Mjölnir


Mjölnir - 24.01.1945, Qupperneq 3

Mjölnir - 24.01.1945, Qupperneq 3
MJÖLNIE 8 Heimsókn í Kiev 1 MJÖLNIR — VmOBLAÐ — Ðtgefandi: S-'síalistafélag Sigluf jarðar llitstjóri og óhyrgðarmaður: Ásgrímur Albertsson Símar 194 og 270 BlaSið kemur út alla miðvikudaga. Askriftargjald kr. 15.00 árg. I lausasölu 40 aura eintakið. Afgreiðsla Suðurgötu 10 — i— m jr j- t SKIPAKAUP y -------------- ,;V-A Um það hefur þráfaldlega verið rætt hér í blaðinu, hver þörf Siglfirðingum sé að því, að s hér sé útgerð og hve nauðsyn- * legt það væri, að bæjarstjórn hefði forgöngu í þeim málum. Var sérstaklega um þetta rætt í sambandi við, þegar félögum og einstaklingum var gefinn kostur á að eignast hina svo- kölluðu Svíþjóðarbáta. I bæjar- stjóm hefur verið sömu söguna að segja. Þar hafa fulltrúar sósíalista, og þá fyrst og fremst Gunnar Jóhannsson orðið að T lialda uppi hatrammri baráttu til þess að fá bæjarstjómina til að gera eitthvað í málinu. En ráðamenn bæjarins hummuðu þetta fram af sér og drógu allt á. langinn. Stoðaði lítt, þótt þeim væri á það bent, að með drætti þessum væru þeir að fyrirgera tækifærum Siglfirð- inga að ná í fyrstu bátana. Og þegar svo allt var komið í ein- f daga og Gunnari Jóhannssyni tókst með harðfylgi að fá boð- aðann bæjarstjórnarfund um þetta mál, þá stungu sumir „meirihlutamennirnir“ ennþá við fótum og vildu draga málið þótt það bersýnilega þýddi það að afsala sér bátunum. En það tókst þó ekki að hindra það, að samþykkt yrði, að bærinn keypti tvo 80 tonna báta. f Síðar samþykkti bæjarstjórn að framselja kauprétt sinn á Imtunum og veita 50 þús. kr. lán út á hvem bát. Umsóknir mn bátana voru svo teknar fyrir á, síðasta bæjarstjómarfundi og Itöfðu þá borizt umsóknir frá 0 aðiljum um 7 báta. Þarna sást ]>að svart á hvítu, að áhugi var til staðar hér í bæ fyrir þess- um málum. Og nú er samþykkt 4 að ræða við atvinnumálaráð- herra um það, hvort ekki sé hægt að fá fleiri báta, og lækn- irinn í Siglfirðingi er nú kom- iUn að þeirri niðurstöðu, að bæjarstjóm hefði átt að taka ]>essi mál fastari tökum fyrr. 13atnandi mönnum er bezt að íifa, má nú segja og vonandi væri, að atvinnumálaráðherra y sjái einhverja leið, því að hann or góðviljaður í garð bæjarins. En miður góðviljaður maður í þeirri stöðu myndi nú hafa sagt á þessu stigi málsins: Sá, sem ekki vill þegar hann fær, Ég er nú búinn að dvelja nokkra daga í Kiev, höfuðborg Ukrainu, sem varð aftur frjáls fyrir réttu ári síðan. Mig lang- aði ákaflega mikið til að athuga breytingar þær, sem orðið hefðu í borginni á þessu ári, hvernig endurreisnarstarfið gengi í Ukrainu. Ég ákvað, til tilbreyt- ingar, að fara með járnbraut til Kiev. I nóvember eru flugsam- göngur heldur stopular. Maður heldur sig spara tíma, en svo kemur maður til flugvallarins á ákveðnum tíma og kemst þá að því, að ekki er flugveður og svo er sama sagan næsta dag og hinn þar næsta. Ekki þó svo að skilja, að hægt sé að kom- ast milli staða í Rússlandi nú í dag með neinum ofsahraða eftir járnbrautunum. Það eru að vísu nokkrar hraðlestir á fáeinum ákveðnum leiðum, t. d. á