Mjölnir


Mjölnir - 02.08.1944, Síða 3

Mjölnir - 02.08.1944, Síða 3
/'Y'’ MJÖLNIR M JÖLNIR — VIKUBLAÐ — Otgefandi: a/ líalistafélaf; Siglufjarðar Ritstjóri og áliyrgðarmaður: Ásgríraur Albertsson Askriftargjald kr. 15.00 árg. 1 lausasölu 40 aura eintakið. Afgreiðsla Suðurgötu 10 Simar 194 og 270 Blaðið kemur út alla miðvikudaga. * Erum við íslendingar viðbúnir friðnum? Fyrir nokkru barst sú fregn út um heiminn, að í Þýzkalandi væri orðin uppreisn, tilraun hefði verið gerð til að ráða Hitler af dögum, stríðið að verða búið o. s. frv. Allir kann- ast við þessar fréttir. Um sann- f leikann í þessu vitum við ekki til fulls, en eftir þeim að dæma virðist vera mjög mikil óeining ríkjandi meðal forráðamanna Þýzkalands og þar allra veðra von. Að vísu er ekki annað að sjá, heldur en að uppreisn sú, sem þarna hefur verið um að ræða, hafi verið uppreisn her- foringja og afturhaldssinna, sem orðnir eru hræddir við ^ stríðspólitík þjóns síns Hitlers og vilja gjarnan losna við hann, en hafa ekki áttað sig á því, að valdakerfi það, sem þeir hafa skapað með honum er þannig, að það er ekki sem auðveldast. Menn þeir, sem að uppreisn þessari stóðu eru margir hverj- ir ekkert skárri en Hitler. En þeir hafa gert sér vonir um, að með því að steypa Hitler geti þeir komið sér í mjúkinn hjá Bandamönnum. En hvað sem þessu líður, þá virðist svo sem Hitler hafi orðið ofan á í bili. Atburðir þessir eru þó órækur vottur þess upplausnarástands, sem er að skapast í Þýzkalandi. Ennþá hefur ekki frelsishreyf- ingin meðal þýzku alþýðunnar ^ losnað úr læðingi, en ekki væri ótrúlegt, að hún yrði Hitler erfiðari viðfangs, heldur en nokkrir herforingjar. Þessir atburðir eru ávöxtur þess, að Þýzkaland er komið í þá úlfakreppu, sem engir mögu- leikar eru fyrir það að losna úr. Sótt er að því úr öllum áttum, og þó eins óg áður harðast að austan, þar sem sovétherirnir ■' eru komnir vestur að landamær- um Þýzkalands. Engu verður um það spáð, hve lengi Þýzkaland stendur, kannski lengur, kannski skemur En ástandið er þannig, að allt getur komið fyrir og líklegt, að hrun nazismans verði með til- tölulega skjótum hætti. Það er því engin fjarstæða að hugsa sér það, að stríðinu í Evrópu geti verið lokið þá og þegar, kannski jafnvel fyrir haustið. En hvernig verður þá um- Kjör mæðra og barna í Sovéfríkjunum. Nýlega hafa verið gefin út af forsæti Æðstaráðs Sovétríkj- anna lög, sem eru ákaflega mikilvæg. Fjalla þau um aukna aðstoð ríkisins við barnshaf- andi konur og margra barna mæður. Þcssi nýju lög hins sósíalist- iska ríkis eru ennþá ein sönnun þeirrar miklu umhyggju, sem Bolsévikaflokkurinn og sovét- stjórnin bera fyrir þjóð vorri, börnum hennar og mæðrum. Það hefur alltaf verið meðal hinna mikilvægustu verkefna sovétstjórnarinnar að annast um framfærslu og öryggi mæðra og barna og hlúa að heilbrigðu heimilislífi. Barn- lausar fjölskyldur eru brot á sósíalistisku siðgæði. Hin sósíalistiska október- bylting leiddi til mikilla gagn- gerðra endurbóta á lífskjörum þjóðar vorrar. Sigur þessarar miklu byltingar færði þjóðum Sovétríkjanna ekki aðeins auk- in stjórnarfarsleg réttindi heldur einnig hóf lífskjör þeirra á hærra stig heldur en áður hafði þekkzt. Á þessum grund- velli byggðist styrkur sovét- fjölskyldunnar. Börnin eru blómknappar lífs- ins, börnin eru framtíð vor. Virðing fyrir konum, fyrir mæðrum og ást á börnum eru hverjum sovétborgara í blóðið borið. Umönnun mæðra og barna er talin heilög skylda af sovétstjórninni, af flokki Len- íns og Stalins og af öllum al- menningi Sovétríkjanna. Sovétstjórnin hefur alltaf veitt mikla hjálp til barns- Eftirfarandi grein er úr rússneska blaðinu PRAVDA og f jallar um ný iög, sem .gefin hafa verið út í Sövétríkjunum um aukna