Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 2

Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 2
Vertíð knattspyrnufólks hafin aEnn á ný er Selfossi mætt til keppni á íslandsmótum sumarsins, eftir æfingar og undir- búning í vetur. Mikil gróska er í knattspyrnuiðkun á Selfossi um þessar mundir og unglinga- og eldri- flokkastarf er rekið af miklum þrótti. Æfingaaðstaða hefur farið batnandi og umgjörð um þjálf-un, iðkun og rekstur knattspymudeildar hefur einnig batnað síðustu misseri. Starf deildarinnar fer einnig ört vaxandi. I ár er m.a. boðið upp á íjölbreytt nám- skeið og knattspyrnuskóla á vegum un- glingaráðs sem nánar er fjallað um hér í blaðinu. Einnig fer verkefnum á borð við þjálfaranámskeið, í samvinnu við Knattspyrnuakademíuna, og mótahaldi yngri flokka ijölgandi á Selfossi. 2. flokkur kvenna hefur verið að festa sig í sessi undanfarin 1-2 ár, en flok- kurinn fór ásamt 3. fl. í velheppnaða æfingaferð til Englands nú í vor en umljöllun um kvennaboltann er að finna í blaðinu. 2. flokkur karla er einnig fjöl- mennur og sterkur í ár en farsælt sam- starf hefur verið um rekstur þess flokks milli nágrannaliða Selfoss, Ægi, Hamar og KFR. Viðræður hafa einnig verið í gangi um samstarf í kvennaflokki en Selfoss stefnir a.m.k. að því að senda lið til keppni í meistaraflokki eftir 1-2 ár. Um þessar mundir er íslandsmót hin- na ýmsu flokka óðum að heljast, en meistaraflokkur karla lék einmitt sinn fyrsta leik 13. maí sl. Fyrsti heimalei- kurinn fór síðan fram sunnudaginn 20., nokkuð á undan áætlun, en ósk kom frá Hattarmönnum að víxla leikjum liðanna milli landshluta. Undirbúning- stímabilið hefur gengið vel og leikman- nahópurinn betur og fyrr mótaður en oft áður. Stjórnin hefur haft á að skipa úrvals meistaraflokksráði sem hefur unnið ötulega að leikmannamálum og undirbúningi fyrir tímabilið. I því sam- bandi var lögð áhersla á að endurnýja samninga við heimamenn og útlenda lykil-leikmenn frá fyrra ári ásamt því að endurheimta burtfarnar fótboltahetjur frá Selfossi. Kjaminn í liðinu hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár með menn eins og Jón Sveins, Arilíus, Ingþór, Einar Ottó, Hallgrím og Elíasi markvörð. Það voru síðan að sjálfsögðu mikil fagnaðarefni að fá aftur í raðir liðsins þá félaga Sævar Gíslason, Ingólf Þórarinsson og Njörð Steinarsson. Þá hafa yngri leikmenn verið að koma fyrna sterkir inn í hópinn og verður spennandi að fylgjast með afrekum þeirra næstu árin, en eins og kunnugt er hafa tveir ungir leikmenn Selfoss þeir Viðar Kjartansson og Sigurður Eyberg Guðlausson verið viðloðandi unglinga- landslið íslands að undanfömu og Viðar leikið þar marga leiki. Það er óþarfi að ljölyrða um væntingar og óþreygju aðstandenda og áhuga- manna um knattspyrnu á Selfossi um verðugt gengi meistaraflokks Selfoss. Það er hins vegar huggun harmi gegn í því efni að ekki virðist vera neinan bil- bug að finna á stuðningmönnum liðsins nema síður sé því alltaf virðast menn vera tilbúnir að bretta upp ermar og hafa af því ánægju og eftirvæntingu að byg- gja upp liðið og starfa að undirbúningi tímabilsins. Því er það alveg ljóst að lið mfl. Selfoss kemur betur undirbúið og sterkara til leiks nú en um árabil. Því vonumst við til að sem flestir mæti á völlinn í sumar og veri með í að skapa góða stemningu, liðinu og okkur öllum til handa! F ótboltakveðj u r, Hermann Olafsson, formaður knattspyrnudeildar Karlar athugið! Bylting í öryggismálum! í dag er jafnrétti milli kynja sjálfsagt mál. Þess vegna bjóðum við uppá þriggja punkta öryggisbelti fyrir ykkur líka í á þriðja tug hóp- ferðabifreiða af öllum stærðum. Hafðu samband og sérpantaðu einn slíkan fyrir þá sem þér þykir vænt um. L,uomimaur iyrnngsson ent www.gtyrfingsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - Grænir og góðir ;)

x

Tuðran

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.