Mjölnir


Mjölnir - 12.02.1947, Síða 3

Mjölnir - 12.02.1947, Síða 3
I M J Ö L N I E S Heildsalastjórn sezt ad völdum á fslandi Ný stjórn hefur nú verið mynduð, eftir að stjórnarkreppa hafði staðið yfir í 117 daga. — I Þessi stjómarkreppa hófst með því, eins og kunnugt er, að sam- starfsflokkar Sósíalista í fyrr- verandi ríkisstjóm bmtu eitt veigamesta atriði stjórnarsamn- ingsins, að vernda og efla sjálf- stæði landsins ,með því að veita Bandaríkjunum réttindi hér á landi, sem eru skerðing á yfir- ráðarétti landsmanna yfir landi þeirra. Þar við bættist einnig, að mikil brögð höfðu verið höfð i frammi um framkvæmd nýsköp unarmálanna, sem einkum fól- ust í þeirri fjármála og við- skiptapólitík, sem -rekin var undir fomstu Sjálfstæðisflokks- ins, en sú pólitík var, að leggja þessi mál undir hina köldu krumlu Landsbankavaldsins. Það hefur margt verið rætt og ritað um þessa stjórnaikreppu ^ og þá, sem ríkjandi var hér fyrir nokkrum áram síðan. — Sumir telja sig geta komið með einhver töfraráð gegn stjómar- kreppum og vandinn sé ekki annar en að breyta stjórnskipu- laginu. Mun þá vera átt við það, að gera ríkisstjórnina óháðari alþingi. Er ekki ólíklegt, að það verði nú rætt í sambandi við endurskoðun þá á stjórnar- skránni, sem nú stendur yfir. En gjalda skyldu menn varhug við slíku tali. Útkoman gæti naumast orðið önnur en sú aó skerða lýðræðið 'i stjómarfar- inu. Við íslendingar höfum nú einmitt verið svo heppnir, eða öllu heldur óheppnir að hafa fengið að reyna stjóm, sem ekki var mynduð að tilhlutan alþing- is, coca-cola-stjói'nina, vansæll- ar minningar. Við höfum reynsl- una fyrir því, að slík stjóm er r ekki fær um að leysa neinn vanda, sem flokkarnir á alþingi em ekki færir um. En aftur á móti getur hún verið mjög þægi- legt verkfæri fyrir afturhaldið til að framkvæma ýmsar að- gerðir, sem flokkar þess hirða ekki um að bletta sig beinlínis á. Við íslendingar höfum ekki verið einir um það að búa við stjórnarkreppur. í fjölmörgum löndum hefur slíkt ástand skap- azt á undanföraum mánuðum og það má með sanni segja, að þær séu einkennandi fyrir það tímabil, sem við lifum nú á. — Þetta tímabil einkennist af því, að borgarastéttin er að tapa óskoruðum völdum, sem hún hefur til þessa haft í flestum löndum, en alþýðan víða ekki orðin nægilega sterk og sam- hent til að taka völdin í sínar hendur. Þessi röskun á krafta- hlutföllimum innan Þjóðfélag- anna leiðir til þess, að þessi voldugu þjóðfélagsöfl vega salt. Þrír möguleikar verða fyrir hendi um stjórnarmyndun, borg araleg afturhaldssöm stjórn, stjóm, er byggist á tímabund- inni samvinnu hinna andstæðu stétta og vinstri stjóro, sem þýði, að völdin hafi að meira eða minna leyti færst í hendur alþýðunnar. Allir þessir þrír möguleikar vom fyrir hendi hér á landi um stjórnarmyndun nú s.l. hausti. Þar sem Sósíalistaflokkurinn er flokkur alþýðunnar, gat hann aðeins tekið þátt í viðræðum um tvo þá síðar töldu af þessum þrem mögulei'kum og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hrein- ræktaður fulltrúi borgarastétt- arinnar, gat hann aðeins tekið þátt 'í að ræða tvo þá fyrr töldu. Fyrrverandi stjórn byggðist á 2. möguleikum, samvinnu milli stéttanna og Sósíalistaflokkur- inn tók þátt í viðræðum um þann möguleika, bæði í 