Mjölnir - 05.07.1944, Qupperneq 2
2
MJÖLNIR
ÁSKORUN
Siglfirðingar!
öllum er í fersku minni slysið, sem varð fyrir nokkrum
dögum, þegar ]>rír færeyskir sjómenn druknuðu skammt
utan við fjörðinn. Slys þetta er ennþá átakanlegra fyrir
það, að allir mennirn/r voru í sömu fjölskyldu, faðir og
tveir synir. Nú liefur verið hafist Iianda um fjársöfnun
fyrir f jölskylduna, sem varð fyrir þessu mikla áfalli. og ])ó
fé fái aldrei bætt slík tjón sem þetta, þá gæti þó þessi
söfnun komið fjölskyldunni í góðar þarf/r og samúðar-
vottur sá, sem með henni er sýndur glatt hið sorgmædda
fólk. Við skorum á alla Siglfirðinga að bregðast vel við
Jæssari söfnun, livern eftir sinni getu. Munið, að þó fram-
lög livers um sig séu ekki stór, getur uppliæð/n orðið stór,
ef framlögin eru mörg.
Siglufirði '29. júní 1944
1‘ormóður Eyólfsson
forseti bæjarstjórnar
O. Hertervig
bæjarstjóri
Axel Jóhannsson
form. Slysavarnardeildar Sf j.
Hlöðver Sigurðsson
skólastjórn
Otto Jörgensen
form. Kaupfél. Siglfirðinga
Andrjes Hafliðason
form. sóknarnefndar
Þóroddur Guðmundsson
(f. h. form. Þróttar)
Ríkey E/ríksdóttir
form. Brynju
Skemmtiferd
Stjórn Kaupfélags Siglfirðinga hefur ákveðið að hjóða félags-
mönnum Kaupfélagsins í skemmtiferð að SKÍÐAFELLI næst-
komaiuli sunnudag þann 9. ]). m. ef veður leyfir.
Þeir félagsmenn, sem óska að taka þátt í skemmt/ferðiiuii, skrifi
nöfn sín á lista, sem liggja frammi í sölubúðum félagsins, og séu
aðgöngumiðar sóttir eigi síðar en kl. 7 e. li. á föstiulagskvöld n. k.
Siglfirzkar húsmædur
Soybaunir eru fjörefnaríkasta fæðutegundin, sem völ er á, og
fullnægir liún öllum næriúgarþörfum líkamans. Soyhaunin getur
komið hæði í staðinn fyrir grænmeti og kjöt.
i
Reynið þessa ágætu fæðutegund.
KAXJPFÉLAG SIGLFIRÐINGA.
Nýkomið
iþróttakvikmynd
ÁRMANNS
verður sýnd í Siglufjarðarhíó
kl. 5 í dag.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Gólfdúkur
Gólfpappi
Gólfdúkalím
Verzl. Sig. Fanndal
• t >/>'« t >/•*« «>/./ m >/.
Hjá okkur fæst
Laukur
einmg
lifur
með lækkuðu verði
Kjötbúð Siglufjarðar.
N Ý J A — BIÓ
sýnr myndina
Falsaða líkneskið'
Afar spennandi leynilögreglu-
mynd
Mikið úrval af
KVENTÖSKUM
nýkomið,
einnig mikið af hvítum
og mislitum
\
SLOPPUM
fyrirliggjandi
Verzl. Anna & Gunna
KVIKMYNDIN
LAJLA
verður sýnd í Siglufjarðar-
l)íó kl. 5 á morgun.
Kvikmynd frá Finnmörku eftir
skáldsögu A. J. Friis, le/kin af
sænskum leikurum
Aðal lilutverkin leika:
♦
Aino Taube — Ake Oherg
Ingjakl Haaland —
Tryggve Larsen
Afgreiðslustúlka
getur fengið
vinnu strax, eða
seinna eftir samkomu-
lagi.
Félagsbakaríið h.f.
Soybaunir
Eins og menn sjá á öðrum
stað hér í blaðinu auglýsir
Kaupfélag Siglfirðinga nú vöru-
tegund, sem hér hefur ekki ver-
ið á boðstólum og sem menn
hér eru óvanir að borða, en
það eru soybaunir.
