Mjölnir - 30.08.1944, Síða 1
Gialddaei blaðsins
var 15. júní.
Munið að greiða
áskriftargjaldið.
34. tölublað 7. árgangur
’ - " ~ f
Miðvikudagurinn 30. ágúst 1944
Sænsku bátarnir
Pað þart að fá tvo
lesta báta hingað í
Með öruggri f orystu og góðum samtökum ætti
þetta að vera leikur einn.
Bæjarstjórn hefur nú nýlega
borizt skeyti frá Fiskifélagi Is-
lands, þar sem gefnar eru upp-
lýsingar um báta þá, sem búið
er að semja um smíði á í Sví-
þjóð. Er um tvær stærðir að
ræða, 50 og 80 smálesta báta.
Aðalatriði þessara upplýs-
inga eru þessi:
50 smál. bátarnir eru smíð-
aðir úr eik samkv. íslenzkum
teikningum og íslenzkum smíða-
reglum. Aðalmál 20 m, 5 m og
2,4 m. I hástaklefa eru tólf
hvílur, tvær í káetu og ein í
lyftingu. Síldardekk og síldar-
skilrúm fylgir. I bátnum er raf-
lýsing, miðstöðvarhitun, stýris-
vél af eksentrískri gerð, línu-
spil, akkerisspil, troll og drag-
nótaspil sambyggt, gálgar,
blakkir, trollhlerar, björgunar-
bátar og léttbátur. Á bátnum er
5 metra ísvörn. Eldhús og mat-
aráhöld handa 15 manns. Öll
venjuleg siglingatæki, auk þess
sextant og sjónauki. Aðalvél er
Polar-Diesel 170 hestöfl, 4501
snúningar, eyðsla 170 gr hkl.
Stefnisrör úr steypujárni,
skrúfa úr steypujárni eða stáli.
Vélin boðin snarvend, en lagt
til að hún verði útbúin með
backgear. Hjálparvél 10 ha
Diesel knýr 5 kw rafal 32 volt,
loftþjöppu og austurdælu. Raf-
geymar nife 140 ah. Ganghraði
áætlar skipasmíðameistarinn að
verði milli 9 og 10 mílur. Niður-
setning vélar innifalin í verði.
Verð: skipsskrokkur 143 þús.
sænskar og vélakerfi 66.725,
sænskar. Ráðuneytið áætlar
auk þess 5% viðbót fyrir eftir-
liti og öðrum kostnaði.
80 smál. bátarnir eru að að-
almáli 22 m, 5.4 og 2,8 m. Yfir-
bygging úr stáli. Hvílur fyrir
17 menn. í yfirbyggingu er auk
skipstjórnarklefa og herbergis
skipstjórnarmanna eldhús, mat-
skáli og bræðsluhús. Rafhitun
aftur í. Hvalbakur. Bátaþiljur
afturá. Aðalvél 215 hestöfl
Polar-Diesel snarvend, ekkert
backgear. Hjálparsett sama,
nema rafspenna 110 volt raf-
geymar nife 80 ah. Áætlað er,
að togspilið sé knúið með 80
ha Dieselvél. Að öðru leyti vis-
ast til þess, sem sagt er um
50 smál. bátinn. Verð: skips-
skrokkur 193 þús. sænskar og
vélakerfið 72.775 kr., sænskar,
aflvél fyrir togspil ekki innifalin
þar í.
Þetta eru upplýsingarnar, er
Fiskifélagið hefur gefið um
þessa báta.
Það hefur verið á vitorði
manna undanfarið, að Árni Frið
riksson, fiskifræðingur, hefði í
smíðum allmikið rit um norð-
lenzku síldina. Á hverju einasta
sumri nú á annan áratug hefur
Árni stundað rannsóknir á síld-
inni og göngum hennar. Hefur
hann flutt fyrirlestra og skrif-
að ritgerðir um þessar rann-
sóknir sínar, sem vakið hafa
mikla athygli. En það er fyrst í
þessari nýju bók, sem árangur
þessara rannsókna er birtur í
heild og samandreginn í eitt sá
mikli fróðleikur, sem með þeim
hefur aflazt.
