Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Dtdrittur úr núgildandi lögum um vernd barna og ungmeLina nr. 29/ 1947. 1. kafli. 1. gr. Verr.d barna og ungmenna tek ur yfir: 1. Almennt eftirlit með aðbúð og uppeldi ó heimili. 2. Eftirlit með hegðun og hátt-. semi utan heimilis. 3. Ráðstöfun í vist, í fóstur, til kjörforeldra eða á sérstakar uppeldisstofnanir. 4. Eftirlit með uppeldisstofn- unum, svo sem bamahælu'm, dag heirriílum, leikskólum, sumar- dva’arheimilum, fávitahælum fyr ir börn og ungmenni o. s. frv. EHirlit með börnum, og ung rrrj. num, líkamlega, andlega eða -.íðferðislega miður sín. Koma hér einkum til greina börn og ungmenni, blind, málhölt, fötluð, fávita og á annan hátt vangefin, svo og börn og ungmenni, sem framið hafa lögbrot eða eru á annan hátt á siðferðislegum glapstigum. 6. Vinnuvernd. 7. Eftirlit með skemmtunum. 2. gr. Starf til verndar börnum og ungmennum rækja samkvæmt lögum þessum: barnaverndar- nefndir og barnaverndarráð. 28. gr. Ef barnaverndarnefnd verður þess vís, að hegðun barns sé á- bótavant, svo sem vegna ódælsku og óknytta, slæpingsháttar, flæk- ings, betls, vanrækslu á námi, drykkjuskapar eða annarrar ó- reglu, lauslætis eða lögbrota, skal barnaverndarnefnd hefjast handa um viðeigandi aðgerðir. Skal nú ráðgast um við foreldri eða forráðamenn, áminna barnið og reyna eftir föngum að leiða það á rétta braut. Ef barn er í skóla eða við nám, skal barnaverndarnefnd ráðgast við kennara eða meistara um betrun á hegðun þess, en við dóm a a, ef um lögbrot er að tefla. Ef nauðsyn þykir bera til, skal barnaverndarnefnd taka barn brott af heimili og fá því góðan samastað á heimili til umsjár eða í vist á hæli eða uppeldisstofnun, enda sé hliðsjón af annmörkum þess sbr. 26. gr., og skulu þeim, sem við því taka, veittar leiðbein- ingar um, hvernig með það skuli fara. Sá, sem tekur við slíku barni, skal ekki láta það frá sér fara án vitundar bamaverndar- nefndar á staðnum, né þeirrar, er barninu hefur ráðstafað. Þegar annmarkabarn eða ung- menni, sbr. 31. gr., er vistað á heimili, skal þess gætt að á heim ilinu séu ekki önnur börn eða ungmenni, sem ætla má, að stafi hætta af sambúð við það. Jafnframt ákvæðum þessarar greinar skulu haldast ákvæði refsilega um ráðstöfun vegna lögbrota barna yngri en 15 ára. Nú verður barn 16 ára á heim- ili, hæli eða uppeldisstofnun, þar sem barnaverndarnefnd hefur komið því fyrir, og skal þá sú á- kvörðun barnaverndarnefndar haldast, þar til hún ákveður ann- að. Rétt er aðila, þegar hann er orðinn 16 ára, eða lögráðamanni hans að bera málið á ný undir barnaverndarnefnd og barna- verndarráð. 30. gr. Þegar barni er ráðstafað brott af heimili, sbr. 26 og 28. gr., skal leggja áherzlu á, að því séð fyrir lögskipaðri fræðslu við sitt hæfi, ef annmarkabarn á í hlut. Nú er harn fullra 15 ára, og skal í 4. tbl. Eyjablaðsins þ. á. læt- ur bóksalinn og ritstjórinn, Einar Bragi Sigurðsson, Ijós sitt skína. Þar standa m. a. þessar klausur: ,,Þ. Þ. V. ritar í sama blað (þ. e. Framsóknarblaðið) grein um hlutverk Sparisjóðsins hér og lán- veitingar hans til íbúðabygginga. Þessum ráðstöfunum lýsir skóla- stjórinn svo: „Slík ráðstöfun á fé til íbúðabygginga er miklu skyn- samlegri og hqllkvæmari þjóð- félaginu í held heldur en sú leið, sem Reykjavíkurbær hefir far- ið. . . ." (Leturbr. Eyjablaðsins). Þá segir ritstjóri Eyjablaðsins: „Hallkvæmur þýðir svo sem kunnugt er: óhagkvæmur, (letur- br. mín.) o gfer þá að verða harla lítið úr lofinu, sem skólastjórinn ætlaði að bera á sjálfan sig og Sparisjóðinn." Og enn segir rit- stjórinn: „Fróðlegt væri að vita, hvaða skilning skólastjórinn hef- ir hingað til lagt í þessi orð Ey- jólfs ins gráa, er hann mælti til Auðar Vésteinsdóttur forðum: „Máttu á það líta, hversu hall- kvæmt þér verður að liggja í eyði firði þessum og hljóta það af ó- þá barnaverndarnefnd leitast við að ráðstafa því til þess starfs eða náms, er bezt svarar til hæfis þess og því má að gagni koma. Kostnaður af þessu greiðist hlut- fallslega af ríkissjóði og sveitar- sjóðum samkv. f ræðslulögum, séu foreldrar eða framfærendur ekki aflögufærir. 