Síberíu járnbrautinni og hraðlestin Rauða örin, sem gengur milli Moskvu og Leningrad og eru þær þó meir hægfara en á friðartímum. Lestin til KieV er þó mun seinni í förum. Hún er nærri þrjátíu og sex stundir að komast þessar fimmtíu og fimm mílur — tvær nætur og einn dag. En hvernig getur nokkur maður kvartað? Vígstöðvarnar hafa nú færzt langt í burtu frá iðnaðar og framleiðslustöðvum Rússlands og allar járnbrautir til vesturs og suðvesturs eru hlaðnar til hins ýtrasta allskonar flutninga lestum í þágu hersins. Og svo hafa þúsundir milna af járn- brautunum verið eyðilagðar af Þjóðverjum og það er eitt af kraftaverkum hinnar rússnesku hann á ekki að fá þegar hann vill. En núverandi atvinnumála- ráðherra er treystandi til að gera það, sem hann getur í þessu máli. Það er rétt, sem læknirinn bendir á í Siglfirðingi, að bæjar- stjórnin er nú í vanda stödd, þegar ekki eru nema tveir bát- ar til upp í sjö umsóknir. Hann sér enga aðra leið, en að slá saman umsækendunum og hyggst þar með veita þeim nokkra úrlausn. En það er hvorttveggja, að ekki er víst, að þeir séu til þess fáanlegir, og svo hitt, að bátarnir verða ekki fleiri fyrir það og ekkert frekar bætt úr bátaþörf bæjarins. Væri ekki til ein leið ennþá, að bæjarstjórnin leitaði eftir til boðum hjá skipasmíðastöðvum um smíði á bátum handa um- sækendunum. Því má þar til svara, að umsækendurnir geti gert það sjálfir, en þar gildir sama og um Svíþjóðarbátana, að betra er að bæjarstjórnin hafi forgöngu og sennilegt., að hún geti komizt að betri samn- ingum heldur en einstakling- arnir. Mjölnir vill nú skjóta þessu til bæjarstjórnarinnar til athugunar og um leið benda á, að fleiri munu hafa hug á að fá smíðuð skip handa sér, svo að betra er að verða heldur fyrr en seinna á ferðinni með þetta. uppbyggingar, að á svo skömm- um tíma hafa verið byggðar brýr, og að minnsta kosti lögð ein tvíspora járnbraut og að lestirnar skuli yfirleitt komast leiðar sinnar, að meira og minna leyti samkvæmt áætlun. Á leiðinni til Kiev hélt lestin alveg áætlun, en á leiðinni til baka var hún þrem stundum á eftir, sem ekki er umtalsvert, því að tiltölulega skammt fyrir sunnan Moskvu kemur maður inn í hið svokallaða og sann- kallaða eyðimerkursvæði. Sumarið 1943, þegar Þjóð- verjar að lokum voru hraktir vestur yfir Dnjepr, eyðilögðu þeir bókstaflega allt, sem þeir höfðu tíma til og sem áður hafði sloppið við eyðileggingu. Landið er hér hvarvetna herj- uð jörð. Jafnvel er við ókum gegnum hina víðáttumiklu skóga Brianskhéraðsins getur að líta þúsundir trjáa, sem höggvin hafa verið niður á tæp- lega hundrað metra ræmu með- fram járnbrautinni á báða bóga. Þjóðverjar gerðu þetta til að koma í veg fyrir að skæru^ liðar gætu nálgast lestirnar, án þess til þeirra sæist. Ekki man ég til þess þennan dag, að ég sæi járnbrautar- stöðvar í byggingu, aðeins litla bráðabirgðaskúra. Öll gömlu stöðvarhúsin höfðu verið brennd til ösku eða sprengd í loft upp. Af mörgum bæjum sást ekkert eftir nema fáeinir reykháfar, en húsin höfðu verið brennd. Sum- staðar höfðu verið byggð ný timburhús. En