Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 3

Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 3
Kuml og grafningar ÍMinjaverndarsjóður knattspyrnudeildarinnar var stofnaður á aðalfundi deil- darinnar sl. haust. Stofnfram- lag sjóðsins er hagnaður sem varð á útgáfu 50 ára afmælis- rits sem út kom í des. 2005. Bárður Guðmundsson hefur safnað saman mörgum mu- num frá sögu knattspyrnunnar á Selfossi, m.a. búningum en eins og margir vita er búningasaga Selfossliðsins litskrúðug, íjölda mynda, leikskráa og margra an- narra muna sem hafa verið settir í sýn- ingarskáp í Tíbrá, félagsheimili Ung- mennafélagsins. Á 50 ára afmælishófinu 18 des. 2005 sem haldið var á Hótel Selfossi afhenti Pétur H. R. Sigurðsson (Pétur Prebens) gullmerki sitt Bárði til varðveislu, en Pétur er einn af 3ju deil- darmeisturunum frá 1966. Á fyrsta stjórnarfundi sjóðsstjómar 20. jan 2007 kom Örn Grétarsson og afhenti gullverðlaunapening 3ju deildarmeistara frá 1978. Svo skemmtilega vill til að þeir Örn og Pé- tur voru báðir markmenn í þessum meistaraliðum. Nú bíðum við eftir 3ja gull- peningnum, kannski ke- mur hann í ár! Á þessum sama fundi var samið við Marteinn Sigur- geirsson um gerð DVD disks um sögu knattspyrnunnar á Selfossi og mun dis- kurinn koma út 15. nóvember í haust. Stefnt er að því að diskurinn verði til sölu í helstu verslunum bæjarins og jafnvel víðar. Marteinn á í fórum sínum mikið efni og hefur að un- danfömu safnað saman gömlum og nýjum hreyfimyndum, en margir muna eftir stuttri mynd sem Mar- teinn sýndi á afmælishófinu á Hótel Selfossi. Við viljum koma því á fram- færi að ef að fólk á í fórum sínum gamlar ljósmyndir eða kvikmynda/ videoupptökur að hafa samband við einhvern okkur í stjórn minjav- erndasjóðsins. Stjórn sjóðsins skipa Björn 1 Gíslason formaður, Bárður Guðmundsson ritari og Kristinn M. Bárðarson gjaldkeri. Áfram Selfoss! Selfyssingar hrepptu gullið Myndatcxti: Úrklíppa úr Þjóðviljanum (úr safni Bárðar Guðmundssonar) Efri röð f.v. Gylfi Þ. Gíslason þjálfari, Einar Jónsson, Kristbjörn Ólafsson, Þór- mundur Bcrgsson, Sumarliði Guðbjartsson, Óskar Marelsson, Ólafur Sigurðs- son, Þórarinn Ingólfsson, Magnús Öfjörð Guðjónsson, Anton Hartmannsson og Jón B. Stefánsson. Neðri röð f.v. Eiríkur Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Heimir Bergsson, Tryggvi Gunnarsson, Örn Grétarsson, Stefán Larsen, Sigurður Reynir Óttarsson og Gísli Sváfnisson. Vcriö veikomin oð Gyrovcgi 35

x

Tuðran

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.