Mjölnir - 11.10.1944, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 11. október 1941
39. tölublað
7. árgangur
Pólland.
(Frambald á 3. síðu)
þeim möguleika til að halda því
fram, að þeir hefðu stuðning
höfuðborgarinnar og komá þann
ig í veg fyrir, að samningar
tækjust.
Pólska stjórnin í London.
Pólska stjórnin, sem nú situr
í London, var skipuð eftir dauða
Sikorskis hershöfðingja. Hún
telur sig hafa stuðning f jögurra
aðalflokkanna, sem leyfðir voru
sem andstöðuflokkar í Póllandi
undir einræðisstjórninni, Sósíal-
ista, Bændaflokksins, Þjóðernis
sinna og Þjóðlega verkamanna-
flokksins.
f raun og veru eru allir þessir
flokkar klofnir, bæði í útlegð-
inni í London og jafnvel meira
heima í Póllandi, þar sem
stærstu hlutar þeirra hafa sýnt
það í hinum frjálsu héruðum,
að þeir styðja stefnu Þjóðfrels-
isnefndarinnar. Stjórnin í Lond-
/on er líka klofin. Einn hluti
hennar hefur miklar tilhneig-
ingar í lýðræðisátt, viðurkennir
þörfina á að sameina alla pólska
lýðræðissinna og halda vináttu
við Sovétríkin. Annar hluti henn
ar, þar á meðal nokkrir hægri
sósíalistar, mun aldrei fallast
á neitt samkomulag við Þjóð-
frelsisnefndina né við Sovétrík-
in.
Mokolajczyk f orsætisráð-
herra leiðtogi Bændaflokksins
meðal útlaganna er sagður óska
eftir samkomulagi. Þjóðfrelsis-
nefndin hefur sýnt honum virð-
ingu sína með því, að bjóðast
til að starfa undir hans for-
ystu sem forsætisráðherra. Enn
sem komið er hefur þó hvorki
hann né aðrir ráðherrar verið
tilbúnir að snúa baki við aftur-
haldssinnum.
En með því að kjósa heldur
einingu við Sosnkowski heldur
en pólsku lýðræðissinnana ljá
þeir sig og stjórnin í heild til
bellibragða, sem aðeins gera
Þjóðverjum gagn, en leiða til
ófarnaðar fyrir Pólver ja.
Sérhver pólskur útlagi, sem
er einlægur í ósk sinni, að Pól-
land verði frjálst, öflugt, óháð,
lýðræðisríki, getur bezt unnið
að hagsmunum lands síns og
málstað Bandamanna með því
að segja skilið við bragðarefina
og ganga í lið með Þjóðfrelsis-
nefndinni við að byggja upp og
græða hið lemstraða land.
NfKOMID:
Drengjaföt
Smábarnasokkar, livítir
Smábarnabuxur
Smábarnajakkar
Anna & Gunna.
Siglufjarðarbíó
Fimmtudag kl. 9:
VÍKINGAR VEGA
\
UM ÓTTU
Sýnd vegna áskorana
Allra síðasta sinn
SIGLUFJARÐARBÍÓ
sýnir aðeins sunnudaga
þriðjudaga og fimmtudaga
TIL SÖLU
Af sérstökum ástæðum er til
sölu lítið notaður
Miðstöðvarketill
með tækifærisverði.
Upplýsingar á
afgreiðslu blaðsins.
SENDIL
vantar okkur nú þegar
Kjötbúð Sigluf jarðar
TARSO
miðstöðvareldavél
til sölu á Hlíðarveg 32
Gunnl. Guðlaugsson
OLlUVELAR
koma með Lagarfossi
Einnig
OUUOFNAR
EINCO
HINN SVARTI NAPOLEON
náði í veslings Potin og lét hýða hann til dauða.
Þeir sitja ennþá og ræða. Eg skildi allt, sem
þeir sögðu, þótt þeir töluðu frönsku en ekki
kreólamál.“
„Reyndu að koma þér að efninu, bjálfinn
þinn. Hvað sögðu þeir um okkur?“ Rigaud
rétti út hendina eins og hann vildi þrífa í
svarið og stinga því í vasa sinn. Vilattes bað
hann að stilla sig.
