Mjölnir


Mjölnir - 24.01.1945, Blaðsíða 1

Mjölnir - 24.01.1945, Blaðsíða 1
Sósíalistar, Siglufiröi ! Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 24. þ. m. í Suður götu 10. kl. 8,30 e. m. Dagskrá: Bæjarmál, ýms önnur mál. Mætið stundvíslega. Stjórnin. armálin töstum þurfa að tökum. Byggja þarf hér í bæ 200—300 íbúðir á næstu árum Bygging íbúðarhúsa er eitt af þeim vandamálum, sem bráð- astrar úrlausnar krefjast nú hér í Siglufirði. Enginn rann- sókn hefur að vísu farið fram um það, hve margar íbúðir vanti til þess, að allir geti talizt hafa þak yfir höfuðið. En ekki er ólíklegt, að ef slík rannsókn færi fram, þá kæmi í ljós, að þörf sé 50—100 íbúða. Auk þess vantar æði mikið á, að íbúðir fjölda manna, sem ekki myndu koma á þá skýrslu, séu þannig, að þær svari kröfum nútímans um heilbrigðishætti og þægindi. Mikill hluti íbúðar- húsanna er þannig, að þau geta varla talizt nema hálfgerð. Þau eru byggð af fátækum mönnum, sem höfðu dugnað en lítil efni til að leysa úr bráðri húsnæðis- þörf og bera þess merki, að þegar þau voru komin það langt áleiðis, að hægt var að fá í þeim skjól fyrir regni og vind- um, þá var flutt í þau, en efnin hrukku ekki til þess að fullgera þau og síðan hefur það komizt upp í vana að búa í þeim svona, jafnvel þótt ástæður eiganda hafi batnað það, að hann hafi getað fullgert þau, hafa þeir látið það undir höfuð leggjast. En með auknum menningar- brag á bænum og bættum kjör- um almennings munu kröfurn- ar, sem menn gera til íbúða vaxa bæði um stærð og gæði. Þar við bætist svo, að á hverju ári kemur til sögunnnar ungt fólk, sem giftir sig og stofnar heimili. Það er því þannig, að þótt ekkert nýtt fólk flytji í bæinn og aðeins þurfi að fullnægja þörfum þeirra, sem nú búa hér og þeirri eðlilegu mannfjölgun, sem á sér stað, þá kemur til með að vanta 100—200 íbúðir hér í bænum á næstu árum. En auk þessa kemur annað til skjalanna. Svo sem kunnugt er, eru fyrirætlanir nú um stórkostlega aukningu iðnaðar og athafna- lífs hér í bæ í alveg nánustu framtíð. Nýjar verksmiðjur verða reistar, útgerð verður aukin og margskonar aðrar framkvæmdir hafðar með hönd- um. Til þess að anna þessu er phugsandi að vinnuafl það, sem nú er fáanlegt hér dugi til. Mun engan veginn of hátt reiknað, þótt gert sé ráð fyrir, að til vanti 200—300 vinnandi karl- menn. Að vísu væri þörfin minni yfir veturinn, en meiri yfir sum arið, én stefna þarf að því, að koma vetrarvinnu hér í það horf, að hún fullnægi atvinnu- þörf þeirra, sem með þarf til að anna sumaratvinnunni. En aukn ing um 200—300 vinnandi karl- menn þýðir íbúaaukningu um 1000—1500, þegar fjölskyldur þeirra eru taldar með. Og það þýðir að handa því fólki þarf a. m. k. 100—200 nýjar íbúðir. Erum við þá komnir með tölu nýrra íbúða upp í a. m. k. 200— 300 og mun það þó of lágt reikn að, því að til þess að byggja þessar íbúðir þarf mikið vinnu- afl, sem óhjákvæmilega myndi leiða til fólksfjölgunar í bæn- um. Einhverjum kynni nú að of- bjóða, þegar hér væri komið og heldur vilja fara þá leið að stemma stigu við þessari íbúa- fjölgun, heldur en að skapa henni skilyrði hér. En þá er því til að svara, að framleiðslu- möguleikar hér eru svo miklir, að þeir beinlínis kref jast þess, að hér sé bær með a. m. k. 5— 10 þús. íbúa. Og framkvæmdir þær, sem nú eru hafnar og á- formaðar, t. d. Skeiðsfossvirkj- unin, verksmiðjubyggingar o.fl. beinlínis kref jast mikillar fólks- fjölgunar, ef ekki á að verða stöðnun og afturför. Auk þess er það óheilbrigt ástand, sem hér var fyrir stríð, að atvinnu- rekstur hér sé rekinn af utan- bæjarmönnum og með aðfluttu vinnuafli. Kjör og líðan almenn- ings myndi batna við það, að fólkinu fjölgaði, skilyrði til menningar og þæginda aukast. Það væri því hreinræktaður afturhaldshugsunarháttur, að amast við fólksfjölgun hér í bænum. Þvert á móti eigum við að örfa hana og létta undir með fólki að flytja hingað. Einn lið- ur í því eru byggingar íbúðar- húsa. Menn kunna að vera ekki á eitt sáttir um það, hverjum beri að hafa forgönguna um bygg- ingarmálin. Koma þar til greina ýmsir aðiljar, bæjarstjórn, byggingarfélagið, ýms önnur samtök og einstaklingar. Um það verður þó varla deilt, að mesta skyldan til forgöngu er hjá bæjarstjórn. Er ekki þar með verið að segja, að bærinn eða bæjarsjóður eigi endilega að byggja svo og svo mikið fyrir eigin kostnað, len bæ járst jórn ber skylda til að hafa forystu um Byggingarfélagið er vitanlega alveg kjörið 'til þess