fjármagn og fram-
kvæmdahæfni, þegar svo smá-
vægileg atriði, sem opinn fund-
ur í bæjarstjórn er látinn niður
falla mánuðum saman.
Innanbæjar og utan
Gæftir hafa verið góðar und-
anfarna daga og afli mjög mik-
iII, allt upp í 14 tonn ó bót í
róðri.
Laugardaginn 8. þ. m. kom
Lagarfoss hingað fró Reykjavík
ó leið til Austfjarða og Kbh.
Lagðist hann inn í Friðarhöfn.
Losaði hann hér m.a. vélar í hið
nýja skip Helga Benediktssonar.
Farþegar til útlanda með Lag-
arfossi voru meðal annara, Sig-
urður Guttormsson bankaritari
og frú hans.
Ólafur Halldórsson læknir hef-
ir verið skipaður formaður skóla-
nefndar Barnaskólans, í stað Sig-
vGuttormssonar.
S.l. laugardag laust eldingu
niður í íbúðarhús ó bæ einum í
Landeyjum. Sundraðist skor-
steinn og tvö göt komu ó þak
hússins-
Á Akranesi er nú afli mjög
tregur, sækja þeir ó mið vestur
við Snæfellsnes en fó ekki meir
en 4 tonn í róðri til jafnaðar.
Aflinn er allur tekinn í frystihús.
%
Bótar þeir, sem fóru til Síld-
veiða í Kollafirði eru nú flest-
ir komnir heim aftur.
Jarðstrengur fró Rafstöð að
sjódælu ó Skansi b'ílaði ó Þriðju-
daginn. Unnið er nú að viðgerð.
HneyLslanlegar
ráðst-afanir.
Framhald af 1. síðu.
tals eru þeir bátar 25, sem bygg-
ing hófst á í vor á kostnað og
áhættu ríkisins, á sama tíma og
fyrirsjáanlegt var að mannar'li
var ekki til á þann flota, sem
til var og í smíðum. En þó fáan-
legir bátar erlendis frá á hag-
stætt verð.
Reynir nú þessi óhappa mað-
ur að koma ábyrgðinni af sér yf-
ir á forstjóra landssmiðjunnar,
sem var undirmaður hans og
varð að framkvæma hluta af
þessari „nýsköpun“ ráðherrans.
Mun það þó skammt hrökkva til
þess að sýkna hann af því fjár-
glæfrafyrirtæki sem hann stofn-
aði til án samþykkis Aþingis og í
augljósri ráðleysu, miðað við
ríkjandi ástand og útlit í útgerð-
armálum.
Væri honum sæmra að láta
verða alvöru úr því að leggja
niður störf sem atvinnumálaráð-
herra en beita undirmenn sína
bolabrögðum í skjóli þess valds,
sem hann hefir nú, aðeins að
nafni til.
Þá hefur Brynjólfur Bjarna-
son nýlega hafnað Guðm. Kr.
Guðmundssyni sem formanni I-
þróttanefndar ríkisins og skipað
í hans stað Hermann Guðmunds
son úr Hafnarfirði, sem lítið er
þekktur í sambandi við íþróttir,
nema ef telja ber sveiflur þær og
snarsnúninga sem hann hefur
tekið á hinum pólitísku línum,
en mestu mun hér urn valda að
hann dansar þessa stundina á
línu kommúnista og segir nú
það svart, sem hann áður taldi
hvítt.
Grein þessi var rituð í blað,
sem átti að koma út 10. jan.
Síðan hefur það gerst í málinu
að Finnur sá þann kost vænstan
að setja Berg aftur í embætti sitt
án frekari aðgerða. En Áki not-
aði síðustu daga ráðherradóms
síns til þess að víkja Kjartani Ól-
afssyni frá störfum sem yfirfiski-
matsmanni hér og skipa í hans
stað Sigurjón Sigurðsson fisksala.
Hefir sá maður þó aldrei starfað
sem fiskimatsmaður. Enda tal--
inn hneigðari fyrir fé, (þ. e. a.
s. gangandi fé) en lisk, þó afla-
maður hafi verið meðan hann
stundaði sjó.
Kvenká pur
teknar upp í dag
GEFJUN
Nytsamar vörur
NÝKOMNAR:
Gold Medal hveiti í 5 Ibs. pokum
Ötkers gerduft. Matbaunir laus—
ar. Kartöflumjöl. Soyjamjöl.
Smjörsalt. Smjörkex. Skipskex.
Þurmjólk, dönsk.
Kristalsópa. Eitursóti. Þvottaduft-
Ræstiduft. Blettavatn. Rakvélar.
Hórgreiður. Skeggbrustar. Tann-
burstar. Gerfitannaburstar.
Emaleraðir pottar. Fægiskóflur.
Vatnsglös. Hvít bollapör.
Matskeiðar. Teskeiðar. Gafflar
úr silfurpletti og fjölmargt fleira
t.d. lausir lyklar og stólull.
Brynjúlfur Sigfússon
Kaupfélag Verkamanna
Olíustakkar, enskir og ísl.
Ullarnærföt
Ullarsokkar
Sjóstígvél
Sjóhattar.
Kaupfélag Verkamanna
Hornafjarðarsmjör
fæst í
Kaupfélaginu
Spaðsaltað trippakjöt.
K.f. Verkamanna
Karlmannabuxur
feikna úrval.
G E F J U N
.................................................
Okkur vantar nokkrar stúlkur til fiskflökun-
ac (pökkunar). — Upplýsingar gefur Kristjan
Björnsson.
ísfélag Vestmannaeyja.