Mjölnir


Mjölnir - 05.11.1947, Blaðsíða 3

Mjölnir - 05.11.1947, Blaðsíða 3
HJOLNIB 3 -j * r * * > 4 Þrjátíu ára verkalýdsvöld 7. nóvember 1917 — 7. nóvember 1947 „Lítilmagnans morgunroöi fóttroSinna friöarboSi.“ Vaí'asamt er, að nokkru sinni í sögu mannkynsins liaii verið beitt magnaðri né ósvífn- ari áróðri gegn nokkru ríki eða nokkurri steínu, en beitl var gegn Sovétríkjunum og stefnu Bolsévikaflokksins 1917 og árin þar á eftir. Ennþá minnumst \ ið, sém munum þá daga, þess hryllings, er greip fjölda 'manns, þegar Bplsé- vikar voru nefndir. Auðvalds- pressa alls heimsins flutti dag eftir dag þann villtasta óhróð- ur, sem svört samvizka kúg- aranna gat látið sér í hug koma, svo að jafnvel hinn svartasti áróður auðvaldspress- unnar nú til dags má gjarna kallast l>arnagælur saman borið við það. Það er sýnt, að þá þegar hefur forsvarsmenn lcapitalism ans órað fyrir því, að þar ljóm- aði fyrir þeim degi, sem dæina mundi kúgun og órétt; að þarna hafði hinn kúgaði, lót- umtroðni múgur risið upp til að heimta og taka sinn rétt. Með rússnesku októberbylt- ingunni er brotið blað í sögu mannkynsins. Hin liorgaralega, sósíaldemókratiska stjórn hafði brugðisl eins og oftar, bæði fyrr og síðar. Stjórn Ker- enskis hal’ði sýnt, að hana skorti bæði mátt og vilja til að leiða verkalýðinn til sigurs í sinni eilífu mannréttindabar- áttu. Þá er það hamingja Rúss- lands að eiga þjálfaðan sósíal- istiskan hyltingarflokk, sem tekur völdin undin forustu Lenins, og róttækan, þjálfaðan verkalýð, sem ekki lætur blekkjast af neinum áróðri, heldur sækir rétt sinn til sig- urs. Innrás. Það þarf engan að undra, þótt auðjöfrar heimsins hrykkju ónotalega við. Aldrei fyrr hafði grundvöllur rikis þeirra riðað. Barátta þeirra gegn samtökum sósíaldemó- krata hafði verið um smá- vægilegar eftirgjafir til handa verkamanna, en hér var um tilveru þeirra að tefla. Þeir skildu líka fljótt og þekktu af eigin raun, að þeir geta lifað lengi, sem með orðum einum eru vegnir, enda létu kapitalistarnir sér ekki nægja áróðurinn einann, þótt magn- aður væri og ósvífinn. Jafnvel áður en lokið var striðinu milli Þjóðverja og Bandamanna höfðu þessar fjandsamlegu þjóðir mjmdað bandalag og hafið vopnaða innrás úr öllum áttum gegn hinu nýja sósíal- islta ríki. Þessi tilraun skyldi þegar kæfð í fæðingunni. 1 þrjú ár barðist hugraður verkalýður Rússlands gegn sameinuðu auðvaldi heimsins og innlendum svikurum og vann sigur. Prófraun. Ilið sósíaliska skipulag hefur löngu sýnt yfirburði sína yfir hið kapitaliska. Þótt sumum þyki litils vert að útrýmt hafi verið arðráni manns á nianni, og verkalýðurinn fái sjálfur að njóta arðsins af vinnti sinni. Þá hai'a þær þjóðir og sá verkalýður, sem reynt hefur slíkt skipulag og byggt sér upp stéttlaust þjóðfélag skilið hvers virði sú réttarbót er. Hin fullkomna eining sovétþjóð- anna hefur sýnt öllum heimi, hversu mikill styrkur býr í skipulagi hins stéttlausa þjóð- félags. Siðferðilegur styrkur sovétþjóðanna í síðustu styrj- öhl brást aldrei þótt allt annað brygðist. En sovétskipulagið hefur líka sýnt yfirburði sem efna- hagslegt skipulag. Þegar auð- valdsskipulagið hefur riðað og legið við falli vegna innri veilu; kreppurnar Jiafa dunið yfir heiminn hver annarri ægi- legri og lagt atvinnulíf auð- valdslandanna í fjötra. Á sama tíma hafa sovétþjóðirnar sótt fram til vaxandi menning- ar og bættrar afkomu og þegar Nokkur ár fyrir heimsstyrj- öldina síðari starfaði hér á landi stjórnmálaflokkur enn, sem játaði opinberlega ,að stærsta hugðarefni hans væri alger útrýming „óæðri kyn- þátta,“ svo sem Gyðinga, Negra o. fl.; ennfremur kommúnista og róttæka sósíalista án alls til- lits til kynþátta. Samskonar flokkur starfaði allmörg ár i Þýzkalandi undir forustu Ad- ólfs