„Láttu piltinn segja frá þessu eins og hann
vill. Síðan getur þú fengið að tala og skipa fyrir
eins og þú vilt.“
Rigaud ypptir öxlum með fyrirlitningarsvip
og stingur sígarettu á milli svartra tannbrot-
anna.
„Síðar munuð þið gera það, sem ég hef ráðið
ykkur til svo mánuðum skiptir. Upp mcð byss-
urnar og út 1 skógana. Það er betra að vera
útlagi heldur en þræll. Þið munuð einnig kom-
ast að raun um, að það er betra en að vera
kynblendingur. — En hann skal fá að halda
áfrarn, þessi asni “
Vilattes stappar í gólfið.
„Jæja, Carmilly ætlar fyrst að semja við
Englendinga. Það hefur ha.'.n sagt og hinir
hrópuðu: Lifi England,- Þeir hafa kosið þrjá
aðalsmenn til að fara þangað til samninga. Þeir
vilja ekki borga meiri skatta.
, Bravó,“ segir Rigaud og tæmir vermouth-
glas sitt. „Það er einmitt ætlun mín!“
Allir hlusta og rísa óttasleginr á fætur. Þeir
hlusta þögulir á blásturinn og; hvininn í nætur-
húminu. Rigaud slekkur ljósið.
, Við höfum múlvð varðmanvinum, en djof-
u’iinn má vita, hvið svo’.a asnar geta látið
sé’" detta í hug.“
þeir heyra, er ekki fallið til að auka þrá þeirra
eftir ljósinu. Þeirn finnst þeir vera útskufaðir
traðkaðir menn og hatur þeirra til hvítu mann-
anna brennur þeim í blóðinu .
Allt í einu kveður við hin grófa rödd Rigauds,
sem skýrir málin skýrt og einfalt:
„Þetta er stríðsyfirlýsing, sem ég hef alltaf
verið að bíða eftir. Þessi bölvaði jarðeigandi,
Carmilly, hefur loksins hert upp hugann. Hann
ætlar að afnema ákvæði svertingja-laganna,
svo ætlar hann að leggja bann við því að búa
í borginni, banna að fara til Parísar, banna að
reka verzlun, banna að stunda nám, banna að
ber vopn, og svo að lokum —“ það heyrist hvæs-
andi hljóð „— af með höfuðið! Þú hefur lagt
þetta vel niður fyrir þér, heiðraði bróðir Carm-
illy. Þessu verðum við að svara með því að
heimta að hin nýju lög, sem gefa öllum frönsk-
um borgurum sama rétt og sömu vernd án
tillits til hörundslitar, komi til framkvæmda
einnig hér gagnvart okkur, beztu borgurum
San Dómingó. Við verðum að heimta þetta strax
á morgun.“
Vilattes ýrir ofurlitlu Kölnarvatni á jakka-
ermina. Það hringlar í armböndum hans eins
og bjöllum.
„En ef nú hinn heiðraði bróðir, jarðeigandinn,
lætur kasta þér út?“
„Þá flý ég til skógar, en ég fer ekki ein-
samall, ég tek mína járnklgddu brúði* með,
hlaðna blýkossi."
Þegar kynblendingarnir komu svo daginn
eftir, klæddir sínum mesta skrúða, gyrtir blik-
andi sverðum og með mjallahvitar hárkollur,
lét hinn heiðraði bróðir þá bíða í tvær stundir
úti í brennandi sólarhitanum.
„Það er gott fyrir þá, að andlitsfarðinn fái
tækifæri til að bráðna.“
Svo lét hann vísa þeim inn.
Carmilly sat við skrifborð sitt, jakkalaus, í
lágum sokkum og hárkollulaus. Hann leit
undrandi og móðgaður á hina þrjá herra.
Eftir KARL OTTEN
„Hver ert þú?“
Hann benti með fætinum á Vilattes lækni.
