Mjölnir - 21.05.1947, Blaðsíða 2
2
M J ö L N I R
MJÖLNIR
— VIKUBLAD — . .
Otgefandi :
Sósíalistafélag Siglufjarðar
Blaðið kemur út
alla miðvikudaga.
Simar 19U og 210
Áskriftargjald kr. 20,00 árg.
Benedikt Signrðsson
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Afgreiðsla Suðurgötu 10.
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
Réttmæt krafa
Árás ríkisstjórnarinnar á lífs
kjör alþýðunnar, með hinum
gífurlegu tollaálögum, mælist
æ ver fyrir, eftir því sem al-
menningur hugsar og ræðir mál
ið meira. I verkalýðsfélögunum
viðsvegar um landið er rætt um
hvernig svara s'kuli árásinni og
stjórn Alþýðusambands Islands
ráðleggur félögunum að svara
með uppsögn kjarasamninga,
og kref jast kauphækkunar, sem
svarar kaupskerðingunni, er af
tollahækkuninni leiðir.
Verkamannafélagið Dagsbrún
í Reykjavík er hér í broddi fylk-
ingar, eins og endranær, það
hefur þegar sagt upp samning-
um og krefst 35 aura grunn-
kaupshækkunar á tímann. Mörg
félög hafa sagt upp samningum
og er nú meiri hugur til sam-
vinnu milli félaga ura kröfur
sínar en nokkru sinni fyrr.
Heildsalarnir hafa óskerta
möguleika. til að raka saman
stórgróða á kostnað almenn-
ings. Þeir r'iku halda sínum sér-
réttindum, en á verkaiýðinn er
ráðist. Væl afturhaldsblaðanna
um slæmt útlit, að atvinnuveg-
irnir beri sig ekki og að nú
verði verkalýðurinn að sýna
þegnskap og fórna fyrstur allra
stétta til að lækka dýrtíðina,
fær lítinn hljómgrunn hjá al-
þýðunni. Geti atvinnuvegirnir
ekki borið sig á þessu ári, er
það fyrst og fremst fyrir
glópsku núverandi ríkisstjórnar
í afurðasölumálunum, og þar
næst fyrir heildsala og allan af-
ætulýðinn, sem skattleggur at-
vinnuvegina í skjóli ranglátrar
gjaldeyrismeðferðar og hefð-
bundinna sérréttinda.
Núverandi ríkisstjórn neitaði
tilboði verkalýðssamtakanna
um samvinnu. Má því með sanni
segja, að ill var hennar fyrsta
ganga, þótt verra yrði síðar.
Rikisstjórnin hefur mikinn
blaðakost, mörgum sinnum
meiri en verkalýðshreyfingin,
ekki mun það þó stoða, þrátt
fyrir það mun almenningsálitið
í landinu verða með verkalýðs-
hreyfingunni. Enginn heiðarleg
ur og sanngjarn maður getur
krafizt þess, að þeir fátæku
fórni fyrst. Að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur þykir
aldrei hetjuskapur á Islandi. Að
ríki maðurinn slátri lambi fá-
tæka mannsins mun aldrei
þykja réttlæti hjá íslenzku þjóð
inni, hversu hávært sem sá boð-
s'kapur er boðaður.
Afturhaldið í landinu er að
þreifa fyrir sér, um hvað hægt
sé að bjóða alþýðunni. Takist
því að rýra lífskjör alþýðunnar
með tollahækkuninni, án veru-
legra gagnráðstafa alþýðunnar,
verður næstu árásar skammt að
bíða. — En alþýðan er þegar
byrjuð á viðeigandi gagnráðstöf
unum. Kauphækkun, sem vegur
á móti tollahækkuninni, er ó-
umdeilanlega réttmæt krafa og
standi verkalýðurinn vel saman
um hana, nær hún fram að
ganga.
2 vörubifreiðar 2Vz tonna, model 1942. Góðir
greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur
ERLENDUR PÁLSSON
Símar 261 og 271
TILKVIMNENG
UM UMFERt) I SIGLUFIRÐI
Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur með tilvísun til igildandi um-
ferðalaga samþykkt einstefnuakstur á eftirtöldum götum:
Aðaígata frá vestri til austurs. — Gránugata frá austri til
vesturs. — Vetiarbraut frá suðri til norðurs. — Norðurgata frá
norðri til suðurs.
