Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 Helgin ÖV PV Helgin FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 47 egar fréttakonur með fjögur falleg börn. Hver um sig með sínar minningar frá jólum æskunnar. Ein þeirra varð jólabarn þegar hún kynntist dætrum mannsins síns og eigns avík á rómantískri gönguferð í gamla Vesturbænum, sú þriðja syngur út í eitt um Adam og synina sjö og þegar jólin ganga í garð hlustar sú fjórða á spiladósina sem langafi he: Svanhildur Hólm Valsdóttir, Þóra Arnórsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir segja okkur ljúfar sögur af jólahaldi. Svanhildur Hólm: „/ seinni tíð eru fyrstu jól okkar Loga saman ofarlega í minni. Það snjóaði á aðfanga- dagskvöld og róin yfir gamla Vesturbænum þarsem við bjuggum Waryndisleg" Brynhildur Ólafs: „Fjölmiðlar fara ekkertí fríþóþaðséujólogþess vegna hefég iðulega unniðjóladagana. Þaðer baraeinsog hvertannað hundsbit, aðallega fútt vegna þess hversu Irtiðer alla jafna í fréttum" 1 Þóra Arnórsdóttir: „Ég get ekki sagt að ég hafi verið mikið jóla- barn, en það er að breyt- ast núna eftir að öll þessi börn komu til sögunnar." Jóhanna vigdís: „Núna mun ég vinna á annaníjólumogþaðer bara velsloppið. Um áramótín erum við jafn fastheldin þvíþá höfum við aUtafveríð hjá for- eldrum mínum sem búa rétthjáokkurf Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir: Var óendan- lega hrædd viðjóla- sveininn Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður erfjögurra barna móðir sem segist vera mikið jólabarn. Hún er skipulögð og virðist fara létt með að samrœma öll störf sín; móður- hlutverkið,fréttamannsstarfið ogrit- störf, en nýverið kom út matreiðslu- bók sem hún skrifaði sem heitir því skemmtilega nafniímatinn er þetta helst. „Ég er óskaplega mikið jólabarn og kemst fljótt í jólaskap," segir Jó- hanna Vigdís, sem segir tónlist og bókaauglýsingar koma sér á bragðið um að jólin séu að nálgast. „Oftar en ekki er það í nóvem- ber... Mér finnast aðventan og jólin dásamlegur tími í alla staði." Mað- ur Jóhönnu Vigdísar er Guðmundur Magnússon og börnin eru Guðrún Edda, 23 ára, Hjalti Geir, 8 ára, Er- lendur 5 ára og Sigríður Theódóra, 22 mánaða. Spurð hvort hjónanna hafi meira að segja varðandi jólasiði svarar hún: „Við hjónin höfum í raun búið til okkar eigin jólahefðir þótt þær eigi margar uppruna sinn frá æsku- heimilum okkar beggja. Við erum bæði alin upp við að fara í kirkju á jólum, ég fór í Fríkirkjuna í Reykjavík og Guðmundur í Fríkirkjuna í Hafn- arfirði þaðan sem hann er. Þangað förum við enn enda séra Einar Eyj- ólfsson prestur þar góður vinur oli- ar. Ef ég hef ekki komist með í kirkju þá skiptir mig miklu máli að hlusta á jólaguðsþjónustuna í Útvarpinu, þá byrja jólin." Á heimili Jóhönnu Vigdísar skipt- ist jjölskyldan á að lesa á kortin á jólapökkunum, þóttsú elsta Guðrún Edda, taki það oftast að sér. „Spennan er mikil og núna eru það ungu drengirnir sem eru spenntastir," segir hún brosandi. „Erlendur gemr til dæmis ekki beð- ið eftir að jólin komi." Á æskuheimili hennar voru rjúp- urá boðstólum á aðfangadagskvöld, en eftir að Jóhanna Vigdís stojhaði eigið heimili hefur hún alltafkalkún með öllu tilheyrandi. „Ég sé alfarið um eldamennsk- una á aðfangadag og nýt mín í eld- húsinu allan liðlangan daginn," seg- ir hún og þau orð eru ekki dregin í efa; matreiðslubókin hennar ber þess merki að hún er kærleiksríkur kokkur. „Ég hef heimatilbúinn ís í eft- irrétt, með möndlu, en á æsku- heimili mínu er ris a la mande með möndlu. Við gerum yfirleitt hié á milli kalkúns og íssins til að opna nokkra pakka en við opnum pakk- ana alltaf öll saman við matarborð- ið, einn pakka í einu. Litlu börnin tínast í háttinn eftir aldri - svo yfir- leitt eru nokkrir pakkar eftir óopn- aðir á jóladag. En það er líka voða notalegt,“bætir hún við. Þegar Jóhanna Vigdís er spurð hver sé besta jólagjöf sem hún hef- ur fengið segir hún erfitt að segja til um það. „Ég hef fengið svo óskaplega