Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Blaðsíða 34
54 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 Helgin PV Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir átti ekki von á þeim viðbrögðum sem vettvangsgrein hennar um lífið á Grund fékk. Hún viður- kennir að það megi deila um aðferðina sem hún notaði til að afla sér upplýsinga og einn- ig að ef hún hefði vitað í hvað stefndi hefði hún ekki lagt út í þessa athugun. Hún ítrek- ar samt að hún sjái ekki eftir neinu - og enn á seinni grein hennar eftir að birtast. „Ég vildi óska þess að athygl- in hefði ekki snúist svona mikið um þessa ókunnu stelpu sem smyglaði sér inn á Grund í leyfisleysi, segir Ingibjörg blaðamaður Isafoldar. „Ég átti von á því að aðbúnaður á Grund væri meginatriðið," segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður á tímaritinu ísafold. Ingibjörg vakti mikla athygli vegna fyrri hluta vettvangsgreinar sinnar um aðstæður á elliheimilinu Grund. Háværar umræður sköpuð- ust í samfélaginu og fór stjórn elli- heimilisins fram á að lögregla kann- aði hvort blaðamaður og ritstjóri ísafoldar hefðu brotið lög með um- fjölluninni. Auk þess krafðist stjórn- in þess að seinni partur greinar- innar yrði ekki birtur. Þeirri kröfu svaraði ritstjórinn á þá leið að rit- ' stjórn Grundar væri aíþökkuð, grein- in væri væntanleg í næsta tímariti. En hver er hún þessi stelpa sem réð sig í eitt lægst launaða starf á íslandi og olli öllu þessu fjaðrafoki? Þessari spurningu vildi DV fá svar við, þrátt fýrir að óskir Ingibjargar hefðu verið annars eðlis. Skrykkjótt skólaganga og mismundandi störf „Fyrstu minningar mínar eru frá því ég var fimm ára, þá bjó ég í Kópa- vogi en meirihluta æsku minnar bjó ég í Breiðholti hjá pabba og stjúp- móður minni, sem kom inn í líf mitt þegar ég var átta ára," segir Ingibjörg, kallar á þjón og biður hann um að færa sér kaffi. Hún hefur búið á fjölda staða, verið í fleiri framhaldsskólum en hún segist hafa tölu á og gegnt fjölda mismunandi starfa. „Þótt ég hafi verið í öllum þessum skólum þá á ég nú enn eftir nokkr- ar einingar í stúdentinn. Ég tók allt- af einhverjar í kvöldskólanum en eft- ir að ég eignaðist strákinn minn fyrir tveimur árum hef ég ekki gefið mér tima til þess. Það hlakkar samt eng- inn meira til þess að fá hvítu húfuna og ég," segir Ingibjörg og hlær eftir að hafa farið yfir skrykkjótta skóla- göngu sína. Ingibjörg hefur búið víða og var lengi vel nokkuð rótlaus. „Ég fór frek- ar ung að heiman og skipti nokkrum sinnum um framhaldsskóla, eftir því hvort ég bjó fyrir austan eða í bæn- um. Ég tók mér einnig margvísleg störf fyrir hendur á þessum tíma og er líklega enn svolítið í leit að sjálfri mér og framtíðinni," segir Ingibjörg og hlær. „Ég vann svo lengi fyrir ÍTR en blaðamennskan datt eiginlega óvart inn á borð til mín." Framburður óvirkra fíkla varasamur Fyrstu spor Ingibjargar í blaða- mennsku voru stigin þegar hún var í barneignarleyfi. „Mér leiddist ekki beint, ég naut þess vissulega að vera með syni mínum og hugsa um heim- ilið en mig langaði samt í eitthvað meira," segir Ingibjörg. Tilviljun varð í raun til þess að hún setti sig í sam- band við Reyni Traustason, sem þá var ritstjóri Mannlífs, og var ráðin á blaðið. „Ég hef alltaf haft áhuga á fólki, ætli það sé ekki minn helsti styrkur í blaðamennsku," bætir Ingibjörg við. Sem dæmi um áhuga Ingibjargar á fólki má nefiia að í fimm ár starfaði hún hjá fþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, þar sem hún gegndi meðal annars stöðu framkvæmda- stjóra Jafningjafræðslunnar en í því starfi var hún leiðandi í áherslu- breytingum samtakanna. „Það er mikil ábyrgð sem er fahn í því að fræða börn og unglinga um skað- semi vímuefna. Áður en ég hóf störf hafði fræðslan að miklu leyti verið í höndum óvirkra