Ennífemur hefur bæjarstjórn samþykkt, að Aðalgata og
Gránugata skuli vera aðalbrautir, en aðalbrautir njóta þess for-
réttar, að umferð bifreiða og annarra ökutækja frá vegum, sem
að þeim liggja, skaf skilyrðislaust Víkja fyrir umferð aðalbrautar,
eða staðnæmast áður en beygt er inn á aðalbraut, ef þess er þörf.
Lögreglustjórinn í Siglufirði, 17. maí 1947.
Guðm. Hannesson
TILKYNNING
Þar sem mjög mikil vöntun er á liúsnæði hér í bæmmi, eru
þeir, sem liafa yfir húsum að ráða, aðvaraðir um það að leigja
eltki utanbæjarfólki.
Eru þeir bæjarbúar, sem komast að því að slíkt sé gjört,
beðnir að tilkynna það húsaleigunefndinni, svo hún geti gert
sínar ráðstafanir.
Siglufirði, 16. maí 1947
Húsaleigunefnd Siglufjarðarkaupstaðar
Ameríka á hraðri leið
til nazisma
Framhald af 3. síðu.
og lúta forsjá þeirra og stjórn,
beint eða óbeint.
En það er ekki aðeins i utan-
ríkismálum, sem stefna Amer-
íku er ískyggileg. Innanlands
hnígur einnig allt í afturhalds-
átt. Kynþáttahatur og kúgun
-er í algleymingi. Þótt negrar
séu allt að 10. hluti Bandaríkja-
þjóðarinnar, eru þeir sviftir al-
mennustu mannréttindum og
lifa við kúgun og harðrétti. Sví-
virðileg þrælalög gegn verka-
lýðssamtökunum eru samþýkkt
í báðum deildum Bandaríkja-
þings. Með framkvæmd þeirra
laga eru verkalýðsfélögin raun-
verulega svift samningsréttind-
um fyrir meðlimi sína, og í fé-
lagsmálum þjóðarinnar er stigið
aftur á bak um áratugi. Auð-
jöfrarnir raka saman feikna
gróða og frekja þeirra og pen-
ingahroki vex. Atvinnuleysi er
að byrja að gera vart við sig í
Bandaríkjunum og ýmislegt
bendir til að fjármálastjórnin
þar stefni að 'kreppu og stór-
kostlegu atvinnuleysi innan
skemms.
NÝJAR BÆKSIR
llitsafn Jóns Trausta, 8 bindi
Bílabókin, aukin og endurbætt
7—8—9 Knock Out
Vísindamenn allra alda
Iceland and the Icelanders
Á skákborði örlaganna o. fl.
. Bókaverzlun
Lárusar Þ. J. Blöndal
Stripskór
á karlmenn
Sandalar
á börn og fullorðna
Kaupfélag Siglfirðinga
Skódeild
★ Ársþing Iþróttabandalags
Siglufjarðar var haldið 6. og
11. maí s.l. í Suðurgötu 10. For-
maður ' bandalagsins Ragnar
Guðjónsson ver'kstjóri setti
þingið.
Sátu þingið 17 fulltrúar og
var ríkjandi áhugi fyrir íþrótta-
málum, sem var allmikið rætt,
og eftirfarandi samþ. gerðar:
Skorað var á Alþingi að sam-
þykkja frumvarp Hermanns
Guðmundssonar um slysatrygg-
ingu íþróttamanna.
Þá var samþykkt að skora á
bæjarstjórn að skattur sá, sem
lagður er á s’kemmtanahald hér
í bænum verði hækkaður úr kr.
30,00 upp í kr. 50,00 og gangi
sú upphæð óskipt til ÍBS til ráð-
stöfunar. Einnig að ráðinn
verði hingað 'iþróttafulltrúi.
Að bæjarsjóður leggi til
íþróttamála árlega í næstu^þrjú
ár, allt að 100 þús. krónur á
ári, og að ÍBS, ásamt íþrótta-
fulltrúa, geri áætlun um hvernig
fénu skuli skipt milli hinna ein-
stöku íþróttaframkvæmda. Þá
var samþykkt áskorun til bæjar
stjórnarinnar um að koma
sundlauginni sem fyrst í not-
hæft ástand.
Að lokum var kosin nefnd til
að afla teikninga af þeim stöð-
um, sem til greina koma undir
stökkbraut.
Stjórn íþróttabandal. Siglu-
fjarðar skipa nú:
Bragi Magnússon, form.
Jóhann G. Möller, ritari
Einar Kristjánsson, varaform.
Sigurgeir Þórarinsson, gjaldk.