mik- ið af fallegum jólagjöfum að það er erfitt að gera upp á milli. Hins veg- ar finnst mér dýrmætastar gjafirnar sem börnin hafa útbúið sjálf." Jólasveinninn hefur verið dug- legur að heimsœkja heimili Jóhönnu Vigdísar á nóttunni en hún hefur ekki hitt hann - og kannski sem bet- urfer. „Þegar ég var lítil var ég óendan- lega hrædd við jólasveininn. Sumir heima hjá mér núna standa í sömu sporum... En jólasveinninn kemur og setur í skóinn hjá börnunum sem eru jú prúð og góð og fara snemma að sofa." Fjögurra barna móðir - þar sem þrjú eru á ekta jólaaldri, hlýtur að syngja hástöfum með jólalögunum? „Já, við syngjum mikið núna," svarar hún glaðlega. „Þar er sama fastheldnin, ég syng þessi gömlu, góðu, bæði í nýjum og eldri útsetn- ingum og þá bæði íslensk og erlend lög. Sigríður Theódóra heldur mest upp á í skóginum stóð kofi einn, Adam átti syni sjö og Jólasveinar ganga um gólf, þannig að það má segja að þau lög séu núna sungin út í eitt!" Starf fréttakonu býður ekki upp á að hún geti gengið að því vísu að eiga frí yfir jólahátíðina, enda seg- istjóhanna Vigdís nokkrum sinnum hafa unnið um jól og áramót. „Það er ákveðin stemning í því, andrúmsloftið er rólegra og allir eru í hátíðarskapi. Núna mun ég vinna á annan í jólum og það er bara vel sloppið. Um áramótin erum við jafn fastheldin því þá höfum við allt- af verið hjá foreldrum mínum sem búa rétt hjá okkur." Og skilaboð Jóhönnu Vigdísar til lesenda erufalleg. „Desembermánuður og fram yfir þrettándann er einfaldlega tími tíl að njóta, tími til að vera saman og tími til að vera. Vera góð hvert við annað og njóta þess að vera sam- an. Svanhildur Hólm Valsdóttir: Uppskrifit aðjólum Svanhildur Hólm Valsdóttir og eiginmaður hennar, Logi Bergmann Eiðsson eiga „fullt afbömum á ýms- um aldri" eins og hún orðar þar, en yngst er dóttirin Brynhildur Hólm, fimm mánaða. Líkt ogjóhanna Vig- dís er Svanhildur mikið jólabarn og hefur alltafverið. „Það er ákveðin lykt og stemn- ing sem kemur mér í jólaskap og svo spillir ekki fyrir að hafa hvítan jólasnjó. Mér finnast rauð jól frek- ar minniháttar - og svo skil ég ekki af hverju þau heita rauð jól. Það er mjög misjafnt hvenær jólatílfinn- ingin hellist yfir mig og ég komst til dæmis í ágætis jólaskap í júlí í sum- ar. Við vorum fyrir norðan að bíða eftir að Brynhildur kæmi í heiminn og fórum í Jólahúsið í Eyjafirði, þar sem má finna ilm af jólum allt árið." Svanhildur á margar góðar minningar frá bemskujólum sínum ogjólunum þegar Valur sonur henn- ar var lítill, en hún nefnir líka fyrstu jólin sem hún hélt íReykjavík. „í seinni tíð eru fyrstu jól okkar Loga saman ofarlega í minni. Það snjóaði á aðfangadagskvöld og róin yfir gamla Vesturbænum þar sem við bjuggum var yndisieg. Við gengum í Landakotskirkju til miðnæmrmessu sem var einstaklega hátíðleg og svo heim aftur, meðan risastór snjókorn féllu í logni. Þetta voru líka fýrstu jól- in sem ég hélt í Reykjavík, því fram að því hafði ég alltaf haldið jól fyrir norðan." Svanhildur segist vera geysilega fastheldin á siði og venjur ogað alltof langt mályrði að telja upp þær hefðir sem hún heldur í. „Ég bara geri nánast allt eins og mamma - hún sendi mér meira að segja skjal sem heitír Uppskrift að jólum þegar ég fór að halda jól sjálf. Skjalið lýsir því nákvæmlega hvern- ig maður býr til jólamatínn, hvað fer í hann og hvenær maður gerir hvað. Eftir þessu fer ég á hverjum jólum. Nokkrir ómissandi hlutir þar fyrir utan eru tvíreykt hangilæri frá syst- ur minni og mági í Mývatnssveit, sem berst í byrjun desember og færir jólalykt í húsið og svo jólasíld frá Ernu vinkonu minni sem ég hef fengið nánast á hverjum jólum síðan í menntaskóla." Hvernig voru dœmigerð jól hjá þér þegar þú varst barn? „Venjulega fékk ég það verkefni á Þorláksmessu að taka til í herberg- inu mínu og þrífa baðskápinn. Á meðan hlustaði ég á jólakveðjurnar í útvarpinu, eins og ég hef alltaf síðan gert á Þorláksmessu. Svo fór mað- ur að sofa, eða þóttist gera