Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 4 Úr bænum Innanhússmót. Innanhússmót í. B. V. fer fram þ. 3. apríl n.k. eins og óður hef- ur verið sagt. Keppt verður í' langstökki ón atr., hástökki án atr., þrístökki án atr. og hástökki með atrennu. Þátttakendur gefi sig fram við Símon Waagfjörð formann frjálsíþróttaráðs eða E. Mikson, þjálfara í. B. V. Þátt- tökutilkynning verður að berast fyrir 1. apríl n.k. Vorfuglarnir. Fyrstu farfuglarnir, forboðar vorsins, eru komnir. Tjaldurinn mun hafa sésf hér 16—17. s.l. Lóan sást hér á s.l. sunnudags- morgni. Koma þessara fugla er í fyrra lagi. Gömlu mennirnir mundu hafa talið það boða kalt vor. En þrátt fyrir það er koma þeirra fyrirboði þess að sumarið er í nánd. Skipafréttir. „Ófeigur" seldi nýlega báta- fisk héðan í Fleetwood fyrir £ 16500.0.0. „Helgi Helgason" seldi ísvar- inn bátafisk héðan í Fleetwood s.l. Föstudag fyrir £ 9415.0.0. „Arnarnes hefir losað hér salt til Vinnslustöðvarinnar undan- farna daga. „Rifsnes" fór héðan áleiðis til Bretlands s.l. sunnudagsnótt með bátafisk. „Helgi" fermir hér nú báta- fisk fyrir brezkan markað. „Helgi Helgason" er væntan- legur hingað í dag með kolafarm frá Bretlandi. „Herðubreið" kom hingað með vörur ! gær. Tannlækningastofa. Tannlækningastofa hefir verið opnuð í húsi Helga Benediktsson- ar við Strandveg. Mjólkurskorturinn í bænum hefir nú lagast við það að mjólkurbúð Helga Bene- diktssonar hefir nýlega tekist að afla sér nokkurs magns af mjólk- urbrúsum til að flytja mjólk í frá Reykjavík, en á mjólkurbrúsum til þeirra hluta hefir undanfarið verið tilfinnanlegur skortur. Að gefnu tilefni. Yfirskattanefnd Vestmanna- eyja skipa Sigfús Scheving (vara- m. hans Halldór Guðjónsson skólastj.) og Sveinn Guðmunds- son, (varam. hans Gunnar Hlíðar dýralæknir). Formaður nefndar- innar er Bæjarfógetinn, sem er sjálfkjöri nn. (Skv. frétt frá bæjarfógeta) Falsaðar heimildir og fávizka Framhald i 4. síðu. þeir voru búnir oð fórna blóði sínu ó vígvellinum." Hræddur er ég um, að hinn ráðvandi íslenzkufræðingur Eyjg- blaðsins hefði þurft að háríoga notkunina á sögninni að fórna hér, ef hún hefði verið þannig sett fram í mínu máli. Þá hefir ritstjórinn reynt að gera sér mat úr brenglaðri setn- ingu, sem slæddist inn í grein hjá mér fyrir alllöngu1 síðan. Miklir blessaðir vesalingar geta sumir menn orðið í illkvittni sinni og fræðahroka. Lítið ó verður stundum lítils- virði í augum slíkra manna sem ritstjóra Eyjblaðsins, ef þeir telja sér eða málstað sínum hag í að sleppa því. Þeir eiginleikar geta verið hallkvæmir í viðskiptalíf- inu. Þá getur t. d. ólæsileg bók orðið læsileg, óhreinn (klám- kámugur) rithöfundur orðið hreinn, ófrjór höfundur frjór o.-s. f rv. Jú, — það getur stundum ver- ið arðvænlegt að sleppa ó-inu. Og í stjórnmálum verður ó- frelsi að frelsi, og þannig mætti halda áfram. Ég sé, að broddar kommúnista flokksins hér skipa ritnefnd Eyja- blaðsins, og ritstjórinn er þjónn þeirra. Ég leyfi mér að óska þroddunum til hamingju með sannleiksást þjónsins og rit- mennsku. Enginn skyldi efa það, að hún eykur fylgið og verður hugsjónunum til framdráttar. Þess sjást líka nokkur merki. Ekki er það ógæfusamlegt, allt saman! Þ. Þ. V. Sjúkrabifreið Rauðakrossdeild Vestmanna- eyjahef'ir um nokkurt árabil safn- að fé til kaupa á sjúkrabíl til starfrækslu1 hér í Eyjum. Á síðasta aðalfundi deildarinn ar nú fyrir skömmu var ákveðið að endurnýja umsóknir deildar- innar um innflutnings og gjald- eyrisleyfi. Bæjarbúar brugðust á sínum tíma vel við þegar til þeirra var leitað með fjáröflun í þessu skyni fyrir tveimur árum, en vegna aukinnar dýrtíðar verð- ur vart komist hjá því að leita til þeirra aftur, ef sjúkrabíllinn tæst eins og vonir standa til. Fram hjá því verður hinsveg- ar ekki gengið, að það torveldar öflun sjúkrabíls til Eyja, að á und anförnum árum hafa verið leyfð- ir hingað fólksflutningabílar bæði til þess að aka yfirsetukon- um og læknum, en bílar þessir hafa ekki staðnæmst í plássinu, og úti á landi hafa sést bílar merktir