Mjölnir


Mjölnir - 10.12.1947, Side 2

Mjölnir - 10.12.1947, Side 2
‘■*v+* MÍÖLNIR MJÖLNIR — VIKUBLAf) — . . Útgefandi : Sósfalistafélag Siglufjarðar Símar 19't og 210 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guðlaugsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjald kr. 20,00 árg. Afgreiðsla Suðurgötu 10. SighifjarZarprentsmiðja h. f. Tveir verkai.flokkar Framhald af 1. síðu því og reyndu að fá málið dregið á langinn, og höfuðmál- gagn flokksins, Alþýðublaðið barðist eins Icngi og það þorði gegn lýðveldisstofnuninni. — Sósíalistaflokkurinn beitli blaðakosti sínum og öllum kröftum sínum í þágu þessar- ar sjálfstæðisbaráttu og álti meiri ])átt í en margur veit, að málið náði fram að ganga. Island bafði ekki verið lengi tullvalda og sjálfstætt ríki þegar Bandaríkin byrjuðu bér ágengni og kröfðust þess af Islendingum, að þeir afsöluðu sér íslenzkum landsréttindum í þeirra bendur. Sósíalista- flokkurinn beitti sér af alefli fyrir, að íslenzka þjóðin vísaði á bug slíkum kröfum. Alþýðu- blaðið og flestir foringjar Al- þýðuflokksins börðust fyrir kröfum Bandaríkjanna og stuðluðu að því að landráða- samningurinn um amerískar berstöðvar á Islandi var gerð- ur. Að vísu greiddu tveir þing- menn flokksins atkvæði gegn samningnum á þingi, en létu svo þar við sitja. I Ameríku bafa nú fyrir nokkrum mán- uðum verið sett þrælalög, sem svifta verkalýðsfélögin svo að segja öllum starfsmöguleikum, og gera ofsóknarherferð gegn hverri frjálsri bugsun í land- inu, þá er það vitað, að þær 12—13 milljónir negra, sem búsettir eru í Bandaríkjunum eru svo að segja réttlausir og meðhöndlaðir eins og dýr. —- Alþýðublaðið hefur ekkert skrifað um þessa biminhróp- andi svívirðingu, en þreytist ]>ess í stað aldrei á að lof- syngja Ameríku fyrir bið full- komna lýðræði og frelsi, sem þar ríki. Tilraunir Bandaríkj-, anna nú til íhlutunar í ýms- um ríkjum Evrópu er mjög dáðar í Alþýðublaðinu og af foringjum Alþýðuflokksins. — Sósíalistaflokkurinn hefur for- dæmt þetta athæfi. Alþýðuflokkurinn segir ])að vera lokatakmark sitt að koma sósíalismanum á á Islandi, — ekki hefur floklcurinn þó gefið út eitt einasta fræðirit um sósíalisma í mörg ár. Og þó leitað sé með logandi Ijósi í dálkum Alþýðublaðsins, síð- ustu árgangana er þar hvergi að finna fræðilega grein um sósialisma eða áróður fyrir sósíalislisku þjóðskipulagi. — Þveröfugt er ])etta með Sósíal- istaflokkinn, sem hefur af litl- um efnum gefið út á íslenzku mörg fræðileg rit um sósíal- ismann og beldur uppi sleitu- lausum áróðri fyrir sósíalism- anum í blöðum sínum. A siðastliðnu vori átti Verka- mannafélagið Dagsbrún í Bvík i harðvítugu verkfalli til að koma á kauphækkun. Nokkur sjómannafélög undir forustu stjórnar Alþýðusambandsins voru í verkfalli til að l)æta kjör sín og verkalýðsfélögin á Norðurlandi voru í verkfalli til að fá samræmd kjör í síld- arverksmiðjum við það, sem þau voru bezt, Siglufj arðar- kjör, en það var stórfelld bækkun hjá þeim stöðum, sem kjörin voru lökust. Sósíalista- flokkurinn studdi þessi verk- föll af alefli og átti drýgstan þáttinn í því að þau enduðu með sigri. Alþýðuflokkurinn barðist af alefli með atvinnu- rekendum gcgn þeim verka- mönnum, sem í baráttunni stóðu. Frá upphafi befur það vcrið stefnumál bæði Alþýðuflokks- ins og sósíalistaflokksins að berjast gegn tollum á nauð- synjavörum. A síðastliðnum vetri báru afturhaldssinnar á Alþingi fram frumvarp til laga um að stórbækka tolla þ.