það, því ekki mátti maður missa af jólasvein- inum. Þegar ég vaknaði á aðfanga- dag, beið glaðningur í skónum útí í glugga, húsið fullskreytt og jólatréð í stofunni. Þetta fannst mér frábært og hef reynt að halda þessu eftir að ég fór að halda jól sjálf. Svo beið maður þangað til bama- efiiið byrjaði í Sjónvarpinu eftir há- degi, enda var þetta um það bil eina skiptið á árinu, fyrir utan gamlárs- dag, sem Sjónvarpið sýndi eitthvað annað en Smndina okkar og Tomma og Jenna, sem voru einu sinni í viku. Klukkan fjögur lauk barna- efninu og þá upphófst ægileg bið, sem við systir mín styttum með því að sækja pakkana niður í geymslu og raða undir jólatréð, fara í bað og punta okkur. Þegar kirkjuklukkurnar hringdu jólin inn klukkan sex, ósk- uðum við hvert öðru gleðilegra jóla og settumst að borðum. Eftir mat las mamma upphátt úr jólakortunum og síðan voru það pakkarnir. Svo las ég jólabækur fram á nótt, borðaði konfekt og laufabrauð. Á jóladag fór ég alltaf í kirkju með mömmu, en hef lítíð gert af því eft- ir að ég varð fullorðin. Hins vegar er jólamessan á Rás 1 klukkan sex á að- fangadag alveg ómissandi." Svanhildur segir þau Loga hafa verið vön svipuðum siðum varðandi jólahald og ekki greint á um nokk- urn skapaðan hlut. Á borðum verð- ur hamborgarhryggur og í eftirrétt ris a la mande með heitri jarðarberja- sósu. „Eins og nafnið bendir til er mandla í honum!" segir Svanhild- ur stríðnisleg á svipinn og er fljót til svars þegar hún er spurð hver sjái um verkin í eldhúsinu. „Ég elda, en Electrolux-uppþvottavélin þvær upp! Við Logi hjálpumst svo að við að ganga frá." Hún segir venjuna þá að annar hvor herramannanna á heimilinu, Valur sonur hennar eða Logi, lesi á merkimiða jólagjafanna og þeir keppi líka um þann titil að vera sá óþolinmóðasti eftir að opna pakk- ana. Hvað varðar þá jólagjöf sem henni þyki vænst um að hafafengið svarar hún: „Ég get engan veginn gert upp á milli gjafa, en óneitanlega þykir mér vænt um hluti sem bömin mín hafa gefið mér." Svanhildur er mjög einlæg í þessu viðtali og næstu spurningu svar- ar hún heiðarlega. Hún er sú hvort henni hafi einhvem tima þótt að- venta ogjól erfiður tími. „Án aðventunnar og jólanna væri skammdegið nánast óbærilegt. Að gera vel við sig í mat og drykk, lýsa upp með jólaljósum og gleðja aðra er mjög skemmtilegt. Ég hef alveg upplifað erfið jól, en það er algjör undantekning, sem betur fer og fellur gjörsamlega í skuggann af öllum góðu jólunum." Margir telja nauðsynlegt að hafa jólalögin í botni og taka undir með- an þrifið er fyrir jólin. Ert þú ein þeirra? „Ég er lítíð í þrifunum á mínu heimili, en ég syng alveg jólalög, að- allega fýrir Brynhildi þessa dagana. Uppáhaldsjólaplatan mín er þýsk, með stúlku sem heitir Anita og kom út einhvem tímann um 1970. Eine Muh eine Mah klikkar aldrei." Svanhildur hefur ekki verið við störf á aðfangadagskvöld, en meðan hún var í morgunútvarpinu á Rás 2 var hún í útsendingu að morgni að- fangadags. „Það fannst mér mjög gaman. Reyndar fannst mér mjög gaman að vinna í útvarpinu í kringum jól, mik- il stemning. Það var líka ómissandi að fýlgjast með Gerði G. Bjarklind skreyta Útvarpshúsið. Ég sakna þess eftir að ég hætti hjá RÚV..." Þóra Arnórsdóttir: Bömin breyttu mérí jólabam Þóra Arnórsdóttir eignaðistfrum- burð sinn Halldór Narfa í lok síðasta árs en maður hennar, Svavar Hall- dórsson fréttamaður á Stöð 2, átti fyrir þrjár dœtur, sem hún segir hafa gert sig að jólabarni ásamt syninum. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið mikið jólabam, en það er að breyt- ast núna eftir að öll þessi börn komu tíl sögunnar," segir hún. „Stelpurn- ar hans Svavars, Rebekka, Guðbjörg og Erna eru sjö, átta og níu ára og þær eru mikið hjá okkur. Jólaundir- búningurinn með þeim kemur mér í jólaskap. Jólin eru fyrir börn á þess- um aldri og mér finnst svo gaman að kaupa jólatré með þeim, skreyta og r Framhaldá A 1* næstusíðu PJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.