oft staðnæmdist lestin á stöðvum, þar sem ekk- ert lífsmark var sjáanlegt. Samt var lestin tæplega stöðvuð fyrr en fjöldi barna og bænda- kvenna kom á stöðvarpallinn að bjóða epli, mjólk í flöskum, soð- in egg og hnetur. Ég talaði við konu, sem sagði mér frá því, að Þjóðverjar hefðu flutt hana til Minsk ásamt f jórum börnum hennar. Þegar Minsk var frels- uð úr klóm þeirra, snéru þau aftur til átthaganna, en þá stóð þar ekki steinn yfir steini. Hún bjó um sig og börn sín í skot- gröf, og beið nú eftir því, að maður hennar kæmi heim af vígstöðvunum og byggði nýjan bæ. Stjórnin hafði gefið henni eina kú, og svo ræktaði hún ofurlítinn kartöflugarð. En hún sagði, að það væri mjög hættu- legt, að fást við slíkt, vegna þess, að allsstaðar væri fullt af jarðsprengjum. Það kæmi oft fyrir, að börn biðu bana af því að fara út fyrir hinar troðnu slóðir. Ef fólk fór að grafa eitt- hvað í jörðina eða rækta, átti það á hættu að verða sprengt í loft upp, því að ekki væru nógu margir verkfræðingar til að eyða jarðsprengjunum. Það eru þorp hér um slóðir, sem bók- staflega eru inn í miðjum jarð- sprengjusvæðum. Strangt eftirlit er haft með járnbrautarferðalögum í Rúss- landi. Það er ekki maður sjálf- ur heldur yfirvöldin, sem ákveða það, hvort ferð sé nauðsynleg eða ekki. Einu lestirnar, sem eru undanþegnar þessu, eru þær, sem flytja fólk innan borg- anna sjálfra og úthverfa þeirra. Það er því ekki auðvelt að fá far á langferðalestum. En eftir að búið er að útvega farið má segja, að ferðalagið sé tiltölu- lega þægilegt og eru lestirnar aldrei ofhlaðnar. Á leiðinni til Kiev var ég í klefa ásamt þrem öðrum. Við átum mat okkar, spjölluðum saman og tefldum domino, sem er algengasta dægradvölin í rússneskum járn- brautarlestum. Eyðileggingin í Kiev er enn- þá ægileg á að líta. Stórir hlut- ar í miðbiki borgarinnar eru gjörsamlega horfnir, t. d. hið fræga stræti Kresjatik. Til þessa hefur aðeins unnizt tími til að framkvæma byrjunarstig- in í endurreisn borgarinnar. Á ég þar við, að rutt hefur verið burt ruslinu og rústunum og á Kresjatiksstræti voru hundruð sjálfboðaliða, borgara og her- menn önnum kafnir við a§, breikka það og leggja nýjar fallegar gangstéttir, sem gefa fólkinu forsmekkinn af því, hvernig þetta fagra stræti muni líta út eftir nokkur ár. En gang- stéttir þessar liggja nú um svæði, sem ekki geta kallazt annað en eyðimerkur. Að undanteknu miðbikinu hef ur Kiev beðið minna tjón, en margar aðrar borgir Ukrainu, og aðeins þriðjungur borgar- innar er í rústum. Þegar hersveitir Vatutins hershöfðingja hröktu Þjóð- verja út úr Kiev voru þar að- eins eftir eitt hundrað þúsund íbúar af tæpri milljón, sem áður bjó þar. Nú hefur hálf milljón komið aftur til borgarinnar. Kiev hefur*því öðlazt aftur að nokkru leyti sitt fyrra, nafn- kunna líf og fjör, Sporvagn- arnir ganga troðfullir af fólki í allar áttir, kvikmyndahús og leikhús eru full áhorfendum, og eru þar leiknar óperur og sýndir ballettar og symfóníutónleikar haldnir. Endurbyggingin er þó ekki mjög áberandi. Borgin sjálf hef- ur á sér alvöruþrungið