Bók þessi er nú langt komin í
prentun og mun koma út í
haust. I tilefni þessa átti rit-
stjóri Mjölnis tal við Árna Frið-
riksson um bókina og gaf Árni
blaðinu nokkrar upplýsingar
um innihald hennar. Eru þær í
stuttu máli þessar:
— Eftir formála taka við þrír
stuttir kaflar, sem fjalla um:
Síldveiðar Islendinga, eldri rann
sóknir á íslenzkri síld ásamt rit-
gjörðum og niðurstöðum og við-
fangsefni íslenzku síldarrann-
sóknanna síðan 1930. Þar er
yfirlit yfir þær aðferðir, sem
beitt hefur verið og gerð grein
80 smá-
bæinn.
Atvinnumálanefnd hefur
þegar fjallað um þetta mál, og
hefur hún mælt með því við
bæjarstjórn, að hingað verði
keyptir tveir 80 smál. bátar. I
allsherjarnefnd hefur málið
verið rætt, og var þar sam-
þykkt að leita eftir, hvort hægt
myndi vera að stofna hlutafélag
með nægilegu fé til að kaupa
bátana. Sama og enginn undir-
búningur hefur enn verið haf-
inn, en þó mun vera búið að
bjóða fram strax milli 30 og
40 þúsund. Bæjarstjórn hefur
yfir að ráða 100 þúsundum, er
samþykkt var á fjárhagsáætl-
un til þessa í vetur. Ætti ekki,
ef unnið er að málinu af dugn-
aði og bjartsýni, að verða nein
vandræði með að tryggja, að
hingað komi þessir tveir bátar.
fyrir hve mikil stund hefur ver-
ið lögð á hvern þátt rannsókn-
anna. Þessir kaflar fylla saman-
lagt, ásamt formálanum, 53 bls.
Þá taka við þrír aðalkaflar bók-
arinnar og er hinn fyrsti þeirra
lýsing á norðlenzku síldinni.
Þar er sýnd aldurssamsetning
stofnsins, eins og hann er í
meðalári og eins og hann hefur
reynzt frá ári til árs, eins langt
og til verður jafnað. Borinn er
saman aldur síldarinnar frá
vestur- og austursvæðinu, ald-
urinn seint og snemma á ver-
tíðinni, aldur norsku og ís-
lenzku síldarinnar og aldur
norðlenzku síldarinnar og þeirr-
ar sunnlenzku. Á sama hátt er
gerð grein fyrir stærð síldarinn-
ar, kynþroska, þyngd, vexti
hennar upp til 20 ára aldurs,
hryggjarliðafjölda, mör og fitu.
Annar meginkafli bókarinnar
er um lífskjör síldarinnar við
Norðurland. Þar er svifinu lýst
mjög rækilega og gerður sam-
anburður á því frá ári til árs,
frá einu svæði til annars og frá
einu tímabili til annars út all-
an veiðitímann. Er sýnt fram á,
hvernig átuhámörk myndast og
hvernig þau eyðast, rakið sam-
band síldarinnar vió átuna, eink
um átuhámörkin og samband
síldar og átu við strauma og
sjávarhita. Einnig er gerð grein
fyrir göngum átunnar upp og
niður sjóinn. — I síðasta kafl-
anum eru hugmyndir þær, sem
við höfum haft um lifnaðarhætti
síldarinnar brotnar til mergjar,
lýst tilraunum, sem gerðar hafa
verið, til þess að finna Norður-
lands-síldina á hinum ímynduðu
hrygningarstöðvum hennar
fyrir sunnan land og settar
fram nýjar skoðanir á lífs-
hlaupi síldarinnar. Kjarninn í
þeim skoðunum er þess efnis,
að Norðurlands-síldin og norska
síldin sé sami stofninn, að
Norðurlandssíldin komi að
mestu leyti í heiminn við Noreg
og alist þar upp. Undir þessar
skoðanir er hlaðið þeim rökum,
sem til eru og þau eru mörg. I
stuttum eftirmála er loks
minnzt þeirra helztu viðfangs-
efna, sem framundan eru.