fflda," segir hún og ítrekar að þessi mál séu ákaflega vandmeðfarin. Framburður óvirkra fíkla geti vissulega verið áhrifaríkur en einnig varasamur. „Við vildum hafa jákvæðari út- gangspunkt í forvarnarstarfinu og því lögðum við áherslu á að reyna að gera krökkum grein fyrir mikilvægi þess að hafa sterka sjálfsmynd. Slæm sjálfsmynd er rótin að margvíslegum þáttum svo sem vanlíðan, áfengis- og vímuefnaneyslu, óábyrgri kyn- lífshegðun og fleiru í þeim dúr. Eins getur góð sjálfsmynd hjálpað ein- staklingum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og ná frarn markmiðum sínum. Fólk með sterka sjálfsmynd er einfaldlega ólíklegra til þess að lenda í skakkaföllum en aðrir." Tilfinningaþrungin viðtöl skipta máli Ingibjörg hefur aðallega tekið til- finningarík viðtöl við fólk úr hinum ýmsu þrepum samfélagsins. Það sem hún segir sér vera minnisstæð- ast er viðtal sem hún tók við ungan mann sem hafði orðið ungri móð- ur að bana eftir hafa ekið bfl undir áhrifum áfengis. „Við vinnslu þess- arar greinar áttaði ég mig á því að í þessum málum eru engir gerendur, aðeins fórnarlömb," segir lngibjörg og sýpur rólega á kaffinu. Hún seg- ist hafa haft samband við þrjá menn sem hefðu orðið manneskju að bana með ógætilegum akstri. Það sem þeir áttu sameiginlegt var að enginn þeirra hafði náð að fóta sig í lífinu eftir þessa atburði. Aðeins einn var tilbúinn að tjá sig. „Það hefur komið fyrir að ég velti fyrir mér hvaða gildi tilfinningarík viðtöl hafa fyrir fólk en í mínum huga var engin spuming um að þetta væri til góðs," segir Ingibjörg alvörugefin á svip en viðtalið varð til þess að við- mælandi hennar áttaði sig á áhrifum slyssins á eigið líf og leitaði sér hjálp- ar í kjölfarið. Við snúum okkur aftur að svoköll- uðu Grundarmáli. „Þegar við fórum af stað með ísafold vildum við vinna efni meira en gert er á flestum íjöl- miðlum. í stað þess að láta einhvern tala og greina svo frá því, vildum við ganga skrefinu lengra. I mörg ár hef- ur verið rætt um aðbúnað gamals fólks í íjölmiðlum og oft hafa stjórn- endur setið fyrir svörum. Ég vildi at- huga hvernig þetta væri í raun og veru," segir Ingibjörg og segir full- yrðingar um að hún hafi farið inn á Grund með neikvæðar fyrirfram- gefnar hugmyndir alrangar. „Það var aldrei gerð nein krafa um skúbb heldur einungis að ég myndi halda dagbók um starfsem- ina og lýsa því sem þar færi fram. Það var það sem ég gerði." Myndi ekki óska ömmu þessa Ingibjörg hefur áður starfað með fólki í alls kyns aðstæðum, sem hefur jafhvel verið að glíma við erfiðleika eins og áfengis- og/eða vímuefna- vanda, afleiðingar kynferðisofbeldis eða átraskanir svo dæmi séu tekin og hefur hún alltaf haft gaman af starfi sínu. Þó að þessi störf séu kannski ólík því starfi sem hún gegndi á Grund byggja þau öll á samskipt- um við fólk. Þótti henni sérstaklega ánægjulegt og gefandi að starfa við liðveislu fýrir einstakling með fötlun sem var að mörgu leyti ósjálfbjarga og mynduðust góð tengsl milli henn- ar og manneskjunnar sem hún að- stoðaði. Því hafi hún haldið að starf- ið inni á Grund yrði skemmtilegt, en henni hafi því komið mjög á óvart hve skamman tíma starfsfólkið hafði í raun til að sinna gamla fólkinu og hve starfið var erfitt þótt launin væru lág. Stelpan á Grund Hefur komid vidar við en á elliheimilum Reykjavíkur. DV-Mynd Rósa Leynigesturinn á Grund „Það hefur komið fyrir að ég velti fyrir mér hvaða gildi tilfinningarík viðtöl hafa fyrir fólk en í mínum huga var engin spurning um að þetta væri til góðs." Aðstæður kannaðar Landlæknisembættið hefur sent frá sér greinargerð um aðstæður á Grund, en aðstæður voru kannaðar þar eftir að greinin birtist. Skortur á hreinlæti var eitt þeirra atriða sem Ingibjörg gagnrýndi en í yfirlýsingu embættisins segir að sá þáttur hafi verið sérstaklega