yfir- bragð eyðileggingarinnar , og varla er hægt að segja, að ný- bygging húsa sé byrjuð. En húsabyggingar eru aðeins hluti og mjög lítill hluti þeirrar end- urreisnar, sem Ukrainumenn hafa sett sér. Ég var svo heppinn að ná tali af Valujev, formanni áætl- unarnefndar ríkisins í Úkrainu, og mér varð þá ljóst, að iðnað landsins verður að byggja nær algjörlega frá grunni. T. d. eru aðeins eftir 14% af létta iðnað- inum, þar með taldar hinar stóru, nýtízku skó- og klæða- verksmiðjur. Endurbygging Dnjepr-aflstöðvarinnar er haf- in, en það er verk, sem mun taka mörg ár. Hinar frægu kola námur í Donbass starfa að nokkru leyti, en mikill hluti þeirra er ennþá í ónothæfu á- standi. Valujev sagði við mig: „Á hernámstímanum komust námurnar í fullkomna niður- nízlu og nú verður að dæla heilu úthafi vatns upp úr þeim áður en hægt er að nota þær. En til þess að geta dælt þurf- um við óhemjumikið af raf- orku, en það höfum við ekki ennþá.“ Niðurstaðan af því, sem nefndarformaðurinn sagði mér er sú, að hér er næstum ótakmarkað verkefni handa út- flutningsiðnaði Breta og Banda- ríkjamanna á sviði allskonar rafmagnsáhalda, námuvéla og verksmiðjuvéla. Ég sá í Kiev margar verksmiðjur, sem voru í hægri og öruggri byggingu. Ég man sérstaklega eftir stórri vélaverksmiðju, þar sem for- stjórinn sýndi mér tíu vélar, sem nýkomnar voru frá Amer- íku. „Þær eru mjög góðar“, sagði hann, „en áður en við getum byrjað í stórum stíl, verðum við að fá tvö hundruð og níutíu í viðbót, en við get- um ekki vonazt eftir þeim fyrr en í lok næsta árs.“ Landbúnaður Úkrainu, sem framleiddi fjórðung landbúnað- ar Sovétríkjanna fyrir stríð, er í örari endurreisn, þótt erfið- leikarnir á því sviði séu gífur- legir. Nautgripir eru notaðir til að draga plógana og kerrurnar, nautgripir, sem Þjóðverjar höfðu ekki tíma til að taka með sér. Miklu meira en helmingur bústofnsins hefur horfið á stríðsárunum, en gerðar hafa verið ráðstafanir til skjótra úr- bóta. Allir kálfar eru t. d. af- hentir samyrkjubúunum og bú- fé er flutt að frá Síberíu og öðrum hlutum Sovétríkjanna, sem ekki voru hernumdir. Land búnaðartæknin er að sjálfsögðu á frumstæðu stigi. I Úkrainu var þó landbúnaðurinn rekinn fyrir stríð með miklu nútíma sniði. En nú er mikill skortur allskonar landbúnaðarvéla. Til- búinn áburður er einnig af mjög skornum skammti. En úkra- inski jarðvegurinn er frjósam- ur eins og áður og hinar strit- andi konur hafa nú þegar hlotið ríkuleg laun erviðis síns. Ég heimstótti nokkur sam- yrkjubú í nágrenni Kiev og þrátt fyrir alla ervileika voru þau þegar orðin hin blómleg- ustu. Ég sá meiri og betri mat heldur en ég hef séð í mörg ár — en þó ekki kjöt nema af kjúklingum. Fólkið, sem er nær eingöngu konur, var glatt og hughraust. Þær gátu nú minnzt þýzka hernámsins án þess að sleppa sér. Þetta var nú orðið eins og illur draumur. Stærsta þrá þeirra nú var, að stríðið væri brátt á enda og karlmenn- irnir myndu bráðlega koma heim, EFTIR ALEXANDER WERTH Moskvafréttaritara enska blaðsins „Sunday Times“

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.