Hitlers, að því er kallað var, þótt vitað væri að auð- menn og auðhringar Þýzka- lands og fleiri ríkja væru hinir raunverulegu stjórnendur hans. Tókst flokki þessum að lokum að koma af stað heims- styrjöld. Varð honum allmikið ágengt. Aður en lauk tókst hon- um m. a. að útrýma Gyðingum því nær algerlega af megin- landi Evrópu, einnig nokkrum tugmilljónum kommúnista og annarra, sem neituðu að veita hinum „kyngöfugu“ hugsjóna- mönnum nokkra aðstoð við framkvæmd þessarar geðslegu iðju. Lentu öfugu megin En þegar fyrirmynd og spá- sigrar mannsandans í auðvalds löndunum snúast til tortím- ingar mannkyninu sjálfu, vinn ur hin sama tækni að því að skapa fegurra mannlif og hærri menningu ásamt efna- hagslegu öryggi innan sovét- þjóðfélagsins. Hvað kemur 7. nóv. okkur við ? I þrjátíu ár hefur rússnesk- ur verkalýður staðið í fylking- arbrjósti alls verkalýðs heims- ins í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttlátara þjóðfé- lagi. Hann einn hefur búið við efnahagslegt lýðræði og hann einn hefur sloppið við atvinnu- leysi og kreppur, sem eru jal'nan samfara skipulagi kapi- talismans. Hann hefur sannað mátt verkalýðsins til að stjórna málum sínum sjálfur og mál- um heimsins, meðan skijnilag auðvaldsins verður æ vanmátt- ugra að leysa hverskyns vanda- mál. Haun hefur sýnt, að þjóð- félag verkalýðsins er megnugt að standa af sér liverja raun og harðnar og eflist við hverja raun. Hann hefur sýnt, að sósialisminn er ]>að, sem kem- ur og koma skal. Þessvegna er 7. nóvember hátíðisdagur alls verkalýðs og allra kúgaðra, hvar sem er í heiminum. manni hinna arísku ofur- menna hér á Islandi hafði tek- izt að koma af stað nýrri styrj- öld, sem náði yfir allan heim- inn, heimskautanna á milli, urðu þeir fyrir þvi óhappi, að Island lenti „öfugu megin“, eins og sag't er. Tvö lierveldi, sem börðust gegn morðveldi nazismans, tóku sér aðsetur hér. Var vitað, að þau mundu taka ómjúkum höndum á hverjum þeim, sem leyfði sér að berjast fyrir málstað and- stæðingsins, hvort sem var í orði eða verki. Hugrekki „of- urmennanna“ hafði heldur aldrei verið mikið, hafði það aðallega komið í ljós þegar þeir náðu í „kommúnista" á afviknum stöðum, margir saman og gátu lúskrað hon- um þar óáreittir, ennfrcmur höfðu þeir gefið það til kynna með kröfugöngum, sem þeir tóku þátt í einkennisbúnir og merktir hakakrossi undir naz- istafánum; háværum Hitlers- öskrum og ókvæðisorðum tii „kommúnista“. / Samt sýndu þeir nokkra tilburði í þá átt. M.a. leyfði einn þeirra sér að dangla með fætinum í sitjand- ann á brezkum hermanni í fyll- iríisveizlu í Reylcjavík. En Bretarnif tóku þctta tiltæki hinnar arisku hetju óstinnt upp, og lauk svo, að viðkom- andi ]>að einkennisbúning Bret ans fyrirgefningar! Þótti þá sýnt, að slíkt mundi sízt væn- legt til frama. Týndi sonurinn hverfur lieim til föðurhúsanna. Hvað var nú til ráða? Jú. Stærsti stjórnmálafl. landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, hafði um alllangt skeið litið hýru auga til flokks þessa, og haldið verndarhendi yl'ir honum. — Sumir hinna kyngöfugu Hitlers öskrara höfðu jafnframt vei-ið meðlimir Sj álfstæðisflokksins, og sums staðar, þar sem naz- istarnir voru fámennir, liélt flokkurinn úti „fánaliði“, sem nazistarnir fengu að vera liðs- menn í og með hvers tilstyrk þeir gátu komið boðskap sín- um á framfæri. Vmsir af áhrifamönnum flokksins, j5fn- vel þingmenn hans, svo sem Gísli Sveinsson og Helgi H. Eiríksson, höfðu rennt mjög liýru auga til nazistanna, fundu þeim það helzt til for- áttu, að þeir skyldu vera að burðast við að stofna nýjan flokk, töldu að þeir ættu bara heima innan Sjálfstæðisflokks- ins. Varð það ]>ví að ráði, að nazistasamtökin voru lögð niður, en meðlimir þeirra hurfu lieim til föðurhúsanna