Mjölnir - 21.05.1947, Síða 1
Kaupið, lesið og
útlreiðið
ÞJðfiVILJANN
Miðvilaidagiim 21. maí 1947
17. tölublað 10. árgangur
STOFNÞING
Alþýðusambands Norðurlands
%
var háð á Akureyri dagana 17. til 19. þ. m. — Á þínginu voru
mættir 42 fulltrúar frá 16 verkalýðsfélögum í Norðlendingafjórð-
ungi. Forseti þingsins var kosinn Gunnar Jóliannsson, formaður
Þróttar, en varaforseti Elísabet Eiríksdóttir, formaður verlía-
kvennafélagsins Einingar á Alaireyri.
Umræður voru skemmtilegar og fjörugar á þinginu. Helztu
áhugamál verkalýðsins voru tekin fyrir og rædd og inargar
merkar ályktanir og samþykktir voru gerðar. Verður nánar sagt
frá þinginu í næsta blaði.
Kjör sjómanna á tog-
veiðum o
Þau kjör, sem enn gilda við
togveiðar og dragnótaveiðar
fyrir sjómenn eru vægast sagt
hin lélégustu. Samkvæftnt samn-
ingi frá 1944, sem Sjómannafé-
lag Reykjavíkur og Sjómanna-
félag Hafnarfjarðar gerðu, og
sem nökkur félög önnur eru að-
iljar að; meðal annars Þróttur
á Siglufirði eru kjörin þessi
35y2 %, sem skiptist í jafn-
marga staði og menn eru á skip-
unum. Tryggingin til hvers há-
seta er 325,00 plús vísitala. —
Allur er samningurinn mjög
óljós og 'í honum mörg atriði,
sem erfitt er að skilja. Samningi
þessum má segja upp í septem-
ber nætkomandi. Nú er svo
komið, að erfitt mun vera fyrir
útgerðarmenn að fá menn út á
togbátana fyrir þessi kjör og
mun engan undra. Hitt hlýtur
að vera meira undrunarefni, að
nokkur maður skuli láta skrá
sig nú orðið eftir þessum taxta,
jafn úreltur sem hann er. Menn
bjuggust við, að sjómannafélög-
in á Suðurlandi mundu segja
þessum samningi upp síðast-
liðið haust en sú varð ekki raun-
in á og sitja þeir sjómenn nú
með lélagan samning útgerðar-
mönnum sjáfum til stórtjóns.
Sjómannafélag Akureyrar gerði
samning í vetur fyrir togveiðar,
þar sem saltað er um borð. Sá
samningur er í alla staði mikið
betri. Þar eru skiptin 39 til 40%
og lágmarkstrygging 580,00 á
mánuði og 4% orlof á háseta-
hlutinn allann. Nokkur ný
ákvæði eru í þeim samningi, sem
eru til stórbóta frá því, sem
áður hefur verið. Það er vitan-
lega sjálfsagt að ein og sömu
kjör gildi við togveiðar, hvort
sem um er að ræða að fiskað er
í salt, ís eða aflinn lagður í land
draénót
til frystingar eða söltunar. Það
væri vitanlega ekki nema sjálf-
sagt, að útgerðarmenn tækju
nú þegar upp samninga um
þessi mál við fulltrúa frá sjó-
mönnum, og væru ekki að hanga
í gömlum og úreltum samningi,
sem þeir hljóta að sjá er þeim
til tjóns, ekkert síður en sjó-
mönnunum. Þessi mál verða að
sjálfsögðu rædd nú á stofn-
þingi Fjórðungssambandsins á
Akureyri. Vonandi fæst einhver
lausn um þessi mál, sem hægt
er að una við.
