Mjölnir


Mjölnir - 10.12.1947, Side 4

Mjölnir - 10.12.1947, Side 4
46. tölublað. 10. árgangur MiÖvikudagurinn 10. des. 1947 Síldarflutningarnir (Framliald af 1. síðu) ábyrgjast skipaleigurnar. Það var Jóhann Þ. Jósefsson, en ekki ég sem „lét sig engu varða alþjóðarhag". Svo segir Morg- unblaðið um þennan náðherra: „Hann hefur gert allt, sem í hans valdi hefur staðið, til þess að leysa þessi mál á sama tíma, sem fulltrúi kommúnista var á móti afskiptum ríkisvaldsins af flutningunum — —“. En ég er eini maðurinn, sem heimta afskipti ríkisvaldsins af flutn- ingunum, þó þar væri að vísu að höggva í harðan stein. UmmíBli þau, sem stjórnar- blöðin hafa eftir mér í þessu máli, eru elfki á einn veg, og er það ekki nema vanalegt, þegar mörg ljúgvitni eru leidd í sama máh, að þeim beri ekki saman. Fullyrðingar stjórnarblaðanna um, að ég hafi „reynt á allan hátt að torvelda framkvæmdir á flutningi síldarinnar norður", verið með „þverúðarfulla af- stöðu“, „þversum í þessum mál- um“ eru uppspuni og illkvittinn rógur. Hitt er svo annað mál, að ég hefi reynt að vera „þvers- um“ fyrir ýmsum tillögum og ákvörðunum núverandi ráð- herra í síldarútvegsmálunum og skal nefna um það nokkur dæmi Fyrst skulu nefnd hin ill- ræmdu „síldarkúfslög“ frá síð- astliðnum vetri. Þá er það s'íld- arlýsissalan síðastliðið vor, fyrir a.m.k. 8—900 krónur undir markaðsverði hvert tonn, en það rændi sjómenn og út- gerðarmenn um 23—24 krónur af verði hvers síldarmáls síðast- liðið sumar. Það sikal játað, að ég var mjög „þverúðarfullur" gagnvart þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar síðastliðið sumar að verðjöfnun skyldi vera á síldarmjöli, en sú ákvörðun var gerð eftir að einkaverksmiðjurn ar höfðu selt allt að 6000 tonn af síldarmjöli til Danmerkur fyrir £ 32 tonnið, en ríkisverk- smiðjurnar selt al'lt að 5000 tonn fyrir £ 35 tonnið. Þá var ég eins „þversum“ og ég gat þegar rík- isstjórnin vildi fá samþylkkt s.l. surnar í verksmiðjustjórn að selja Englendingum 30% af síldarmjölsframleiðslunni fyrir £ 31 tonnið eða 8—9 pundum lægra verði en hægt var að fá nokkru síðar. Eg barðist líka eins og ég gat gegn sölu ríkis- stjórnarinnar á 500 tonn af síldarmjöli til Hollands í haust, á sama tíma, sem lá fyrir tilboð frá Tékkó-Slóvakíu í mjöl fyrir £39:10:0 tonnið . Sjávarútvegsmá'laráðh. veit vel, að út af þessum málum, tómlæti ríkisstjórnarinnar í síldarflutningamálunum og mörgum öðrum sjávarútvegs- málum eru sjómenn og útgerð- armenn gramir. Hinn finnur hina vaxandi tortryggni útgerð- armanna í sinn garð og ríkis- stjórnarinnar; — hann hefur slæma samvizku út af sjávarút- vegsmálunum, þess vegna reið- ist hann svo ofsalega ef eitt- hvað er á hann deilt. Og það er Landnemasöfnunin Félagur! Betur má ef duga skal. Fyrstu vikuna stóðst áætlun oklcar, en aðra vikuna ekki alveg. Herðum nú áskrif- endasöfnunina og náum tak- marki okkar — 100 — fyrir áramót. Áskrifendur eru nú orðnir nálægt 50, en saint er mikið eftir. Félagar! Munið, að áslcrift að Landnemanum er ágæt jólagjöf. Munið, að fyrir jólin kemur fjölbreytt jólablað og fá nýir áskrifendur það ókeyp- is. —- Þið, sem enn hal'ið ekki tekið söfnunarlista, takið þá sem fyrst. öll eitt fyrir Land- nemann. Framkvænuianef nd. Landneminn 2. tölublað er komið. Efni m.a.: Nýsköpun atvinnuveg- anna mú ekki stöðvast, eftir Aka Jakobsson; Amerískur sveitamaður gefur heilræði, smásaga; Nicotinismi, fróðleg grein um reykingar; Fylking- arfréttir; Fyrsla pólitíska æsku lýðsfélagið, afmælisgrein um F.U.K.; Myndasíða; Gettu nú — síða; Rabb, kvæði o.fl. Æskufólk! Lesið Landnem- ann, kaupið Landnemann og tryggið með því útkomu hans. Neisti gerir að gamni sínu og styður gott málefni — aldrei slíku vant. . Aldrei slíku vanur eyddi Neisti í síðasta blaði nokkru plássi til þess að vekja athygli á blaði okkar ungra sósíalista, þótt auðvitað ætti það að vera í niðrandi tón. Æ.F.S.