aftur. Er sagt, að „týndi sonur- inn“ liafi fengið hinar vegleg- ustu móttökur þegar liann kom heim. Þó segja sumir, að hann hafi fengið snuprur fyrir hlið- arhoppið, og engin opinber hátíðahöld voru um hönd liöfð. Þótli vænlegast, vegna þess orðs, sem fór af „stóra bróður“ 1 Þýzkalandi, að sem minnst væri um hann talað. Hinsveg- var vel að honum búið. — Vmsir foringjanna fengu vel- launaðar stoður, einn þeirra var gerður að blaðamanni við Morgunblaðið, og hinum óbreyttu hjálpað með ýmsu móti. „Þótt náttúran sé lamin með lurk“. Þannig atvikaðist það, að Sj álfstæðisflokkurinn innbyrti nazistaflokkinn með húð og hári. Hitt er svo öllum kunnugt og-því óþarfi að rifja það upp hér, er sami flokkur, sem frá upphafi hefur alltaf verið i erlendri þjónustu að meira eða minna leyti, fyrst Dana, síðan Breta, og loks Þjóðverja, eign- aðist húsbónda úr hópi sigur- vegaranna í síðustu heimsstyrj öld. Ilafa hinir fyrrverandi Hitlersdýrkendur keppst hver við annan um að sverja af sér allt sálufélag við hina föllnu yfirboðara og sparkað í hræ þeirra í hvert sinn sem tæki- færi hefur boðist til að gera það opinberlega. En „þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún heim um síðir.“ Hvaða ráða sem gripið hefur verið til, hefur hið sanna innræti ]iessara fjálgu Gyð- inga og kommúnistahatara hvað eftir annað stungið upp hausnum, og allir ]iekkt á hon- um hið gamla greppitrýni naz- ismans. Hvað eftir annað hafa þeir heimtað bann á flokki Sósíalista (nú síðast í Siglfirð- ingi), og að l'relsi verkalýðs- ins lil að semja um laun sín og kjör yrðu skert Þá hafa þeir og tekið hæst allra undir hróp erlendra stríðsæsinga- al'la um nýja vopnaða kross- ferð gegn Sovétrikjunum. Og tæplega er það tilviljun ein, að þeir dá nú mest allra ríkja eina menningarríki veraldar- innar, þar sem gilda tvenn lög fyrir íbúana, él'tir því hvort þeir eru hvítir eða svartir á hörundslit, og þar sem við- gengst, að menn af hinum „óæði’i kynþætti“ séu teknir af líl'i án dóms og laga án þcss að nokkur teljandi reki- stefna sé út af því gerð. Allur áróður þeirra, hvort heldur er í ræðu eða riti, ber á sér ein- kenni hreinræktaðs nazista- málflutnings. Nazistajarmurmn Jafnframt þessu hrópa mál- gögn þessa flokks gömlu lyga- söguna um það, að Sósíalista- flokkurinn reki erindi útlend- inga. Er sá söngur óneitanlega nokkuð kátbroslegur og fer illa þeim, sem hann reka, þegar þess er gætt, hvernig ástatl er í þeirra eigin herbúð- umum. Minnir hann á íslenzka þjóðsögu, um þjófinn, sem stal sauðnum frá Þormóði í Gvendareyjum. — Þonnóður þessi var kunnur galdramaður. Varð honum eitt sinn sauðs vant, og taldi líklegt, að sauðn- um hefði verið stolið. Hafði hann orð ó því eitt sinn, er margir voru nærsladdir. Tók einn þeirra til máls og formælti öllum bannsettum þjófum. — Mælti þá Þormóður: „Jarm- aðu nú, Móri minn, hvar sem þú ert.“ Brá nú svo við, að jarmur mikill kom upp úr manninum, sem mest liafði hallmælt þjófunum. Svipað fer Sj álfstæðisfíokkn- um. Einmitt þegar hann sver lieitast af sér allt samneyti við nazismann og honum áþekkar kúgunarstefnur og brigslar öðrum um þjónustusemi við útl. kemur útl.þjónkun lians sjálfs skýrast i ljós og jarmar nazistinn upp úr honum. — Er síðasti „Siglfirðingur“ gott dæmi þess. Flytur hann lang- hund einn mikinn um „óþjóð- hollustu“ sósíalista, og í'or- dæmir hverskyns kúgun og ófrelsi með hörðum orðum, en klykkir siðan út með því að heimta, að Alþingi banni starf- semi Sósíalistaflokksins hið allra fyrsta. Og Morgunblaðið, aðalmálgagn flokksins heimt- aði nú fyrir skönnnu, að sam- tök verkalýðsins yrðu lögð und ir ríkisstjórnina, ekki ósvipað (Framhald á 4. síöu). „Par á ég úlfsvon, sem é£ eyrun kenni“

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.