athugaður án þess að eitthvað athugavert kæmi í ljós við fyrirvaralausa skoðun. Því svarar Ingibjörg þannig til. „Ummæli landlæknis koma mjög á óvart og mér finnst varla hægt að kalla eina skyndiheimsókn, sam- tal við einn aðstandanda og nokkra vistmenn rannsókn. Fjöldi aðstand- enda hefur haft samband við ísafold eftir að þessi grein kom út og ljóst er að þeir eru ekki allir á sama máli og þessi eini sem landlæknir talaði við. Landlæknir reynir að hrekja mín orð með því að fara í heimsókn á Grund tveimur mánuðum síðar, hvemig getur hann vitað hvað ég sá og heyrði á þeim tíma sem ég var þar? Ég var þama umrædda daga og í greininni lýsi ég því sem ég sé og heyri á þess- um tíma. Enginn sem ekki var þama á þeim tíma veit hvað ég sá og upplifði. Og ef þessi umfjöllun um óhrein- an rúmfatnað hefur orðið til þess að forstöðumaður Grundar sjái í dag til þess að rúmfatnaður heimilisfólks sé hreinn þá er það mjög jákvætt." Embættið gerði einnig athuga- semdir við að í grein Isafoldar hefði verið fjallað um konu sem hafi bein- brotnað og verið látin liggja í meira en sólarhring áður en henni hafi verið komið til meðferðar á sjúkra- hús. Embættið telur að rétt sé að einn vistmanna hafi mjaðmarbrotn- að á svipuðu tímabili og Ingibjörg starfaði á deildinni á Grund en telur staðfest að það hafi ekki átt sér stað á meðan hún var við störf heldur áður. Það að konan hafi þurft að bíða eftir að vera sinnt segir embættið að hafi ekki haft nein áhrif á „horfur sjúk- lingsins," eins og það er orðað. Ingi- björg telur þetta mat gagnrýnivert. „Ég undrast réttiætingu hans á því að beinbrotna konan hafi ekki komist samstundis undir læknis- hendur og að hann bendi þess í stað á batahorfur. Ég hefði haldið að h'ðan einstaklingsins skipti máli og að það væri ákveðið öryggisatriði að sjúk- lingar kæmust undir læknishendur þegar þeir slasast. Eins og kemur fram í greininni byggi ég umfjöllun mína um við- brögð Grundar við beinbroti hennar á samtölum mínum við starfsmenn og vitna í þá. Meira veit ég ekki um þetta mál, þótt ég velti því reynd- ar fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fólk geri ekki athugasemdir við þann tíma sem þessi kona þurfti að liggja á gólfinu inni í herbergi sínu og svo eftir læknishjálp. Auðvitað gerir maður mistök en ég veit að ég væri miður mín ef ég hefði tekið þátt í því að færa beinbrotinn einstakling upp í rúm án þess að veita honum taf- arlausa læknisaðstoð," segir hún og hristir höfuðið yfir ummælum Land- læknis. Starfsfólkið stóð sig vel Það sem einna helst hefur verið gagnrýnt við umijöllun Ingibjargar er sú staðreynd að hún réð sig í starfið án þess að greina ffá áætlunum sínum. „Ef ég hefði vitað hver viðbrögð- in yrðu við þessu hefði ég líklega ekki gert þetta. En ég er ánægð með að ég vissi ekki hver þau yrðu því ég sé ekki eftir þessu. Það sem mér finnst samt verst er að ég vonaðist til þess að greinin myndi skapa málefna- lega umræðu og að ábyrgðinni yrði ýtt til þeirra sem eiga hana, að rætt yrði um að auka fé til þessa mála- flokks. Þannig var raunin þegar þetta var gert í Danmörku og þar var tekið á því sem þurfti að bæta, hér er aft- ur á móti bara spurt hver þessi stelpa sé eiginlega," segir Ingibjörg og bæt- ir við að hún hafi orðið vör við að margir mótuðu sér skoðanir á mál- inu án þess að lesa greinina. „Ef ég gæti breytt einhverju í fyrri greininni þá myndi ég taka oftar fram að starfsfólkið var að gera sitt besta. En eftir stendur að ég myndi ekki óska ömmu minni þeirra aðstæðna sem ég varð vitni að. Ég tel eðlilegt að fólk viti í hvað skattarnir okkar fara og að við fáum tækifæri til þess að velta því fýrir okkur hvort eitthvað megi fara betur eða hvort við séum ánægð með þetta eins og þetta er." karen@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.