HVERJU VELOUR
SUK FRAMKOMA
Það mun margur hafa orðið
all hissa, þegar þeir hlýddu á
ræðu forsætisráðherrans Stef áns
Jóhanns Stefánssonar við svo-
nefndar eldhúsumræður nú fyrir
stuttu, er hann lýsti því yfir, að
hann hefði aldrei átt í heildsölu-
fyrirtæki og hefði engra hags-
muna að gæta gagnvart þeirri
stétt. Vitanlega hefur einhver
hugsað, að þetta hlyti að vera
rétt, þar sem maður í svona
stöðu, sjálfur forsætisráðherr-
ann, léti ljósvakann bera þetta
til hinna dreifðu landsbúa, en
hver er sannleikurinn ? Hann er
sá, að í Lögbirtingarblaðinu 7.
sept. 1945, er tilkynning um
hlutafélagsstofnun, orðrétt:
„Heiti félagsins er Sölumið-
stöð sænskra framleiðenda h.f.
(S.S.F.) Heimili þess og varnar-
þing er í Reykjavík. Tilgangur-
inn er að reka umboðs- og heild-
verzlun, sérstaklega með vörur
ýmiskonar sænskra iðngreina.
Stjórn þessa fyrirtækis skipa:
Stefán Jóhann Stefánsson, Ás-
vallagötu 54, Rvík, Guðmundur
í. Guðmundsson, Hringbraut 87,
Rvík, Guðmundur G. HagaMn,
ísafirði og Haukur Claessen,
Vatnsstíg 9 A, Rvík.
Hlutafé félagsins er kr. 50,000
— fimmtíu þúsund krónur. —
Hlutafé þetta skiptist í 20 eitt
þúsund króna hluti og 300 eitt
hundrað króna hluti.Atkvæðis-
réttur fylgir aðeins 1000 króna
hlutabréfum, en 100 króna bréf-
umun fylgir ekki atkvæðisrétt-
ur.“ (Leturbr. hér).
Þær sagnir verða ekki hrakt-
ar, að ísl. forsætisráðherrann
hefur á mjög grófan hátt gert
tilraun til að blek'kja þjóðina i
þessu heildsalabraski sínu, og
er það því miður ekki eina málið,
og því síður í fyrsta sinn.
Hr. Stefán Jóh. Stefánsson
stofnar heildsölufyrirtæki 2.
ágúst 1945, og er þá í stjórn
þess, og er það starfandi ennþá.
Hann fer inn á þá braut, að þeir,
sem yfir mestu fé hafa að ráða,
eigi að hafa völdin; hinir, sem
lítið fé hafa milli handa, þeir
mega jú leggja í hlutafélög, en
þeir eru ekki viðurkenndir sem
fullgildir félagar, með því að
þeir hafa engan atkvæðisrétt.
Má þarna sjá í hinni réttu mynd
hið raunverul. lýðræði Alþýðu-
flokksins á Islandi, og mun nú
vakna skilningur fólksins á þvi,
hversvegna þingm. þess flokks
greiddu atkv. á a'lþingi móti því,
að styrkþegar væru verndaðir
fyrir því, að yfirstjórn sveitafé-
laga hafi ákvörðunarrétt til að
svifta þá mannréttindum, jafn-
vel setja þá 1 fangelsi.
DNKABRASK OG
OPINBER REKSTUR
Mjög er algengt, að menn
deili um, hvort heppilegra sé,
að atvinnufyrirtækin séu rekin
af einstaklingum eða af þv'i
opinbera, ríki eða bæjarfélögum,
að fyrirtækin séu „þjóðnýtt”
eins og kallað er. Ástandið hér
á Siglufirði í hraðfrystihúsmál-
unum eins og það er nú, gefur
sannarlega tilefni til nokkurra
bollalegginga um þau mál.
Nokkrir bátar eru á veiðum
héðan og afli er sæmilega góður,
en aðeins eitt af hraðfrystihús-
unum þremur, sem hér eru, tek-
ur á móti fiski, hin tvö húsin eru
ekki starfrækt. Nú er vitað, að
með þeirri ábyrgð, sem ríkið
Þeir syngja á
Daníel Þórhallsson og Sigur-
jón Sæmundsson efna til sam-
eiginlegrar söngskemmtunar á
Hvítasunnudag. Verður söng-
skemmtunin í Bíó kl. 5 e. h. Á
Hvítasunnudag kl. 5.
söngskrá verða lög eftir þekkta
innlenda og erlenda höfunda.