lijálp til mæðra og barna. hafandi kvenna og mæðra, og til uppeldis og framfærslu börn- unum. Nú á stríðstímunum, þegar efnaleg afkoma margra fjöl- skyldna hefur orðið stórum erf- iðari, álítur sovétstjórnin það vera nauðsynlegt að mögulegt að tryggja aukna hjálp til barnshafandi kvenna, til mæðra með mörg börn og til ógiftra mæðra. Hin nýju lög miða að því, að bæta kjör mæðra og barna og örfa fólk til að®eiga mörg börn. Hér eftir njóta mæður ríkis- styrks, er þær hafa eignast þriðja barnið og síðan fyrir hvert barn, sem bætist við. Ennig hefur verið komið á styrk veitingum til ógiftra mæðra til uppeldis og framfærslu þeim börnum, sem fædd eru eftir gildistöku hinna nýju laga. Ef einstakar mæður óska þess, að börn þeirra alist upp á barna- heimilum, sér ríkið að öllu leyti um framfærslu þeirra. Lengdur hefur verið tími sá, horfs ? Hvað bíður þá okkar Islendinga? Erum við viðbúnir f riðnum ? Við vorum sannarlega óvið- búnir stríðinu, þegar það skall á á sínum tíma. Þrátt fyrir það ^ð útlitið hafði verið þannig um lengri tíma, að við því mætti búast, að til styrjaldar drægi, þá var ekkert gert til að búa þjóðina undir styrjaldarástand. Landið var birgðalaust vegna hinnar heimskulegu beitingar innflutningshaftanna, vöru- skortur strax yfirvofandi og dýrtíðin skall undireins á okkur af öllum sínum þunga. Atvinnu- líf okkar var á engan hátt undir þetta búið. Þróun framleiðslu- tækninnar hafði verið heft og kyrkt af sömu innflutnings- höftum og allt hafði frekar gengið saman heldur en aukizt. Þótt það sé beizk staðreynd, verðum við þó að horfast 1 augu við hana og viðurkenna það, að ef svo hefði ekki farið, að land okkar væri hernumið, og hér hafin vinna í þágu út- lenda setuliðsins, þá hefði hér ríkt atvinnuleysi og verið voði á ferðhm. En þetta réðist þó þannig, að hér hófst öld vinnu og velmeg- unar og þótt það væri ekki fyrir framsýni né atorku þeirra, sem með stjórn landsins fóru fyrir stríð og á stríðsárunum, þá hefur styrjaldarástandið skapað okkur íslendingum meiri og stórkostlegri möguleika heldur en við höfum nokkurn- tíma haft áður. Við höfum núna skilyrði til, ef rétt er á haldið, að byggja hér upp at- vinnulíf, sem tryggja myndi þjóðinni velfarnað í ófyrirsjá- anlegri framtíð. Nu má ekki láta reka á reið- anum, og hug'sa að allt komi af sjálfu sér. Nú þarf tafarlaust að gera áætlanir um endurreisn atvinnulífsins, þar duga engin vettlingatök. Ef nú verður ekki hafizt handa, getur svo farið, að við stöndum eins ,og glópar í stríðslok, vitum ekkert hvað við eigum að gera, og höfum ekki hugmynd um það, sem við þurfum að semja við aðrar þjóðir um, ,þegar lagður verður grundvöllur að framtíðarskipu- lagi málanna í heiminum. Það má ekki standa svona lengi, tíminn líður, og það er full hætta á því, að við ,,miss- um af strætisvagninum“ ef við ekki gætum að tímanum. sem konur fá frí frá störfum fyrir og eftir barnsburð, bannað er, að konur, sem gengið hafa með í fjóra mánuði eða lengur, vinni eftirvinnu, og einnig, að konur, scm hafa börn á brjósti vinni næturvinnu. Auka mat- vælaskammtur kvenna, sem gengið hafa með í sex mánuði, hefur verið tvöfaldaður. Þar að auki er verksmiðjum og stofn- unum boðið að hjálpa til með útvegun matvæla frá þeim bú- um, sem þau eiga. Fjölgaö hefur verið mikið heimilum handa mæðrum og börnum, hvíldarheimilum fyrir barnshafandi konur og konur með börn á brjósti. Einnig hef- ur verið fjölgað vöggustofum, ráðleggingarskrifstofum, stof- um til mjólkurgjafa og til heilsuverndar kvenna. Aukin hefur verið framleiðsla á barnafatnaði og skóm, sömu- leiðis ýmsum tækjum til að hlúa ingja heldur en hamingja móð- að heilsu og þroska barnanna. Það er ekki til meiri ham- ingja heldur en hamingja móð- urinnar. Hún