Mjölnir


Mjölnir - 14.01.1948, Blaðsíða 3

Mjölnir - 14.01.1948, Blaðsíða 3
* M i ö L N I B 3 1 I * II valdi frelsid II Falsrit um Sovétríkin afhjúpað KerjrjrjrjVjVsA v&srjrÆrjFj ÞAKKARÁV ARP Innilegar þakkir færi ég liérmeð öllum þeim starfs- mönnum Síldarverksmiðja ríkisins, fyrir hina rausnar- íegu peningjagjöf, sem þeir sendu mér í veikindum mínum. Júlíus Júlíusson lllíðarveg 44 ■wjrjrwjrjrjrjsrjrjrjrjrwwjrjrjrwwjrjr^'jrjS'jrjrjrjS’-jr^-'^'jyjM'jrá T I L L E I 0 er tún í Hólsdal í mjög góðri rælit. SaSa getur komið til greina ef viðunandi boð fæst. MAGNÚS ÁSMUNDSSON rjrjrjrjrjpj&jrjrÆ'jO'jFjrj?jpÆrjwjrjFjrs>'jrjFJFas’J&srsrjrjFi TIL ATHDGUNAR Þeir kaupendur íslendingasagna liér í Siglufirði, sem hafa fengið skrá yfir næsta bókaflokk, sem útgáfan gefur út, sem eru Biskupasögur hinar eldri. Sturlimga og Aimá’ar og ætla að gcrast áskrifendur að bókumun, svo og aðrir, sem vilja gerast áskrifend- ur, skili áskriftum til uudirritaðs, sem heíur umboðiö fyrir Siglu- fjörð. KRISTMAR ÓLAFSSON rwwwwwwwwjrwjrwjrjrwjrwjrwwjrwwjrwwjrwwwjrjrjrjr. *jvjrM'jrjFjrjrjrjrjyj&jrjrjrjrjrjFjyjB'jrÆrjFJirÆ'jF£?jyjrjF&,jrÆrjF&. TILKYNNSNG Þeir, sem ekki hafa fengiö seiimihluta Istendinga- sagnaútgáfunnar geta vitjaö hans til undirritaös. Þeir sem óska eftir að fá bœkurnar heimsendar geta hringt í síma 270. KRISTMAR ÓLAFSSSON rMjrMJrjrjrjrjrMMjrMjrjFjyjyjrMjrjrjyjyjrjrMjrjyÆrjrj&'jrjF.i wjrjrjrjrjrjrjrjrjrjrÆrjírÆrjyÆrjrjrjrjrjrjrjrjF'jrjrjFjrjpjrjn Amerlsk kol! Amerísk kol! Sjáum um heimsendingu sé þess óskaö. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA vjywwjyjrjrwjwjrjWJFjrjy. Samikvæmt uppljóstrunum amer'isks rithöfundar í vikublaöi franskra rithöfunda, er hið kunna níðrit um Sovétríkin: „Ég valdi frelsið,“ sem eignað hefur verið rússneska liðhlaup- anum Victor Kravchenco, samið að mestu af alræmdum banda- rískum troskista, verkalýðsníð- ingi og atvinnulygara, Isaac Don Levine, höfundi sorpritsins ,,Úr álögum,“ sem fyrir tilstilli nokkurra kollega hans á íslandi var gefið út á kostnað verkalýðs félaganna og með rikisstyrk fyrir nokkrum árum. Bók þessi hefur verið einn af stærstu hvalrekunum á fjörur afturhaldsins síðustu árin. Hér á landi eins og annarstaðar hafa borgarablöðin keppst hvert við annað um að kynna lesendum sínum innihald hennar og hrósa höfundinum fyrir sannleiksást, st'illsnild og mannkosti! Hefur bókin verið þýdd á f jölda tungu- mála, gefin út í stórum upplög- um og auglýst sem allur sann- leikurinn og ekkert nema sann•• leikurinn um ástandið í ríki hins gerzka bófa, Stalins! Hinsvegar hafa allir, sem eitt- hvað þekkja til í Sovétríkjunum og virða sannleika meira en lygi, stimplað rit þetta sem hvert annað ómerkilegt áróðurs plagg, uppspunnið í einhverri af hinum mörgu lygafabrikkum Bandaríkjanna, sem framleiða með stóriðjusniði níð um verka- lýðinn og þá fyrst og fremst um mesta verkalýðsr'íki heimsins, Sovétríkin. Ýmsir hafa látið í ljósi efa um að Kravchenco hafi skrifað þessa bók og byggt hann á því, að bókin er full af mótsögnum, sem maður kunnugur í Sovét- ríkjunum hefði tæplega látið frá sér fara. Þar að auki ber bókin vitni svo frábæru minni „höf- undarins," að einstakt m'á telj- ast. Eigi menn að trúa fram- burði Kravchencos, man hann enn orðrétt samtöl foreldra sinna meðan hann lá í vöggu. Þá hefur þótt blekkilegt, að í eftirmála bókarinnar segir Krav chenco, að aðrir hafi séð um út- gáfu bókarinnar í því skyni að samhæfa hana smekk amerískra lesenda. I hinni norsku útgáfu af bókinni, var þessari setningu sleppt, og var það til þess að auika þann grun manna, að ef til vill kynni að leynast maðkur í mysunni. En nú hafa verið lagðar fram upplýsingar um tilorðningu þessa rits, sem telja verður ó- yggjandi, og leiða í ljós, að Krav chenco hefúr ekki skrifað eitt einasta orð af því, sem í bók- inni stendur. Sá, sem mestan þátt á í þessum uppljóstrimum, er bandarískur rithöfundur, Sim Thomas að nafni. Saga Sim Thomas Sim Thomas skrifaði nýlega grein um þetta mál í vikublað franskra rithöfunda, Letteres Francaises. Kveðst hann hafa uppiýsingar sinar frá fyrrver- andi njósnara í OSS, er sjálfur hafði lagt hönd að verki viö samningu „Kravchenco-upp- ljóstrananna.