31. gr. Ef um ungmenni eldra en 16 ára er haldið annmörkum þeim, er í 28. gr. getur, skal barna- verndarnefnd reyna að bæta hegðun og framferði þess með leiðbeiningum og áminningum, viðræðum við venzlafólk, hús- bændur, kennara, meistara, o. s. frv. 41. gr. Barnaverndarnefnd er skylt að hafa í umdæmi sínu eftirlit með kvikmyndasýningum, leiksýning- um og öðrum opinberum sýning- um. Er þeim, sem veita slíkum sýningum forstöðu, skylt að veita barnaverndarnefnd kost á því, að kynna sér efni sýningar á undan almenningi. Ef barnaverndar- nefnd telur sýninguna skaðsam- lega eða óholla sálarlífi barna, getur hún bannað, að börn inn- an ákveðins aldurs fái aðgang að henni. Skulu þá forstöðumenn sýningar geta þess á sinn kostn- að í auglýsingum um hana. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. höppum Gísla og sjá aldrei frænd ur og nauðleytarmenn." (Letur- br. mín). Þau 22 ár, sem ég hefi starfað hér í Eyjum, hefur oft verið gjörð tilraun til að svívirða mig og mitt starf, en svo langt hefir aldrei verið gengið fyrr, að ég muni til, að skjalfastar heimildir hafi ver- ið falsaðar til þess að ná mark- inu, eins og Einar Bragi gerir. í Gísla sögu Súrssonar stendur (í 31. kafla): „Mátfu ok á þat líta", segir hann, (þ. e. Eyjólfur grái), hversu ÓHALLKVÆMT þér verður að liggja í eyðifirði þessum. . . ." o. s. frv. Hér snýr því Einar Bragi sann- leikanum alveg við og falsar heimildir, enda hefur orðið hall- kvæmur aldrei Jpýtt hið sama og óhagkvæmur eins og Einar Bragi fullyrðir. Það er uppspuni, sem vitnar um fávizku og fáheyrða fyrirlitningu á sannleikanum. Þó er fáfræði ritstjórans um merk- ingu orðsins ekki ámælisverð út af fyrir sig heldur hitt, að hann fullyrðir staðleysu og reynir að FRAMSÖKNARBLAÐIÐ Útgefandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Benediktsson Auglýsingastjóri ÁSMUNDUR GUÐJÓNSSON J dubba sig upp með fölsun og ó- sannindum. í skýringum Guðna Jónssonar magisters við Forn-íslenzka lestr- arbók stendur skráð: íiallkvæm- ligr — haldkvæmur, hentugur. Þessa merkingu hafði orðið í fornu máli. I bók Magnúsar Helgasonar skólastjóra um uppeldismál (bls. 281) er rætt um „hallkvæmustu handtökin", þ. e. beztu, hentug- ustu handtökin. í orðabók Sigfúsar Blöndals stendur: hallkvæmur — pass- ende, praktisk, nyttig, (þ. e. gagnlegur). Ég veit, að flestir skilja þessi dönskuorð, og fæstir munu skilja þau eins og þessi fræðimaður Eyjablaðsins, (óhacjkvæmur!). Samkvæmt þessari dönskukunn- áttu ritstjórans mætti ætla, að bókin „Ditta mannsbarn" vært nákvæmlega og vel þýdd úr frum málinu (dörvskunni) og merking- um orða hvergi snúið við! Mér hefir hér reynzt auðvelt að sanna heimildafalsanir þessa vesalings manns og fávizku um íslenzkt mál. Það tekur þvi fyrir slíka menn að hreykja sér! Og einhversstaðar kynnu að finnast tölur í skýrslum menntaskólans á Akureyri, er einnig benda til þess, að ritstjóra þessum sé ann- að sæmra en að státa og þykjast af kunnátttu sinni og fræði- mennsku. Það er svo sem engin furða, þó að hann leyfi sér að kalla Guð laug Gíslason ritfífl! Þá hefir þessi fræðimaður Eyjablaðsins hártogað í blaði sínu notkun mína á sagnorðinu að fórna. Ég ætla ekki að eltast við slíka innkvittni. Hún lofar meistarann. Aðeins vil ég benda á, að á 4. bls. í bókinni Gullöld íslendinga eftir hinn viður- kennda fræð'imann og sagnfrseð- ing Jón Aðils (útgáfa 1948) stendur þessi málsgrein: ,,. . þ°® sýndu þeir (forfeðurnir) með þv« að leg^ja í sölurnar fyrir það (frelsið) allt, sem hjartanu er tal- ið helgást og dýrmætast: óðul, frændur og fósturjörð, eftir a® Framhrild af 2. síðu. Falsaðar heimildir og íávizka

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.