Vilattes hneigði sig og nefndi nafn sitt. Svo
kom röðin að Rigaud og svo Daguin. Hinn síð-
astnefndi var auðugur bómullarkaupmaður.
„Og hverju á ég að svo að þakka þennan
sjaldgæfa heiður ?“
Hann hlustaði á Vilattes tala án þess að hið
óviðfeldna bros hyrfi eitt andartak af andlitinu.
„Það á með öðrum orðum að ganga svo langt
í frekjunni, að ekki verði einu sinni tekið ofan
fyrir okkur og ekki borgaðir skattar. Kynblend-
ingarnir vilja fá að kaupa land og hafa kosn-
ingarétt. Hvað þýðir það, að hafa kosningarétt ?
Það eru bara við hvítu mennirnir, sem höfum
kosningarétt. Það er einungis að þakka hinni
miklu geðprýði minni, að ég ekki læt varpa
ykkur strax í fangelsi fyrir þá frekju, sem þið
hafið sýnt hér. Hverfið héðan strax, ellegar ég
læt húðstrýkja ykkur. Hvað er það, sem fólk
ímyndar sér? Vegna þess að nokkrir svika-
hrappar í París hafa fundið upp einhver mann-
réttindi, sem aldrei hafa verið til, þá viljið þið
gera byltingu og kúga okkur. En við skulum
sýna ykkur í tvo heimana. Svertingjarnir verða
að halda áfram að vera það, sem þeir hafa alltaf
verið vegna síns svarta skinns og svörtu sálar
— þrælar. Eg sel ykkur alla til Jamaica eða
Florida.“
Jafnskjótt og hinir þrír kynblendingar komu
heim til sín, komu þar hermenn með brugðna
byssustingi og tóku þá fasta. Þrjú hundruð kyn-
blendingar voru handteknir dagana þar á eftir.
Svo byrjuðu réttarhöld, sem aldrei höfðu átt
sinn líka fyrr á San Dómingó.
Dómararnir voru hreinræktaðirjáðalsmenn. En,
málafærslumennirnir voru lágstéttarmenn,
borgarar, sem að vísu var ekkert annt um kyn-
blendingana, en mændu vonaraugum til nýs
frelsis. Og vegna haturs síns á aðalsmönnum
unum sýknuðu þeir alla kynblendingana undan-
tekningarlaust.
Heift jarðeigendanna var takmarkalaus.
Margir þeirra hófu stríð út af fyrir sig. Það
kom oftlega fyrir, að kynblendingarnir hurfu
og fundust svo aftur liðin lík.
En Massíac-klúbburinn gat hrósað sigri. Hon-
um tókst með hjálp gullpeninga sinna að sann-
færa þjóðþingsmennina um það, að ástandið í
nýlendunum væri allt öðruvisi en í heimalandinu
Þjóðþingið samþykkti að skipta sér ekki fram-
ar af ástandinu á San Dómingó.
Það var mikil ólga meðal kynblendinganna.
Heróp Rigauds um að grípa til vopna, fékk
margfaldan hljómgrunn.
En það vantaði ennþá kjörorðið, sem gæti
kveikt í hjörtunum, hrifið alla og hvatt þá
fram til dáða, kjörorðið um frelsun, sem krefð-
ist skilyrðislausra fórna eigna og blóðs.
Þessu kjörorði sló niður til þeirra frá himnum
og eins og alltaf, þegar svo stendur á, var
það óvinurinn, sem lagði það upp í hendurnar
með sínum vanhugsuðu ofbeldisaðferðum.
OGÉ
Þetta er sagan um hinn ógæfusama bjálfa
Ogé.
Ogé var kynblendingur. Faðir hans, sem var
ríkur indigó-kaupmaður, dó snemma og móðir
hans setti sér það markmið að gera herramann
úr hinum fagra syni, lækni eða embættismann.
Þegar hann var nítján ára var hann sendur
til Parísar.
Ogé lagði stund á stærðfræði, lögfræði og
læknisfræði. Hann gat notið hverskonar skemmt
ana og lystisemda, því að hann var eins og áður
er sagt efnaður og stúlkurnar litu hann hýru
auga.