-félagar 'settu sér markið 100 nýir áskrifendur fyrir áramót, en þó voru 30 fengnir. Neisti getur svo haldið áfram að gera að gamni sínu og fórna Landnemanum plássi. Honum er það svo margvel- komið og margþakkað af okkur, sem fyrir söfnuninni stöndum. Hinsvegar er ekki ólíklegt að sagan um karlinn og rjúp- una sé sagan af F.U.J. og Ár- roða. Það blað er bráðum fimm ára en hefur aldrei verið nefnt á nafn í Neista fyrr en nú. Mætti því vel ætla, að fróm en leynd ósk útsölu- mannsins hafi einhverntíma verið sú að ná 20 áskrifend- um, talið sjálfan sig vísan og „nítján eru eftir þá náð hef ég“ — mér! — Sumir geta skemmt sér við lítið. Æ.F.S.-félagi. reiðin sem hefur blindað svo, þennan annars svo greinda mann, að hann byrjar að kasta grjóti, þótt hann búi sjálfur í glerhúsi. Þóroddur Guðmundsson K L U K K A N Eftir A. E. W. Mason Herra Twiss var mesti göngugarpur, og gekk venjulega að afloknu dagsverki frá hinni viðkunnanlegu skrifstofu sinni í Adelphi til heimilis síns í Hampstead. En dag nokkurn tafðist einn af viðskiptavinum hans, Breyton nokkur höfðusmaður, hann i'ram yfir venju- legan heimferðartima, vegna einhverra veð- bréfa. Twiss leit á kjukkuna. ' „Þér eruð á vesturleið, hýst ég við,“ mælti hann. „Kannskc við getum orðið samfcrða að Piccadilly? Það er ekki svo mjög úr leið fyrir yður, og ég alveg sérstaka ástæðu til þess að óska samfylgdar yðar.“ „Við skulum umfram allt verða samferða,“ svaraði höfuðsmaðurinn. Lögðu þeir síðan af stað. „Svo var að sjá, sem það ylli Twiss noklu*um erfiðleikum að hefja máls á efninu, og nokkra hríð gengu þeir þegjandi. Þeir voru komnir fram hjá Pall Mall áður en hvorugur þeirra mælti neitt, sem markvert gæti talizt. Og þá var það tilviljun, sem olli því, að þeir komust loks að efninu. Ungur maður, á áldur við Brayton, kom út úr anddyri klúbbs nokk- urs og stefndi beint á móti þeim. Um leið og hann gekk fram hjá götuljósi, sá Twiss fram- an í hann, og virtist verða hálf bilt við af undrun. 1 sama l)ili beygði ungi maðurinn út af gangstéttinni og hljóp yfir götuna, eins og hann liefði allt i einu munað eftir því, að hann ætti þangað brýnt erindi. Samferðamennirnir tveir gengu enn nokkur skref unz Brayton sagði skyndilega: „Líklega er hann með lausa skrúfu í kollinum.“ Twiss hristi höfuðið. „Mér þykir leitt að heyra yðiu* segja þetta,“ svaraði hann. „En annars var það Archie Cranfield, sem mig langaði til að tala við yður um. Ég lofaði föður hans því, að ég skyldi verða honum meira en réttur og slétt- ur fjárhaldsmaður, ef ástæða yrði til, og ég verð að játa það, að framferði hans veldur mér nokkrum áhyggjum.“ Höfuðsmaðurinn kinnkaði kolli. „Ég var honum einu sinni talsvert lcunn- ugur“, anzaði hann. „Við vorum skólabræður og vorum á Chatam samtímis, en síðan hainn gekk úr herþjónustu höfum við mjög sjaldan hitzt.“ Ilann hikaði, en hélt síðan varlega áfram: „Ég neita því ekld, að dálítil ástæða er til ósamkomulags okkar. Okkur lenti einu sinni saman.“ Óánægjusvipur kom á Twiss. „Þér getið þá ekki sagt mér neitt um hátterni lians að undan förnu?“ spurði hann. Brayton yppti öxlum. „Ekkert annað en það, sem er á vitorði allra kunningja hans. Hann er orðinn einrænn, frá- hrindandi í viðmóti og frámunalega kyndugur í öllu sínu Tiátterni. Þegar hann talar við mann, er hann vis til þess að brosa allt í einu, að því er virðist að tilefnislausu, eins og hon- nm hefði dottið eitthvað hráðsnjallt í lmg; liann virðist engan áhuga hafa á því, sem fer fram í kringum hann; veitir því, sem aðrir segja alls enga athygli og talar mjög fátt. Hann virðist helzt búa yfir einhverju afar fágætu og mjög einkalegu leyndannáli, eða þann vitnisburð gefa kunningjar hans lion- um að minnsta kosti.