Við hljóðfærið verður frú Guð-
ný Fanndal.
Rógsherferd afturhaldsins
gegn Áka Jakobssyni
Síðustu vikurnar hefur varla
komið svo út eitt einasta blað,
af afturhaldsblöðunum í Reykja
vík, að ekki hafi verið þar
skammagrein um Áka Jakobs-
son. Bjárni Benediktsson hefur
daglega skrifað svivirðingar um
Áka á annarri siðu Morgun-
blaðsins s'iðan í útvarpsumræð-
unum, þegar Áki fór verst með
hann. Bjarni hafði margsinnis
fullyrt, að setulið Bandaríkj-
anna á Keflavíkurfiugvellinum
hlýddi íslenzkum lögum í einu
hefur tekið á verði frysts fiskj-
ar er hægt að reka hraðfrysti-
hús með góðum hagnaði, en það
mun vera hægt að græða meira
á húsunum með því að frysta
aðeins beitusíld og matvæli. —
Þegar einstaklingur re'kur
svona fyrirtæki, þá hugsar
hann auðvitað um á hverju
hann geti mest grætt, og þó að
bátaflotinn stöðvaðist við það,
að hraðfrystihúsin taka ekki á
móti fiski, kemur það honum
ekki við. Væru nú þessi hús
rekin af t. d. rí'kinu myndu þau
sjálfsagt vera rekin nú, og litið
á það, að það eru hagsmunir
aiþjóðar að sem mest sé fram-
'leitt og skapaður' sem mestur
gjaldeyrir.
Það sem bjargar því við hér,
að hinir minni bátar geti stund-
að veiðar er það, að Hrímnir er
starfræktur, og að Friðrik Guð-
jónsson kaupir fisk og lætur
salta, má segja, að það sé at-
orkusemi Friðriks að þak'ka, að
allir minni bátarnir liggja ekki
aðgerðarlausir.
og öllu. En í útvarpsumræðun-
um taldi Áki upp fjöldamörg
lög, sem setuliðið þverbrýtur og
sannaði þar með, að Bjarni
fór með vísvitandi blek'kingar
og ósannindi við þjóðina. Bjarni
er maður illkvittinn og hefni-
gjarn fram úr hófi, svo sjálf-
sagt er það hefnigirnin, sem
fyrst og fremst rekur hann til
að ausa svívirðingunum yfir
pólitískan andstæðing, er hann
fór svo eftirminnilega halloka
fyrir. Þá gengur Bjarna það og
til, að Áki er afar vinsæll fyrir
dugnað sinn í ráðherrastarfinu
og sérstaklega fyrir þau þýð-
ingarmiklu hagsmunamál út-
gerðarinnar, sem hann með
harðfylgi knúði fram, stundum
gegn fullum fjandskap Sjálf-
stæðismanna. Þessar vinsældir
svíða hinum fúllynda aftur-
haldssegg og treystir hann á,
að ef hann lýgur nógu mi'klu
og nógu oft svívirðingum upp
á Áka, takist sér að rýra álit
hans.
Tíminn og Vísir láta ekki sitt
eftir Mggja. Hvernig ætti það
líka að vera? Og Alþýðublaðið,
auðvitað gengur það lengst í
svívirðingunum. Oft ber þess-
um kumpánum saman, segja
allir sömu söguna eins. En
stundum segja þeir sitt hvað,
og þá fer nú að kárna gamanið,
þegar Ijúgvitnunum ber ekki
saman. Ein rætin saga er það,
sem þessir sálufélagar halda
mjög á lofti, að Áki hafi rei'kn-
að sér óhæfilega háan kostnað
fyrir ferðalög sín. Stundum er
(Framhald á 2. síðu)