Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 1
RAMtOKNARBlAOID tJtRefanli: FraaióluuurflehaíBrfan í V 12. órgangur. Vestmannaeyjum 30. marz 1949 7. tölublað Bæjarútgerdin Þannig er biiið að útgerðinni Sú uppástu'nga mín í síðustu grein minni um bæjarútgerðina, að skipt verði um útgerðarstjórn fyrirtæ'.isins, samtímis og fram- kvæmdarstjórinn lætur af störf- um á almennan hljómgrunn meðal bæjarbúa, því að-þótt eng inn vilji gera lítið úr þætti út- gerðarstjóran$ og bæjarstjórans í ófarnaðinum, þá verður ekki fram hjá þeirri staðreynd gengið að þyngsta sökin er hjá útgerðar- stjórninni og þá fyrst og fremst ,,útgerðarsérfræðingum" sjálf- stæðisflokksins. Til hinna verða ekki með sanngirni miklar kröf- ur gerðar. Samtímis því, að reikningsó- reiða fyrirtækisins verður að ger- ast upp (er ekki líka tímabært að fá botn í fiskflutningaútgerðina frá 1946?) þarf að ganga til botns í allri óreiðunni og fá sund- urliðaða alla eyðslu og láta gera samanburð á eyðslu og afkomu sambærilegra skipa. Sjálfsagt er að sundurliða rækilega allan kostnað við útgerð skipanna bæði innlendan og erlendan, og fá jafnhliða frá Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, saman- burð á hliðstæðum kostnaði ann- arra sambærilegra skipa. Það á að gefa glögga skilagrein fyrir hverju fæðiskostnaður um borð í skipunum hefir numið, hve rnikið af matvælunum hpfir verið keypt hérlendisog hvé mikið erlendis, hve miklu veiðarfærakostnaður hvers skips hefir numið, hve mik ið hefir verið greitt fyrir veiðar færi og veiðarfæraviðgerðir hér heima og hve mikið í útlöndum, á sama hátt á að sundurliða við- gerðir og viðhald skipanna, hve miklu hefur verið varið í vaktstöð ur hér og c narsstaðar, hve mik- ið hefir ver:ð greitt fyrir ís, vatn, uppskipun ú lýsi og yfirleitt allur kostnaður - 'ór og smár, og full- kominn sa,..anburður gerður um alla eyðslu og tilkostnað og hjá hliðstæðum fyrir-tækjum, sem rekin eru með fullkominni ráð- deild. Þegar þetta allt liggur fyr- ir er fyrst hægt að'gera sér grein fyrir hvernig fyrirtæki þetta hef- ir verið rel ð, en fyr ekki. Líka þarf að ge i svona samanburð á milli skipar ia innbyrðis. Að þessum upplýsingum öllum fengnum e:' fyrst hægt að byrja á björguna tarfinu, og kemur þá til greina, cins og áður hefur ver- ið vikið að, hvort ekki er tíma- bært að skipta urn rekstursform. H. B. Vinnslu- og sölumiðstöð fisk- framleiðenda, sem hefir með höndum sölu og vinnslu megin- þorra þeirra fiskafurða, sem á land koma í Eyjum, var neitað um innflutning á tómum tunnum frá Hollandi, en tunnur þessar kosta hingað komnar um 30 krónur stykkið, en hliðstæðar tunnur fluttar frá norðurlandi kosta hingað komnar fullar 50 krónur. Þessi neitun bakar út- gerðarmönnum hér margra tuga þúsunda aukinn tilkostnað við hrognaverkunina. En það merki- lega skeður, að samtímis þessu koma hingað Reykvíkingar og vilja kaupa hér fiskflök fyrir hol- lenzkan markað í tunnur, sem þeir fá innfluttar frá Hollandi. Eitt af því, sem bakar útgerð- armönnum bæði óþægindi og stórfelt vaxtatap er sá seinagang I ur, sem um langt árabil hefur ver ið á því að fá greiddan saltfisk og freðsfisk sem flutt er út á vegum Sölusambandsins og Sölumið- stöðvarinnar. Þess eru jafnvel dæmi, að ekki er farið að greiða ennþá freðfisk fluttan út á árinu 1947. Jafnhliða því, að útgerða-- menn þurfa að greiða skipshöfn- um sínum og starfsliði, kaup og aflahluti og annan tilkostnað jöfnum höndum, og ekki fæst nema takmarkaður hluti afurða- verðsins lánaður hjá bönkum þar til afskipun fer fram, er ekki hægt fyrir félagssamtök þe'rra að bíða mánuðum og jafnvel ár- um saman eftir greiðslu, eftir að afskipun og sala hefir farið fram. Með tilliti til þessa, hefir stjórn Vinnslustöðvarinnar spurst fyrir um það hvenær fiskur sá, saltfiskur, sem nú er í pökkun verði greiddur, og jafnframt látið þess getið, að hún sjái sér ekki fært að afskipa fiskinum nema greiðsla fáist strax við afskipun. Þarna er tvímælalaust stigið spor í rétta átt, og þarf að koma lagi á greiðslu annarra útflutn- ingsvara á sama hátt. H. B. Fiskveiðarnar VesfmannaeyjaKöfn séð úr Heimakletti. Meðan íslenzki togaraflotinn liggur allur í höfn bundinn hafa frændþjóðir íslendinga og aðrar uppi stórfelldar ráðagerðir og framkvæmdir um aukningu og útfærslu á fiskiveiðum sínum. I Álasundi hefir verið stofnað samvinnufélag, sem efnir til mikils fiskiveiðaleiðangurs í maí n.k. Ráðgert er að 70—80 bátar taki þátt í veiðunum. Samtímis verður stofnsett við- gerðarverkstæði í landi og stór birgðaskip höfð i förum milli Álasunds og færeyingahafnar í Grænlandi. í fyrra sumar höfðu Norð- menn fiskirannsóknaskip við Grænland undir forystu Finn De- volds fiskifræðings, o gtelur hann eftir athuganir sínar mikla fisk- veiðamöguleika við Grænland. Fyrstu bátarnir leggja af stað í leiðangur þennan í maí og er fyr- irhugað að minni bátarnir stundi veiðarnar þar til í ágúst en hinir stærri þar til í október. Norðmenn hafa i hyggju að senda árlega f iskveiðaf lota til Grænlands. Að þessu sinni verð- ur helmingur flotans frá norður Noregi en hinn hlutinn frá sunn- anverðu landinu'. Eftir rækilega athugun komust Norðmenn að þeirri niðurstöðu að samvinnuskipulagið væri Framhald á 4. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.