Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 16
Allir á völlinn !
Nú er sumarið komið og líf og fjör á
vellinum sem aldrei fyrr. Yngri flokka
starfið er í miklum blóma hjá Knattspyr-
nudeild UMF. Selfoss, aðstæður hinar
bestu á nýju gervigrasi og flottu æfin-
gasvæði. Börnin una sér vel í þessari
vinsælu íþrótt og eflast sem einstaklingar
með hverri æfingu. Islandsmótin fara að
byrja hjá öllum flokkum og nóg um að
vera á vellinum.
Okkur þjálfarana hjá Knattspymudeild
Selfoss langar að hrinda af stað smá
átaki sem standa mætti í allt sumar og
helst lengur eftir því hvenær leikir eru
spilaðir hjá okkar góða félagi.
Okkur langar til að hvetja foreldra,
og eða forráðamenn barna sem stunda
knattspymu að koma á völlinn og fyl-
gjast með þegar bamið er að keppa.
Hvetja liðið áfram, sýna barninu stuðn-
ing, spjalla við aðra foreldra og um leið
taka þátt í að gera Selfoss að betra liði.
Vissulega eru margir foreldrar sem mæta
vel á völlinn, en nú viljum við fá fleiri.
Kíkið á völlinn í sumar, takið með kaffi
á brúsa og sólstólinn (kannski teppi) og
látið svo aðeins heyra í ykkur. „Afram
Selfoss, í boltann, berjast” og fleiri góð
hvatningarorð eru vel
þegin, bæði þegar vel
gengur og eins þegar
á móti blæs. Fyrir
bamið er þetta mikill
styrkur, hversu gamalt
sem það er. Oft vill
það verða þannig að
eftir því sem barnið
eldist þá hætta pabbi
og mamma að koma á
völlinn. Það er alveg
bannað að okkar mati!
Börnin/unglingarnir þurfa á ykkur að
halda ekki síður í 3.flokki en í ó.flokki.
Svo ekki sé minnst á 2.flokk. Sá flok-
kur hefur alltaf verið hálf einstæður!
og þá fara einmitt margir að hætta og
gera eitthvað annað. Það ætti að vera
áhyggjuefni, því best er að halda sig við
efnið, stunda holla og skemmtilega íþrótt
og ná enn lengra. Ómetanlegt er að hafa
einhvern í brekkunni sem styður mann
áfram og hefur áhuga á því sem maður er
að gera.
Viljurn við hér með skora á ykkur kæru
foreldrar/forráðamenn að láta sjá ykkur á
vellinum í sumar þegar leikir og mót fara
fram.
Hægt er að sjá leikjaröðun hvers flokks
fyrir sig inn á ksi.is og slá þar inn þann
flokk sem við á og prenta síðan út og
eiga, þannig að gott sé að fylgjast með
hvenær leikirnir fara fram. Sum, ef ekki
öll börn fá þessar upplýsingar hjá sínum
þjálfara.