Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Blaðsíða 21
DV Helgin FÖSTUDAGUR 22. DESÉMBER 2006 > m^Va r>f 21 „Það er ekkert sem útskýrir þetta en ég veit að hann Guðmundur hefur ekki verið að beita nokkurn mann ofbeldi í alvöru hvar?" spyr þá Guðmundur aftur og setur fleiri á diskinn sinn. „Það er blaðamaður við hliðina á þér en íyrst þú spyrð þá svara ég hrein- skilnislega, ég áttaði mig svo seint á því að okkar voru búnar að ég fékk lánaðar úr Byrginu," segir Helga og brosir kankvíslega. Ást við fyrstu sýn Þau Helga og Guðmundur kynnt- ust árið 1984. Hún var þá 16 ára en hann 26 ára og átti fyrir þrjú börn. Þótt aldursmunurinn hafi verið mik- ill lýsir Helga kynnum sínum við hann sem ást við fyrstu sín. „Ég veit að þetta hljómar hallærislega en þannig var það, það var bara eitt- hvað sem gekk svo fullkomlega upp á milli okkar tveggja," segir Helga dreymin á svip. „Vitanlega höfum við átt okkar hæðir og lægðir eins og annað fólk en allt hefur gengið afar vel eftir að hann Guðmundur hætti að drekka," segir Helga og lítur ástúðlega til manns síns. Helga er lagleg kona, hún átti 38 ára afmæli daginn áður en þátturinn umdeildi fór í loftið. Þrátt fyrir að hún hafi borið sig vel í byrjun sam- tals er augljóst að umræðan hefur tekið á hana. „Maður má samt ekki vera að velta sér upp úr þessu, það er víst nóg annað að gera svona rétt fyrir jól," segir hún en bætir við að henni hafl fundist erfitt að fangarnir sem hafa fengið að afplána í Byrginu hafi verið færðir annað eftir þáttinn. „Það versta í þessu er samt sem áður að kona sem hefur búið í Byrg- inu í tvö ár átti að fá dóttur sína 20. desember. Hún hafði ekki haft hana í tvö ár og þetta átti að verða mikill gleðidagur. Stelpan hefur komið í heimsókn til okkar og liðið afskap- lega vel auk þess sem hún og Re- bekka okkar eru miklar vinkonur. Það var búið að skrá hana í skólann sem Rebekka er í og þetta leit allt svo vel út. Eftir þáttirm var samt hætt við allt," segir Helga og útskýrir ásamt Guðmundi að þær mæðgur búi nú hjá ættingjum óvissar um hvaða skóla barnið eigi að fara í, sem og allt annað sem tengist framtíðinni. Netið er Dýrið Húsbændur, börn, hjú og gest- ir koma sér fyrir á skrifstofu Guð- mundar eftir matirm. Skrifstofan er eini staðurinn í húsinu þar sem öllu ægir saman og útskýrir Guðmund- ur að söfnunarárátta sín hafl orðið þess valdandi að Helga hafi þurft að koma honum og dýrgripunum fyrir þarna inni. Hún hafi þó bætt honum það upp með því að koma fyrir litlu húsi við hlið íbúðarhússins þang- að sem hann geti farið og hugsað og farið í sánu. Einn af fáum hefðbundnum hlut- um inni á skrifstofunni er tölvan, á hana lítur Guðmundur og segir: „Netið er það sem Guð kallar Dýrið í Biblíunni. Með því er hægt að vekja upp svo mikla sundrungu eins og nú er verið að reyna gera við fjölskyldu mína og Byrgið." Þegar blaðamaður spyr hvort hann viti ástæðuna segist hann ekki getað ímyndað sér hana. Hann viti þó vel að í meðferðarstarfi komi allt- af upp viss afbrýðisemi milli skjól- stæðinga sem telja að betur sé gert við aðra en sig. Helga nefnir þá að það sé þekkt að fólk sem hefur verið í erfiðleikum verði ástfangið af þeim sem reynir að koma þeim til aðstoð- ar og nefnir það „læknasyndróm." „Það er ekkert sem útskýrir þetta en ég veit að hann Guðmundur hef- ur ekki verið að beita nokkurn mann ofbeldi," segir Helga ákveðin. Linda sem fékk bót sinna meina í Byrginu segir þá í gamni að hún sé hálf afbrýðisöm yfir því að á þeim árum sem hún hafi þekkt Guðmund hafi hann aldrei