Alþýðublaðið - 10.11.1919, Blaðsíða 4
4
i
Enskar verigsnÉdir.
Nú í sumar setti enska parla-
mentið lög þess efnis, að skipa
skyldi veiðlagsnefndir víðsvegar
um landið, sem skyldu hafa eftir-
lit með og ákveða verðhæð á vör-
um kaupmanna. Ýmsir héldu, að
þetta myndi reynast „humbug“ í
framkvæmdinni, en reyndin hefir
orðið önnur.
Strax þegar lögin voru sett og
áður en nefndirnar tóku til starfa,
lækkuðu kaupmenn í óða önn verð
á vörum sínum, og það eitt sýndi
hve ósanngjörn ólagningin haíði
verið, þeir voru sem sé hræddir
um sig.
Ensk blöð segja, að ástæðan til
verðlækkunar þeirrar senr varð
þegar menn vissu að verðlags-
nefndirnar tækju til starfa, geti
alls ekki hafa stafað af lækkun
vörunnar í sjálfu sér, heldur hafl
flestir hugsað sem svo, að bezt
mundi að hafa tiltölulega hreint
fyrir sínum dyrum þegar álagn-
ingin yiði rannsökuð.
Og þó lög þessi hefðu ekki á-
unnið neitt annað en það að
hræða kaupmenn til að lækka
vörurnar, þá næmi lækkunin svo
miklu, að það væri stórkostlegur
léttir fyrir neytendur.
ÖUum sem þekkja viðskiftalíf
vort er kunnugt um að kaupmenn
og þá sérstaklega heildsalar, leggja
óhæfllega mikið á vörurnar, veld-
ur álagning þeirra miklu fremur
hækkun vörunnar heldur en verka-
kaupið, sem Yísir og Morgunblað-
ið eru altaf að stagast á, en ekki
hafa enn þá komið með nein
sönnunargögn fyrir. Nei, sannleik-
urinn á ekki upp á pallborðið hjá
blöðunum þeim.
Að vísu mun vera einhver
reglugerð til frá Stjórnarráðinu, er
ákveður álagningu, en ekki mun
henni vera framfylgt frekar en
sumum öðrum lagaboðum hér á
landi.
Ekki ætti að vera erfiðara fyrir
oss en Englendinga að hafa hönd
í bagga með álagningu kaup-
manna, ef bara þing og stjórn
kærði sig vitund um það.
X
og vandamönnum Jakobs, og mun
tilgangur fundarins hafa verið að-
allega að leitast fyrir um hver
hefði mest fylgi af þessum þrem
frambjóðendum auðvaldsins, sem
standa á móti Alþýðuflokknum.
Mæltu allir ræðumenn Jakobi í
vil, þar á meðal Bjarni frá Vogi,
sem talaði þrisvar (gamla mál-
æðið!).
Bankastarfsemi hrakað.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
jlárnbrautargSng
undir Ermarsund.
Um það heflr verið mikið rætt
og ritað á síðustu tímum að
tengja Frakkland og Bretland nán-
ar saman með því að grafa járn-
brautargöng undir sundið þar á
milli. Sérstaklega munu augu Eng-
lendinga þó hafa opnast fyrir þessu
nú í styrjöldinni þar sem flutning-
ur hermanna og hergagna til Frakk-
lands olli þeim svo miklum erfið-
leikum.
Nú hefir Bretastjórn ákveðið að
hefjast handa í þessu máli og má
vænta að göngin verði fullgerð
eftir 5—6 ár, enda þótt þetta séu
lengstu neðanjarðargöng sem enn
fara sögur af. Þegar göngin verða
fullger, búast menn við að hægt
verði að ferðast „landveg" frá
London til Parísar á 6 tímum.
Sérfræðingar telja að tiltölulega
auðvelt verði að grafa gönginn
og að þau muni áreiðanlega
borga sig.
Kostnaðurinn er áætlaður 400
milj. króna, en það er ekki meira
en herkostnaður Frakka og Breta
samanlagður í aðeins 2 daga.
Brezk blöð búast við að járn-
brautargöngin muni hafa stórkost-
lega verzlunar- og hernaðarlega
þýðingu fyrir Breta. X
„Eg skal á þing“.
Á fundi Jakobs Möller á föstu-
daginn voru liðlega hundrað manns.
Hafði þangað verið boðið vinum
Á þingmálafundi, sem haldinn
var á Seltjarnarnesi í fyrra dag,
sagði Björn Kristjánsson, að allri
bankastarfsemi hefði hrakaÖ, síðan
hann fór frá Landsbankanum.
Vextir hefðu hækkað, veðdeildar-
bréf Landsbankans lækkað í verði
og íslandsbanki stórgrætt — alt
síðan liann fór frá — og, auðvit-
að, af því hann fór frá!
Viðstaddur.
Laugaveg 43 B.
Jóla- og nýjárslíort stórt og
fjölbreytt úrval. Einnig afmælis-
og fleiri tækifæriskort. Heilla-
óskabréf.
Von á nýjum tegundum innan
skamms.
Friðfinnur Guðjónsson,
Oliuofnar eru „lakkeraðir"
og gerðir sem nýir. Gert við lampa
og lampagrindur á Laugaveg 27.
Ágæt gstrónuolía, á 5 kr.
pelinn, fæst í Alþýðubrauðgerðinni.
Talvélar.
Pathéfónar, grammófónar, plötur (stórt úrval
fyrir nál og gimstein) nálar og sérstakir grammó-
fónhlutar.
Hlj óðfærahús Reykjavíkur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson.
Prentsmiðjan Gutenberg.