er óþrjótandi lind mannlegrar gleði. Kona, sem ekki hefur þekkt gleði móðurinnar skilur ekki mikil- leik köllunar sinnar. Vitneskj- an um það, að börn þeirra muni taka þátt í miklu, skapandi verki, að þau muni verða skap- arar og uppbyggjendur hins nýja sósíalistiska lífs, muni flytja með sér nýjar hugmynd- ir, nýtt líf, hlýtur að fylla stolti hverja móður Sovétríkjanna. Það hlýtur að verða mesta upp- örvunin tii umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og uppeldi barnanna. Áður en sovétskipulaginu var komið á, var staða og hlutverk móðurinnar oft mjög ervið. Efnalegur skortur, siðferðileg- ar þjáningar, ótti um framtíð barnsins, þetta voru örlög móð- urinnar. Sovétþjóðirnar umvefja heiðri og ástúð mæðurnar, sem fæða af sér hina nýju kynslóð. Ef börnin eru framtíð vor, þá eru mæðurnar, sem ala og ann- ast börnin, hina miklu og glæsi- legu framtíð hins sósíalistiska föðurlands, verðugar alls heið- urs og virðingar. „Vér skulum > lofsyngja móð- urina, ást hennar þekkir engin takmörk, brjóst hennar hafa gefið barninu líf,“ segir Maxim Gorki. Allt það, sem bezt er í manneskjunni, kemur frá geisl- um sólarinnar og móðurmjólk- inni. Það er þetta, sem gefur oss ást til lífsins. Án sólar myndu blómin ekki blómstra. Án ástar væri engin hamingja til. Án konunnar væri ástin óþekkt. Án mæðranna væru hvorki til skáld né hetjur. Nýtt lýdveldi. ★ Eftirfarandi grein birtist í Bandaríkjavikublaðinu „Time“ þann 5. júní s.l. Blað ]»etta styð- ur Republikanaflokkinn og gengur yfirleitt erinda liinna stórveldasinnuðu auðkónga. Grein þessi þarf engra skýringa við, en hún er lærdómsrík fyrir íslendinga og sýnir liver liætta er á ferðum fyrir sjálfsákvörð- unarrétt okkar ef þjóðin er ekki á verði. Allir á íslandi vissu, að ís- lendingar, sem einn maður, ósk- uðu að slíta konungssamband- inu við Dani — sérstaklega eftir að hinn aldraði Kristján X., sem s\tur í Kaupmannahöfn hafði látið frá sér aðvaranir til íslendinga vegna aðferða þeirra í sjálfstæðismáli sínu. Þjóðar- atkvæðagreiðslan um sjálfstæði landsins var algjört formsat- riði, I Reykjavík — höfuðborg landsins — var það samþykkt með 24.528 gegn 150. Árangur: Þann 17. júní verð- ur Island formlega lýðveldi. Sveinn Björnsson (63 að aldri), sem er maður fyrirferðamikill svipmikill og Bandaríkjasinn- aður og hefur verið ríkisstjóri síðan 1941, er nærri viss um að verða fyrsti forseti. Fyrsta ,,nýja“ þjóðin, sem annað heimsstríðið hefur skap- að er ein af elztu lýðræðisþjóð- um heimsins. Landið fundu upp- haflega írskir munkar árið 795 e. Kr. (samkvæmt „De Men- sura Orbis Terrae, skrifuð 825 e. Kr. af irska munkinum Duisi-* lus), en það var sjálfstætt ríki til ársins 1264. Þá varð það norskt verndarsvæði og að lok- um dönsk nýlenda (1387). Al- þingi löggjafarsamkunda þess) er 1014 ára gamalt. Á hinni klettóttu, lúðulaga eyju (svipuð Kentucky að stærð 39.709 fermíluú) búa 120 þús- und harðgerðir íslendingar, er verzla með sauðskinn, þorsk og síld, þorskalýsi, grávöru og nokkuð af cryolite (aluminium steinn) Islendingar eru stolt þjóð, sem er sjálfri sér nóg, fjárlög þeirra eru tekjuhalla- laus, og skyldunámi hefur verið komið á. Þeir hafa hvorki haft her né flota. Þeir eru engir betl- arar og ekki einu sinni fangelsi fyrir Islendinga. Eins og nú er komið í heim- inum eru úthöfin þröng og eng- inn staður lengur afskekktur. Island liggur við 20. lengdar- bauginn (vestlægrarlengdar) og er mjög þýðingarmikil bækistöð til varnar skipalestum á sigl- ingu til Evrópu, og eftir stríð- ■ið viðkomustaður flugvéla á ferðum milli Evrópu og Noiður- Ameríku. íslendingar vita, að þeir verða að halla sér að einhverju Framhald á 4. síðu

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.