á.m. á nauðsynjavörum. Sósíalistafl. beitti sér af miklu barðfylgi gegn setningu laganna, en AI- þýðuflokkurinn studdi hana og lögin voru sett. Nú heimtar íslenzkt aftur- bald stórfelldar kauplækkanir og rýrð kjör alþýðunnar, ekki er annað sjáanlegt en að Al- þýðuflokkurinn sé þegar í einni sæng með svartasta aft- urbaldilandsins að skipuleggja þessi skuggalegu áform. Al- þýðublaðið hefur óslitið rekið áróður fyrir kauplækkunum í marga mánuði. Sósíalista- flokkurinn befur þegar af- bjúpað hvað sé á seyði og cin- beitir sér að því að skipuleggja alþýðuna til varnar þessum árásum. Hér liafa verið teknar örfáar staðreyndir l'rá starf- semi ])essara tvegg'ja flokka, hundruð svipaðra dæma eru til. En þessi fáu dæmi eru ein- kennandi fyrir báða þessa fl. og verða því látin nægja. Fyrir alþýðunni liggur nú að gera sömu ráðstafanir á pólitíska sviðinu og hún gerði fyrir nokkrum árum, í öng- þveitinu á klofningstímum verkalýðsfélaganna. Pólitísk eining alþýðunnar, einn sterk- ann pólitískan flokk alþýðunn- ar á Islandi. Alþýðuflokkurinn er einskis nýtt baráttutæki fyrir alþýðuna lengur, forusta hans er horfin frá fyrri stefnu og gengur upp í samstarfi við afturhaldið. Sósialistaflokkur- inn er nú binn eini raunveru- legi flokkur alþýðunnar og þegar afturhaldið réttir alþýð- unni hnefahöggið með hjálp Alþýðuflokksins, næstu daga, á alþýðan að svara með því að streyma inn í Sósíalistaflokk- inn og fylkja sér um liann, gera hann sterkan og voldug- ann alþýðuflokk, sterkasta flokkinn á Islandi. rposturmn PÓST- og SÍMA- ÞJÓNUSTAN I BÆNUM. Kæri bæjarpóstur! Út af grein, sem birtist í Siglfirðing nú fyrir stuttu um síma-afgreiðslu langar mig til að biðja þig fyrir eftirfarandi línur: Síminn er nú orðinn eitt af þeim tækjum, sem við teljum okkur sízt geta verið án. Eðli- leg afleiðing af þessari nauð- syn og þægindum eru þær kröfur, sem við notendur ger- um til þeirra, sem með stjórn þeirra fara. Nú er það svo bér á Siglufirði, að allar kröfur símnotenda bafa verið bunds- aðar þar til í sumar að binni liáu símamálastjórn þóknaðist að gera örlitla bragarbótt, ekki þó eingöngu fyrir Siglfirðinga, þó að þeir njóti góðs af, heldur miklu fremur fyrir aðkomu- fólkið, sem hér dvelst yfir sumarið. — Það var sem sé komið upp fjölsímatæki bér um mitt sumar og batnaði þá stórum langlínuafgreiðslan. — Þetta virðist liafa farið fram hjá greinarhöf. Siglfirðings. Honum hefur skotist yfir það eins og honum skauzt yfir or- sök þess ófremdarástands, sem ríkt hefur fram á þennan dag í póstmálum okkar Siglfirð- inga engu síður en símamál- urn. En sú orsök er fyr-st og fremst skilningsleysi og vilja- leysi póst- og símamálastjór- ans á þarfir okkar og nauðsyn á úrbótum. Skilningsleysið lýsir sér í því, að ennþá skuli hann álíta fullnægjandi búsa- kynni og starfsskilyrði starfs- fólksins, eins og þau voru fyrir 25 eða 30 árum fyrir margfallt færri íbúa en nú eru í bænum. Viljaleysið lýsir sér í þvennóðsku við allar um- bætur á þessum stofnunum bér og því verða Siglfirðingar að láta sér nægja ófullnægjandi póst- og símaþjónustu árið um kring og þó sérstaklega á sumrin er allur síldarfólks- skarinn bætist við. I þessum efnum verða Sigl- firðingar að gera sameiginleg átök, krefjast þess sameigin- lega að bót verði ráðin á þessu vandræða-ástandi, krefjast samskonar aðgerða bér og átt bafa sér stað á Isafirði, Akur- eyri og í Vestmannaeyjum. — Annað er ekki þolandi og ekki sæmandi fvrir Siglufjörð. Símanotandi. ER EKKI HÆGT AÐ MOKA GÖTURNAR. Nú hefur bæjarstjórnin keypt jarðýtu, auk þess er hér til á staðnum önnur jarðýta, sem leigð er hverjum, sem hafa vill. Þrátt fyrir þetta er ekki einu- sinni Aðalgatan mokuð, bvað þá aðrar götur. Vill nú