að eiga stórmikinn þátt í þessum bygg- ingum. En óhætt er að slá því föstu, að það eru nóg verkefni fyrir alla þá aðilja, félög og ein- staklinga, sem tækifæri og á- huga hafa til að hefjast handa. Bæjarstjórn samþykkti fyrir nokkru að ræða við stjórn bygg- ingarfélagsins um samvinnu í byggingarmálum og munu þegar hafa farið fram við ræð- ur og báðir aðiljar hafa fullan hug á samstarfi. En það þarf að verða víðtækara og þetta má ekki dragast um of. Á næstunni mun væntanlega verða rætt nokkru nánar um skipulagningu þessara mála.einstök atriði þessa máls. Á FILIPPSEYJUM Hersveitir Bandamanna undir stjórn Mac Arthurs hers- höfðingja liafa fyrir nokkru gert innrás á aðaleyju Filipps- eyjaklasans, Luzon. Gengur sóknin þar vel og veldur stórum áhyggjum I Tókíó. Myndin sýnir vopnaða Filippseyinga, sem berjast með Bandamönnum. Er hún tekin af þeim skömmu eftir að þeir höfðu átt þátt í töku borgarinnar Carigara á Leyte-ey. Ljósmyndarinn, sem tók liana, féll skömmu síðar fyrir kúlu Japana. Skáíafél. ,Fylkir‘ tíu ára. Þ. 22. þ. m. varð Skátafélagið ,,Fylkir“ tíu ára. Það var stofn- að 22. jan 1935 og var aðal- hvatamaður að stofnun þess Sverre Tynes. Stofnendur voru 12 alls 'og varð Sverre foringi þeirra. Félagið óx smám saman undir forystu hans, en foringi félagsins var hann til ársins 1938 er hann flutti af landi burt Þá tók við Samúel Samúelsson og var hann fél. foringi til árs- ins 1942, en lét þá af störfum. Við foringjastöðu tók þá Gunn- ar Flóvents og 'hefur verið það síðan. Skátafélagið minntist afmæl- isins með skemmtun í Sjómanna heimilinu 20. þ. m. Buðu skátarnir þangað for- eldrum sínum og aðstandend- um. Hófst skemmtunin með samdrykkju. Á meðan setið var að drykkju, fluttu ræður þeir Guðm. Hannesson, bæjarfógeti og séra Óskar Þorláksson. -Færðu þeir ,,Fylki“ sínar hlýjustu kveðjur og óskir um framtíðina. Brýndu þeir fyrir skátunum að vera trúir skáta- hugsjóninni og að vera sannir skátar í aliri framkomu. Þá flutti ungfr. Kristín Hannes- dóttir ávarp f. h. Skátafél. „Val- kyrjur“ og færði „Fylki“ inni- legustu heillaóskir frá því fé- lagi. Næst las Ólafur Árnason upp frumsamda sögu og Krist- inn Rögnvaldsson las kvæði. Söngur og glaðværð ríktu á milli atriða og skemmtu allir sér hið bezta. (Framhald á 2. síðu). Miðvikudaginn 24. jan. 1945 3. töluhlað. 8. árgangur. (MKMMMNMHMHMÍ % T Saga Kommúnistaflokks Ráöstjórnarríkjanna Björn Franzson íslenzkaði. Víkingsútgáfan gaf út. Nú skömmu fyrir jólin kom út bók, sem fyrir margra hluta sakir er svo merk, að útkoma hennar verður að telja stórvið- burð á sviði íslenzkrar bóka- útgáfu. Á ég hér við Sögu Kommúnistaflokks Ráðstjórn- arríkjanna. Þótt nú sé nokkuð tekið að létta því myrkri vanþekkingar og villutrúar, sem öfl afturhalds ins hafa löngum viljað halda almenningi í, hvað snertir Rúss- landsmál, er þó margt, sem menn eiga eftir að læra á því sviði. Það kemur að vísu eng- um á óvart nú, þótt Rússar hef ji stórfelldar sóknir á vígstöðvun- um og vinni glæsilega sigra. Slíkt væri þó ærið umhugsunar- efni fyrir þá, sem trúðu því til skamms tíma, að í Rússlandi ríkti blóðug harðstjórn örfárra manna, sem héldu almenningi í heljargreipum hervalds og ógn- arráðstafana. Þeir, sem bezt gengu fram í þessari Rússlands- fræðslu, héldu því fram í byrjun stríðsins, að nú myndi veldi Stalíns komið að fótum fram, nú myndu hinar kúguðu þjóðir Rússaveldis rísa upp og varpa af sér okinu. Það er þó fyrir löngu orðið lýðum ljóst, að þjóðir Sovétríkjanna höfðu eng an áhuga fyrir að varpa áf sér „oki Stalíns“, en þeim mun meiri fyrir að reka af höndum sér ,,„frelsarana“. 1 þessu stríði hafa þjóðir Sovétríkjanna sýnt alveg eindæma einingu, hver þraut hefur þjappað þeim sam- an undir forystu hinna mikil- hæfu foringja sinna, hver þrek- raun hefur kennt þeim áð elska þá, er ötulast börðust og leið- ina vísuðu til lausnar vandamál- anna. En hafa verða menn það í huga, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem rússneska alþýðan heyr frelsisstríð, þetta er ekki fyrsta sinn, sem hún á í bar- áttu. Braut hennar hafði ekki verið eintómum blómum stráð fram til þessa stríðs. 1 marga áratugi og aldir hefur hún stað- ið í baráttu. Fyrst var barátt- an háð gegn veldi aðalsins og keisara hans, sem ekki einasta hélt alþýðunni i ánauðarf jötr- um, heldur einnig leitaðist við að hefta eðlilega atvinnuþróun landsins. Síðar kom baráttan ó 9 cíául

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.