Náttúrufræðingafélag Is-
lands hefur nýlega sett á stofn
matstofu fyrir almenning, og
er þess getið m.a., að framreidd
ar verði ,,soybaunir,“ sem til
þessa munu hafa verið lítt
þekktar hér á landi. Ýmsar
Austurlandaþjóðir lifa hinsveg-
ar mestmegnis á baunum þess-
um, og í Bandaríkjunum hafa
þær verið ræktaðar í stórum
stíl, en ekki notaðar til mann-
eldis fyrr en árið 1915 og upp
úr því. Helztu næringarefni
baunanna er calcíum og fosfor,
vítamín B, og G. Af 206 fæðu-
tegundum, sem rannsókn var
gerð á í Bandaríkjunum, af við-
urkenndum sérfræðingum, fund
ust jafnmargar B - vítamín - ein
ingar í aðeins einni tegund mat-
væla, — mögru svínakjöti. Soy-
baunin hefur frá upphafi vega
verið kunnasta grænmeta í
Austurlöndum og mest af henni
verið neytt þar. TJr henni má
vinna safa í stað mjólkur, olíur,
sem jafngilda smjöri, „soy-
sósu,“ en trefjarnar eru svo
eggjahvítu-auðugar, að þær jafn
gilda kjöti að næringargildi. I
Kína, Japan og Kóreu gengur
soybaunin næst hrísgrjónum að
því er neyzlu snertir, en í Banda
ríkjunum var' baunin notuð að-
allega sem skepnufóður fram
til ársins 1915. Úr soybaunun-
um er unnin málning og sterkja
Efni hennar eru notuð ennfrem
ur í sápur, glycerin, sprengiefni,
gólfdúka, gerfigúm, ennfremur
vélaolíur, salad og matarolíur
og í stað smjörs. Margar kunn-
ustu kjötsósur eru búnar til
úr soybaunum. Mjöl úr soybaun
um inniheldur litla sterkju og
er því ekki fitandi. Baunirnar
eru soðnar niður, en einnig
þurkaðar og notaðar í mjólkur-
súkkulaði, kex og gerfikalli.
Grasið af baununum er mjög
næringarríkt fyrir skepnur, og
það eru einnig baunakökur, sem
búnar eru til úr úrganginum,
er safinn hefur verið unnin úr
súkkulaði, kex og gerfikaffi
notaðar sem svína og hænsna-
fóður. Soybaunir er eiginlega
unnt að rækta í hvaða jarðvegi
sem er, þola nokkur frost og
jurtin er yfirleitt harðger. Fá
skorkvíkindi leggjast á jurtina.
Bezt tímgast hún í hæfilega
gróðurríkum jarðvegi, —■ ekki
of sendnum né leirbornum, og
er þar nauðsynlegt að veita
henni nokkurn áburð. Væri ekki
úr vegi, að gera tilraunir með
ræktun hennar hér á landi.
Hér fara á eftir nokkrar mat-
reiðsluuppskriftir, þar sem soy-
baunir eru aðalefnið. Ætti fólk
að gera tilraun með þetta og
vita hvort því fellur ekki mat-
urinn.
Soðnar soybaunir
1. Þvo 1 bolla af þurkuðum
soyabaunum. Leggja í bleyti yf-
ir nóttina í þrem bollum af
köldu vatni. Sjóða þær í sama
vatninu, ásamt kryddi (salt,
jurta - eða kjötkraftur) unz þær
eru meyrar (suðutíminn fer eft
ir baunategund, varla minna en
2 tímar). Taka soðið frá og
hræra saman við það 1 mat-
skeið af heilhveitimjöli. Láta
baunirnar í aftur, hita og bera
fram.
Bakaðar soyabaunir
2. Leggja í bleyti eins og að
ofan og sjóða um stund. Bæta
kryddi í og baka við hægan
hita í ofni 3 — 4 tíma. Nota
má venjulegar bökunarupp-
skriftir.
Soðnar í tómatsafa.
3. Leggja í bleyti eins og
í 1. Bæta í 1 bolla tómatsafa og
kryddi og sjóða, unz baunir eru
meyrar, og hræra síðan heil-
hveiti saman við.
Spíraðar Soyabaunir.
Þvo baunirnar og láta þær
liggja í bleyti yfir nótt. Síðan
standi þær á diski eða grunn-
um bakka eða flatbotnuðu íláti,
1 — 2 lög aðeins, og þarf alltaf
að vera lítið eitt af vatni undir
þeim, en ekki svo mikið, að það
nái yfir þær. Þær þurfa að
standa við yl. Spírunin tekur
3 — 4 sólarhringa, og þá má
borða þær hráar, eða soðnar
örstutta stund.
■ • v ' :ÍM>
Karlakór Iðnaðarmanna
söngstjóri: ROBERT ABRAHAM
syngur í Nýja-Bíó n. k. fimmtudagskvöld kl-
11-30 e. h. — Siglfirðingar f jölmennið
wmMMmMmmMMMmMMmmmmmmmM
fiskbuð
Fiskbúðin „HRÖNN“ Túngötu 1 (beint á móti Mjólkurbúðinni)
opnaði mánudaginn 3. júlí — Álierzla lögð á fljóta og lipra af-
gre/ðslu og fjölbreyttar fisktegundir. — Takið fisk í matinn um
leið og þér sækið mjólkina.
Fiskbúðin „HRÖNN“
Túngötu 1.