Mjölnir - 12.02.1947, Side 4
Miðvikuilagur 12. febrúar 1947.
5. tölublað
10. árgangiu-
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags ís-
lands, verður haldinn í Kaupþingssalnum, í húsi
félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1947
og hefst kl. 1,30 e. h.
D A G S R R Á :
1. Stjóm félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum
á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand-
andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til
úrskurðar endnrskoðaÖa rekstursreikninga til 31. des.
1946 og efnahagsreiknrng með athugasemdum endur-
skoðenda, svönun stjómarinnar og tillögum til úr-
skurðar frá endurskoðendmn.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt-
ingu ársarðsins.
3. Kosning f jögra manna í stjóm félagsins, í stað þeirra
sem úr ganga samkvæmt félagslögum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og
eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaimasjóðs h.f.
Eimskipafélags Islands.
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp
kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngiuniðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík,
daganna 4. og 5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir
umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í
Reykjavík.
Reykjavík, 10. janúar 1947.
STJÓRNIN
Tryggingar!
Tökum að oss:
★ Sjóvátryggingar
★ Farangurstryggingar
★ Ferðatryggingar
★ Bifreiðatryggingar
★ Bmnatryggingar
★ Rekstursstöðvatryggingar
★ Jarðskjálftatryggingar
SIGLFIRÐINGAR !
Tryggið allt hjá alíslenzku félagi.
ALMENNAR TRYGGINGAR H. F.
Umboðsmaður á Siglufirði
FRISRIK GUÐJðNSSON
Símar 25 og 188
M O N T E S
Eftir FRANK HARRIS
toganum af Medina Celi — hann hafði vitjað
mín undir eins samdægurs — að höggið hefði
ekki valdið alvarlegum meiðslum, en ég mundi
alltaf verða haltur, því horn nautsins hefðu rifið
lærvöðvann frá beininu. „Það er hreinasta
kraftaverk, að honum skyldi ekki blæða til
dauða,“ sagði hann. ,,En nú mun honum batna,
en hann getur aldrei framar tekið þátt í nauta-
ati.“ Eg vissi þó betur en læknirinn, en svaraði
honum engu. En við hertogann sagði ég: „Senor,
loforð er loforð. Eg mun taka þátt í sýningu
yðar í júlí, eins og ráð var fyrir gert.“
Ilann svaraði: „Já, vesalings drengur, ef þú
vilt og verður fær um það. En hvað kom þér til
að gera annað eins glappaskot eins og þetta?“
„Ég gerði ekkert glappaskot, senor.“
„Vissirðu, að þú yrðir stangaður?“
Eg kinnkaði kolli. Hann horfði dálitla stund
á mig og rétti mér síðan höndina. Eg held, að
hann hafi skilið, hvernig í öllu lá. En hann
minntist ekkert á það.
Juan heimsótti mig um kvöldið, og daginn
eftir komu Clemencia og móðir hennar. Eg sá,
að Clemencia var hrygg og langaði til, að ég
fyrirgæfi henni. En mér fannst ég ekkert þurfa
að fyrirgefa henni meðan hún stóð þarna, bein
og mjúkvaxjin, með blómlegt yfirbragð og lokk-
andi augnaráð. S'iðan kom kvaláfullur tími
meðan læknarnir voru að græða vöðvana fasta.
Bráðlega komst ég á fætur og gat haltrað um
með hækju. Eftir því sem batinn jókst fækkaði
komum Clemenciu og meðan hún stóð við, fór
móðir hennar aldrei út úr herberginu. Eg skildi
hvað það þýddi. Hún hafði beðið móður sína að
fara ekki út. Móðir hennar hafði meðaumkvun
með mér og þó hún teldi engan mann samboð-
inn dóttur sinni, hefði hún lofað okkur að vera
einum, að minnsta kosti stöku sinnum, ef ekki
hefði verið þannig búið um hnútana Hún hafði
konuhjarta. — En það kom aldrei fyrir. Þá
ásetti ég mér að verða sem fyrst heill heilsu, Eg
skyldi sýna þeim það, sagði ég við sjálfan mig,
að Montes, þó haltur væri, gæti meira en aðrir
menn. Og ég varð furðanlega fljótur að ná mér
— Dag einn seint í júní sagði ég þjóni hertogans
— hann sendi á hverjum degi til mín þjón með
ávexti og blóm — að mér væri mjög mikið
áhugamál að hitta húsbónda hans. Hertoginn
heimsótti mig sama dag.
Eg þakkaði honum fyrir góðsemi hans og
spurði síðan:
„Senor, hafið þér látið prenta nafn mitt sem
nautabana á leikskrána?"
„Nei,“ svaraði hann. „Þú verður að komast
til heilsu áður. Ef ég væri í þínum sporum,
mundi ég satt að segja ekki fást neitt við
nautaöt fyrr en næsta sumar.“
Eg svaraði: „Senor hertogi, Það er mjög að-
kallandi. Trúið mér. Þó ég sé lasburða get ég
samt beitt sverðinu."