nokkurn tímann sýnt henni nokkurn áhuga. Ásta dóttir Guðmundar hefur þó svör við því: „Þú ert bara ekki nógu sexí," segir hún og uppsker hlátur heimil- isfólks fyrir vikið. Blaðamaður furðar sig á því hve auðvelt heimilisfólki reynist að ræða um þessi mál og spyr hvernig á því • standi. „Við mæðgurnar ákváðum strax að við skyldum ekki fara í fel- ur eða skammast okkar fyrir nokk- urn skapaðan hlut, því það er ekk- ert sem gefur okkur ástæðu til þess," segir Helga og Ásta bætir við að þeg- ar faðir hennar hafi spurt hana um líðan sína eftir að tilkynnt var um efni Kompásþáttarins hafi hún sagt. „Pabbi, heldur þú að ég skammist mín fyrir eitthvað?" Þykir„gripurinn" í myndskila- boðunum væskilslegur „Vinir okkar komu strax til okkar eftir að fréttin á Stöð 2 var sýnd og saman ákváðum við að hunsa þenn- an þátt. Það var ótrúlegt að sama kvöld og þátturinn var sýndur fór- um við öll brosandi í háttinn. Við segjum líka að við eigum bestu vini í heimi," segir Helga. „Það besta í þessu máli er að það fari fram rannsókn. Ég hef beðið um það í tengslum við þessa umfjöllun en eins og Ólafur Helgi sýslumað- ur á Selfossi hefur greint frá þá þyk- ir ekki ástæða til að rannsaka neitt í tengslum við mig enda liggur ekki fyrir kæra eða nokkur skapaður hlutur annað en það sem fram kem- ur í Kompásþættinum," segir Guð- mundur en hann heldur því fram að myndskilaboðin, sem hann á að hafa sent skjólstæðingi sínum og meintum kynlífsfélaga, séu fölsuð. Upptakan á andliti hans hafi verið gerð einhvern tímann þegar hann kom of seint á fund og fólk beið fyr- ir utan, það sem hann hafi sagt hafi verið eitthvað á þá leið: „Hættiði nú þessari vitleysu." „Svo þótti mér þetta ógurlega væskilslegur gripur eitthvað sem sýndur var á þessu myndskeiði, ég veit að ég á ekkert í honum," segir Guðmundur og viðstaddir hlæja. „Hvað ertu með í laun?" spyr blaðamaður, en í skýrslu um fjár- mál Byrgisins er fjallað um að fjármál Byrgisins og einkaneyslu Guðmundar renni of mikið sam- an. Guðmundur segir að hann eigi von á að í næsta skattayfirliti verði laun hans á mánuði á bilinu 240-270 þúsund krónur á mánuði. Hann svarar svo ásökunum um að í Byrginu sé verið að afeitra fólk án tilskilinna leyfa á þá leið að það sé byggt á misskilningi þar sem af- eitrun hafi farið fram undir eftirliti læknis á meðan Byrgið hafði aðset- ur í Rockville. Afeitrun hafi aldrei átt sér stað í Byrginu eftir að það flutti. „Við mæðgurnar ákváðum strax að við skyldum ekki fara í felur eða skammast okkar fyrir nokk- urn skapaðan hlut, því það er ekkert sem gefur okkur ástæðu til þess" „Kannski að maður ætti að verða sér úti um handjárn" „Hefur þú stundað BDSM?" spyr blaðamaður. „Nei, en ég hef styrkt SÍBS," svarar Guðmundur og enn er hlegið í kring. „Hvers vegna kannaðist þú við listana sem þáttastjórnandi Komp- áss sýndi þér? Hefði ekki verið eðli- legt að þú spyrðir hvaða lista hann væri að tala um heldur en að segja að þeim hefði verið pfantað inn í tölvuna hjá þér," spyr blaðamað- ur þá. „Ég hef oft séð þessa lista, þá bjó ég ekki til heldur koma þeir frá BDSM-samtökunum. Þá hef ég einfaldlega séð í tengslum við allt það ólíka fólk sem hingað hefur leitað," segir Guðmundur en upp- runa listans hefur Geir Guðmunds- son, stofnfélagi BDSM-samtakanna staðfest. r Framhaldá l IX næstu síðu UJ Gólflampar á tilboði ■v Burstað gyllt Rafkaup Ármúla 24 • S: 585 2800 Opið: 22 des. 09:00 - 22:00 23 des. 09:00 - 23:00 24 des. 09:00- 12:00 Burstað stál IttsalMP Antík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.