Elektron - 01.05.1918, Síða 11

Elektron - 01.05.1918, Síða 11
ÉLEKÍRON 39 helsta í nefndarálitinuí fyrir þá, sem vilja kynna sér mál þetta betur, er ráðlegt að lesa sjálft nefndarálitið, sem.er til í bókasafni F. í. S. Þegar Wheatstone's-tækin voru sett upp hér í Reykjavík og á Seyðisfirði árið 1915, gat eg eigi orðið sammála nokkrum starfsbræðrum mínum um ágæti þessa kerfis í samanburði við önnur kerfi og að betra myndi vera að nota »duplex« með prentandi móttökulækjuin. Þegar ég svo sá í nefndaráliti þessu, að einmitt því sama er haldið þar fram, sem ég bar hérna á árunum, gat ég ekki stilt mig um annað en að lofa kunningj- um mínum, sem ég mest þræLti við, að sjá það. O. B. A. Vestmannaeyjasiminn. Eins og getið var um í 7. tbl. El- ektrons 1917, var gert við kabilinn til Vestmannaeyja í fyrrasumar, en sökum skorts á kabli var ekki hægt að gera við eina smábilun nálægt eyjunum, en liennar gætti lítið um sumarið, en ágerðist þegar á leið vet- urinn og tafði þá mjög fyrir afgreiðsl- unni, því þá var ekki lengur hægt að afgreiða í talsima og á ritsíma í senn. Ogjörningur var að gera við þetta í vetur, sökum veðra og ófull- nægjandi kabilskips og varð því að bíða með það þar til betur viðraði. Hinn 1. dag þessa mánaðar leigði landssíminn mótorbátinn »Valborgu« og fór landssímastjórinn og O. B. Arnar á honum til Vestmannaeyja og höfðu með sér nægan kabil til viðgerðar. Veður fengu þeir hið ákjós- anlegasta í ferðinni og gekk alt að óskum. Bilunin reyndist vera 997 m. frá eyjunum. Slæddu þeir kabilinn upp nálægt 3 km. þaðan og settu hann á hjól á hlið skipsins og fikruðu sig svo eftir honum rétt að biluninni. Þar var kabillinn fastur i botninum og var hann því tekinn þar í sundur og bilunin mæld, og reyndist hún að vera tæpa 100 m. frá skipinu, eða rétt niðrundan því. Var þar skeytt inn í bút af nýjum kabli. Á því svæði sem þeir tóku kabil- inn upp (um 2 km.) var hann að sjá eins og alveg nýr; aðeins á ein- um stað var lítilfjörleg skemd á hon- um, líklega eftir skipsakker, en þó ekki til saka og var gert við hana. Að þessu loknu var kabilinn mældur og reyndist þá vera í ágætu lagi. Þó að sæsímaviðgerðir séu mögu- legar frá smá mótorbátum, eins og landssímastjórinn hefir haldið fram og sannað, þá er þó langt frá að þær séu hættulausar, og verður að gæta hinnar mestu varkárni, ef ekki eiga að verða slys af, á jafn litlum skip- um og með jafn ófullkomnum útbún- aði og hér er fyrir hendi. Sýnist því vera kominn tími til þess fyrir lands- símann, að fara að útvega sér kabil- skip, þar sem sæsímarnir eru orðnir all margir og sumir þeirra gamlir og má búast við fleiri bilunum í nánustu framtíð en hingað til. Jafnframt þessu mætti nola kabil- skipið til margs annars, svo að það þyrfti ekki að vera mjög þung byrði á Landssímanum, en gæti á hinn bóginn orðið honum til ómetanlegs gagns.

x

Elektron

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.