Meðstjórnendur:
Helgi Sveinsson
Vilhjálmur Hjartarson
Erlendur Stefánsson
★ Sú strauinharða elfa ...
Að vísu hefi ég ekki heyrt, að
menn geti beinlínis dáið úr ó-
þrifnaði, því ef svo væri, mundi
það fólk, sem býr kringum Ráð-
hústorgið liggja á börunum
stirðnað, og sennilega búið að
grafa suma. Og þegar menn
ganga þar um, koma þeim í hug
borgir, þar sem óvinir hafa bar-
izt um hvert hús í lengri tíma,
brenglaðir húskofar, brotnar
rúður, fallnar girðingar og
skakkir snúrustaurar, að ó-
gleymdri straumharðri skólp-
elfu, sem rennur ofanjarðar
þvert yfir það virðulega torg,
í stað þess að renna 'í rörum
neðanjarðar eins og í öðrum
bæjum. — Ef ég ætti börn,
þyrði ég ekki fyrir mitt litla
líf að vita af þeim í námunda
við þetta stórhættulega fúadíki,
því ef þau dyttu ofan í, og væru
ekki svo lukkuleg að geta gripið
í höldu á næturgagni eða flotið
á mjólkurdós, væri vonlaust um
björgun. Enginn mundi heyra
neyðarópin. Þau myndu kafna
'í hundgánni og hænsnagarginu,
því auðvitað er hænsnabú á
miðju torginu. g.
★ Héraðslæknirinn biður þess
getið, að vegna veikinda (misl-
inga) í bænum, verði bólusetn-
ingu frestað, en verði auglýst
jafnskjótt og fært þykir.
Hatrið gegn Áka
(Framhald af 1. síðu)
sagt 12 þúsund krónur á einu
ári, stundum er upphæðin 17
þúsund, stundum 18 þúsund og
einn taldi hana 18 þúsund og
átta hundruð krónur. Tæpast
geta nú allir sagt satt, sem
svona segja frá því sama. En
hvað varðar Bjarna Benedikts-
son um það? Það sanna í þessu
máli er svo það, að þegar Áki
ferðaðist eitthvað fyrir ríkið,
tók hann sömu dagpeninga og
starfsmönnum ríkisstofnana er
greitt fyrir ferðalög þeirra í
þágu stofnananna.
Staðhæft er margsinnis að
Áki hafi haft haft Gottfredsen
sem sendimann sinn í útlönd-
um. Sagan er gersamlega til-
hæfulaus. Þá er fullyrt, að það
sé Áka að kenna, að þakið datt
niður á mjölhúsinu hér og það
sé einnig honum að kenna, að
byggingarkostnaður nýju verk-
smiðjanna hefur farið langt
fram úr áætlun. Mikil má fyrir-
litning þeirra manna vera á al-
menningi, sém svo heimskulega
tala. Byggingu nýju verksmiðj-
anna annaðist fjögurra manna
nefnd. Áki réði vali tveggja
mannanna, en stjórn Síldarverk
smiðja ríkisins réði vali hinna
tveggja. Ef gengið væri út frá
að byggingarnefndin hefði gert
einhver voðaleg axarsköft, og
draga ætti til ábyrgðar þá menn
sem réðu vali nefndarmannanna
hlyti ábyrgðin að hvíla á r'ikis-
verksmiðjustjórninni engu síður
en Áka. Enda er ekki vitað um
að neinn ágreiningur hafi verið
í byggingarnefndinni um nein
mál, sem einhverju skipta. Hitt
er svo mála sannast, að alhr
byggingarnefndarmennirnir eru
menn, sem mikils álits njóta.
Mennirnir sem Áki skipaði í
nefndina eru þeir Snorri Stef-
ánsson og Þórður Runólfsson.'
Sjálfsagt hefði flestum Siglfirð-
ingum þótt skrítið, ef svona
byggingarnefnd hefði verið skip
uð án þess að Snorri Stefánsson
væri í henni.
Það er Bjarni Benediktsson,
sem fyrst og fremst stendur
fyrir ofsóknarherferðinni gegn
Áka. Hvort offors Bjarna og
rætni í herferð þe“ssari hjálpar
honum eitthvað í valdastreitu
hans innan Sjálfstæðisflokks-
ins, skal ósagt látið. En aukist
álit Bjarna við þessa herför inn-
an flokksins, þá er Bjarni verð-
ugur foringi hans í framtíðinni.
B. K.