Aftast er svo stuttur útdrátt-
ur á ensku. Stærð bókarinnar
verður um 300 bls. og í henni
verða yfir 50 myndir og 70
töflur til skýringar efninu.
•
Árni Friðriksson er fremsti
fræðimaður okkar Islendinga á
sviði síldarrannsókna, og sá ein-
asti, sem lagt hefur stund á
þær á kerfisbundinn hátt. Síld-
in hefur vorið talin leyndar-
dómsfuil skepna, og menn hafa
til þessa staðið ráðþrota gagn-
vart duttlungum hennar.
Þannig hefur það verið með
önnur fyrirbrigði náttúrunnar,
þar til vísindalegar rannsóknir
hafa fært mönnum þekkingu á
þeim og þar með gefið mögu-
leika til að ná tangarhaldi á
þeim. Sú mun einnig verða
raunin um síldina. Hvort það
verður Árni, sem auðnast að
kafa til botns í leyndardómum
síldarinnar, skal ekki um sagt,
en skerfur hans til þeirra rann-
sókna mun ávallt talinn ómet-
anlegur.
Bækur og ritgerðir Árna um
náttúruvísindi hafa náð afar-
miklum vinsældum meðal al-
mennings vegna hins leikandi
og skemmtilega stíls og ljósu
framsetningar. Er tvímælalaust
mikill fengur að hinni nýju bók
hans, og þeir verða áreiðan-
lega margir, ekki sízt hér í
síldarbænum og meðal síldveiði-
sjómannanna, sem ekki sitjá
sig úr færi til að ná í hana.
Auglýsið í Mjölni
Nýr framkvæmda-
stjóri S. R.
Stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins hefur nú ráðið nýjan fram-
kvæmdastjóra í stað Jóns
Gunnarssonar, sem sagt hefur
upp frá áramótum. Var ráðinn
Magnús Blöndal, til eins árs.
Hefur Magnús verið skrifstofu-
stjóri verksmiðjanna frá því
þær voru byggðar, og er því öll-
um hnútum kunnugur.
Svívirðileg árás.
Það vildi til á aðfaranótt
mánudags s.l. að gerð var árás
á veitingamanninn á Hótel
Hvanneyri, Gísla Stefánsson,
með hinum lubbalegasta hætti.
Var hringt um nóttina og fór
Gísli til dyra. Voru þar þá fyrir
fjórir menn og skipti það eng-
um togum, að þeir þrifu til
hans og drógu hann með sér
norður fyrir húsið og byrjuðu
þar að misþyrma honum. Gckk
það þar til mann bar þar að.
Heyrði sá, að eitthvað var á
seyði og að einn mannanna
segir: „Það er einhver að koma,
við skulum hlaupa.“ En þá
segir annar: „Hann er lifandi
ennþá, við sklum drepa ; :n.“
Það varð þó úr, að mtíiiuimir
lögðu á flótta, án þess að sá,
sem að kom gæti séð þá það
greinilega, að hann þekkti þá
aftur. Gísli gat heldur ekki
greint þá til að þekkja þá aftur.
þar sem myrkt var af nóttu.
Hefur ekki ennþá tekizt að hafa
uppi á illræðismönnunum. Gísli
er mikið meiddur. Árás sem
þessi er með fádæmum og að-
ferðir allar lýsa því, að menn
með glæpahneigð eru þar á ferð.
Er skaði, að slíkir menn skuli
ekki nást.
Friðrik Hjartar lætur
af skólast jórn barna-
skólans.
Friðrik Hjartar skólastjóri
hefur nú sagt upp starfi sínu
við barnaskólann hérna. Sótti
hann um skólastjórastöðuna á
Akranesi og hefur verið veitt
hún.
Hlöðver Sigurðsson, sem
gengdi skólastjórastarfinu í
fyrravetur hefur verið ráðinn
skólastjóri næsta vetur.
Friðrik Hjartar hefur verið
skólastjóri hér í 11 ár, og sam-
þykkti skólanefnd á síðasta
fundi sínum að færa honum
þakkir fyrir störf hans við
skólann.
Nýtt stórmerkt rit.
Takið eftir! Amerískir vetrartrakkar GEISLINN