12 manna nefndinni og eins er Ólafi Thors var falið að reyna stjómarmyndun. Hann tók einnig þátt í viðræðum um myndun vinstri stjórnar ásamt Alþýðuflokknum og Framsókn- arflokknum og var það svo langt komið, að þar strandaði á Alþýðuflokknum, þótt honum væri boðið það, að forsætisráð- herrann skyldi verða úr þeim flokki. En það var vinstri sinn- aður maður, sem um var rætt, og það gat íhaldið í flokknum dkki þolað, en bauð hinsvegar Stefán Jóhann í samvinnu við afturhaldið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum til ifor- ystu um stjórnarmyndun. — Alþýðufl. hafnaði þannig, þegar á reyndi að taka þátt í vinstri stjóm og var þar með sú leið lokuð a.m.k. 'i bili. Áður hafði starfið í 12 manna-nefndinni og tilraunir Ólafs Thors leitt í ljós, að ekki væri unnt að mynda stjórn á sama gmndvelli og fyrrverandi stjórn. Þar með höfðu lokast þær tvær leiðir, sem Sósíalistaflokkurinn gat tekið þátt í, að farnar yrðu. — Eftir var aðeins að reyna til þrautar möguleika fyrir mynd un hægri stjórnar, og það var Stefáni Jóhanni falið að gang- ast fyrir. í þeim viðræðum gat Sósíalistaflokkurinn að sjálf- sögðu ekki tekið þátt. Hann gat ekki og getur ekki samkvæmt eðli sínu tekið þátt í hægri stjórn. Elftir margar vi'kur og sí- felldar framlengingar á frestum hefur nú afturhaidinu tekizt að mynda stjóm undir forsæti hins „þrautreynda“ heildsala og sjálfsala Stefáns Jóhanns. Það mun löngum verða talinn dapur- legur vottur um siðgæðisskort íslenzkrar borgarastéttar og miklar þrengingar hennar 'í valdabaráttunni, að hún skuli hafa kjörið þann mann til for- ystu, enda tók það langan tíma að píska hina raunsærri og heil- brigðari menn þessara þriggja flokka til að beita sér fyrir heildsalavagn Stefáns og ©kki er öll sagan sög ðum það, hversu auðsveipir þeir verða undir ak- týgjunum. Reynslan sker úr því. Hin nýja stjórn hefur nú birt svokallaðan málefnasamning. Skortir þar hvorki orðagjálfur né loðin fyrirheit. Orðalag allt er óákveðið. Eitt skal tekið til athugunar og rannsóknar, at- hugaðir verði möguleikar á öðm; leitast verði við svo sem frekast er unnt um hið þriðja og unnið skal af alefli að hinu \ fjórða. Þetta er mjög einkenn- andi orðalag þessa „málefna- samnings.“ Ekki er kveðið á skýrum orðum um neinar veru- legar raunhæfar framkvæmdir. Allt þetta orðalag um viðleitni, athuganir og rannsóknir verður þeim mun tortryggilegra, þegar þess er gætt, að athugun* og rannsókn á f járhags- og atvinnu ástandi þjóðarinnar hefur þegar farið fram í verulegum atriðum. Það er því með þennan samning, eins og aðra loðna samninga, að mest veltur á hverjum er falið að framkvæma hann, og nú er framkvæmd hans í höndum heildsalanna og mestu aftur- haldsafla þjóðfélagsins, einmitt þeirra afla, sem harðast börðust gegn nýsköpunarstefnu fyrrver- andi stjórnar og gefur það nokkra vísbendingu um fram- kvæmdirnar. Ákvæðið um eigna- könnun verður t.d. harla tor- tryggilegt, þegar hún á að fara fram undir stjórn heildsalanna, sem mest hafa í sjóðum sínum af rangfengnu almannafé. Það fer i'itið fyrir í þetta skiptið „skilyrðum" Alþýðuflokksins, enda mun Stefáni hafa verið meir í mun nú en síðast, að samningar tækjust og því ekki talið sig hafa efni á að setja skilyrði. , Þegar athugaður er aðdrag- andi