“ OSS er stytting á orðunum: Office of Strategic Services,“ — þ. e. hin pólitíska og hernað- aríega njósnastofnun Bandaríkj anna, sem þi'ásinnis — hliðstætt hinni brezku Secret Service — hefur rekið sína sjálfstæðu póli- tík, jafnvel gagnstætt hinni opin beru untanríkism'álastéfnu ríkis- ins. Á stríðsárunum var OSS einn af hatrömmustu andstæð- ingum bandalagspólitíkur Roose velts gagnvart Sovétríkjunum, og reyndi að grafa undan henni grunninn með ýmsu móti. Af þessari ástæðu voru njósn- arar OSS stöðugt að snuðra l eftir Rússum, sem kynnu að fást til að láta nota sig tM þess að „afhjúpa“ föðurland sitt. En þrátt fyrir ágæta aðstoð af hálfu rússneskra sósíaidemó- krata, sem sezt höfðu að í Bandaríkjunum, reyndist erfitt að finna nothæft verkfæri af þessu tagi meðal hinna mörgu opinberu fulltrúa Sovétríkjanna í Bandarikjunum. En þá kom tii sögunar hinn rússneski verk- fræðingur, Victor Kravohenco, sem var lágt settur starfsmaður í hernaðardeild rússneskrar sendinefndar, sem annaðist kaup og móttöku á hergögnum, er Sovétríkin fengu í Bandaríkj- unum. Faðir hans hafði veríð sósíaldemókrati (mensjeviki) og gerðist síðar troskisti. Sjálfur hafði hann fjórum sinnum lent í réttarhöldum og var þar að auki drykkfelldur. Slarkhneigð Kravchenco varð honum að falli. Snuðrarar OSS komust fljótlega að því, að hann var hneigður til vínnautnar og tíður gestur í ákveðinni tegund náttklubba í New York. Reynd- ist auðvellt að komast í sam- band við hann þar, og með drykkjarveizlum og boðum um „aðstoð“ óvæntra „velgerðar- manna“ innan OSS, tókst að lokka hann til þess að strjúka úr herþjónustunni, en hann var herskyldur og gengdi hernaðar- ilegu starfi hjá sendisveitinni, sem hann var með. En Kravchenco brást vonum hinna nýju húsbænda sinna. — Þeim varð brátt Ijóst, að hann var of djúpt sokkinn til þess að hægt var að nota hann til annars en að ljá óhróðri höf- undarnafn. Var hann síðan flutt ur til bústaðar Isaac Don Levine lygasérfræðings Hearst-press- unnar, utan við New York. Hearst-blöðin, sem biðu þess í ofvæni að fá að birta „upp- ljóstranirnar,“ fræddu síðan al- menning um, að hinn vesalings ofsótti Kravchenco yrði að fara í felum, þar eð lif hans væri i stöðugri hættu. Hin raunyerulega ástæða til þess, að Kravchenco var ein- angraður frá öðru fólki, var sú, sanikvæmt sögn sögumanns Tliomas, hins fyrrverandi OS3- njósnara, að persónan Krav- chenco værí of lítilfjörleg til þess að hægt væri að leggja trúnað á, að hann hefði getað skrifað þúsund blaðsíðna bók. Það var engin tilviljun, að Levine varð fyrir valinu. Hafði hann áður orðið frægur að ein- stæðri rithöfundastarfsemi, sem „ritstjóri“ sorpblaðsins „Úr álögum,“ eftir gestapo-njósnar- ann Jan Valtín, sem réttu nafni heitir Richard Krebs. Einnig var Levine um skeið einn af nán ustu samstarfsmönnum Trotsk- is. I bústað Levins, og undir um- sjón hans, varð síðan handrit bókar „Kravchencos” til á met- tíma, vegna ágætrar samvinnu OSS-njósnara, Hearst-blaðam., rússneskra hvítliða frá döguin byltingarinnar, mensjevika og trotskista. Eru þeir hinir „óyggj andi heimildarmenn" hinna ,stór kostlegu afhjúpana" Kravchen- cos. Sjálfur á hann ekki eitt einasta orð í þessum langa sam- setningi. Hafði hann þó, á nokkr um mánuðum, komið saman um sextíu blaðsíðum, en ritgerð hans reyndist ill-læsileg og ó- mijg-ulegt að hafa neitt gagn af henni. Var heimildarmanni Sim Thomas eitt sinn sýnd hún til gamans. Ununæli „Köbenliavn“ og „Financial Times.