Hann svaraði eins og hann hefði lesið hugs-
anir m'inar: „Einmitt. Hún heldur, að þú getur
það ekki. En þú villt sanna hið gagnstæða. Eg
mundi ekki gera mér það ómak ef ég væri í
þínum sporum. En rasaðu ekki að neinu, það
eru enn fáeinir dagar til stefnu Eg kem seinna
1 heimsókn til þín, og ef þú verður þá sömu skoð-
unar og nú, skal ég veita þér tækifæri. Því lofa
ég.“
Augu mín voru tárvot, þegar hann fór út, en
þó var ég glaður og öruggur. Hinir fölsku vinir
mínir skyldu sjá, að ég væri eekki dauður úr öll-
um æðum. Að undanteknum Antoniu, jámsmið,
nokkrum ókunnum mönnum og þjóni hertogans
hafði enginn komið til mín í rúma viku.
Eftir þrjá daga skrifaði ég hertoganum og
bað hann að efna lóforð sitt. Daginn eftir komu
Juan, Clemencia og móðir hennar öll saman 'i
heimsókn til mín. Þau vildu öll fá að vita, hvað
þetta ætti að þýða. Þau sögðu, að um alla
Madrid hengu nú auglýsingaspjöld fyrir nauta-
atið næsta sunnudag, og á þeim stæði nafn mitt
sem æðsta nautabanans, og að hertoginn hefði
látið prenta fyrir neðan það: Vegna sérstakrar
beiðni hennar hátignar drottningarinnar. Eg
svaraði því einu, að ég færi bráðuih að starfa
aftur. Eg tók eftir því, að Clemencia vildi ekki
mæta augnaráði mínu.
Hvílíkur dagur — ég á við sunnudaginn næsta
á eftir. Drottningin sat í stúku sinni og hertog-
inn við hlið hennar, þegar skrúðganga okkar
heilsaði þeim. Hvert sæti var skipað og hún var
í beztu stúkunni, sem ég gat fengið. En ég
reyndi að hugsa ekki um hana. Það var eins og
hjarta mitt væri frosið Þó skil ég nú, að jafnvel
í þetta skipti vann ég vegna hennar. Þegar
fyrsta nautið kom inn og klæðisberarnir hófu að
erta það, byrjaði fólkið að hrópa á mig:
E1 pequeno. E1 pequeno, — og vildu helzt stöðva
leikinn. Eg haltraði fram 'i nautabanaskrúðan-
um, tók veifu af manni einum og egndi nautið
með henni. Það renndi sér á mig. Þetta var
meinlaus boli, ég sá augnaráð hans, og vissi, að
öllu var óhætt. Síðan vafði ég. veifunni utan um
mig og sneri bakinu að honum. I sömu svipan sá
ég fólkið standa upp úr sætum sínum og her-
togann halla sér fram yfir stúkugrindumar.
Þegar nautið hikaði og nam staðar, fór það að
hrópa. Eg skilaði veifunni og fór á minn stað
meðal nautabananna^ eftir að hafa hneigt mig
fyrir áhorfendunum. Fólkið hafði nú valið mér
nýtt nafn og byrjaði að hrópa: E1 cojo (sá
halti). Eg varð því að ganga fram að nýju og
hneigja mig hvað eftir annað. Drottningin
fleygði til mín vindlingahylki úr gulli, sem ég á
enn. Hérna er það. — Eg leit aldrei þangað, sem
Clemencia sat, en þó vissi ég, hvað henni leið.
Þennan dag fleygði hún engri rós til mín. —
Loks kom að því, að ég átti að drepa nautið Eg
gekk að því með nakið sverðið í annarri hend-
inni. Engra bragða þurfti við. Eg stjómaði því
með viljakrafti m'ínum og hann leit framan í
mig. „Veslings dýrið,“ hugsaði ég, „þú ert ham-
ingjusamari en ég.“ Hann beygði höfuðið með
stóru, góðlegu undmnaraugunum og ég rak
sverðið í gegn mn hjarta hans. Hann féll á
hnén við fætur mína og valt síðan á hliðina,
steindauður. Þegar ég stakk sverði mínu í slíðr-
in og gekk burtu byrjaði fólkið að hrópa: „Vel
af sér vikið. E1 cojo. Vel af sér vikið.“ Þegar ég
gekk út af sviðinu þennan dag, var ég dáðasti
nautabani á Spáni. Það sagði hertoginn að
minnsta kosti og hann vissi hvað hann söng.
Næsta sunnudag fór síðasta nautaat sumarsins
fram; en þann sunnudag tókst mér betur en
hinn fyrri og var ráðinn æðsti nautabani næsta
sumar með fimmtíu þúsund duros í laun. Fjöru-
tíu þúsimdum ráðstafaði ég eins og hertoginn
réði mér til — ég hefi lifað á vöxtum þeirra
síðan, en tíu þúsundum hélt ég eftir til daglegra
þarfa.
I
Eg háfði ákveðið að skipta mér ekkert af
Clemencia framar og hélt ákvörðun mína í
margar vikur En dag einn kom Juan til mín og
sagði mér, að Clemencia tæki sér f jarveru mína
nærri. Hann mælti:
„Hún er stærilát eins og þú veizt. Stærilátari
vJ
i 1
■ hf
.