þessarar stjórnar, val manna í hana og hverjir raun- verulega standa að baki hennar, þá verður ljóst .hvert hlutverk henni er ætlað í íslenzkum stjórnmálum. Hún á að sjá far- borða hagsmunum stóreigna- mannanna; hún er stjórn Lands bankavaldsins, en þar eru saman komin ófyrirleitnustu og afturhaldssömustu klíkur fjár- málavaldsins á Islandi. Stjórnin mun ætla sér að nota þær fram- kvæmdir, sem þegar hafa verið hafnar undir forystu fyrrver- andi stjórnar til að láta líta svo út, að hún sé eitthvað að aðhaf- ast í nýsköpunarmálunum, en þó telja skyldu s'ína að koma framkvæmdum þannig fyrir, að nýsköpunin lendi sem mest í höndum stóreignamannanna. — Aðrar framkvæmdir, sem áform aðar hafa verið en ekki byrjað á mun hún tefja og torvelda með ýmsum ráðum. Það gefur góða hugmynd um, hvers aftur- haldið ætlast til af þessari stjórn, það sem Jónas frá Hriflu sagði við valdatöku hennar. Hann sagði, að hennar bíði að leiðrétta þær misfellur, sem Sósíalistaflokkurinn hefði komið til leiðar á undanförnu stjórnartímabili. Enginn getur verið . í vafa um hvaða „mis- fellur“ þetta eru. Öllum er kunnugt, að Sósíalistaflokkur- inn barðist bezt og einlægast fyrir nýsköpuninni og einnig hitt, að Jónas var einn mesti hatursmaður þeirrar stjómar og nýsköpunarstefnunnar. — „Misfellumar“, sem Jónas talar um, er því nýsköpunin og það, sem hann og afturhaldið ætlast til er að hin nýja stjórn stöðvi hana. Til þess er hún mynduð. En hún mun ekki þora að stöðva það, sem þegar er byrjað á, t.d. togarakaupin, en hún ætlar sér að nota það til að skreyta sig með því, á meðan hún stöðvar og tefur alla frekari nýsköpun. Þess er einnig að vænta, að fyrst um sinn fari hún varlega gagnvart verka- lýðssamtökunum, en undirbúi af því meira kappi í kyrrþey undir niðri sókn gegn þeim. — Þurfa þau þv'í sannarlega að vera á verði. I sjálfstæðis- og utanríkismálum hafa þessir menn þegar sýnt hvers þeim er trúandi til og er því hin allra brýnasta nauðsyn, að öll þjóðin fylgist með þeim málum af ár- vekni. Samstillt barátta þjóðar- innar hefur þegar hindrað, að gerður væri ennþá smánarlegri samningur um landsréttindi hennar en gerður var og sýnir þa^, hvað hægt er í þeim efnum. Þjóðin verður nú að taka upp ennþá harðvítugri baráttu fyrir nýsköpun atvinnulífsins og auknu lýðræði í atvinnu- og f jár málum. Hún verður að heyja miskunnarlausa baráttu gegn heildsala- og Landsbankavald- inu. Það eru til mörg ráð fyrir alþýðuna að hafa áhrif á gerðir alþingis og ríkisstjórnar, og þeim ráðum verður að beita til hins ýtrasta. « Börn í rafmagnsstólian. Tveir drengir, er hafa negra- blóð 'i æðum, þeir James Lewis og James Trudell, báðir 14 ára að aldri, voru nýlega dæmdir til lífláts í rafmagnsstólnum. — Dómar þessir voru kveðnir upp af dómstóli í Mississippi-ríki, rík inu, sem átti hinn illræmda Theodore G. Bilbo að fulltrúa á Þjóðþingi Bandaríkjanna. Bilbo var sem kunnugt er, fyrir skömmu vísað áf þingi fyrir falsanir og fyrir að æsa til of- sókna gegn svertingjunum. Glæpur sá, sem drengir þessir voru dæmdir fyrir, hefir ekki sannast á þá, og þeir neita því, að hafa átt nokkra hlutdeild í honum. Tilkynningin um dóm- fellingu þessa hefir vakið gr'iðar lega athygli í Bandaríkjunum. Dnépr-aflstöðin reynd. Hinn 12. þ. mánaðar var afl- stöðin mikla við Dnépr-f ljót sett í gang í reynsluskyni Aflstöð þessi er hin mesta í Evrópu. Rauði herinn sprengdi hana í loft upp á undanhaldi sínu austur yfir fljótið á stríðs- árunum, en innan skamms munu verksmiðjurnar í borgunum á Dnépr-bökkum aftur fá raf- magn frá þessu risavaxna orku- veri. Bak við jámtjaldið. Hið v'íðlesna ameríska blað „New York Times“ birti nýlega fjórar myndir undir fyrirsögn- inni: „Bak við rússneska járn- tjaldið.