“ Á þessa leið segir hinn ame- ríski rithöfundur frá tilorðningu þessa „glæsilega heimildarrits“ Morgunblaðsins og svipaðra málgagna afturhaldsins um Sovétríikin. En fleiri stoðir renna þó undir þá skoðun, að hér sé aðeins um eitt hinna al- gengu upplognu níðrita um Sov- étríkin að ræða. Þannig hefur kunnu f jármálatímariti, „Finan- cial Times“ orðið það á að gefa í skyn, að tveir kunnir amerísk- ir kommúnistahatarar, blaða- mennirnir Eugeune Lyons og Louis Fischer „kunni að hafa verið eitthvað við bók hans (Kravchencos) riðnir.“ En danska blaðið „Köben- havn,“ sem er aðalmálgagn Vinstri-flokksins í höfuðborð- inni, og nú um þessar mundir flytur „Ég valdi frelsið" neðan- máls, hefur þó tekið dýpra í árinni. Sagði það nýlega, er það birti níðgrein um Sovétríkin, með Isaac Don Levine sem heim ild að „það er opinbert leyndar- mál, að Levine hefur ritað, eða réttara sagt umritað bók Krav- chenco „Ég valdi frelsið." — (det er en offentlig Hemmelig- hed, at Levine har skrevet eller rettere sagt omredigeret Krav- chencos Bog „Jeg valgte Fri- heden“). Þamiig fara biblíur afturhalds- iiis hver af annarri. Þannig er þá komið með eina nýjustu heimild afturhaldsins, sem það hefur óspart vitnað til í óhróðursherferðum sínum gegn mesta verkalýðsríki heims ins. Þannig fór líka „Úr álögum' annað sorpriti ðfrá, sem um tíma var biblía afturhaldsins hér á landi og annarstaðar. Og þannig munu þær allar fara. Upp koma svik um síðir. I þessu sambandi er fróðlegt að geta þess, að nefnd danskra stúdenta hefur tekið sér fyrir hendur að rannsaka sannleiks- gildi rita Körstlers, sem er einn af sannleikspostulum afturhalds ins, hliðstæður Kravchenco og Jan Valtíin (Richard Krebs). — Hefur fræðimaður einn, sem vinnur að þessum rannsóknum með stúdentunum, nýlega sann- að með dæmum, ónákvæmni og óáreiðanleika Köstlers á fundi í danska Stúdentafélaginu. — Danskir sósíaldemókratar hafa tekið þetta illa upp, brugðið há- skólanum um „þjónkun við kommúnismann," eins og Al- þýðublaðið mundi hafa orðað það, að hann hafi valið sér það hlutverk, að uppfylla dægur- kröfur, sem danskir kommún- istar geri bersýnilega til hans. Það hafi þó sannarlega ekki yerið ætlunin, með því að eyða fé til vísindastofnana, að þeim yrði vaiið til þess að leggja kommúnistum til áróðursefm. — Eru hinir dönsku skoðana- bræður Alþýðublaðsins eftir þessu hræddir.við að hafa það er sannara reynist, óttast að Köstler þeirra hafi ekki alveg hreint í pokahorninu, og viija að níð lians um Sovétríkin og kommúnismann standi áfram ó- gagnrýnt og óhrakið. Niðurstöður stúdentana veroa að rikindum gefnar út, er þeir hafa lokið rannsóknum sínum. Hvað takia nú Mogginn og Al- þðublaðið til bragðs? Fróðlegt verður að sjá, hvern- ig Mogginn, Alþýðublaðið, Tím- inn, Vísir og önnur málgögn afturhaldsins bregðast nú við, er átrúnaðargoð þeirra Krav- chenco hefur verið afhjúpaður sem ómerikilegur leppur og fals- ari, en hin stórkostiega heimild þeirra um Sovétríkin, „Ég valdi frelsið,“ sem rakalaus óhróður samansettur af mörgum höf- undum undir stjórn bandarísks atvinnulygara, sem áður heíur orðið uppvís að samskonar föls- unum. Ætli þau birti undir stórum fyrirsögnum leiðrétt- ingar á missögnum sínum? — Eða skyldu þau þegja? Eða bara herða róðurinn?

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.