Alþýðublaðið - 10.11.1919, Qupperneq 3
3
Símskeyti.
Kaupmannahöfn 7. nóv.
Frá Bolsivíkum.
Frá London er símaö að Bolsi-
víkar sæki fram, og ab Juden-
itsch og Denikin hafi trénast upp
við það að reyna að taka Petro-
grad og Moskva.
Friður við Bolsivíka?
Malone er kominn aftur til Lun-
dúna og hefir lagt friðarskilmála
Sovjet-Rússlands (Bolsivíka) fyrir
brezka þingið. Samkvæmt þeim
eiga allar stjórnir, sem nú eru í
Rússlandi að starfa (hver 1 þeim
landshluta, sem nií hefir?). Öll
fjárhagsleg einangrun á að vera
úr sögunni.
Frá Eistum.
Frá Pevae er símað að Eistar
hafi hafið árás á herlínu Bolsivíka
við Pshoff, til þess að létta undir
með Judenitsch.
- Haase dáinn!
Frá Berlín er símað að foringi
óháðra jafnaðarmanna Hugo Haase
sé dáinn [vafalaust af afleiðingum
morðtilraunarinnar við hann].
Markið íellur enn!
Þýskt mark er nú fallið niður í
13 kr. 75 aura 100 mörk, voru
89 kr. fyrir stríðið.
Khöfn 8. növ.
Fastar loftpóstferðir.
Frá London er símað að fastar
loftpóstferðir hefjast á mánudag
milli Parísar og Lundúna.
Friðurinn við Austurríki.
Frá París er símað að Austur-
ríkismenn hafi skilað friðarskil-
málaskjölunum, og breytt stjórnar-
skrá sinni samkvæmt óskum
Handamanna.
Khöfn 9. nóv. 1919.
Allslierjarverkfall!
Frá London er símað að 1500-
000 0.1/2 milj.) manns taki þátt
í verkfallinu í Bandaríkjunum.
A LÝ<j ÐUBLAÐIÐ
íhaldið hervæðist.
Símskeyti frá Archangelsk herm-
ir að Japanar hafi gert leynisamn-
ing gegn Bolsivikum. Stórar jap-
anskar hersveitir komnar til Si-
beriu.
Frá Helsingfors er símað að
komist" hafi upp um njósnarakerfi
keisarasinna til höfuðs Bolsivikum.
Balkanskaginn.
Frá Sofia er símað, að 200
Radoslavoff-áhangendur hafi verib
teknir fastir, sakaðir um landráð.
Úti um Judenitseh.
Frá Reval er símað, að Jude-
nitsch hafi hörfað frá . . . gdov.
(Úr skeytinu hefir tapast fyrri
hluti borgarnafns þess, sem Jude-
nitsch hefir hörfað frá).
Porjirio Diaz og íh
Shorsteinsson.
Pegar Porfirio Diaz komst til
valda í Mezikó réði hann til sín
helzta ræningjaforingjann í land-
inu, til þess að útrýma öðrum
ræningjum úr ríki sínu.
Skyldi eitthvað líkt með tilliti
til útrýmingar Bolsivíka hafa vak-
að fyrir hr. Th. Thorsteinsson,
þegar hann réði Einar Arnórsson
sem pólitiskan ritstjóra Morgun-
blaðsins?
Var það þess
vegna?
Einar Arnórsson undirtylla Vilh.
Finsens segir í Morgunblaðinu að
Bolsivíkastefnan muni eiga erfitt
uppdráttar meðal bændanna. Skyldi
það hafa verið þess vegna að Ein-
ar áleit vonlaust að bjóða sig aft-
ur fram í bændakjördæminu Ár-
nessýsla?
Samvmnukastalinn.
Viðtal við Jón Árnason,
skrifstofustjóra.
Hin mikla bygging samvinnu-
félaganna á Arnarhólstúni er nú
komin undir þak.
Alþbl. hefir átt tal við hr. Jón
Árnason, skrifstofustj. Sambands
samvinnufélaganna, og fengið hjá
honum uppiýsingar þær, er hér
fara á eftir:
Húsið er ab stærð 32 álnir á
annan veginn, en 18 álnir á hinn.
Það er þrílyft, með kjallara og
rislofti.
Það á að nota það á þennan
hátt: Kjallarann til vörugeymslu,
1. og 2. hæð fyrir vörugeymslu
og skrifstofur, og á þriðju hæð
verður skólinn haldinn fyrst um
sinn?
Verður nokkur íbuð í húsinu?
Það er óráðið; líklega verður
ein íbúð á þriðju hæð fyrir skóla-
stjóra.
Hvenær verður húsið fullgert
og hvað kostað það?
Það verður líklegast ekki full-
gert fyr en í vor, og hvað það
kostar, er ekki gott að segja, því
við höfum bætt einni hæð við
það, sem upprunalega var áætlað,
en líklegast kostar það um 200
þús. kr. P.
frá Svlnm.
Sænski mórinn. Svíar hafa lát-
ið rannsaka nákvæmlega hve mik-
ið mætti vinna af mó í landinu,
og hefir þá komið í ljós að aliur
mór sem hægt er aö vinna í Sví-
þjóð svarar aðeins til 100 ára
kolaeyðslu (eins og hún er nú).
Þótti þetta lítið, því áður hafði
lauslega verið áætlað að sænsku
mómýrarnar hefðu að geyma elds-
neyti sem svaraði til 1000 ára
kolanotkunar.