“ Myndirnar sýndu út- búnað og vélar í skriðdrekaverk- smiðju, loftvarnabyssuverk- smiðju, vörabílaverksmiðju og nafngreinda málmvinnslustöð. I lesmáli, sem fylgdi myndunum, var vakin athygli á því, að Sovétríkin héldu því vandlega leyndu, hvar verksmiðjur þessar væra niðurkomnar. Allt var þetta býsna grun- samlegt og féll vel í ,,kram“ æsingapostulanna í Bandaríkj- unum. En daginn eftir gerði hið frjálslynda blað ,,PM“ ritstjórn New York Times þann ógreiða, að- upplýsa hvernig myndir þessar voru til komnar. Þær höfðu verið látnar blöðum Bandaríkjanna í té árið 1944, og áttu að sýna þátttöku iðnað- ar Sovétríkjanna í styrjöldinni gegn fasismanum. P.M. spurði, hvort blaðið vildi ekki birta leiðréttingu á þessum ódrengilega fréttaburði, en þeirri fyrirspurn var ekki svarað. Finnskur valdadraumur. Finnska ríkislögreglan tók nýlega í sínar vörzlur ýmis skjöl finnska herforingjaráðs- ins, þar á meðal gerðabók eina, sem hafði inni að halda vand- lega gerða hernaðaráætlun við- víkjandi innlimun stórra land- svæða í Norður-Noregi og Norður Svíþjóð. Áður höfðu fundist ýms plögg, sem að þessu hafa lotið, en hafa fram að þessu ekki verið tekin alvarlega, og ekki álitið, að ábyrgir stjórn- málamenn né herforingjar ættu neinn þátt 'i þessum ráðagerð- um. Samkvæmt hinum nýju upp- lýsingum, sem aflast hafa, var þessum ráðagerðum svo langt komið, að sænskir áróðursmenn frá Norrbotten — auk sænskra nazista — fengu fræðslu á sér- stökum áróðursskóla í Helsing- fors og voru reiðubúnir til að ta'ka til starfa sunnan landa- mæranna, þegar kallið kæmi. I hinni áðurnefndu gerðabók er frá því skýrt, að 27 finnskir liðsforingjar og leikmenn hafi kynnt sér hverjar ráðstafanir þyrfti að gera, er styrjöldinni lyki með sigri Finna. Þá yrðu þeir að kunna að notfæra sér réttilega það tækifæri, sem byð- ist til nýrra landvinninga. M. a. segir svo: „I austri er draumurinn um Stór-Finnland þegar orðinn að verulei'ka, og meir en kominn tími til að hefja framkvæmdir í vestri. Svíþjóð hefir til þessa verið stórveldiNorðurlanda, en hinum spillandi áhrifum hennar er nú lokið. Hið finnska úrvals- ríki (elitestaten) verður að fengnum sigri Þjóðverja reiðu- búið til að taka forystuna. Það er ekki aðeins í austri, sem Finnland þarf að vinna lönd. — Stór-Finnland þarf að fá hlið að Atlanzhafi, og það hlið fæst, er landamæralína Finnlands og Svíþjóðar liggur um Luleá og 'i framhaldi þaðan til hafs.“ Ennfremur er það tekið fram, að ekki sé að vænta alvarlegrar mótstöðu af Svía hálfu. Þeir hafi þegar ökilið, hve ósann- gjarnt það væri, að þeir héldu forustuaðstöðu sinni eftir að Finnland og Þýzkaland hefði unnið styrjöldina. Þróttar-félagar! Allsherjaratkvæðagreiðslunni um uppsögn kauptaxtans lýkur kl. 7 í kvöld. STJÓRNIN

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.