bæjar- stjórnin ekki hlutast til um, að fjölförnustu götur bæjarins verði hreinsaðar, svo sæmilega greiðfært vcrði að komast um þær? GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR Sunnudaginn 7. þ.m. var fundur baldinn i deild Nátt- úrulækingafélags Islands, sem stofnuð var bér s.l. baust. I félagið gcngu 48, og eru þeir þá orðnir 92 félagar og má það heita mjög góður ábugi enda gott málefni, sem unnið er að. A fundinum var i’ælt um stofnun matstofu með svipuðu sniði og rekin cr í Reykjavík á vegum félagsins, sem befur gefið mjög góðan árangur, með að útrýma úr fæðunni því, scm skaðlegast cr fyrir melt- inguna. Var kosin þi-iggja manna nefnd til að athuga möguleika fyi’ir því að brinda þessu rnáli í framkvæmd. Einnig var ákveðið að allir félagar, senx óska eftir að fá afgi-eitt grænmeti, sem félagið fær bingað þurfi að framvísa félagsskírteini, er því nauð- synlegt fyrir þá félaga, sem bafa ekki innlevst skírteini sín að gjöra það senx allra fyrst. Frú Guðriin Rögnvaldsdóttir, Túngötu 27, tekur á móti félags gjöldum frá kl. 8—10 heima næstu kvöld. Félagsmaður. FÁLM en EKKI FYRIRHY GG JA Hingað til I)æjarins komu fyrir nokkrum mánuðum um 60 þvottavélar, og voru margar húsmæður glaðar við þegar fregnin barst út, að þessi þörfu verkfæri væru nú komin, því vitað var, að gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi voru fyrir hendi; en það var þá ekki geðfellt Fjár- hagsráði, og þessum öllum nefndum, sem búið er að stofna utan um það og þessa starfs- lausu ríkisstjórn, að leyfa að leysa þær út; liggja þær því í húsi, sem búast má við, að sjáv- arloft hafi þau áhrif á rafmót- orana, er drífa vindu og hreyf- il þvottavélanna að þær liggji undur skemmdum. Væri hart til þess að vita ef svo illa færi, að þessi þörfu heimilistæki eyði- legðust að einhverju leyti vegna ímyndaðra örðugleika um gjaldeyrisyfirfærslu á sama tíma, sem ausið er upp úr gull- kistu okkar Islendinga verðmæt- um fyrir tugi milljóna. Eru að þessu allveruleg óþægindi fyrir þá, sem vélarnar áttu að fá, og áhætta fyrir þann, sem innkaup- in gjörir, og tjón ef um skemmd ir verður að ræða, því vart mun þessi haftaklíka, sem allt er að stöðva taka það á sig. Frekar mætti búast við, að einhver úr hrunsöngskórnum kæmi í út- varpið og hældi sér af því, að þessar vélar hefðu eyðilagst, eins og formaður Fjárhagsráðs gat hælt Fjárhagsráði fyrir að hafa stórkostlega dregið úr byggingum í sveit og við sjó, og með öllu bannað byggingar á sex hundruð og sextíu og sex íbúðum. Það virðist svo, að ekki sé margt hólsvert í störfum ríkisstjórnar o gþeirra nefnda, sem hún hefur ungað út, þegar farið er að hæla sér af því að banna húsnæðislausu fólki að komast í viðunandi húsnæði, og ættu þeir, sem við húsnæðisörð- ugleikana eiga að búa, sem eru alltof margir, bezt að geta dæmt slík vinnubrögð. Verkamaður. PLI EPLI Jólaeplin koma 15.—20. þ.m. Uthlutun fer fi’am gegn stofn- auka nr. 16. Leggið hann því inn á skrifstofu vora hið allra fyrsta. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA VIÐSKIPTAMENN VORIR eru vinsamlegast áminntir um að skila stofnauka nr. 16 í sölubúð vora hið fyrsta gegn kvittun, sem gefur þeim rétt til að fá EPLI afgreithl. Athugið að gera ekÁi stofnaukann ónýtan með því að liggja með þá heima, því er mesta öryggið að skila þeim sem fyrst. VERZLUNIN ÆGIR VIDSKIPTAVINIR VORIR vora gegn kvittun, sem gildir sem innkaupalieimild fyrir EPLA- SKAMMTINUM í sölubúð vorri. eru vinsamlegast beðnir að skila stofnauka nr. 16 í skrifstofu KJÖTBtÍÐ SIGLUFJARÐAR

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.