V sem sögur ganga um að inn hafi verið fluttir í sam- bandi við heilbrigðismál Eyjanna. Óneitanlega væri ánægjulegt, ef þeir, sem á undanförnum ár- um hafa bætt hag sinn með inn- flutningi bíla til þarfa heilþrigðis mála Eyjanna, án þess að úr slíkri notkun hafi orðið, létu Rauðakrossdeildinni í té verulega fjármuni til kaupa sjúkrabíls, og væri ekki óeðlilegt að stjórn rauðakrossdeildarinnar hér bæri slík tilmæli fram við viðkomandi menn, áður en leitað verður til al mennings á ný. H. B. Fiskveiðarnar. Framhald af í. síðu. heppilegasta form fyrir útgerð þessari. Flotvarpan danska vekur mikla athygli og er talin stærsta fisk- veiðauppgötvunin síðustu 200 árin. Flotvarpan kostar 3500 dansk- ar krónur, en uppfyndingamaður inn Robert Larsen telur hana jafn fengsæla og herpinót sem kostar 65000 krónur. Erlendar fiskiveiðaþjóðir eru nú sem óðast að kynna sér upp- götvun þessa og tryggja sér af- notarétt af uppfyndingunni. Islenzkir útgerðarmenn eru á meðal þeirra, sem spurst hafa fyrir ym vörpuna. H. B. /,Milli fjalls og fjöru" Islenzka talmyndin „Milli fjalls og fjöru", eftir Loft Ijós- myndara var sýnd hér í Sam- komu'húsinu um s.l. helgi við mikla aðsókn. Myndin er fyrsta talmynd á ís- lenzku sem gerð hefir verið. Efn- ið er sögulegar heimildir. Þrátt fyrir ýmsa ágalla á myndinni, er þessi fyrsta tilraun lofsverð og þakkarvert brautryðjendastarf. Sá óvenjulegi háttur var á hafður við sölu aðgöngumiða, að sætin voru ótölusett, og er það síst til ánægjuauka fyrir gestina. Troðningur var mjög mikill við dyrnar, sem von var, þar sem fólkið tróðst út og inn hvað á móti öðru. Einn lögregluþjónn var þarna, og var hann með dyra- verði að taka á móti aðgöngumið um ! innri forstofu, og mun mörg um hafa þótt eðlilegra, að hann hefði verið fyrir framan yið yti i dyr, og haldið þar uppi einhveiju skipulagi, þv! að ekki ætti það að vera „Bióinu" um megn að ann- ast sjálft dyravörslu. Svona fyrirkomulag er til van- virðu, og má ekki koma fyrir aftur. Og það er hægt að fyrir- byggja það me5|því einu að selja aðeins tölusetta aðgöngumðia. Samvinnuskólmft 30 óra Hinn 1 1. marz s. I., var 30 ára starfsafmælis Samvinnuskólans minnst með veglegu hófi að Hótel Borg í Reykjavík. Eldri og yngri nemendur skól- ans fluttu þarna ræður og kveðj- ur og skólastjórinn Jóns Jónsson og kona hans frú Guðrún Stefáns dóttir voru óspart hyllt í hófi þessu. Nemendur Samvinnuskólans tilkynntu þarna sjóðsstofnun til styrktar efnilegum Samvinnu- skólanemendum., Sjóður þessi heitir Menningarsjóður Jónasar Jónssonar. I undirbúningi er útgáfa vand- aðs afmælisrits Samvinnuskól- ans. H. B. ....— Furðulegir verzlunarhættir. Ríkisvaldið rekur margháttaða verzlun og hefir einkasölu ! surn- um greinum, svo sém tóbaks- einkasölu og áfengisverzlun- Höfuðstöðvar þessara einkasalo er í Reykjavík. Af þessu virðasf sumar þeirra draga þá furðulega ályktun, að þeim beri að selja varning sinn öðru verði til Reyb' víkinga en annarra lcndsmanna- Tóbakseinkasalan t. d. selur to- baksvörur öðru verði til Reykvík' inga en annarra landsmanna- Sígarettupakkinn kostar þar ^ —15 aurum minna en hér. Þett° ríkisfyrirtæki lætur okkur bor9a kostnaðinn við flutning vörunnar hingað í stað þess að jafna verð- inu og selja þegnunum vörur sin- ar sama verði á öllu landinU- Þessir verzlunarhættir eru ósvífn' ir og óþolandi. Ríkiseinkasala 0 að gera öllum þegnum þjóðfe lagsins jafnhátt undir höfði. Þétf heimkynni ríkisfyrirtækis sé 1 Reykjavík réttlætir það er\Q°n veginn það sjónarmið, að a®r,r landsmenn verði að greiða ser stakan skatt til þess að fá ein^a söluvöruna flutta til annarra verzlunarstaða. Þetta ástand ^ ir viðgengist í möi landsmenn ekki að ur. Fáist einkasölu til þess að gera öllum þegnun11 þjóðfélagsins jafn hátt und^ höfði, verður Alþingi oð fV1"^1" skipa þeim það. Það er skyl þingmanna utan af landi, að S) til þess að þetta óþolandi misrét verði tafarlaust leiðrétt. Dagur* g ár og asttU þola þoð leag ■ ríkisins ek 1

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.