Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 12

Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 12
Frábær liðstyrkur í fyrrasumar barst Selfossliðinu mikill Iiðstyrkur frá Bítlaborginni Liverpool. Þá kom til landsins Andy Pew, sem festi sig strax í sessi sem einn helsti burðarás liðsins. Andy er hávaxinn og sterkur miðvörður, sem hefur vakið feiknaathygli fyrir frammistöðu sína á vellinum. Andy er alin upp hjá Everton og hefur víða komið við á ferli sínum. Hann kom til landsins að nýju í upphafi þessa árs eftir að hafa spilað á Englandi í vetur og hefur tekið til við fyrri iðju að stöðva sóknir andstæðinga Selfos- sliðsins í öftustu línu liðsins. Kappinn kveðst vera feiknaánægður með að vera kominn aftur á Selfoss og muni leg- gja sitt af mörkum til að koma liðinu upp um deild á þessu tímabili. A milli fótboltaæfinga og leikja situr drengurinn ekki auðum höndum, en hann starfar hjá verktakafyrirtækinu Smíðanda við smíðar. Smíðandamenn hafa verið ötulir stuðningsmenn Selfossliðsins og hafa þeir tekið Andy fagnandi í vinnu og bera honum vel söguna á vinnustað, enda drengurinn hvers manns hugljúfi og mikill gleðipinni. “Mér líkar mjög vel hér á Selfossi og það er ástæðan fyrir að ég kom aftur. Auðvitað er fótbol- tinn aðalatriðið hjá mér, en mér líkar líka mjög vel í vinnunni hjá Smíðanda. Strákarnir í vinnunni hafa tekið mér vel og eigendurnir eru ótrúlega skilningsríkir yfir þessu fótboltabrölti á mér.”. Það þarf ekki að koma á óvart að Smíðandi hafi viljað halda í Andy í vinnu hjá sér. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugu fót- boltaliði sem hefur gert garðinn frægan í firma- og hópakeppnum. Líklega sjá þeir góðan feng í Andy í þann hóp og munu mæta margefldir til leiks takist þeim að véla hann til að spila með. Með Andy á myndinni er Eiður Ingi Sigurðsson, annar ciganda Smíðanda. pizza oq bolti í beinni... ... það er iífstíll Afram Selfoss!!! hlaðborð í hádeginu alla virka daga sendum pizzur í bústaðnn sími 482 2267 live music every

x

Tuðran

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.