“ Þeir voru nú komnir að liorni St. James götu, og' um leið og þeir lögðu af stað upp hæðina, tók Twiss til máls : „Þessi orð yðar koma mér ekki á óvart. En þetta er mjög leiðinlegt, því eins og við mun- um báðir, var hann góður hermaður og tals- vert metnaðargjarn. Mér liggur við að halda, að þessi hreyting, sem hann hefur telcið, sé að kenna lnisinu, sem hann hýr í í Suffolk“. Brayton féllst ekki á þessa skoðun hans. „Þetta á sér rnikli dýpri rætur. Að vísu er það rétt, að menn, sem húa einir síns liðs uppi í sveit koma oft kynduglega fyrir þegar þeir koma í borgina. En af hverju býr hann aleinn uppi í sveit? Nei, þessi tilgáta stenzt ekki.“ Þeir skildu efst á St. James götu. Twiss gekk inn Bond Street, og endurminn- ingin um húsið, sem Archie Cranfield hafði valið til þess að grafa sig lifandi í, hvarf ekki úr huga hans. Twiss hafði tekizt á hendur ferð austur í land laugardag einn, til þess að sjá það með eigin augum. llann hafði orðið að ganga sex mílna leið frá næstu járn- brautarstöð til þess að komast þangað. Cran- field var ekki heima. Húsið stó ðá landamær- um Essex og Suffolk; lítið hús i Elizabetar- stíl, rétt við ána Stour; með dökkum bjálk- um, stórum eldstæðum og lágt undir íoft. Ská- stoðir höfðu verið settar við bakhlið þess, þar sem landinu hallaði ofan að ánni, og ekki einn einasti gluggi var óskakkur. Umhverfið var síður en svo óskemmtilegt, en Twiss kunni nú einu sinni bezt horgai'líf- inu, steiníögðum gangstéttum og uppljómuð- um götum. Hann leitaðist við að setja sér fyrir sjónir hvernig þar væri umhorfs þetta kvöld, koldimmt, og regnið drypi ólundarlega af trjánum. Hann sá eiganda þess fyrir sér, sitjandi í hnipri við arinninn, með kyndugt hros um varirnar. Allt i einu fékk myndin á sig óheillavænlegan hlæ, óhugnunarhrollur fór uin Twiss og hann leit órólega til baka. 1 vasa hans var beiðni frá Archie Cranfield, þar sem hann bað um að festa þegar kaup á húsinu, ásamt innanstokksmunum þess, þar sem það væri nú til sölu. Viku síðar, þegar Brayton kom næst til skrifstofu Twiss, minntist hann á Cranfield að fyrra bragði, er þeir höfðu lokið viðskiptum sínum. „Ég ætla að skreppa til hans,“ sagði hann. „Hann skrifaði mér kvöldið sem við fórum fram hjá honum í Pall Mall götu. llann sagð- ist ætla að halda smá-piparsveinalióf. Mér þylcir vænt um þetta, því deila okkar var ekki alvarlegs eðlis, og nú vona ég, að allri þykkju okkar á milli sé lokið.“ Ilerra Twiss varð glaður við, og hristi liönd viðskiptavinar síns hlýlega. „Þér færið mér fréttir af Archie Cranfield, hetri fréttir en ég hef fengið af lionum að undanförnu.“ Svipur lians varð allt í einu alvarlegur. Er hann gekk frá kaupunum á húsinu, sem Cranfield hjó i, hafði hann liitt allmarga af nágrönnum hans, og allir háru þeir honum eins söguna. Cranfield hafði slæmt orð á sér. Ekki voru tilfærðar neinar sérstakar ástæður fyrir þessu leiðindaorði, sem af honum fór, aðeins óljós orðrómur um eitthvað, sem ómögulegt virtist að henda reiður á, einhverskonar skoðun, sem Archie Cranfield hafði skapað sér með annarlegu og óviðkunnanlegu háttalagi sínu. Stundum kom fyrir, að hann var allt í einu farinn að flissa eða hlæja hróðuglega, án þess að nokkur ástæða til slíks virtist vera fyrir hendi, eða þá að hann steinþagnaði skyndilega og varð fjarlmga öllu, sem gerðist í kringum liann, eins og eitthvert farg hvíldi á honum. Framhald. o O o o o o O o O

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.